Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING „SAGAN er dæmisaga, fyndin og ljóðræn, um eðli hlutanna,“ segir hinn virti rithöfundur A.S. Byatt um verðlaunasögu Sjóns, Skugga- Baldur, sem er komin út í enskri þýðingu Victoriu Cribb. Grein Byatt birtist í dagblaðinu The Times um helgina. Byatt hefur grein sína á að lýsa því yfir að Ísland sé stórkostlegur staður – með „ofbeldisfullu en óvið- jafnanlegu roki“ – og að þar gerist sagan, á níunda áratug 19. aldar. Söguheiminum er lýst „á snilld- arlegan og nákvæman hátt, með meitluðum smáatriðum“, en jafn- framt séu hlutir og persónur dul- arfullar og erfitt að negla þær niður. Í greininni hrósar Byatt ekki bara skáldinu Sjón, heldur einnig þýðand- anum, Victoriu Cribb. Segir hún Sjón vera heppinn að hafa svo góðan þýðanda að verkinu. „Sagan þýtur áfram og babl Öbbu og kómísk ljóðin sem presturinn þyl- ur meðan hann er grafinn í fönn eru sterk og áhrifarík,“ skrifar Byatt. Hún bætir við að flestir lesendur hrífist af merkingu sem þeir skynja en geta ekki fangað. Þýðing Skugga-Baldurs, sem nefnist Blue Fox upp á ensku, kom út í sumar hjá forlaginu Telegram á Englandi. Sjón hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs árið 2005 fyrir bókina, sem hefur komið út í tæplega tuttugu löndum. Í haust er von á nýrri skáldsögu eftir hann, Rökkurbýsnir. efi@mbl.is „Sterk og áhrifarík“ skáldsaga AS Byatt hrósar Skugga-Baldri Morgunblaðið/Valdís Thor Sjón Ný skáldsaga á leiðinni. DJASSKLÚBBURINN Múl- inn er að hefja sitt tólfta starfs- ár og verða fyrstu tónleikarnir á nýjum stað annað kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 21. Caffe Rosenberg á Klapparstíg verður aðsetur Múlans í vetur. Á haustönn verður boðið upp á sjö tónleika og koma tvær hljómsveitir fram á hverju kvöldi. Á morgun ríða á vaðið Kvartettinn Skver og Kvartett Jóels Pálssonar. Skver skipa Helgi Heiðarsson, Steinar Guðjónsson, Leifur Gunnarsson og Hösk- uldur Eiríksson. Með Jóel leika þeir Eyþór Gunn- arsson, Jóhann Ásmundsson og Scott McLemore. Djass Múlinn af stað á nýjum stað Jóel Pálsson Í TILEFNI af sýningu mynd- arinnar Bombaðu það: Al- þjóðlega graffití heim- ildamyndin, á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykja- vík, verða pallborðsumræður í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 16 á morgun, 2. október. Spurt verður að því hvort veggjakrot sé list eða sjón- mengun og hvort það eigi að leyfa það eða banna. Þátttakendur í pallborðinu verða Jakob Frí- mann Magnússon, Þórdís Claessen, Ómar Ómar, Bryndís Björgvinsdóttir og Jon Reiss, leikstjóri kvikmyndarinnar. Kvikmyndahátíð Er veggjakrot list eða sjónmegnun? Þórdís Claessen ÓLÍKIR tónlistarmenn munu leiða saman hesta sína í Viðeyj- arstofu annað kvöld, fimmtu- dagskvöld 2. október. Þá troða þau upp saman Kristjana Stefánsdóttir djass- söngkona og Svavar Knútur trúbador. Þau hafa bæði notið hylli, hvort á sínu sviði tónlist- arinnar, á liðnum misserum. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé viðburður sem enginn unnandi góðrar tónlistar megi missa af. Siglt verður frá Skarfabakka kl. 19.45 og öllum skilað í land kl. 22. Þá verður hægt að njóta veit- inga í Viðey. Tónlist Kristjana og Svav- ar Knútur í Viðey Svavar Knútur Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÉG lagði til að vaxtakippurinn sem sýningarrýmið tekur nú, eftir að hafa verið starfrækt á farsælan hátt í fjögur ár, fælist meðal annars í því að sýna aðallega verk erlendra lista- manna,“ segir Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri og myndlistarmaður, sem er orðinn listrænn stjórnandi sýningarýmisins 101 Projects að Hverfisgötu 18 B. 101 Projects verð- ur rekið í sama rými og 101 Gallery hefur verið í þessi ár. „Ég hef lengi haft hug á að vinna með ákveðnum erlendum listamönn- um, fólki sem ég hef séð sýningar eftir og hafa haft áhrif á mig. Ég vil gjarnan miðla því áfram.“ Birta segir að þær Ingibjörg S. Pálmadóttir, eigandi rýmisins, og Kolbrún Víðisdóttir, fram- kvæmdastjóri 101 Hótels og 101 Projects, hafi velt á milli sín hug- myndum um stefnuna. Í alþjóðlegri samræðu „Við veltum fyrir okkur hvaða sér- stöðu rýmið ætti að hafa. Síðustu ár starfaði ég í Samtímalistasafninu Safni og var svo heppin að vinna þar með ýmsum stórlöxum í erlendu myndlistinni, og vera í talsverðum tengslum við alþjóðlegu senuna. Í starfi mínu sem sjálfstæður sýning- arstjóri byggi ég á þeim tengslum og hef lagt mig markvisst eftir því að taka þátt í samstarfi og samræðu við alþjóðlega sýningarstjóra og lista- menn og byggi á því.“ „Projects“ í nafninu vísar til þess að sýningarrýmið muni standa fyrir ýmiss konar starfsemi, oftast hefð- bundnum sýningum en inn á milli óhefðbundnari verkefnum. „Sýningarrýmið er við Hverf- isgötuna, þar sem er að finna miklar andstæður; við götuna má sjá eins konar þverskurð íslensks samfélags í dag, á margvíslegan hátt. Í rýminu hef ég áhuga á að sýningar fjalli og kommenteri á þessa breidd – sjálfs- mynd þjóðar. Ekki bara íslensku þjóðarinnar heldur þjóðarsjálfs- mynd almennt. Ég fókusera því nokkuð á samstarf við listamenn sem hafa unnið út frá því efni,“ segir Birta. Birta Guðjónsdóttir hefur verið ráðin listrænn stjórnandi rýmisins 101 Projects Sjálfsmynd þjóð- anna í myndlist Morgunblaðið/Valdís Sýningastjórinn „Ég hef markvisst lagt mig eftir því að vera í samræðu við ýmsa sýningarstjóra og listamenn og leita til þeirra,“ segir Birta. Í HNOTSKURN » Fyrsta sýningin í 101 Proj-ects opnar 16. október. Er það sýning hinnar ísraelsk/ bandarísku Tamy Ben-Tor. » Boðið verður upp á fram-sækna, alþjóðlega sam- tímalist í 101 Projects. » Síðustu fjögur ár hafa um 30valdir listamenn haldið sýn- ingar í forveranum, 101 Gallery. HVAÐ gera Parísarbúar þegar risastórt líkhús borgarinnar er af- lagt? Breyta því í listamiðstöð. Síðar í mánuðinum opnar í París miðstöðin Centquatre í 19. hverfi borgarinnar. Þarna er 40.000 fer- metra rými í byggingum sem reistar voru á síðari hluta 19. ald- ar. Síðustu árin hefur verið unnið að endurbótum á byggingunum og þau löguð að framtíðarhlutverk- inu, sem marghliða listamiðstöð og vinnustofur skapandi listafólks. Gert er ráð fyrir því að að jafn- aði vinni um 200 listamenn í stofn- uninni, í þrjá til tíu mánuði hver, í vinnustofum sem henta listsköpun þeirra. Centquatre er sagður vera staður til að skapa og hver lista- maður á að hafa aðgang að þeirri tæknilegu aðstoð sem hann þarfn- ast, innan skapandi samfélags sem styður við hann. Listamennirnir munu ekki búa innan stofnunarinnar heldur í íbúðum í nánasta umhverfi. Listamennirnir eru skyldugir til að opna vinnustofur sínar reglu- lega fyrir almenningi og útskýra við hvað þeir eru að fást. Starfsmenn Centquatre verða 60. Í stofnuninni eru tveir marg- nota salir með sviði og fjöldi ann- arra sýningarrýma. Gert er ráð fyrir að allt að 5.000 gestir geti sótt Centquatre heim á sama tíma en gert er ráð fyrir því að um 75.000 komi árlega. Ekki á einungis að sýna listina, heldur eru einnig leigð út versl- unarrými. Grunnhugmyndin er samruni og samþætting rýma þar sem sköpun fer fram og gestir koma inn af götunni. Markmiðið er að auka samskipti almennings og skapandi samtímalistamanna og auka skiln- ing um leið. Stofnunin verður því opin listamönnum úr öllum grein- um: myndlistarmönnum, sviðs- listafólki, hverskyns hönnuðum, rithöfundum og fólki í stafrænni sköpun. Allir geta sótt um, fransk- ir ríkisborgarar sem fólk frá öðr- um löndum. Listaháskólar hafa sýnt áhuga á að hluti af náminu fari fram innan veggja gamla líkhússins. efi@mbl.is Líkhús verður menningarmiðstöð Ljósmynd/Edouard Caupeil Stórhýsi Listamiðstöðin Centquatre er í byggingum frá 19. öld, í 19. hverfi Parísarborgar. Centquatre í París mun hýsa um 200 listamenn og hverskyns uppákomur Auðvitað kemur þetta aldrei fyrir afburða soðgreifa eins og mæður okkar …38 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.