Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 20
hönnun
20 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Reynslan er mjög góð, viðsjáum sífellt betur hvaðþessi hlið mála er mikil-væg fyrir heilsuna,“ segir
Hjálmar Freysteinsson heim-
ilislæknir á Akureyri um fjöl-
skylduráðgjöf Heilsu-
gæslustöðvarinnar þar í
bæ (HAK). Tuttugu ár
eru síðan ráðgjöfin var
tekin upp.
Sálfræðingar og fé-
lagsráðgjafar á HAK sinna fjöl-
skylduráðgjöfinni og það var einmitt
sérstaða stofnunarinnar lengi, að
þeir eru hluti starfsliðs heilsugæsl-
unnar og síður þarf að vísa þessum
málum til annarrra stofnana.
Í gegnum tíðina hefur fólk ýmist
leitað beint til þessara sérfræðinga
eða heimilislæknar eða annað sam-
starfsfólk vísað því þangað, sem
gerst hefur í meira mæli en áður hin
síðari ár, að sögn Hjálmars.
Fólk snýr sér til heimilislækna
vegna ýmiss konar vandamála, ekki
einungis „hefðbundinna“ veikinda
og í þeim tilfellum segir Hjálmar
mikilvægt að áðurnefndir sérfræð-
ingar séu til þjónustu reiðubúnir.
Hann segir hugmyndina að ráðgjöf-
inni á sínum tíma hafa verið að með
þessu móti væri hægt að
fyrirbyggja skaða af
ýmsum toga og reyndin
hafi orðið sú.
„Síðustu ár er miklu
meiri og opnari umræða
en áður um ofbeldi í fjöl-
skyldum og þess háttar mál, sem oft
er uppspretta að mikilli óheilsu,“
segir Hjálmar Freysteinsson.
Nærast á ást og umhyggju
Á málþinginu verður fjallað um
reynslu HAK af fjölskylduráðgjöf-
inni en þar hefur verið boðið upp á
meðferð af margvíslegu tagi: við-
talsmeðferð, áfallameðferð, para-
meðferð og foreldraráðgjöf.
Auk þess sem sjónum er beint að
nútíð og fortíð með þessum hætti,
verður einnig reynt að rýna inn í
framtíðina, en tveir erlendir fyrir-
lesarar fjalla um það nýjasta í fræð-
unun, m.a. um nýjan skilning á til-
finningalífi og tengslamyndun sem
byggir bæði á fjölfræðilegri þekk-
ingu og niðurstöðum rannsókna sem
sýna fram á að heilinn og tauga-
kerfið beinlínis nærast á ást og
umhyggju, sér í lagi á fyrsta ævi-
skeiði.
Mikil og vaxandi þörf er sögð fyr-
Fjölskylduráðgjöf HAK starfandi í 20 ár
Góð ráð mikilvæg
fyrir heilsu fólks
Góð tilfinninga-
tengsl eins og
bólusetning
fyrir áföllum
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
S
kemmtilegast er að prófa
eitthvað nýtt, fara út fyrir
sín takmörk og færa til
það sem maður hefur gert
áður. Maður getur alltaf
fengið glerið til að ögra sér og það er
gaman,“ segir Guðlaug Brynj-
arsdóttir glerlistakona í Iceglass í
Reykjanesbæ. „Það skiptir miklu að
geta fengist við ólíka hluti, ég vil ekki
gera neitt eins alla daga. Skúlptúrismi
heillar mig mest þar sem nytjagildið
víkur fyrir forminu. Maður verður að
ögra sér hönnunarlega, annars gerist
ekkert nýtt,“ bætti sonur hennar gler-
listamaðurinn Lárus Guðmundsson
við, en þau mæðgin hafa rekið gler-
blástursverkstæðið Iceglass saman í
rúmt ár. Iceglass er eina opna gler-
blástursverkstæðið á landinu og að-
ferðin sem þau nota er 2.000 ára göm-
ul. Hver hlutur er handgerður og því
er ekkert verk eins.
Fann sig í glerinu
Glergerðarlist er jafnan fjölskyldu-
hefð. Það mynstur er þekkt erlendis
langt aftur í aldir þó því sé ekki að
heilsa hér á landi. Guðlaug Brynj-
arsdóttir er til dæmis brautryðjand-
inn í sinni fjölskyldu og hóf iðjuna fyr-
ir 10 árum fyrir algjöra tilviljun.
„Þegar ég fór til Danmerkur árið 1998
ætlaði ég að læra blómaskreytingar.
Ég fann hins vegar strax að þær áttu
ekki við mig. Ég var svo heppin að í
skólanum var hægt að læra gler-
blástur og ég ákvað að slá til. Þegar
ég prófaði flæðandi gler vissi ég að
þetta vildi ég gera,“ sagði Guðlaug.
Hún hefur fengist við glerlist og gler-
blástur í flestum myndum síðan 1998
og nam við listaskóla Álaborgar og
Nørresundby Daghøjskole. Guðlaug
hefur notið tilsagnar hjá fjölmörgum
reyndum glermeisturum og segist
hafa lagt mikið á sig fyrir glerið –
keyrt jafnvel 300 km til að komast til
meistara í Danmörku og oft unnið
kauplaust, reynslunnar vegna. „Þetta
er eiginlega sjúkdómur og ég segi allt-
af að það séu galdrar í efninu. Maður
sogast að glerinu og það tekur mann.
Maður vill alltaf vera með því og horf-
ir á það alls staðar þar sem maður er.“
Glerblóm Litríkir smámunir á borð við þessa geta lífgað upp á umhverfi sitt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glergerðarmeistarinn Guðlaug Brynjarsdóttir fann sig strax í glerinu.
Auðvelt að falla fyrir
galdrinum í glerinu
Reykjanes | Glerlistin krefst mikillar samvinnu hjá mæðginunum Guðlaugu Brynj-
arsdóttur og Lárusi Guðmundssyni og segja þau gaman að láta glerið ögra sér.
Morgunblaðið/Valdís Thor
EINMANALEIKI er oft tengdur
kulda í daglegu tali. Tengslin virð-
ast hins vegar öllu meiri samkvæmt
fréttavef BBC, sem segir sálfræð-
inga við háskólann í Toronto hafa
komist að því að kuldatilfinning
fylgi félagslegri einangrun.
Voru 65 námsmenn fengnir til að
taka þátt í rannsókn vísindamann-
anna og var þeim skipt upp í tvo
hópa. Í öðrum hópnum voru þátt-
takendur látnir rifja upp aðstæður
þar sem þeir upplifðu sig félagslega
einangraða, einmana eða utan-
garðs. Í hinum hópnum voru þátt-
takendur látnir rifja upp aðstæður
þar sem þeir voru boðnir velkomn-
ir. Báðir hóparnir voru síðan látnir
leggja mat á hitann í herberginu
sem tilraunin fór fram í og töldu
þeir hitastigið vera frá 12°C og upp
í 40°C. En það voru þeir þátttak-
endur sem rifjuðu upp neikvæðu
reynsluna sem mátu hitann lægri.
Í öðrum hluta tilraunarinnar
voru 52 námsmenn fengnir til að
spila boltaútgáfu af tölvuleik og var
leikurinn hannaður þannig að bolt-
anum var ítrekað kastað til sumra
leikmanna en aldrei til annarra. Að
leik loknum voru þátttakendur
látnir segja hvort þeir vildu heitt
kaffi, kex, gos, epli eða heita súpu.
Voru „óvinsælu“ leikmennirnir
mun líklegri til að velja súpu eða
heitan drykk og telja vísindamenn-
irnir ástæðuna kulda tengdan fé-
lagslegri einangrun.
„Við komumst að því að kuldi
bókstaflega fylgir félagslegri ein-
angrun,“ hefur BBC eftir dr. Chen-
Bo Zhong, sem fór fyrir rannsókn-
inni. Telja vísindamennirnir að
e.t.v. megi draga úr einsemdar-
tilfinningu með því að hækka hit-
ann, líkt og birta getur hjálpað
þeim sem þjást af skammdegis-
þunglyndi.
Reuters
Einmana Það virðast vera tengsl
milli hitaskynjunar okkar og fé-
lagslegrar einangrunar.
Kalt að
vera ein-
mana
Hver er munurinn á massífum
hlut og blásnum hlut?
Massífir hlutir eru formaðir en
blásnir hlutir eru blásnir og form-
aðir. Vinnsluferli þeirra er hins veg-
ar það sama.
Hvert er hönnunarferlið?
Fyrst er að teikna upp hlutinn, þá
frjálst hugarflæði þar sem farið er í
gegnum allar skissur og glerið tekið
inn í. Það er kannski bara ein teikn-
ing sem verður að hlut. Að lokum
er það stíf hönnun.
Hvernig er vinnslu-
ferli glerhluta?
Flæðandi gler kemur úr 1.200°C
heitum ofni sem er í gangi allan
sólarhringinn.
Við sérstakar aðstæður þarf að
nota 1.600°C heitan gasofn sem þá
er kyntur.
Eftir mótun fara verkin í 500°C
heitan ofn og kólna þar í 2 sólar-
hringa. Hitastigið og vinnsluferlið
þarf alltaf að vera rétt til að verkin
heppnist.
S&S
heilsa