Morgunblaðið - 30.09.2008, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2008 51
LAGADEILD
HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
Hádegisfundur – 9. september kl. 12:00–13:15
Doha Round and Regionalism
J. H. Mathis, prófessor við University of Amsterdam og yfirmaður
EU International Trade Law Programme
Ráðstefna – 11.–13. september
Nordic visual artist copyright conference
Myndstef í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Vísindavaka RANNÍS – 26. september kl. 16:30–22:00
• Lögfræðiþjónusta Lögréttu kynnir starf sitt í Alþjóðahúsi
• Kynning á rannsóknarverkefnum lagadeildar HR
Hádegisfundur – 30. september kl. 12:00–13:00
Vernd gagnvart eftirliti í raunheimi og netheimi.
(Beskyttelsen mod overvågning I den fysiske og elektroniske verden)
Inger Marie Sunde fræðimaður hjá Center for Retsinformatik við
Oslóarháskóla og fyrrverandi saksóknari
Ráðstefna – 2. október kl.09:00–17:00
Norrænn bótaréttur vegna vinnuslysa – Nordisk kompensasjonsrett
ved arbeidsskader
Fjöldi norrænna fyrirlesara, m.a. Erik Fjeldstad og Morten Kjelland, lögmenn
hjá TrygVesta, Eva Lindell-Frantz, lektor við Háskólann í Lundi, Agneta Nilsson
frá Försäkringskassan, Guðmundur Sigurðsson og Ragnhildur Helgadóttir,
prófessorar við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Hádegisfundur – 10. október kl. 12:00–13:00
Judicial activism and European integration in 2008
Alastair Sutton, prófessor við lagadeild HR og lögmaður hjáWhite
& Case Brussel
Alþjóðleg ráðstefna – nóvember
Réttarheimildir í upphafi nýrrar aldar
Í tilefni af 100 ára afmæli lagakennslu á Íslandi
Hádegisfundur – 2. desember kl. 12:00–13:15
Ábyrgð hluthafa „þar á meðal móðurfélaga“ m.a. í ljósi
dómaframkvæmdar
Áslaug Björgvinsdóttir, dósent við lagadeild HR
www.hr.is
FRÆÐAFUNDIR OG RÁÐSTEFNUR LAGADEILDAR HR
HAUSTIÐ 2008
LUKKU-Láki var harðsnúinn kú-
reki og hetja á sléttum vestursins
þótt höfundarnir væru franskrar
ættar. Þessar teiknimyndasögur
voru fyndnar og fjörugar og lengi
vel þýddar af hreinni snilld af
Lofti Guðmundssyni, sem gerði að
verkum að þær voru ekki síður
vinsælar hjá pöbbunum en börn-
unum. Í dag eru Lukku-Láka-
sögurnar hálfklassískar og Frans-
menn eru að koma með eina og
eina teiknimynd um kappann, sem
að þessu sinni fæst við hina
grimmvitlausu Dalton-bræður –
sem voru ómissandi kapítuli í
myndasögunum. Í upphafi mynd-
arinnar fylgir kempan Lukku-Láki
þeim óráðsíumönnum Dalton-
bræðrum í fangelsi í New York.
Ekki tekst betur til en svo að
bræður sleppa og ræna banka og
koma fengnum fyrir í tjaldvagni.
Morguninn eftir sjá þeir sér til
skelfingar að hann er einn af
vagnalest sem er í þann veginn að
leggja í hann þvert yfir meg-
inlandið. Og hver skyldi eiga að
ábyrgjast að koma lestinni til Kali-
forníu annar en erkifjandinn Láki.
Eins og bækurnar eru myndirnar
um Lukku-Láka líflegt grín, eink-
um ætlað tryggum lesendum bók-
anna. Yngri áhorfendurnir fá mest
út úr þeirri upplifun og var auð-
heyrt að smáfólkið skemmti sér
konunglega. Pabbarnir ættu frek-
ar að dusta rykið af slitnum sögu-
bókunum, þær eru örugglega ein-
hvers staðar vel geymdar.
Líflegur Láki „Eins og bækurnar eru myndirnar um Lukku Láka líflegt
grín, einkum ætlað tryggum lesendum bókanna.“
Með Láka yfir Ameríku
KVIKMYND
Laugarásbíó, Smárabíó, Borg-
arbíó Akureyri
Teiknimynd. Leikstjóri: Olivier Jean–
Marie. Íslensk raddsetning. 105 mín.
Frakklamd 2007.
Lukku-Láki og Dalton-bræður – Tous à l’O-
uest: Une aventure de Lucky Luke
bbbnn
Sæbjörn Valdimarsson
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
INDVERSKA tískuvikan, India Couture
Week fór fram í Mumbai fyrr í mán-
uðinum. Í Mumbai safnast á einn stað
stór hluti af auði Indlands: þar braska
verðbréfasalar á Bombay Stock Exc-
hange og indverski kvikmyndaiðn-
aðurinn, Bollywood, er þar með sín-
ar bækistöðvar. Það er ekki að furða
að í slíku umhverfi þrífist blómlegur
tískuiðnaður og þegar myndirnar sem
berast gegnum fréttaveiturnar eru skoðaðar
sést að margt spennandi er að gerast í fatahönnun í
Mumbai. Vitaskuld eru hefðbundin indversk áhrif mjög sterk, og
jafnvel á köflum yfirþyrmandi, en þær eru líka ófáar flíkurnar sem
gætu vel keppt við það fínasta frá París og Mílanó.
Reuters
Litagleði Í þessari samsetningu Manish
Malhotra er skeytt saman látlausu undirlagi
við íburðarmikið ytra lag.
Ekki svo galin
tíska á Indlandi
Reuters
Reffilegur Vijender Kumar brons-
verðlaunahafi í hnefaleikum á síðustu
Ólympíuleikum sýnir hönnun Rohit Bal.Áberandi Það hefur kannski farið fullmikið efni í erm-
arnar á þessum kjól eftir Rohit Bal, en gæti þó gengið
upp við rétt tilefni.
Reuters
Prinsessa Hann þykir kannski fullhá-
tíðlegur eða efnislítill, en það má samt
hafa gaman af þessum fatnaði hönn-
uðarins Pallavi Jaikishan.