Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 35 „ÞAÐ eru stór orð að segja að ég sé Shakespeare-sérfræðingur. Ég las enskar bókmenntir í Oxford og vann mjög mikið með verk Shakespeares og skrifaði um þau, en skrifaði ekki doktorsritgerð um þau,“ segir Tobias Munthe dramatúrg sýn- ingarinnar. „Macbeth þekki ég eins og lóf- ann á mér og hef stúderað verkið í þaula. Við Hallur og Vignir og fleiri úr vinnu- smiðjunni hittumst nokkrum sinnum í byrj- un og fórum ítarlega í gegnum verkið. Við vildum skoða þemu verksins gegnum tungumálið. Það tók okkur langan tíma og mikla vinnu að fara í gegnum verkið, skoða strúktúrinn og finna þemun. Á þeim byggjum við textann. Við endursköpuðum textann eftir þeim hugmyndum sem við fundum í upprunalega textanum og vildum nota. Ég held að við höfum sýnt af okkur talsvert heilbrigt virðingarleysi. Shake- speare er svo oft settur upp á mjög gam- aldags og íhaldssaman hátt, orð fyrir orð, rétt eins og verkin hans væru safngripir en ekki lifandi sviðslist. Við færum persón- ur til í verkinu – sumar renna saman í eitt, við bætum nýjum við og sleppum öðrum. Við gáfum Duncan konungi til dæmis út- lenda konu, sem er ekki í upprunalega textanum. Hvers vegna? Jú, verkið er skrifað fyrir skoskan kóng, James fyrsta Englandskonung, sem var líka James sjötti Skotakonungur. Umgjörðin eru pólitískar deilur og karlaveröld feðraveldisins. Okk- ur fannst það ekki áhugavert efni að vinna úr og vildum leggja áherslu á það heim- ilislega og fjölskylduaðstæður persónanna. Við vildum vera með herra og frú Mcduff, herra og frú Macbeth og herra og frú Duncan. Við sköpum konu úr þremur karl- persónum, köllum hana Rósu og byggjum hana á þeim Ross, Angus og Mentieth. Við vildum hafa hana útlenda því það er al- gengt mynstur í heiminum í dag. Í okkar gerð verksins er henni kennt um morðið á Duncan. Þrátt fyrir þessar tilfærslur er þetta Macbeth í kjarna sínum, maðurinn sem hafði allt til að bera til að verða góður og gegn og metnaðarfullur höfðingi, en lét hégóma og græðgi eiginkonu, annarrar manneskju, eyðileggja þau áform.“ Þrír karlar = ein kona Enginn sérfræðingur? Tobias Munthe. » „Ég held að við höfum sýnt af okkur talsvert heilbrigt virðingarleysi.“ GRÍÐARLEG hjátrú hefur fylgt leikritinu Macbeth og fólk hef- ur haldið að með því einu að nefna nafn verksins í leikhúsi kalli það yfir sig ógæfu. Þess vegna er leikritið í sumum leikhúsum einfaldlega kallað skoska leikritið, Macbee eða eitthvað álíka. Þá er vandi á höndum þegar nefna þarf hjónin Macbeth og Lafði Mac- beth, og hafa þau jafnvel verið kölluð Mac-hvað sem hann/ hún nú heitir, fyrir utan hið augljósa, skoski kóngurinn og skoska drottningin. Vei, ó vei Allt á þetta rætur að rekja til þess að einhver, einhvers stað- ar, einhvern tíma, sagði að Shakespeare hefði notast við galdur alvöru norna við smíði verksins og þannig fengið þær upp á móti sér. Þær hafi þá lagt þá bölvun á verkið að væri það nefnt í leikhúsi myndi sýningin verða ónýt, og alls konar óhöpp og jafnvel dauði myndu plaga leik- húsfólkið. Það er ekki að því að spyrja að ótal sögur eru til sem „sanna“ þetta. Önnur saga segir að hjátrúin hafi sprottið af því að leikhús í fjárhagsvandræðum hafi oft ætlað að bjarga sér frá dauða með því að setja þetta vinsæla leikrit upp, en ekki tekist, og því hafi Macbeth verið þeirra síðasta sýning. Það hafi ýtt undir hjátrúna um vandræðin sem gætu hlotist af skoska kónginum. En vei, ó vei [… með gleði og létti], það eru til aðferðir til að snúa álögunum við, en það fer þó allt eftir ein- stökum leikurum hvernig sá galdur þarf að vera. Sumum hefur til dæmis gagnast að verjast álögunum með því að yfirgefa herbergið eða sviðið þar sem nafnið var nefnt, banka þrisvar á dyrnar, og fara svo með texta úr Hamlet um leið og einhver bauð viðkom- andi inn aftur. Þrjá hringi kringum leikhúsið Michael York sneri á álögin með því að yfirgefa leikhúsið í snatri, um leið og hann heyrði einhvern muldra nafn verksins, og tók þá manneskju með sér. Þá þurftu þau að ganga þrjá hringi kringum leikhúsið [… ekki fylgir sögunni hvort það er réttsælis eða rangsælis, sem hlýtur að vera grundvall- aratriði], hrækja yfir vinstri öxl sér, bregða fyrir sig klámkjafti í smástund, og bíða svo þar til þeim væri boðið inn aftur. Að hrækja yfir vinstri öxl og klæmast Það eru þrír litir í þessari sýningu: svart,hvítt og rautt, sem stendur þá fyrirsaur, sæði og blóð. Það eru þau elementsem við erum að vinna með bæði í verk- inu og í lúkkinu. Og þetta er mjög áberandi bæði í búningum, umgjörð og vonandi í sögunni líka,“ segir leikstjórinn og leikarinn Stefán Hallur Stef- ánsson um vinnusmiðju-uppsetningu á einu af meistaraverkum Shakespeares, Macbeth, í Smíðaverkstæðinu. Við hlið hans stendur hinn leikstjórinn, Vignir Rafn Valþórsson, en þeir fé- lagar hafa lengi starfað saman, stofnuðu m.a. leik- félagið Vér morðingjar en það „ásetur sér að setja upp ögrandi og framsæknar sýningar.“ Við horfum yfir leiksvið Macbeths, öllu heldur leikgólfið, á hráu Smíðaverkstæðinu. Stólar fyrir áhorfendur eru klæddir í svarta plastpoka því blóðið flæðir vissulega í verkinu, eins og menn vita. Það mun svo sannarlega flæða í þessari upp- færslu, í tuglítravís, að sögn Stefáns. Þeir Vignir eru myrkir á svip þegar þeir segja frá blóðsúthell- ingum, enda hafa þeir legið yfir Macbeth með hópi ungra leikara í marga mánuði, verki sem segir af sjúklegri valdagræðgi, svikum og morð- um. Stefán fær hið eftirsóknarverða hlutverk hershöfðingjans og morðingjans Macbeths. Við tyllum okkur við barinn, þ.e. veitingasölu Smíðaverkstæðisins, umkringdir leikmunum. Stefán kemur færandi hendi með kaffibrúsa sem duga myndi tíu manns, og gengur vel á kaffið á meðan spjallað er um Macbeth. Macbeth, Mac- beth, það má alveg segja það eins oft og menn vilja. Stefán og Vignir eru ekki hjátrúarfullir, kalla Macbeth ekki „skoska leikritið“ og virðast ekki trúa því að verkið færi þeim, sem setja það upp, ógæfu. Allir fyrir einn … Nú er þetta afrakstur vinnusmiðju, hvað er vinnusmiðja? Stefán: „Eins og við lítum á það er hún suðu- pottur af fólki sem er að vinna að sameiginlegu markmiði og er að reyna að finna leiðirnar að því markmiði …“ Vignir: „… saman. Saman er kannski lyk- ilorðið, frekar en að einn sé að stjórna. Allir fyrir einn og einn fyrir alla.“ Stefán segir leikhópnum hafa verið hóað saman í vor, allt leikurum sem starfa við Þjóðleikhúsið. Leikararnir lásu allir upphaflega textann eftir Shakespeare í íslenskri þýðingu, köfuðu ofan í verkið og greindu það, þ.e. reyndu að komast að kjarnanum í verkinu, hver sagan í rauninni sé. Út frá þeirri greiningu hafi svo verið ráðist í að búa til leikgerð að verkinu, þar sem sýn leikaranna á það sé komið á framfæri. „Það að skera dálítið niður textann er í rauninni afleiðing af því, frekar en að taka fyrirfram gefna ákvörðun um að vilja ekki hafa eitthvað af því það sé of langt,“ útskýrir Stefán. Frekar sé skorið af til að skýra, sýnt frek- ar en sagt. Eruð þið ekkert hræddir þá við Shakespeare- sérfræðinga og -besserwissera? Vignir: „Jú, algjörlega. Þetta sem við erum að setja á svið … ef þú kemur og þekkir söguna í þaula og sögu leikritsins, þá áttu örugglega eftir að fá smá hland fyrir hjartað. En við erum að segja söguna Macbeth, sem Shakespeare bjó til, frekar en að sviðsetja leikritið.“ Hvað þýðingar varðar segir Stefán þrjár þýð- ingar til á Shakespeare, eftir Helga Hálfdan- arson, Matthías Jochumsson og Sverri Hólm- arsson, (Sverrir skrifaði prósaútgáfu fyrir Íslensku óperuna.) Þýðing Matthíasar hafi orðið fyrir valinu. „Okkur fannst hann ná þessari greddu sem okkur finnst vera í verkinu,“ segir Stefán. Ekki lengur á sokkabuxum Vignir segir að aðkoma Tobiasar hafa breytt heilmiklu, hann hafi stúderað verk Shakespeares og þekki afar vel til hans. Hefði hópurinn t.d. tek- ið upp á því að snara texta Helga yfir á nútíma- íslensku hefði það verið hálfgerð uppgjöf gagn- vart textanum. Textinn sé hryggjarstykkið. Stefán: „Það dýpkar svo mikið textann að vera með mann (Tobias) sem er með upprunalega text- ann dálítið mikið á hreinu og tengingar Shake- speares í önnur verk líka.“ Vignir bendir á að verkið hafi verið skrifað fyrir 400 árum, þegar leikhúsið hafi í raun verið þannig að maður gekk inn á svið, talaði og gekk svo af því aftur. Jafnvel á sokkabuxum. Þannig sé það ekki lengur. Verkið sé efniviður til að vinna úr. Annar af tveimur dramatúrgum (leiklist- arráðunautum) uppfærslunnar, Tobias Munthe, eyddi lunganum af sumrinu með Stefáni í að skrifa leikgerðina, út frá hugmyndum vinnusmiðj- unnar, köstuðu þeim sín á milli. Leikhópurinn fékk svo á endanum það hlutverk að gera leik- gerðina að lifandi frásögn. Stefán veifar mikið gormaðri leikgerðinni á meðan á leikgerðinni stendur og er augljóslega stoltur af afrakstrinum. T.d. hafi einræða Mac- beths verið stytt þónokkuð, til að ná kjarnanum enn betur. Það má því búast við hröðum og kraftmiklum Macbeth? Vignir: „Já, algjörlega.“ Morgunblaðið/Golli Einn fyrir alla, allir fyrir einn Stefán Hallur og Vignir Rafn ásamt leikhópnum. Saur, sæði og blóð Blóðugur og stórsyndugur Macbeth hlífir engum á Smíðaverkstæðinu. Helgi Snær Sigurðsson ræddi við leikstjóra, leikara og dramatúrg um þessa fyrstu uppfærslu Þjóðleikhússins á hinu margfræga og magnaða leikverki Williams Shakespeares.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.