Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 18
Reuters
Lífshætta Röntgenmyndir af höfð-
inu með eldhúshnífsblaðinu.
SEXTÁN ára drengur í London er
heppinn, hann hélt lífi þótt hann
fengi nýlega nær 13 sentimetra
langt hnífsblað í höfuðið. Dreng-
urinn náði sér en þarf að fara í
reglulegt eftirlit hjá lækni.
Hann reyndi ásamt tveim fé-
lögum sínum að stöðva rán við
strætóbiðstöð í Walworth en ræn-
inginn réðst þá á þremenningana
með hníf og særði þá alla.
kjon@mbl.is
Ekki feigur
18 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
ÞAÐ kom flestum á óvart, að full-
trúadeild Bandaríkjaþings skyldi
fella frumvarpið um 700 milljarða
dollara aðstoð við fjármálalífið í
landinu og viðbrögðin létu heldur
ekki á sér standa. Eitt mesta
gengishrun í Wall Street, sem um
getur, og mikil lækkun á mörk-
uðum um allan heim. Víða erlendis
eru menn gapandi af undrun og
lýsa þeim þingmönnum, sem sner-
ust gegn frumvarpinu, sem „brjál-
uðum“ en allt á þó sínar skýringar.
Segja má, að í þessu máli hafi orð-
ið árekstur margra ólíkra afla;
þingmanna í völtu sæti; óvinsæls
og veiks forseta, kosningabarátt-
unnar sjálfrar; hugmyndafræð-
innar og síðast ekki síst áhrifa-
máttar netsins.
Skoðanakannanir í Bandaríkj-
unum hafa sýnt mikla andstöðu
meðal almennings við björgunar-
áætlunina, sem svo er kölluð, en
hún er mesta inngrip ríkisins í
fjármálamarkaðinn frá því í krepp-
unni miklu. Almenningi blöskrar,
að hann skuli nú þurfa að borga
brúsann fyrir ofurlaunaliðið, og
ekki er að undra þótt mörgum
hægrimanninum svelgist á þessum
„sósíalisma“, sem þeim finnst vera.
Þegar svo til kastanna kom
greiddu tveir þriðju þingmanna
repúblikana í fulltrúadeildinni at-
kvæði gegn frumvarpinu og 40%
demókrata, 228 gegn 205.
Mikill andróður
Sterkur flokksagi og sterkur
forseti hefðu komið frumvarpinu
heilu í höfn en meðal repúblikana
er hvorugu til að dreifa. Þar við
bætast miklar tölvupóstsendingar
til þingmanna frá óánægðum kjós-
endum og mikill og skipulagður
áróður gegn frumvarpinu á netinu.
Sem dæmi má nefna The Club
for Growth, íhaldssaman frjáls-
hyggjuhóp, sem heitir því að berj-
ast gegn hverjum þeim þingmanni,
sem styður björgunaráætlunina, og
kunnan hægrimann, Richard Vigu-
erie, sem hótar því sama. Áróð-
urinn gegn frumvarpinu kemur
líka frá vinstri og hafa ýmis sam-
tök á þeim vængnum, t.d. Move-
On.org, birt áróður sinn í sjónvarpi
og gengist fyrir undirskriftasöfn-
un.
Atkvæðagreiðslan á þingi endur-
speglaði þetta. Þar tóku höndum
saman íhaldssamir repúblikanar og
frjálslyndir demókratar, meðal
annars meirihlutinn í Black Cau-
cus, samtökum þingmanna af afr-
ískum uppruna.
Móðgaðir repúblikanar
Óvíst er hvaða afleiðingar þetta
mál hefur fyrir forsetaframbjóð-
endurna, þá John McCain og Bar-
ack Obama, en báðir beittu þeir
sér fyrir samþykkt frumvarpsins
án þess að hafa erindi sem erfiði.
Kenna þeir hvor öðrum um hvern-
ig fór og sumir repúblikanar skella
skuldinni á Nancy Pelosi, forseta
fulltrúadeildarinnar. Fyrir at-
kvæðagreiðsluna flutti hún afar
harða ræðu þar sem hún kenndi
ríkisstjórn George Bush og re-
públikönum um ófarnaðinn og það
varð til þess, segja sumir repúblik-
anar, að eitra andrúmsloftið. Þess
vegna hefðu allt að 12 repúblik-
anar, sem ætluðu að styðja frum-
varpið, snúist gegn því.
Barney Frank, demókrati frá
Massachusetts og formaður banka-
málanefndar fulltrúadeildarinnar,
sagði um þessar yfirlýsingar, að
þær jafngiltu því, að repúblikanar
hefðu ákveðið að ná sér niðri á
þjóðinni fyrir að hafa verið móðg-
aðir.
Þótt björgunaráætlunin hafi ver-
ið felld á mánudag er unnið hörð-
um höndum að því að breyta frum-
varpinu þannig, að þingmenn geti
betur fellt sig við það. Meðal ann-
ars hafa Obama og McCain lagt til,
að þær bankainnstæður, sem ríkið
tryggir, verði 250.000 dollarar, um
25 millj. kr., í stað 100.000 dollara
eða 10 millj. kr. nú.
Almennt er talið víst, að frum-
varpið verði á endanum samþykkt
vegna þess, að verði það ekki gert,
blasi ekki annað við en langvar-
andi kreppa.
Of stór biti að kyngja – í bili
Óánægja almennings með aðstoð við ofurlaunaliðið; hugmyndafræðin, veikur forseti og áhyggjur
margra þingmanna af endurkjöri réðu mestu um að 700 milljarða dollara björgunaráætlunin var felld
AP
Andstæðingar björgunaráætlunarinnar fagna Todd Platts, þingmanni repú-
blikana, er hann hafði ákveðið að greiða atkvæði gegn henni.
Sjö hundruð milljarðar dollara eru
mikið fé og ef ekki þyrfti að koma
ábyrgðarlausum fjármálamönnum
til bjargar, þá mætti nota það til
margra góðra verka.
Sem dæmi er nefnt, að fyrir
þessa upphæð mætti tryggja
heilsugæslu fyrir alla Bandaríkja-
menn í sex ár; endurnýja allar brýr
í landinu fjórum sinnum eða greiða
22 millj. launþega laun í heilt ár.
Upphæðin er meiri en Franklin
Roosevelt varði til endurreisn-
aráætlunarinnar New Deal í Krepp-
unni en þá fór helmingur framlags-
ins í opinberar framkvæmdir. Fyrir
aðeins 250 milljarða dollara nú
mætti koma upp 8.000 almenn-
ingsgörðum, 40.000 opinberum
byggingum og 72.000 skólum.
Árleg framlög til Bandaríkjahers
á fjárlögum eru 140 milljarðar
dollara og þessi upphæð gæti
borgað herkostnaðinn í Írak í sjö
ár enn. Hann er nú áætlaður 648
milljarðar dollara. Þetta fé svarar
líka til meira en tvöfaldrar þjóð-
arframleiðslu Dana.
Hvað mætti gera fyrir 700 milljarða dollara?
Uppreisn skattborgaranna
BRESKA leikkonan Joanna Lumley (ljóshærð t.h.)
fagnar ásamt fyrrverandi gúrka-hermönnum í breska
hernum í gær. Ástæðan var úrskurður hæstaréttar um
að gúrkarnir geti fengið landvist. Gúrkar frá Nepal
hafa þjónað í herjum Breta síðan á 19. öld, þeir þykja
afburða hermenn og mjög tryggir Bretum.
Reuters
Gúrka-hermenn fá að vera í Bretlandi
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
HAMID Karzai, forseti Afganistan,
segist hafa gert margar tilraunir á
undanförnum tveim árum til að fá
Sádi-Araba til að koma á friðarvið-
ræðum við talíbana. Enn hefði þó
ekki tekist að koma á beinum við-
ræðum.
Forsetinn skýrði frá þessu í ávarpi
sínu í tilefni einnar af mestu hátíðum
múslíma, Eid al-Fitr, sem haldin er
við lok föstumánaðarins ramadan.
„Sendimenn okkar hafa farið marg-
sinnis til Sádi-Arabíu og Pakistans
en viðræðurnar hafa ekki hafist enn.
Við vonum að það gerist senn,“ sagði
Karzai.
Sádi-Arabía var eitt örfárra ríkja
sem viðurkenndu ríkisstjórn talíb-
ana sem réðu í Afganistan 1996-
2001. Karzai vill að reynt verði að fá
hófsöm öfl innan hreyfingar talíbana
til að semja. En að sögn fréttavefs
breska útvarpsins, BBC, eru stjórnir
vestrænna ríkja, sem sent hafa her-
lið til Afganistan, ekki sáttar við þær
leiðir sem Karzai hefur valið.
Forsetinn segist hafa beðið leið-
toga talíbana, múlla Ómar, sem
sennilega hefst við í Pakistan, um að
vinna að friði.
„Fyrir nokkrum dögum beindi ég
orðum mínum til leiðtoga þeirra,
múlla Ómars, og sagði: „Kæri bróðir,
komdu aftur til ættjarðar þinnar,
komdu til að vinna að friði og hag-
sæld þjóðar þinnar og hættu að
drepa bræður þína,“ sagði forsetinn.
Ómar sendi frá sér yfirlýsingu á net-
inu í gær þar sem hann hét því að
tækifærið yrði ekki notað til að ráð-
ast á erlenda herliðið ef það hyrfi frá
Afganistan.
Karzai vill friðarviðræður
SÓMALSKIR sjóræningjar halda
enn úkraínska flutningaskipinu
Faína með vopnafarm, þ.á m. 33
skriðdreka, skammt fyrir utan
borgina Hoboyo. Krefjast þeir 20
milljóna dollara, um tveggja millj-
arða króna, í lausnargjald. Nokkur
bandarísk og eitt rússneskt herskip
hafa umkringt Faína en talsmenn
sjóræningjanna segjast munu verj-
ast til síðasta manns.
Sameinuðu þjóðirnar skilgreina
nú hafið úti fyrir strönd Sómalíu
sem hættulegustu siglingaleið
heims vegna sjóránanna. Alger
upplausn hefur ríkt í sjálfu landinu
í 17 ár.
Talið er að vopnin hafi átt að
fara til Kenýa, einnig er hugsanlegt
að áfangastaðurinn hafi verið Suð-
ur-Súdan. Fréttamaður The New
York Times ræddi símleiðis við
talsmann ræningjanna. Sagði tals-
maðurinn þá ekki hafa vitað að
vopn væru um borð í Faínu.
„Við sáum bara stórt skip og
stöðvuðum það,“ sagði maðurinn,
Sugule Ali. „Við lítum ekki á okkur
sem glæpamenn á hafinu. Við álít-
um að þeir sem veiða ólöglega í
landhelgi okkar, fleygja þar sorpi
og sigla með vopn séu glæpamenn
á hafinu. Við erum einfaldlega að
halda uppi eftirliti. Þið getið litið á
okkur sem strandgæslu.“
Auðug túnfiskmið eru við Sómal-
íu og einn af sendimönnum landsins
í Kenýa segir sjóránin hafa byrjað
með því að sjómenn hafi vopnast til
að hrekja burt ólöglega fiskibáta.
„En síðan urðu þeir gráðugir, þeir
fóru að ráðast á alla.“
kjon@mbl.is
„Sáum bara
stórt skip“
Sómalskir ræningjar
sinna „strandgæslu“
HÖFRUNGAR í japönskum sjáv-
ardýragarði fá nú ekkert nema
megrunarfæði en þeir voru komn-
ir með ístru og orðnir ófærir um
að leika listir sínar í lauginni.
Talsmaður Kinosaki-sjávar-
dýragarðsins sagði, að höfrung-
arnir hefðu verið hættir að geta
troðið marvaðann og þegar þeir
áttu að stökkva upp úr vatninu
og snerta ákveðna hluti, hefði allt
farið í handaskolum hjá þeim. Í
ljós kom, að þeir höfðu þyngst
um allt að 10 kg frá því fyrr í
sumar.
Allir höfðu þeir fengið sama
matarskammtinn, 14 kg af makríl
og dálítið af öðrum fiski daglega.
En makríllinn var feitari en áður.
svs@mbl.is
Höfrungar í
megrun