Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 268. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhús í sumar >> 37 DAGLEGTLÍF MÆÐGININ FÉLLU FYRIR GÖLDRUNUM Í GLERINU FRÉTTASKÝRING Í október er átak gegn brjóstakrabba STARFSFÓLKI fjármálafyrirtækja hér á landi hefur fækkað um 650 frá áramótum, þar af um nærri 50 hjá bönkum og sparisjóðum og öðrum fyrirtækjum sem hafa félagsmenn Samtaka starfsmanna fjármálafyrir- tækja (SSF) innan sinna raða. Eru þá ótaldir starfsmenn íslensku bank- anna erlendis sem hafa hætt á árinu eða verið sagt upp. Samkvæmt þessum gróflega áætl- uðu tölum frá SSF hefur það ræst nú þegar sem fram kom í frétt Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu 9. jan- úar sl., að stöðugildum hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum myndi fækka um nærri 650, eða um sama fjölda og bættist við fjármálageirann 2007. Friðbert Traustason, formaður og framkvæmdastjóri SSF, segir bankamenn vera uggandi um sinn hag þessa dagana. „Fólk er hissa, skelkað og dofið,“ segir hann um andrúmsloftið. „Við vitum jafn lítið og almenningur hvað er að gerast og fólk sér að það er verið að leika sér að fjöregginu þeirra,“ segir Friðbert og tekur fram að þetta sé mikil blóð- taka. „Í mörgum tilvikum er um fyr- irvinnu að ræða, yfirleitt yngra fólk sem nýkomið er úr námi og búið að stofna fjölskyldu.“ Friðbert átelur forsvarsmenn fjármálafyrirtækja fyrir upplýsinga- gjöf. Nú sé ljóst að lítið sé að marka hana oft á tíðum. Hér eftir sé réttara að taka því með varúð þegar stjórn- endur bankanna segja „allt vera í himnalagi“. | 14 „Við vitum jafn lítið og almenningur“  Starfsmönnum fjármálafyrirtækja hefur fækkað um 650 hérlendis á árinu  Formaður SSF átelur forsvarsmenn fjármálafyrirtækja fyrir upplýsingagjöf Ásdís Ótti Bankastarfsfólk er uggandi.  Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 16,59% í viðskiptum gærdagsins og hefur vísitalan aldr- ei lækkað jafnmikið á einum degi. Stærstan hluta lækkunarinnar má rekja til 71,02% lækkunar á gengi bréfa Glitnis, en sem kunnugt er stendur til að ríkið eignist 75% hlut í bankanum og leggi til 85 milljarða í nýtt hlutafé. Gengi bréfa Kaup- þings lækkaði um 4,29% og Lands- banka um 5,12%.                      Aldrei meiri lækkun á úrvalsvísitölunni  GENGI krónunnar veiktist um rúm 5% í gær og hefur hún aldrei verið veikari. Lokagildi vísitöl- unnar var 196,7 stig, en innan dags náði vísitalan hæst 197,8 stigum. Hefur krónan veikst um 22% á þriðja ársfjórðungi og varð stærst- ur hluti lækkunarinnar í sept- ember. Mikil velta var á gjaldeyrismark- aði í gær, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Nam hún 82,5 milljörðum króna. Gengi Bandaríkjadals var við lokun markaða í gær 105,7 krónur, gengi evru 149,1 króna og breska pundsins 189 krónur. Ekkert lát er á veikingu íslensku krónunnar                               Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is HLUTHAFAR í Landsbankanum þyrftu að sæta álíka eignarýrnun og eigendur Glitnis kæmi ríkið að rekstri sameinaðs banka Glitnis og Landsbankans. Jafnræði yrði að ríkja á milli þessara hluthafa. Annað liti út eins og verið væri að afhenda Landsbankanum Glitni á silfurfati eftir að hafa ríkisvætt 75% í bankanum. Þetta er mat þingmanna Samfylkingarinnar sem Morgunblaðið ræddi við. Geir Haarde forsætisráðherra sagði í gær að ekki væri verið að ræða formlega við Landsbankann um kaup í Glitni. Sameining bankanna kom til umræðu um helgina þar sem teiknuð var upp aðkoma ríkisins. Átti ríkis- stjórnin að greiða hærri fjárhæðir en lagðar voru inn í Glitni í eigið fé auk þess að veita víkjandi lán fyrir 100 milljarða króna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Í sameinuðum banka myndi ríkið eiga nálægt 25%. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja að þeir verði var- ir við ákveðna reiði yfir því hvernig farið var með hlut- hafa Glitnis og þá sem áttu veð í hlutabréfunum fyrir skuldum. Komi ríkið að rekstri Landsbankans með ein- hverjum hætti hljóti það verða gert með svipuðum hætti og þegar ákvörðun var tekin um að taka Glitni yfir. Hins vegar benda þeir á orð Geirs Haarde um að ekki sé um neinar formlegar viðræður að ræða. Fyrst þurfi að halda hluthafafund í Glitni og ríkið að taka formlega yfir. Hluthafar í Glitni hafa sett fram gagnrýni á þingmenn Samfylkingarinnar fyrir að hafa lítil áhrif á atburðarás helgarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi „mat- að“ stjórnarþingmenn og ráðið för. Hefur þessi gagnrýni verið sett fram í persónulegum samtölum milli stærstu hluthafanna og einstakra þingmanna og ráðherra. Þá er fjarvera Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, talin hafa veikt aðkomu flokksins. Þingmenn Samfylkingarinnar telja að engin önnur leið hafi verið fær en sú sem farin var. Hins vegar mun þessi gagnrýni verða frekar til þess að þeir gæti sín á næstu skrefum sem tekin verða með Glitni. Vilja gæta jafnræðis Morgunblaðið/Kristinn Áhrif Hluthafar í Glitni gagnrýna þingmenn Samfylkingar fyrir að hafa lítil áhrif haft á atburðarás helgarinnar. Sameinist Landsbanki og Glitnir verður að gæta jafnræðis milli hluthafa bankanna að mati þingmanna Samfylkingar  Glitnir verði ekki afhentur | 15 Erlendir ráð- gjafar og grein- endur hafa bent stjórnarþing- mönnum á að ekki dugi neinar smáskammta- lækningar til að auka tiltrú á ís- lenskt efnahags- líf aftur. Til að eyða allri óvissu þurfi ríkið að taka stórt lán til að mæta endur- fjármögnun bankakerfisins út næsta ár. Lánshæfiseinkunn ríkis og fyr- irtækja var lækkuð í gær í kjöl- far yfirtöku ríkisins á Glitni. Það mun þýða verri lánakjör á alþjóð- legum mörkuðum og strangari skilyrði í öllum lánaviðskiptum. Geir H. Haarde sagði í gær að nú yrði erfiðara að fá lán á við- unandi kjörum til að auka gjald- eyrisforðann. Þörf á risastóru láni ríkissjóðs Geir H. Haarde Á minnisblaði sem skrifað var í Seðlabanka Ís- lands um helgina kemur fram, samkvæmt heim- ildum Morg- unblaðsins, að 600 milljóna evrulán hefði dugað til að leysa lausafjárstöðu Glitnis í tvo til þrjá mánuði að mati forsvarsmanna bankans. Í samantekt stendur að það hafi ráðið úrslitum um nið- urstöðu Seðlabankans, að veita bankanum ekki lánafyrirgreiðslu til að bæta lausafjárstöðuna, hversu stuttan tíma sú fyrirgreiðsla myndi duga. Önnur fjármögnun var líka ótrygg. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði þegar hann tilkynnti yfirtök- una að þegar ólgusjó linnti myndi Glitnir standa vel. Lán hefði dugað í þrjá mánuði Davíð Oddsson GLITNIR hefur ákveðið að opna fyrir viðskipti með sjóði sem hafa verið lokaðir síðan á mánudag. Sjóðunum var lokað vegna óvissu á markaði og til að vernda hagsmuni 18.000 sjóðfélaga. Í sjóðunum eru nú engin skuldabréf á Stoðir hf. Við endurmat á Sjóði 9 liggur fyrir að ávöxtun sjóðsins hefur lækkað um 7%. „Ég er mjög ánægður með að þessari óvissu hefur verið eytt,“ segir Lárus Weld- ing, forstjóri Glitnis. | 13 Óvissu með sjóði eytt Lárus Welding Opna að nýju og engin bréf á Stoðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.