Morgunblaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„ÉG kann ekki við að fólk sé með
myndavélar sem ná langt út fyrir
þeirra eigin lóð, það er beinlínis
hægt að nota þetta í undirheima-
starfsemi,“ segir íbúi í Reykjavík.
Hann komst nýlega að því að ná-
granni hans neðar í götunni er með
kröftuga eftirlitsmyndavél á húsi
sínu sem hefur burði til að fylgjast
með talsvert meiru en bara ferðum á
þeirri lóð. Þegar leikfangi var stolið
úr garði þriðju grannanna bönkuðu
þau upp á hjá manninum með mynd-
ir sem fengist höfðu úr myndavélinni
og þóttu sýna að þar hefðu börn
mannsins verið á ferðinni.
Í ljós kom að svo var reyndar
ekki, en maðurinn kann afar illa við
að vita af því að nágranninn hafi
þannig í raun völd til að fylgjast með
lífsmunstri allra í götunni, ekki síst
ef upptökunum er í ofanálag deilt
með öðrum. „Myndin sem mér var
sýnd náði algjörlega út á götu og
nánast alveg heim að dyrum hjá
okkur. Mér finnst þetta ekki eðlilegt
og benti þeim á að ég vildi ekki búa í
umhverfi þar sem hægt er að fylgj-
ast með öllum mínum ferðum.“
Hjá Persónuvernd fengust þær
upplýsingar að fólki væri almennt
heimilt að setja upp öryggiskerfi
með myndavélum heima hjá sér, en
hins vegar þyrfti að gæta meðalhófs.
Þannig þyrfti að taka mið af frið-
helgi einkalífsins og beina ekki
myndavélum að heimilum annarra.
Fjölmörg mál út af rafrænni vökt-
un koma inn á borð til Persónu-
verndar á ári hverju en fæst þeirra
eru vegna gæslu við heimahús. Al-
menna reglan er sú að ekki megi
vinna með eða afhenda þriðja aðila
upptökurnar án samþykkis þess sem
myndin er af, nema lögreglu ef grun-
ur leikur á refsiverðu athæfi.
Þá gildir sú regla um örygg-
ismyndavélar í heimahúsi eins og
annars staðar að upptökum ber að
eyða innan 90 daga nema lög heimili
annað. Persónuvernd hefur heimild
til að stöðva rafræna vöktun sem
brýtur þessar reglur en meta þarf
aðstæður í hverju tilfelli fyrir sig að
sögn lögfræðings hjá Persónuvernd.
Má nota í misjöfnum tilgangi
Maðurinn sem blaðamaður ræddi
við segist ætla að leita réttar síns hjá
Persónuvernd þar sem hann geti
ekki sætt sig við hvernig myndavél
nágrannans sé notuð. „Það er í raun
hægt að kortleggja mig gjörsamlega
með þessu og ég kæri mig ekki um
það. Ég er ekki viss um að fólk sé
meðvitað um þetta eða geri sér grein
fyrir hættunni sem getur fylgt svona
myndavélum. Því þótt það sé
kannski ólíklegt að nágrannarnir
séu í raun eitthvað að fylgjast með
manni þá veit maður samt aldrei og
eitt slíkt tilfelli er nóg til að geta
valdið manni skaða.“
Morgunblaðið/Golli
Stóri bróðir? Rafræn vöktun á opinberum vettvangi hefur rutt sér til rúms síðustu ár en færri eiga því að venjast að nágranninn vakti alla götuna.
Nútíma nágrannanjósnir?
Íbúa í Reykjavík var brugðið þegar hann komst að því að eftirlitsmyndavél ná-
grannans náði heim að dyrum hjá honum Notkun myndavéla sífellt almennari
ALÞINGI Íslendinga, 136. löggjaf-
arþingið, verður sett á morgun,
miðvikudag.
Þingsetningin hefst með guðs-
þjónustu í Dómkirkjunni kl. 13.30,
þar sem Anna Sigríður Pálsdóttir
prestur við Dómkirkjuna predikar.
Sjálf þingsetningin hefst klukkan
rúmlega 14 með ræðu Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, forseta Íslands. Að
því búnu tekur Sturla Böðvarsson,
forseti Alþingis, við stjórn fund-
arins og minnist látins þingmanns,
Jósefs Þorgeirssonar. Að loknu
kaffihléi verður fundi framhaldið
og fjárlagafrumvarpinu útbýtt.
Fyrsta umræða um fjárlaga-
frumvarpið verður á föstudag.
Á fimmtudagskvöld flytur Geir
H. Haarde forsætisráðherra stefnu-
ræðu sína og í framhaldinu verða
umræður um hana.
sisi@mbl.is
Alþingi sett
á morgun
Morgunblaðið/Kristinn
FIMM yfirlögregluþjónar á Norð-
urlandi óttast að fagleg umræða
um stefnumótun og framtíð-
arskipulag lögreglunnar verði und-
ir í því umróti og umræðum sem
verið hafa undanfarna daga. Þeir
lýsa yfir stuðningi við dóms-
málaráðherra og kalla eftir því að
víðtæk sátt náist um framtíð-
arskipan lögreglunnar.
„Við, eins og aðrir, höfum mis-
jafnar skoðanir á ýmsum útfærslum
á skipulagi lögreglunnar og höfum
bæði komið þeim á framfæri við
ráðherrann og skilað inn at-
hugasemdum vegna undirbúnings-
vinnu að frumvarpi um þessi mál.
En þrátt fyrir misjafnar skoðanir
og áherslur, sem kannski fara ekki
alltaf saman við skoðanir eða
áherslur dómsmálaráðherra, þá
treystum við honum öðrum betur til
að koma þessu máli í höfn svo að
skipulag lögreglunnar verði eins
gott og mögulegt er til framtíðar
litið,“ segir í yfirlýsingu yfirlög-
regluþjónanna á Sauðárkróki,
Blönduósi, Akureyri og Húsavík.
Sátt náist um
löggæsluna
Má hver sem er koma sér upp ör-
yggismyndavél?
Já í rauninni, en en hún verður að
fara fram í yfirlýstum, skýrum og
málefnalegum tilgangi skv. lögum og
má ekki vera leynileg nema með
lagaheimild eða úrskurði dómara.
Hver er meðalhófsreglan?
Í reglum nr. 837/2006 segir að gæta
skuli þess við rafræna vöktun að
ganga ekki lengra en brýna nauðsyn
ber til miðað við tilgang. Virða skuli
einkalífsrétt annarra og forðast alla
óþarfa íhlutun í einkalíf þeirra.
Hvar má eiga von á að mynda-
vélar fylgist með manni?
Eftirlitsmyndavélum hefur víða verið
komið upp í verslunum, líkamsrækt-
arstöðvum, á vinnustöðum auk auð-
vitað miðborgar- og umferðareftirlits
lögreglunnar. Þá geta einstaklingar
fest kaup á ýmsum gerðum örygg-
ismyndavéla fyrir heimahús og fer
notkun þeirra vaxandi. Leiki grunur á
misnotkun þeirra má senda ábend-
ingu á Persónuvernd.
S&S
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
STUNDUM getur góðlátlegt grín farið
öðruvísi en lagt var upp með. Því fékk
Sandra Kristín Júlíusdóttir, nemandi í 10.
bekk í Smáraskóla og helgarstarfsmaður í
Hagkaupum í Garðabæ, að kynnast seinni-
part sunnudagsins sl. Sandra var við störf
í versluninni að fylla á í kæliborðinu þegar
hún þurfti að sækja matvöru í frystiklef-
ann á lagernum.
Vinkonur Söndru, sem einnig vinna í
Hagkaupum, ákváðu að stríða henni og
lokuðu dyrunum að klefanum á eftir
henni. Við það slokknaði á rauðu ljósi fyrir
ofan kælidyrnar, sem er til merkis um að
dyrnar séu opnar, svo myrkt varð í klef-
anum.
Svo illa vildi hins vegar til að hurðin
festist og vinkonur Söndru gátu ekki opn-
að dyrnar aftur. Hitastigið í klefanum var
um -19°C. Sandra brá þó skjótt við og ýtti
á neyðarhnapp sem kveikir sérstakt ljós í
klefanum og stöðvar kælinguna.
Miður sín eftir atvikið
„Þær reyndu að opna en voru hræddar
við að segja frá þessu því þá yrðu þær
skammaðar þar sem það má ekki vera að
grínast svona.
Þær voru búnar að reyna í korter þeg-
ar þær sóttu annan til að hjálpa,“ segir
Sandra. Enn tókst ekki að opna dyrnar
að klefanum svo 25 mínútum eftir að
Sandra lokaðist inni var hringt í slökkvi-
liðið. Það mætti skömmu síðar og náði að
opna. „Þeir skoðuðu mig og sögðu að það
væri allt í lagi með mig,“ segir Sandra en
bætir við að hún hafi verið langt fram á
kvöld að jafna sig.
Hún segir vinkonur sínar miður sín eft-
ir uppákomuna, sem hefði getað farið illa.
„Ég get ekki lýst því hvað þeim leið illa.“
Með kuldahroll langt fram á kvöld
Góðlátlegur hrekkur milli vina breyttist í fúlustu alvöru þegar ung stúlka læstist inni í frysti-
klefa þar sem hitastigið er -19°C Slökkviliðið var kallað til og bjargaði henni út hálftíma síðar
Morgunblaðið/G.Rúnar
Óhrædd Sandra var ekki hrædd í kælinum því vinkonur hennar fyrir utan róuðu hana.