Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 47 AUÐLESIÐ EFNI Draumar Gísla Sverris-sonar breyttust 2. septem-ber síðast-liðinn, þegar hann steyptist fram yfir sig af reið-hjóli, á ferð um Kjarna-skóg á Akureyri. Gísli er mikill útivistar-maður og slasaðist alvarlega, hrygg-brotnaði og er lamaður fyrir neðan brjóst. Gísli veit ekki hversu miklum bata hann muni ná, en er bjart-sýnn. Hann segir að bati hans velti á hversu mikið mænan hafi skaddast. Gísli hefur mátt í höndunum en ekki fullan kraft og miðast endur-hæfing meðal annars við að ná honum. Gísli er á Grensás-deild Land-spítalans. Strax daginn eftir slysið hófs endur-hæfing en þá byrjuðu öndunar-æfingar. Slysið hefur mikil áhrif á fjöl-skylduna en Gísli er kvæntur og á fjögur börn. Hann á heima á Akureyri þar eru börnin eru í skóla. Systir Gísla flutti til þeirra svo eiginkona hans Lilja Sigríður Jónsdóttir gæti verið hjá honum í Reykjavík. Lamaður eftir reiðhjóla-slys Morgunblaðið/Frikki Slys Gísli Sigurðsson hrygg-brotnaði og hlaut alvarlegan mænu-skaða eftir reiðhjóla-slys. ÍA fallið úr efstu deild Skaga-menn, sem hafa verið sigur-sælir í knatt-spyrnu, féllu úr efstu deild í Lands-banka-deildinni, á fimmtu-daginn, þegar þeir gerðu marka-laust jafn-tefli gegn KR á Akranes-velli. Skaga-menn reyndu allt sem þeir gátu gegn liði KR og sóknar-leikurinn var ágætur. Trausti Sigur-björnsson mark-vörður ÍA bjargaði oft meistara-lega. KR-ingar fengu fjölmörg færi í leiknum sem þeir fóru ekki vel með. Fáir áttu von á að ÍA mundi falla á þessari leiktíð en þeir féllu síðast úr efstu deild árið 1990. Jafntefli var ekki nóg. Bandaríski fjárfestingar-bankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota fyrir síðustu helgi. Gjaldþrot Lehman Brothers er stærsta gjaldþrot fjárfestingar-banka í 18 ár. Skuldir bankans námu um 55.700 milljörðum íslenskra króna. Bankinn varð gjaldþrota aðallega vegna óhagstæðra bandarískra fasteignalána. Stjórnendur helstu fjármála-fyrirtækja á Wall Street reyndu að forða Lehman frá gjaldþroti. Það tókst ekki. Bankinn var með skrif-stofur víða um heim. Fjöldi starfs-manna bankans var um 26.000 og misstu þeir flestir vinnuna. Fleiri fjárfestingarbankar í Banda-ríkjunum hafa orðið gjaldþrota. Af 5 stærstu bönkum Banda-ríkjanna 2007 eru nú aðeins 2 eftir, Goldman Sachs og Morgan Stanley. Gjaldþrot stórra fjármála- stofnana hafa áhrif um allan heim. Stærsta gjaldþrotið í 18 ár Björgunar-sveitir sinntu víða út-köllum á þriðju-dags-kvöld vegna óveðurs sem gekk yfir sunnan- og vestan-vert landið. Því fylgdi mikill vindur og úrkoma. Björgunar-sveitum á höfuð-borgar-svæðinu bárust hjálpar-beiðnir úr Hafnar-firði, Reykja-vík og Kópa-vogi. Þar fuku þak-plötur, vinnu-pallur og tjald forn-leifa-fræðinga í Aðal-stræti. Snar-vitlaust veður var í Ólafs-vík, rok og úrhellis-- rigning. Þar var vind-hraðinn talinn ná 30 metrum í verstu hviðunum. Á Hellis-sandi var beðið um aðstoð vegna þak-platna sem voru að fjúka. Þar fóru vind-hviðurnar í 31 metra. Einnig bárust beiðnir um aðstoð á Suður-nesjum vegna foks á þak-plötum og lausum munum. Vont veður Ríkis-sátta-semjari lagði fram tillögu um kjör ljósmæðra síðasta mánudag. Bæði ljósmæður og fjármálaráðherra samþykktu tillöguna. 191 ljósmóðir greiddi atkvæði. 162 ljósmæður samþykktu tillöguna, 22 sögðu nei og 7 skiluðu auðu. Ljós-mæður eru því hættar í verk-falli. Kjara-samningur Ljósmæðrafélagsins á að gilda til 31. mars 2009. Grunn-laun ljósmæðra hækka um allt að 22,5% á mánuði. Meðal-laun ljós-mæðra hækka um 60-90 þúsund krónur á mánuði. Guðlaug Einars-dóttir er for-maður Ljós-mæðra-félags Íslands. Hún segir að ljós-mæður hefðu viljað fá um 10% hærri laun. Þegar samningurinn rennur út í mars næsta vor ætla þær að taka málið upp aftur. Hún sagði að flestar ljós-mæður væru sáttar. Ljósmæður samþykktu Morgunblaðið/Jim Smart Ljósmæður Verkfalli ljósmæðra er lokið. Nú stendur yfir sýning á verkum Braga Ásgeirs-sonar á Kjarvals-stöðum. Met var slegið í þátt-töku í leiðsögn um sýningu Braga síðast-liðinn sunnudag. Þá komu rúmlega 100 gestir og nutu leið-sagnar Þórodds Bjarna-sonar sýningar-stjóra. Í dag klukkan 15 verður aftur boðið upp á leið-sögn um sýninguna. Bragi áritar bók sína, Augna-sinfóníu. Margar myndir af verkum Braga eru í bókinni. Í dag kl. 14 verður einnig boðið upp á leið-angur og leik fyrir börn og fjöl-skyldur þeirra á Kjarvals-stöðum. Met í aðsókn á sýningu Braga Frúin ófeimna Mynd eftir Braga Ásgeirsson. Gengi krónunnar hefur lækkað um 10,1% í septem-ber og hefur aldrei verið lægra. Það er rakið til ólgu á erlendum fjármála-mörkuðum. Hátt gengi krónunnar hefur undan-farið verið borið uppi af Krónu-bréfum. Fjárfestar fengu ódýrt lánsfé erlendis og fjár-festu í íslenskum krónum og skulda-bréfum tengdum þeim. Vegna hás vaxta-stigs hér á landi var ávöxtun þessara fjár-festa tölu-verð. Nú er ekki hægt að fá ódýr erlend lán og það fé sem fæst er mjög dýrt. Því hefur vaxta-munur minnkað til muna og krónan er ekki nærri því jafngóður fjár-festingar-kostur og verið hefur. Allir virðast sammála um að gengi krón-unnar sé allt of lágt og að það muni hækka þegar til lengri tíma er litið. Krónan fellur                                  Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.