Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
FRAMTÍÐAR SPENNUTRYLLIR
Í ANDA BLADE RUNNER
GÁFUR ERU OFMETNAR
KOLSVÖRT KÓMEDÍA FRÁ JOEL OG ETHAN COEN.
ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRUM
“NO COUNTRY FOR OLD MEN”
OG “BIG LEBOWSKI”
HÖRKU HASAR
„ SPRENGHLÆGILEGUR
GAMANFARSI ÞAR SEM HEILT
HLAÐBORÐ AFLEIKURUM FER
Á KOSTUM“
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
Burn After Reading kl 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára
Babylon A.D. kl 8 - 10 B.i. 16 ára
Pineapple Express kl 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Brideshead Revisited kl 10:30 B.i. 12 ára
Sveitabrúðkaup kl. 5:45 LEYFÐ
Mamma Mia kl. 5:30 - 8 LEYFÐ
Lukku Láki kl. 6 LEYFÐ
Burn After Reading kl. 8 - 10 B.i.16ára
Likku Láki kl. 6 LEYFÐ
Pineapple Express kl. 8 - 10 B.i.16ára
Mamma Mia kl. 5:50 LEYFÐ
Þú færð 5 %
endurgreitt
í BorgarbíóSími 462 3500
- Ó.H.T., RÁS 2
- 24 STUNDIR
- B.S., FBL
- Þ.Þ., D.V.
- S.V., MBL
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
“ENN EIN SNILLDIN FRÁ COEN-BRÆÐRUM”
-T.S.K., 24 STUNDIR
- L.I.B.,TOPP5.IS/FBL
- S.V., MBL - Þ.Þ., DV
ILLIR ANDAR HERJA Á
FJÖLSKYLDU HANS!
ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!
SÝND Í SMÁRABÍÓI
650 kr. fyrir fullorðna
- 550 kr. fyrir börn
Frábæra teiknimynd fyrir alla
fjölskylduna með íslensku tali
SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
ÖLLUM FREISTINGUM
FYLGJA AFLEIÐINGAR
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
SJÁLFSTÆÐU LEIKHÚSIN
Bandalag atvinnuleikhópa
- stofnað 1985 -
PRiVATE dANCER
Miðasala: 568 8000 | www.borgarleikhusid
Panic productions
í bORGARLEikhúSiNU
SýNiNG MáNAðARiNS í OkTóbER
NáNARi UPPL: www.leikhopar.is
HUGSIÐ ykkur að fjölskyldan sé
mætt í hádegismat hjá mömmu og
lærið kemur snarkandi úr ofninum og
hafnar á miðju borði, innan um allt
góða meðlætið. En, eins og hendi sé
veifað, breytist hátíðin í hrylling, því
sunnudagssteikin reynist vita bragð-
laus óþverri, þótt freistandi sé fyrir
augað. Auðvitað kemur þetta aldrei
fyrir afburða soðgreifa eins og mæð-
ur okkar, en mér datt samlíkingin í
hug þegar ég gekk sárasvekktur út af
Babylon A.D. Þar bregðast krosstré.
Sómaharðhausinn Van Diesel leiðir
hópinn þar sem gefur að líta sjálfan
Dedpardieu, Charlotte Rampling og
Michelle Yeoh, hina kattliðugu Kína-
konu. Tökustaðirnir vel valdir, leik-
tjöldin í hefðbundnum Blade Runner-
stíl og til að byrja með hæfir tónlist
Atla Örvarssonar innihaldinu vel.
Sem sagt gott útlit og fyrstu mínuút-
urnar lofa góðu, síðan hrynur allt sem
hrunið getur, framhaldið veldur
skelfileg vonbrigði og sekúndurnar
verða að sólarhringum. Minnir á ís-
lensku „útrásina“ (!); hér hefur miklu
fé verið sólundað í vitleysu.
Tíma- og
peningasóun
Babylon A.D. „… hér hefur miklu fé verið sólundað í vitleysu.“
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYND
Háskólabíó, Laugarásbíó
Leikstjóri: Mathieu Kassovitz. Aðalleik-
arar: Vin Diesel, Michelle Yeoh, Melanie
Thierry, Gérard Depardieu, Charlotte
Rampling. 90 mín. Bandaríkin 2008.
Babylon A.D.
bnnnn
TÓNLISTARMAÐURINN og tón-
skáldið David Amram kom fram á
Friðartónleikum í Ráðhúsi Reykjavík-
ur á mánudag en hann er hér staddur í
tengslum við alþjóðlega kvik-
myndahátíð sem nú stendur yfir. Am-
ram samdi tónlistina við kvikmyndina
Óbyggða-Gandhi (The Frontier
Gandhi) eftir T.C. McLuhan sem var
heimsfrumsýnd um helgina á hátíðinni
en myndin fjallar um Badshah Khan,
múslímskan friðarsinna og samtíð-
armann Mahatma Gandhis. Var mynd-
in heil 20 ár í vinnslu. Amram hefur
samið fleiri en 100 tónverk, þar á með-
al fyrir kvikmyndir á borð við Splen-
dor in the Grass og The Manchurian
Candidate. Í slagtogi við Pétur Grét-
arsson og fleiri íslenska tónlistarmenn
flutti Amram etnógrafískan djass í
Ráðhúsinu gestum til bæði gagns og
gamans.
Morgunblaðið/Frikki
Etnógrafísk sveifla Valdi Kolli, Amram og Pétur Grétars í Ráðhúsinu.
Amram og félagar í Ráðhúsinu
MEÐAL þeirra fjölmörgu
stjarna sem eru nú í París að
kynna sér sumartísku næsta
árs er leikkonan Salma Hayek.
Í för með henni á sýningu Ba-
lenciaga var fyrrum unnusti
hennar og eigandi tískuhúss-
ins, François-Henri Pinault.
Samkvæmt heimildamanni
People fór mjög vel á með
þeim. „Þau héldust ekki í
hendur, en þau sátu þétt sam-
an.“
Hayek og Pinault eiga eina
dóttur saman og hafa eytt sí-
fellt meiri tíma í félagsskap
hvors annars að undanförnu.
Sést hefur til þeirra saman
bæði í Bandaríkjunum og
Frakklandi og því gengur nú
sá orðrómur að ef til vill hafi
þau náð sáttum og tekið saman
á ný.
Saman á tískusýningu
Saman á ný? Hayek og Pinault þegar allt
lék í lyndi. Eða leikur kannski allt í lyndi?