Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 36

Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 36
36 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nýtt skrifstofuhúsnæði til leigu í Borgartúni Sími: 511-2900 Til leigu nýtt óinnréttað 2.995 m² skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum í Borgartúni með glæsilegu útsýni ásamt 46 bílastæðum í lokaðri bílageymslu. Húsnæðið verður innréttað eftir þörfum leigjanda, eða afhent óinnréttað með fullkláraðri sameign. Mögulegt er að leigja húsnæðið í tvennu lagi þ.e. 2009 m² á 4. hæð og 986 m² á 5. hæð. Leyfi er fyrir mötuneyti á 4. hæðinni. Hæðirnar eru bjartar með glugga á 3 vegu, bjóða upp á mikla nýtingu og eru með góðri lofthæð. Þrír blautkjarnar á heilli hæð. Lyftur í sameign ganga frá bílakjallaranum sem er aðgangsstýrður. Glæsilegt húsnæði á frábærum stað miðsvæðis í Reykjavík með nægum bílastæðum. Teikningar og allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Leigulistans ehf. ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Til sölu 148 fm sérhæð með 29 fm bílskúr. Íbúðin er mikið endurnýjuð, nýtt eldhús, bað og gólfefni. Arinn í stofu. Stórar suðursvalir. Laus til afhendingar strax. Opið hús á sunnudag og mánudag kl. 16-18. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf – fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk Grenimelur 47 - Opið hús Ingvi Rúnar, sölufulltrúi, 896 0421, ingvi@arsalir.is Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808 fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is 5 900 800 IÐNAÐAR / ATVINNUHÚSNÆÐI TIL KAUPS EÐA LEIGU M b l1048672 Hef verið beðin um að finna 100–150 fm atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæði þarf að vera á jarðhæð með innkeyrsluhurð og ekki væri verra ef þar hafi farið fram einhverskonar matvælaframleiðsla áður. Um langtímaleigu er að ræða eða sterkar greiðslur ef um kaup er að ræða. Upplýsingar: Sveinn Eyland sölumaður Fasteign.is gsm: 6-900-820 eða sveinn@fasteign.is Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i Tómasarhagi - Nýleg sérhæð Glæsileg vönduð 141,5 fm efri sérhæð í nýlegu 3-býlishúsi við Tómasarhaga. Auk þess fylgir 23,3 fm bílskúr. Samtals 164,8 fm. Húsið var byggt árið 1998. Hæðin skiptist m.a. í stofur og þrjú herbergi. Mikil lofthæð. Tvennar svalir. Allt sér. Verð 57,5 millj. Upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali í síma 861-8511. ENN berast fréttir um að mosaþekja um- hverfis jarðvarma- virkjanir í Svartsengi og á Hellisheiði hafi drepist, greinilega af völdum loftmengunar. Gróðurskemmdirnar eru víðtækar, bæði í Henglinum og á Reykjanesi, og ná yfir margra hektara svæði umhverfis borteiga á mosavöxnum hraunflákum. Ef rétt reynist að út- blástur brennisteinsvetnis (H2S) frá jarðvarmavinnslunni valdi þessari eyðileggingu er ljóst að umhverfis- áhrif virkjananna hafa verið van- metin og að þau eru mun víðtækari en áður var talið. En brennisteins- vetni er því miður hættulegt öðrum lífverum en mosanum hraun- gambra. Skaðleg áhrif þessarar lyktarlausu lofttegundar eru vel þekkt og í miklu magni er efnið baneitrað mönnum og dýrum. Styrkur brennisteinsvetnis í and- rúmslofti hefur ekki verið talinn valda bráðri heilsufarslegri hættu á Íslandi en hins vegar er lítið vitað um áhættuna og ekki allir sammála um hver skaðleysismörkin eru. Ljóst er hins vegar að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi hér á landi: Engin umhverfismörk hafa verið sett á magn brennisteins- vetnis í andrúmslofti, mælingar eru langt frá uppsprettunum og engin krafa er gerð um hreinsunarbúnað í jarðvarmavirkjunum. Þessu þarf að breyta. Fimmföldun á náttúrulegu magni Á Íslandi losna þúsundir tonna af brennisteinsvetni á ári af manna völdum þegar hiti er unninn úr jörðu. Fyrirhugað er að stórauka ósjálfbæra og ágenga nýtingu há- hitasvæðanna á næstu árum og hef- ur Umhverfisstofnun bent á að þeg- ar Hellisheiðarvirkjun, Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun verða fullbyggðar þá verður losun brennisteins- vetnis orðin fimm sinn- um meiri en nátt- úruleg losun frá öllum hverasvæðum lands- ins! Og þá á eftir að reikna með útblæstr- inum frá Þeistareykj- um, Bjarnarflagi, Gjá- stykki, Kröflu og Reykjanesi. Sem fyrr segir eru ekki allir sam- mála um hve mikið brennisteins- vetni þarf til að það verði heilsu- spillandi og eru alþjóðleg skað- leysismörk (150 míkrógrömm í rúmmetra að meðaltali á sólar- hring) nú til endurskoðunar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO. Á vef Umhverfisstofnunar er bent á að skynsamlegt sé að nota lægri viðmið hér á landi eins og t.a.m. er gert í Kaliforníu þar sem mörkin eru 42 míkrógrömm í rúm- metra að meðaltali á klst. en við þau mörk finna 80% manna lyktina. 48 sinnum yfir umhverfis- mörkum Kaliforníu Strax og Hellisheiðarvirkjun var gangsett í september 2006 mældist mikil aukning á magni H2S í and- rúmslofti við Grensásveg í Reykja- vík en þar eru mælitækin staðsett. Mælingar frá því í febrúar 2006 til miðjan febrúar 2007 sýndu að styrkur brennisteinsvetnis í Reykjavík fór 48 sinnum yfir um- hverfismörk Kaliforníu. Af þessum 48 skiptum voru 45 eftir að Hellis- heiðar-virkjun var gangsett. Þekkt er að toppar af þessu tagi geta valdið ertingu í öndunarfærum og augum. Litlar rannsóknir liggja hins vegar fyrir á langtímaáhrifum þess á heilsu fólks að búa við stöð- ugan styrk brennisteinsvetnis þótt hann sé lítill. Sigurður Þór Sigurð- arson, læknir og sérfræðingur í lungna–, umhverfis- og atvinnu- sjúkdómum, sagði í viðtali við Speg- ilinn í nóvember 2007 að H2S– mengun bitni fyrst og fremst á lungna- og astmasjúklingum. Hann sagðist hafa af því áhyggjur að börn alist upp í umhverfi þar sem magn brennisteinsvetnis er ávallt til staðar en vitað er að astma- og öðrum öndunarfærissjúkdómum barna vex ásmegin víða um heim. Tillaga VG Í reglugerð um loftgæði nr. 787/ 1999 er aðeins fjallað um brenni- steinsdíoxíð, SO2, en ekki brenni- steinsvetni, H2S. Síðasta vetur lögð- um við þingmenn VG fram tillögu um að úr þessu yrði bætt og sett umhverfismörk um leyfilegan há- marksstyrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti (þskj. 801, 506. mál). Þar var einnig krafist ýtarlegri mælinga á magni H2S í andrúms- lofti og nær uppsprettunum en nú er. Í þessari kröfu um umhverf- ismörk felst að orkufyrirtækjunum verði gert skylt að hreinsa brenni- steinsvetni úr útblæstri jarð- gufuvirkjana. Hreinsibúnaður gæti leitt til aukins kostnaðar og því þarf að kanna hvaða áhrif slíkt hefur á hagkvæmni virkjananna og raf- orkuverð. Markmið þessarar tillögu okkar er að umhverfi, lífríki og heilsa fólks hljóti engan skaða af öllu því magni brennisteinsvetnis sem þeg- ar er losað og fyrirhugað er að losa af þessari lofttegund á næstu árum. Gróðurskemmdirnar á Hellisheiði og í Svartsengi sýna að hér má engan tíma missa. Hér dugir ekki áframhaldandi aðgerðarleysi frekar en í öðrum málum. Vanmetin áhrif frá jarðvarmavinnslu Álfheiður Ingadótt- ir skrifar um um- hverfismál » Í þessari kröfu um umhverfismörk felst að orkufyrirtækjunum verði gert skylt að hreinsa brennisteins- vetni úr útblæstri jarð- gufuvirkjana. Álfheiður Ingadóttir Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.