Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 19
|miðvikudagur|1. 10. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Þ eir eru yndislegir! Þessi yfirlýsing sem var gefin út í kennarastofunni í Sæmundarskóla síðast- liðinn miðvikudag segir ýmislegt um framlag tveggja manna af eldri kynslóð til skólastarfsins. Á fjórða ár hafa þeir mætt vikulega til að tefla við krakkana með það að markmiði að efla tengsl og samskipti kynslóða og eru svo vinsælir að krakkar úr öllum bekkjum bíða í röðum eftir að fá tefla við þá. Zophonías Einarsson, umsjónar- kennari í 2. og 3. bekk, hefur haft veg og vanda af skipulagningu heim- sóknanna. Hann segir í raun sorg- legt að heimsóknir sem þessar þyki fréttnæmar enda vill hann auka samskipti og samvinnu milli ólíkra hópa samfélags, t.d. milli skólastiga og aldurshópa. Þannig séu samskipti kennara og Aðalsteins og Sigurðar líka mikils virði. Gefur okkur mikið Það ríkir heimilisleg stemning í skólastofunni þegar ólíkar kynslóðir mætast yfir skákborðum. Skákkapp- arnir Aðalsteinn og Sigurður smita út frá sér glaðværð og um leið ákveðinni festu í hvern leik. „Hrók- urinn fer bara svona,“ leiðréttir Að- alsteinn ungan mótherja sinn sem er ekki alveg kominn með manngang- inn á hreint. Hógvær segist hann sjálfur kunna mannganginn og hafa gaman af því að tefla. Hann hætti að vinna fyrir átta árum og vann í 47 ár hjá Flugleiðum. „Það er gaman að geta gefið af sér það sem maður kann,“ segir hann. „Það er afskap- lega skemmtilegt að vera meðal krakkanna hérna og finna hvað þeir hafa mikinn áhuga, bæði telpur og drengir. Þetta gefur okkur mikið.“ Mjög gaman sé að leiða þau sem það þurfa fyrstu sporin í skákinni. „Svo eru margir það góðir að við eigum í erfiðleikum með suma.“ Þeir segja krakkana bíða í röðum eftir að fá að tefla við sig og Sigurður segir ald- urinn ekki skipta neinu máli, þau yngri séu alveg jafnsterk og þau eldri. Sigurður er sveitamaður úr Ölfus- inu og hann segist hafa farið snemma til sjós. „Ég hef lengi vel kunnað að tefla en er þó enginn snill- ingur. Maður dundaði við þetta á frí- vöktunum.“ Honum finnst heim- sóknirnar til krakkanna skemmti- legar og hann segir taflið góða leið til að efla hugann. „Ég á nú sjálfur eitthvað af barna- börnum og langafabörnum,“ segir hann og Aðalsteinn segist einnig rík- ur að afkomendum. Þeir reyna hvað þeir geta að mæta vikulega í Sæmundarskóla en hafa ýmislegt fyrir stafni. Þeir eru virkir í kirkjustarfi í Grafarholtssókn þar sem Sigurður er kirkjuvörður og Aðalsteinn meðhjálpari. Hugmyndin að heimsóknunum kviknaði hjá sr. Sigríði Guðmarsdóttur og Eygló Friðriksdóttur, skólastjóra Sæ- mundarskóla. Óska eftir ömmum til að prjóna Að auki hefur Aðalsteinn komið inn í tíma til að segja sögu og hefur hug á að gera meira af því. „Mér finnst nauðsynlegt að eldri borg- arar, við sem höfum nógan tíma, komi meira inn í skólana því unga fólkið þarf að vita ýmislegt um for- tíðina og við getum miðlað af okkar reynslu og gefið af okkur.“ Þeir Sig- urður segja kennara í Sæmundar- skóla hafa mikinn metnað fyrir hug- myndum sem þessum. Og hvað skyldu krakkarnir helst geta lært af þeim? „Við vonumst til að geta kennt þeim sókn og vörn. Það tilheyrir lífinu,“ segir Aðal- steinn og hlær góðlátlega og undir tekur Sigurður. „Þetta er þannig íþrótt, hún spannar yfir allt. Maður þarf að finna rétta leikinn og mót- leikinn: að verjast. Er það ekki það sem gefur þessu öllu saman gildi?“ spyr Aðalsteinn að lokum. Hugmynd skólastjórnenda er að efla enn fremur samskipti af þessu tagi og óskar skólinn eftir „ömmum“ til að prjóna eða segja álfasögur og þar fram eftir götunum. Morgunblaðið/Ómar Gaman saman Birna Sif Vilhjálmsdóttir er djúpt hugsi yfir næsta leik. Henni á vinstri hönd eru Tristan Gregers Oddgeirsson og Andrea Lovísa Kemp Óskarsdóttir. Sóley Björk Eiksund situr við hlið Aðalsteins Dalmanns Októssonar, sem er að tefla við Alexander Ísar Þórhallsson. Kenna krökkunum sókn og vörn Afarnir eru þeir kallaðir og einhverjum finnst þeir svo virðulegir að þeir minni á löggur. Aðal- steinn Dalmann Októs- son og Sigurður Óskars- son heimsækja krakkana í Sæmundarskóla viku- lega til að tefla. „Mér finnst nauðsyn- legt að eldri borgarar, við sem höfum nógan tíma, komi meira inn í skólana því unga fólk- ið þarf að vita ýmislegt um fortíðina og við getum miðlað af okkar reynslu og gefið af okkur.“ og erg við taflborðið en ekkert varð þó mátið. „Ég lærði mannganginn í 1. bekk,“ segir hann en honum finnst ekkert skrítið að sjá „eldra fólk“ í skólanum. „Það hafa líka komið pínugamlir útlendingar.“ Hann segist örugg- lega ætla að mæta aftur til Sigurðar og Aðalsteins. Andrea Lovísa Kemp Óskarsdóttir er ný í skólanum og hefur því ekki kynnst „öfunum“ fyrr en líst vel á þessar heimsóknir. Hún tefldi af öryggi við Sigurð Óskarsson og lá drottning hans m.a. í valnum. „Það er frekar ég sem er í vandræðum,“ gefur Sig- urður upp við blaðamann í miðri skák. „Hann tók líka drottninguna af mér,“ útskýrir Andrea. „Þetta var bara gaman en það vann enginn,“ segir hún að loknu jafn- tefli. Tveir þriðjubekkingar létu til sín taka í skákinni í Sæ- mundarskóla. Þorsteinn Magnússon segir sína skák við Birnu Sif Vil- hjálmsdóttur hafa gengið mjög vel enda hafi hann náð aukadrottningu. „Skák, skák!“ tilkynnti Þorsteinn í gríð Morgunblaðið/Ómar Íbyggin Andrea Lovísa Kemp Óskarsdóttir bíður eftir næsta leik hjá Sigurði. Birna Sif Vil- hjálmsdóttir er lengst t.v., þá Tristan Gregers Oddgeirsson, Andrea og Sóley Björk Eiksund. Skák! Það hlakkar í Þorsteini Magnússyni er hann teflir við Birnu Sif Vilhjálmsdóttur sem verst fimlega. Henni á vinstri hönd er Tristan Gregers Oddgeirsson. Afi í vanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.