Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
■ Á morgun kl. 19.30
Í austurvegi
Tónlist innblásin af austurlenskri Gamelantónlist sem
hafði mikil áhrif á vestræn tónskáld í lok nítjándu aldar
og allt fram á þennan dag.
Stjórnandi: James Gaffigan
Einleikarar: Roland Pöntinen og Love Derwinger.
Nico Muhly: Wish You Were Here
Francis Poulenc: Konsert fyrir tvö píanó
Colin McPhee: Tabuh-Tabuhan
Claude Debussy: La Mer
■ Föstudagur 3. október kl. 21.00
Heyrðu mig nú - Gamelan
James Gaffigan, Roland Pöntinen og Love Derwinger.
Tónlist eftir Nico Muhly og Colin McPhee.
Í heyrðu mig nú - tónleikaröðinni er hefðbundið
tónleikaform brotið upp. Stuttir tónleikar þar sem tónlistin
er kynnt á undan flutningi og boðið í eftirpartý í anddyri
Háskólabíós á eftir. Tilvalið fyrir forvitna tónlistarunnendur.
Miðaverð aðeins 1.000 krónur.
STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
Fólk
HJALTALÍN er fráleitt fyrsta hljómsveitin sem
reynir sig við hljómsetningu þögulla kvik-
mynda. Hér koma þrjú dæmi um svipaðar til-
raunir.
múm – Beitiskipið Potemkin
Þessi vaska forystusveit krúttanna lék undir
þessu tímamótaverki Sergeis Eisensteins frá
1925 í febrúar 2002. Tónleikarnir fóru fram í
Bæjarbíói í Hafnarfirði og voru partur af verk-
efninu Ný tónlist – gamlar kvikmyndir sem
Kvikmyndasafn Íslands stóð að. Sveitin end-
urtók svo leikinn í New York og á Spáni. Ólög-
legar upptökur með leik sveitarinnar eru í um-
ferð hjá eitilhörðum múmaðdáendum.
Barði Jóhannsson – Häxan
Barði, jafnan kenndur við Bang Gang, samdi
tónlist við þennan þögla frum-hrylli og flutti ár-
ið 2004 í Forum des images í París. Verkið kom
svo út á plötu tveimur árum síðar og sér kamm-
ersveit Búlgaríu um undirleikinn. Þetta er eina
sólóplata Barða til þessa.
Benni Hemm Hemm – Fjalla-Eyvindur
Flutningur Benna og félaga fór fram á RIFF
fyrir tveimur árum. Sautján manna sveit lék
undir myndinni sem er frá árinu 1918. Myndin
er sænsk og eftir hinn virta Victor Sjöström,
byggð á leikriti Jóhanns Sigurjónssonar.
Fleiri hafa hljómsett þöglar kvikmyndir
Morgunblaðið/G.Rúnar
Benni Hemm Hemm Lék undir Fjalla-Eyvindi
ásamt sveit sinni fyrir tveimur árum.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík stendur nú yfir og enn
eru fimm sýningardagar eftir.
Leikstjóri heimildarmyndarinnar
Generation ’68, Simon Brook er
staddur hér á landi og í gær bárust
honum þær fréttir að dómnefndin á
kvikmyndahátíðinni í Lissabon
hefði verðlaunað kvikmyndina.
Fleiri myndir sem sýndar eru á há-
tíðinni hafa verið sigursælar á kvik-
myndahátíðum í ár en fyrr í vikunni
vann Askja Pandóru aðalverðlaun-
in í San Sebastian en fyrir hafði
Skelfilega hamingjusamur (Frygte-
lig lykkelig) unnið Kristalshnöttinn
á Karlovy Vary og Tulpan Un
Certain Regard-verðlaunin á Cann-
es. Þá var umfjöllun um hátíðina í
IndieWire, þar sem Ernu Ómars-
dóttur er m.a. líkt við David Lynch
og mynd hennar sögð líkjast kvik-
myndinni Exorcist. Loks voru tvær
myndir á hátíðinni, Snjór og Tulp-
an, nýlega tilnefndar til Evrópsku
kvikmyndaverðlaunanna í flokkn-
um European Discovery. Þá má
ekki gleyma Smáfuglum Rúnars
Rúnarssonar sem frumsýnd verður
hér á landi á föstudag.
Verðlauna-
kvikmyndir á RIFF
Eins og fram kemur í Af listum-
pistli Jóhanns Bjarna Kolbeins-
sonar í blaðinu í dag eru margar
spennandi plötur væntanlegar fyrir
jól og ljóst að mömmur og ömmur
þessa lands munu klóra sér í hausn-
um þegar kemur að jólagjafainn-
kaupunum. Á hinn bóginn virðist
sem árið í ár verði með lakara móti
hvað fjölda titla varðar. Morg-
unblaðið gagnrýnir að jafnaði 90%
allra platna sem út koma á landinu
og undanfarin ár hefur þeim fjölg-
að jafnt og þétt. Í fyrra gagnrýndi
Morgunblaðið um 140 plötur og ár-
ið þar á undan var talan litlu lægri.
Nú lítur út fyrir að gagnrýnendur
Morgunblaðsins muni eiga rólega
tíð framundan því samkvæmt út-
reikningum blaðsins munu aðeins
um 90 titlar koma út. Vonandi
aukast gæðin fyrir vikið.
Færri plötutitlar
væntanlegir fyrir jól
MENNING
MUGISON er aftur rokinn af stað í
fjögurra daga tónleikaferð um
Bandaríkin og kemur hann fram
ásamt hljómsveit á staðnum Plush í
Tuscon, Arisona í kvöld. Am-
eríkuferðinni lýkur með tónleikum í
Los Angeles hinn fjórða október og
er þá ferðinni heitið til Þýskalands
þar sem Mugison kemur fram í
Menningarbruggverksmiðjunni svo-
kölluðu í Berlín. Í næsta mánuði
hefst svo aftur Evróputúr en áður en
Mugison ræðst í þá ferð kemur hann
fram á tónlistarhátíð í Beirút í Líb-
anon. Hátíðin, sem kallast því kald-
hæðna nafni Big Bang, mun vera í
umsjón einnar ríkustu konu Beirút
en hún mun vera mikil áhugamann-
eskja um íslenska list. Fjölmargir
þekktir tónlistarmenn koma fram á
hátíðinni ásamt Mugison.
Heldur tónleika í Beirút
Morgunblaðið/G.Rúnar
Mugison Ekki er vitað til þess að annar íslenskur tónlistarmaður hafi kom-
ið fram á tónleikum í Beirút, enda kannski ekki í alfaraleið.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í
Reykjavík eða RIFF er nú í fullum
gangi. Í ár hefur verið lögð sér-
stök áhersla á tengsl kvikmynda
og tónlistar og að því marki mun
hljómsveitin Hjaltalín flytja frum-
samda tónlist við kvikmyndina
Saga Borgarættarinnar en það var
fyrsta kvikmyndin sem var tekin
hérlendis og byggist á samnefndri
bók Gunnars Gunnarssonar. Flutn-
ingurinn fer fram föstudaginn 3.
október í Bæjarbíói, Hafnarfirði, á
afmælisdag Högna Egilssonar,
meginlagasmiðs Hjaltalín.
Óvenjulegt
Að sögn Högna var þessi hug-
mynd borin undir sveitina í sumar.
„Okkur fannst þetta spennandi
og fórum óðar að semja. Um er að
ræða frumsamda tónlist í margs
konar búningi.“
Hjaltalín hefur sýnt meist-
aralega takta í samslætti klassíkur
og popps, sveitin er fjölmenn og
fjölsnærð og því ýmsir möguleikar
fyrir hendi er ráðist var í verk-
efnið.
„Við tökum þetta bæði sem
rokkhljómsveit og svo í meiri
kammerbúning. Þetta verður bæði
flutt á staðnum og svo nýtum við
okkur fyrirfram upptekin hljóð.
Ben Frost verður með okkur og
leggur til þykkan hljómvegg sem
við leikum ofan í á köflum. Það
verður mikil gagnvirkni á milli
okkar og Ben.“
Högni segir að hann og félagar
hans hafi forðast að skreyta
myndina þannig að þegar leikið sé
á píanó leiki þau á píanó eða að
vindhviða sé undirstrikuð með við-
eigandi hætti.
„Við vorum á tímabili að pæla í
því hvort við ættum að undirstrika
ákveðnar persónur með ákveðnum
hljóðfærum en féllum frá því. Við
erum að fara óvenjulegar leiðir að
þessu, þetta er ekki það sem
mætti kalla hefðbundna kvik-
myndatónlist sem undirstrikar ein-
hverja stemningu. Þetta er meira
afstrakt.“
Púsluspil
Högni segir þetta hafa verið
„svolítið“ erfitt.
„Við erum að tala um tvo og
hálfan tíma af tónlist. Þetta er bú-
inn að vera nokkuð massífur
pakki og heilmikið púsluspil í
gangi. Það var snúið að hafa ein-
hverja heildarsýn yfir þetta og
freistandi að „gera bara eitthvað“.
En það gengur náttúrlega ekki.“
Högni lýsir því þá að samstarf
sveitarinnar hafi aldrei verið jafn
náið, allur hópurinn hafi unnið
sem einn maður að verkinu.
Ríkisútvarpið mun taka herleg-
heitin upp en engin sérstök áform
eru um útgáfu.
„Það eru einhverjar þreifingar í
gangi,“ segir Högni. „Það væri
flott ef þetta væri gefið út á
mynddisk. En við sjáum hvað set-
ur.“
Áður en sýningin hefst flytur
Jón Yngvi Jóhannsson stutt ávarp
þar sem hann segir frá Sögu
Borgarættarinnar og kvikmynda-
gerð verksins. Sýningin fer fram í
Bæjarbíói, Hafnarfirði, eins og áð-
ur segir og hefst kl. 20.
Tveir og hálfur
tími af tónlist
Hjaltalín flytur frumsamda tónlist við
Sögu Borgarættarinnar á RIFF
Morgunblaðið/Kristinn
Högni „Við erum að tala um tvo og hálfan tíma af tónlist. Þetta er búinn að
vera nokkuð massífur pakki og heilmikið púsluspil í gangi.“
Sjá nánar á www.riff.is