Morgunblaðið - 30.09.2008, Síða 43

Morgunblaðið - 30.09.2008, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 43 - kemur þér við Segja aðgerð Seðla- bankans eignaupptöku Guðjón Arnar lét undan hótunum Vímuefnaneytendur án búsetuúrræða Ljósmæður fresta uppsögnum AtliViðar kom sterkari til baka eftir meiðsli Herbert predikar á Suðurnesjum Hvað ætlar þú að lesa í dag? FLENSA hjó óvænt skarð í dagskrá hinna fjölsóttu tónleika að Frí- kirkjuvegi þegar fella varð niður Útsæ, tónsetningu Atla Heimis Sveinssonar á samnefndu kvæði Einars Benediktssonar er Sólrún Bragadóttir hefði að óbreyttu átt að syngja. Að öllu öðru leyti tókust fjórðu afmælistónleikar tónskáldsins á þessu hausti afbragðsvel. M.a.s. var horfinn hvimleiður bordúntónn- inn úr flúorlömpum loftsins (sem gerði að vísu staka flugvélagný því auðheyranlegri), og flutningur hljómlistarmanna var af því karati að iðulega kom upp klassíska spurn- ingin hvort túlkunin bæri frekar uppi tónverkið en öfugt. Camilla Söderberg ýtti úr vör með afar blæbrigðaríkri meðferð á Tief ist die Trauer fyrir tenórblokkflautu (2002), forkunnarfallegri hugleið- ingu um hendingu úr frægum 2. strengjakvartetti Schönbergs á vatnaskilum tónalítets og hjátœnis. Bergþór Pálsson og Víkingur Heið- ar Ólafsson fóru síðan glæsilega með Dauða Einars Benediktssonar við ljóð Williams Heinesens í þýðingu Matthíasar Johannessen. Þeir frum- fluttu þarnæst Woman við enskt kvæði vísindamannsins Kára Stef- ánssonar af sama myndarbrag, þótt píanóparturinn væri þar sýnu ein- faldari og ítrækari. Nútímatónskáld virðast upp til hópa logandi feimin við að gefa eitt né neitt upp um efnisinntak verka sinna, svo hefti ekki frjáls hug- myndatengsl hlustandans. Ekki átti það þó par við Ortus fyrir einleiks- óbó, hermitónlist um barnsfæðingu þar sem helztu tilfinningar voru skil- merkilega reifaðar af höfundi í tón- leikaskrá. Ennfremur var fullyrt að verkið væri „ekki hlustendavænt“, og stóðst það né heldur að mínu viti – a.m.k. ekki „læf“ af sviði. Því þótt smíðin væri vissulega tæknilega erf- ið í flutningi, var oft furðuspennandi að fylgjast með því hvernig (og hvort!) spilarinn kæmist fram úr öll- um aragrúanum af módernískum ef- fektum. Skemmst er frá að segja að Eydís Franzdóttir kleif þetta hrika- lega og úthaldskrefjandi þverhnípi af áræði hins þrautreynda alpínista. Fyrri hluta lauk með hreint dásamlegri einleiksúttekt Bryndísar Höllu Gylfadóttur á hinu íhugala Dal regno del silenzio („Úr heimi þagn- ar“, 1989). Skákaði sú nærri því meistaratúlkun tileinkunarþegans Erlings Bløndal Bengtssonar í Saln- um 11.3. 2006 með frábærri mótun og kænni tímasetningu alþagna; að vísu líka studd ómlengri akústík. Eftir hlé sá Víkingur Heiðar dyggilega til þess að Gloria (1981), einn af ósungnu messuþáttum Atla fyrir einleikspíanó (aðeins Kyrie ku eftir) næði hámarksáhrifum með of- ursnarpri og sveigjanlegri túlkun eins og honum er lagið. Loks söng Ágúst Ólafsson við samleik Víkings tvær tónsetningar á kvæðum Einars Benediktssonar, Gamlar stökur (5 ferskeytlur) og hið nafntogaða Norðurljós (frumfl.), af fyrst viðeig- andi angurværð en síðan kosmískri innlifun, þar sem kristalstindrandi píanóið fáði neongræna pils- faldaflögrið á biksvörtum heim- skautahimni. Aðrir eru því ugglaust ósammála, en sjálfur hnaut ég svolítið um hryn- mótun höfundar á skjön við brag- flæði textans, enda þykir undiröldótt hljóðfallið í „Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn“ drjúgur part- ur af heildarmætti ljóðsins. Engu að síður var hvoru tveggja mjög vel tekið og afmælisbarninu hlýlega fagnað að leikslokum. Afbragðstúlkun á afmælistónleikum TÓNLIST Listasafn Íslands Einsöngs- og einleiksverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Camilla Söderberg ten- órblokkflauta, Bergþór Pálsson söngur, Víkingur H. Ólafsson píanó, Eydís Franz- sóttir óbó, Bryndís H. Gylfadóttir selló, Ágúst Ólafsson söngur. Þriðjudaginn 23. september kl. 20. Kammertónleikar bbbbm Ríkarður Ö. Pálsson VETRARTÓNLEIKARÖÐ kamm- erhópsins „Nordic Affect“ hófst við þokkalega aðsókn undir yfirskrift- inni Fram og til baka. Átti hún við flakk milli nútíma og meginviðfangs- skeiðs hópsins, síðendurreisnar og barokks, þar sem nútímaramminn markaðist í upphafi og enda af tveim nýjum[?] verkum eftir Gunnar Andreas Kristinsson utan um tón- verk frá 17.–18. öld. Annars helgaðist viðfangsvalið allt af tilbrigðum, og gilti það einnig um Hringitónstilbrigði Gunnars, er gætu hér hafa verið frumflutt þó ekki væri það tekið fram. Upphringitónar þarfasta þjóns nú- tímaunglinga, farsímans, eru sem kunnugt er af ólíklegasta tagi. Ónefndur kollegi minn er t.d. með ógnvænlegt „ping“-sónar-tíst úr kaf- bátahernaði. En þó poppdæmi séu algengust má einnig heyra fjölda klassískra stefja. Meðal hinna vin- sælli er glaðskoppandi flautustefið úr Badinerie, lokaþætti h-moll hljómsveitarsvítu Bachs er áður var talin frá Köthen–skeiðinu 1717–23 en nú svo seint sem frá byrjun 5. áratugar. Tilbrigði Gunnars um samnefnt stef voru samin fyrir allan sextettinn, hvort 8–9 mín. að lengd, og buðu af sér góðan þokka þótt stefið sjálft (mestmegnis aðeins blá- upphaf þess) heyrðist sjaldnast óbrenglað nema úr flautunni á stangli. Næst birtist Tríósónata Bachs í G BWV 1038 í fallegum flutningi, þó að tréflautan væri kannski fullveik fyr- ir tvíefldan hljómafylgibassa semb- als og bassalútu auk sellós. Guðrún Óskarsdóttir fór laglega með Ballo del granduca Sweelincks – eftir að vísu alltímafreka stillingu sembals- ins er seinna þurfti að endurbæta, líkt og raunar lútustillingu, og leiddi það hugann að hinu fornkveðna að lútu og sembal verði að stilla í 4 ár fyrir hvert leikið verk. Tríó þjorbu, sellós og barokkgít- ars fór næst lipurlega með tvö til- brigðaverk J. H. Kapsbergers ofan á dæmigerðu dans-þrábassastefi, og einnig var þjóðlaðarþel að Lady Bothwel’s Lament Geminianis – og John come kiss me e. David Mell sem vísaði m.a.s. eitt augnablik fram á svellandi amerískan hoedown svei- tadans. Síðast fyrir lokaverkið (Hring- itónstilbrigði 1b) léku flautu– og strokleikarar hópsins tvo þætti úr einu vanmetnasta stórvirki barokks- ins meðal almennings, Fúgulist Bachs. Nánar tiltekið Contra- punctus 1 og 3, þ.e. einfalda og stef- hvolfda fjórradda fúgu, og af tals- verðri fágun, er hefði jafnvel getað orðið enn áhrifameiri hefðu menn hugað nánar að styrkbrigðum. Því þó engin séu slík fyrirmæli í handriti snillingsins frekar en t.d. í Sjakonnu hans frægu fyrir einleiksfiðlu, er engum vafa undirorpið að framvindustrúktúr meistaraverk- anna kallar á markvissa dýnamíska niðurhólfun. Meðan hennar nýtur ekki við verður jafnvel vandasta túlkun marflöt. Aftur til framtíðar Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Þjóðmenningarhúsið Gunnar A. Kristinsson: Hringitónstil- brigði 1a & 1b; verk eftir J. S. Bach, Sweelinck, Kapsberger, Geminiani og David Mell. Nordic Affect (Halla S. Stef- ánsdóttir barokkfiðla, Georgia Brown barokkflauta, Guðrún H. Harðardóttir bar- okkvíóla, Karl Nyhlin þjorba/barokkgítar og Guðrún Óskarsdóttir semball). Mið- vikudaginn 24. september kl. 20. Kammertónleikar bbbnn ÞAÐ fer ekki á milli mála að Krist- jana Stefánsdóttir er fremsta djass- söngkona okkar um þessar mundir; aftur á móti hefur Andrea Gylfadótt- ir vinninginn þegar blúsinn er ann- ars vegar. Kristjönu hefur þó tekist að trylla hlustendur á blúsuðum tón- leikum, en það er eins og mikið af blóði og svita klúbbsins hverfi í hljóðverinu – og er það gömul og ný saga. Þetta er sem sagt hljóðvers- diskur, og ansi misjafn – sér í lagi þar sem slíkt mannval er saman komið og hér. Kristjana hefur skrifað þrjá blúsa sem finna má á skífunni og tveir þeirra gætu verið af tónleikum hjá Vinum Dóra, en lokaópus skífunnar „You left me Crying“ er firnagóður dúett Kristjönu og Ómars og gít- aristinn lyftir „Once Again“ Krist- jönu með fjölbreyttum hljómi í sóló sínum. Kreppusöngurinn magnaði „Brother Can You Spare A Dime“ fer vel af stað með syngjandi bassa- hljóm Gunnars Hrafnssonar ríkjandi í undirspili, en hér eins og oftar lýtir það söng Kristjönu er leikurinn æsist, að kröftum er beitt um of – Sigurður Flosason fellur einnig í þá gryfju í sóló sínum í þess- um ópus. Sama má segja um túlk- unina á „Let Up“ eftir Abbey Lin- coln sem er firnaflott þar til kemur að trompetsóló Ara Braga sem fellur illa að því sem á undan hefur hljóm- að – og svo á hann eftir að ná tökum á þeirri list sem Harry „Sweets“ Ed- inson fullkomnaði – að blása undir söng. „Lonely House“ Kurt Weil er glæsilega sungið en ég botna ekki í klukkuslætti slagverksins. Kannski er einhver dýpri merking falin í því en það lýtir flutninginn. Ég hef fundið að ýmsu hér að ofan en diskurinn er oft flottur og ég fell alltaf flatur þegar Kristjana syngur djassópusa, blúsaða eða ekki, einsog „Don’t Explain“ Billie Holliday „Jody Grind“ Horace Silvers eða „Since I Fell For You“ Bud John- sons, einhvers flottasta saxista svingtímans. Enn bíðum við eftir meistaraverk- inu frá Kristjönu en getum hlakkað til að heyra hana í Salnum í vetur flytja söngdansa Irving Berlins og Gershwins. Hún fór flott með Rod- gers og Cole Porte síðasta vetur. Kristjana blúsar TÓNLIST Geisladiskur Kristjana Stefánsdóttir söngur, Agnar Már Magnússon píanó og hammond, Óm- ar Guðjónsson gítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa, Scott McLemore trommur. Auk þess Sigurður Flosason altósaxófón, Ari Bragi Bragason tromp- et, Vignir Þór Stefánsson píanó og Gunn- ar Hrafnsson bassa. Dimma 2008. Kristjana Stefánsdóttir – Better Days Blu- es bbbmn Vernharður Linnet Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í góðum gír Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona þenur raddböndin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.