Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Trölladyngja Holur hafa verið boraðar bæði suðvestan og norðan við Trölladyngju. Hveravirkni hefur aukist á síðustu árum Frá Reykjanesi að Brennisteins- fjöllum eru fjögur háhitasvæði. Inn- an þeirra hafa verið afmörkuð tíu möguleg vinnslusvæði háhita, en á tveimur þeirra er þegar orkuvinnsla. Reykjanesvirkjun Unnið er að stækkun Reykjanes- virkjunar, úr 100 MW í 180-200 MW. Umhverfismatsferli vegna þess er í gangi en er ólokið. Hitaveita Suð- urnesja (HS), sem rekur virkjunina, hefur skilað inn matsáætlun, sem nú er í umsagnarferli. Orkuna á að selja til álvers Norðuráls í Helguvík. Í 1. áfanga rammaáætlunar fékk stækk- unin umhverfiseinkunn A og hagn- aðar- og arðsemiseinkunnir C, líkt og virkjunarkostir við Krýsuvík. Eldvörp og Svartsengi Í Eldvörpum, miðja vegu á milli Reykjaness og Svartsengis, hefur Hitaveita Suðurnesja hug á því að reisa allt að 50 MW virkjun. Þar var boruð öflug hola árið 1982, en áhöld eru um hvort virkjun þar gæti dreg- ið úr krafti í Svartsengi. Eldvörp eru í landi Grindavíkur en HS hefur rétt til nýtingar skv. samningi við utan- ríkisráðuneytið, vegna nálægðar við gamla varnarsvæðið. Sem stendur er 75 MW raforkuvirkjun og 150 MW varmastöð í Svartsengi. Síðasta stækkun var gerð í desember 2007 og er ekki frekari stækkun á döfinni á næstunni. Þó er talið að 20–30 MW viðbótarafli megi ná með lághita- stöð, sem tæki gufu frá hverflunum sem eru þar fyrir. Krýsuvík HS hefur rannsóknaleyfi á Krýsu- víkursvæðinu, t.d. í Seltúni, Hvera- dal og Austurengjum. Leyfið nær einnig yfir rannsóknir við Sandfell og gildir til 2016. Á öllum þessum svæðum og í Trölladyngju, þar sem HS hefur sérstakt leyfi, á m.a. að afla orku fyrir álver í Helguvík, skv. núverandi áætlunum. Við Krýsuvík er vonast eftir allt að 200 MW. Þær rannsóknir sem nú eru í gangi eru á yfirborðinu, t.d. kortlagning og jarð- fræðikortlagning. Svo hægt sé að bora þarf Hafnarfjörður að breyta aðal- og deiliskipulagi. Svæðin eru innan Reykjanesfólksvangs og á þeim hvílir hverfisvernd. Aðalskipu- lagsbreytingin fer í gegn nú í vetur, með fyrirvara um skáboranir undir viðkvæm svæði, að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra. Sandfell Nokkru austar, við Sandfell, er sérstakt og aðskilið háhitasvæði. Það er mest áberandi við norðaust- urhluta fellsins. Þar hefur verið von- ast eftir 100 MW. Trölladyngja Í Trölladyngju, á mörkum Grinda- víkur og Vatnsleysustrandarhrepps, hafa verið boraðar tvær rannsókn- arholur, heldur kraftlitlar. Upp- haflega átti að ná þar 100 MW, en sú tala gæti verið nær 40 MW, miðað við upplýsingar sem nú liggja fyrir. Brennisteinsfjöll Átta til tíu kílómetrum austan Kleifarvatns er háhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum, á mörkum Sveitarfélagsins Ölfuss og Grinda- víkurlands. Svæðið er sérstaklega verndað í stjórnarsáttmálanum, undanskilið jarðraski og nýtingu. Rannsóknarleyfi hefur aldrei verið veitt á þessu svæði, en Lands- virkjun, HS og Orkuveita Reykja- víkur sóttu öll um það á sínum tíma. Svæðið er lítt rannsakað og þess vegna óvissa um aflið í iðrum jarðar. Eins og annars staðar er vonast eftir 100 MW, sem er nánast lágmark til þess að virkjun borgi sig. Hugsanleg virkjun þar fékk umhverfiseinkunn B en hagnaðar- og arðsemiseinkunn C í 1. áfanga rammaáætlunar. Litadýrð Horft er í hálfhring fyrir sunnan Trölladyngju. Sogalækur rennur þar framhjá en Keilir drottnar yfir Reykjanessk Fá að bora í Krýsu- vík eftir veturinn Raforka til annars áfanga álversins í Helguvík átti að koma af Reykjanesinu. Hann verður kom- inn í gagnið 2015, en tekst að útvega orku af heimaslóðum fyrir þann tíma? Óvissa um orkuna í jörðu og vernd heitra svæða hafa seinkað rannsóknum um árabil. Ragn- ar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson skoða háhitann á Reykjanesskaga. Brennisteinsfjöll Hitasvæðið er lítið um sig, en nágrennið allt er óraskað. Austurengjar Hverir suður af Kleifarvatni. Vinnslu- svæði Háhita- svæði Fyrir- hugað lón Veitugöng Mörk friðlanda Þjóðgarðar Blátt: Vatnsaflsvirkjun Rautt: Háhitavirkjun R: Framkvæmd er inni á rammaáætlun Stj.: Svæði er verndað í stjórnarsáttmála. REYKJAVÍK MOSFELLSBÆR ÁLFTANES HAFNARFJÖRÐUR GARÐABÆR KÓPAVOGUR REYKJANESBÆR GARÐUR GRINDAVÍK VOGAR KLEIFARVATN SANDGERÐI HAFNIR Krýsuvík R: 1. áf. Stj.: Nei Trölladyngja Seltún Sandfell Hveradalur Austurengjar HERDÍSARVÍK Eldvörp R: 1. áf. Stj.: Nei Reykjanesvirkjun R: 1. áf. Stj.: Nei Svartsengi R: 1. áf. Stj.: Nei Brennisteinsfjöll R: 1. áf. Stj.: Já ReykjanesbærSpákonuvatn Hvar á að virkja?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.