Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 15
ENGAR formlegar viðræður hafa farið fram vegna
sameiningar Glitnis og Landsbanka. Þetta fullyrtu
ráðherrar við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund í gær-
morgun. Á fundi með Björgólfi Thor Björgólfssyni
og bankastjórum Landsbankans í stjórnarráðinu á
mánudagskvöld hefði staða fjármálamarkaðarins
verið rædd líkt og gert hafi verið með yfirmönnum
allra banka undanfarna daga.
Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist gjarnan
nota tækifærið og ræða við Björgólf Thor þegar
hann væri á landinu. Hann sagðist jafnframt hafa
talað við forráðamenn allra bankanna símleiðis í
gærmorgun.
Varðandi ummæli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í
fjölmiðlum um að stærsta bankarán Íslandssögunnar
hefði verið framið með yfirtöku ríkisins á Glitni,
sagðist Geir ekki vilja ansa slíkum fullyrðingum.
Geir sagði afar ánægjulegt að sjá að gengi Glitnis
hefði verið hærra en spáð hefði verið eftir atburðina
á mánudag. Mikill órói á erlendum fjármálamörk-
uðum í kjölfar þess að björgunartillögu bandarísku
ríkisstjórnarinnar var hafnað virtist ekki ætla að
hafa mikil áhrif á íslensku bankana. Hann taldi
bandarísku þingmennina hafa sýnt fullkomið
ábyrgðarleysi með ákvörðun sinni.
Var með í ráðum frá upphafi
„Það hafa engir formlegir fundir á vegum rík-
isstjórnarinnar átt sér stað varðandi sameiningu
Glitnis og Landsbanka,“ sagði Björgvin G. Sigurðs-
son viðskiptaráðherra. Hann sagði erfitt að segja til
um hversu lengi ríkið héldi eignarhaldi sínu á Glitni.
Aðstæður og öldurót á erlendum mörkuðum væru
óvissuvaldandi og því reyndist erfitt að segja hvort
það yrðu mánuðir eða ár. Björgvin sagði engin
merki uppi um að svipað ferli færi senn í gang hjá
Landsbanka eða Kaupþingi banka. Varðandi um-
ræðu um litla þátttöku Samfylkingarmanna að ferl-
inu sagði Björgvin það byggt á misskilningi. Hann
hafi verið með í ráðum frá upphafi. jmv@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Fyrir svörum Forsætisráðherra sat fyrir svörum eftir ríkisstjórnarfund sem haldinn var í gærmorgun ásamt
Davíð Oddssyni, bankastjóra Seðlabankans, og var m.a. spurður út í fund með Landsbankamönnum.
Ekkert formlegt
Ráðherrar segja engar formlegar viðræður hafa átt sér
stað vegna sameiningar Glitnis og Landsbanka
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
EFTIR töku nýs 37 milljarða gjald-
eyrisláns, sem ríkissjóður gekk frá
fyrir tæpum mánuði, nam gjaldeyr-
isvaraforðinn um 300 milljörðum
króna. Forðinn tekur högg við 84
milljarða kaupin í Glitni, að gefnu
samþykki hluthafafundar Glitnis, því
fjárhæðin verður tekin úr gjaldeyr-
isforða Seðlabankans.
Þegar mögulegir skiptasamningar
[e. swap lines] Seðlabankans við er-
lenda seðlabanka eru teknir með er
gjaldeyrisvaraforðinn rúmlega 420
milljarðar króna. „Það eru fjórtán
mánuðir síðan lausafjárkrísan hófst
og það getur vel verið að það sé auð-
velt að vera vitur eftir á, en það ligg-
ur alveg fyrir að það er skrýtið að
ekki skuli hafa verið gerðar teljandi
ráðstafanir á þessum fjórtán mánuð-
um til þess að styrkja forðann,“ segir
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður
greiningardeildar Kaupþings. Að
sögn Ásgeirs er það skiljanlegt að
það hafi verið metnaður ríkisins að
greiða niður erlendar skuldir og það
sé í eðli sínu gott, hins vegar gæti
staðan orðið sú að þegar ríkið þarf á
forða að halda verði fjármagn ekki
auðsótt.
„Til þess að ríkið geti eitthvað haft
um það að segja hvað gerist á ís-
lenskum fjármálamarkaði, t.d. gjald-
eyrismarkaði, verður það að hafa
góðan forða. Það er mjög skrýtið að
forðinn skuli ekki hafa verið styrktur
meira á þessum fjórtán mánuðum.
Eiginlega óskiljanlegt.“
Morgunblaðið/Kristinn
Óskiljanlegt að mati sérfræðings að
forðinn hafi ekki verið efldur meira.
Forðinn
tekur við
högginu
Getur ríkið mætt
frekari áföllum?
ÞEIR sem eiga sparnað inni í svo-
nefndum peningamarkaðssjóðum
hjá fjármálafyrirtækjum hafa
væntanlega fundið fyrir þeim
hræringum sem verið hafa á fjár-
málamarkaði að undanförnu. Það
skýrist af því að gengi þessara
sjóða endurspeglar alla jafna það
sem er að gerast á markaði. Erf-
ið staða fyrirtækja sem sjóðirnir
byggjast á kemur fram í lækkun
á ávöxtun peningamarkaðssjóða.
Peningamarkaðssjóðir hafa
flestir gefið góða ávöxtun á und-
anförnum misserum og árum.
Þeir byggjast á fjárfestingum í
skammtímaverðbréfum, en þeir
fjárfesta gjarnan í víxlum,
skuldabréfum og innlánum út-
gefnum af útgefendum skráðum í
Kauphöllinni og/eða í rík-
isbréfum. gretar@mbl.is
Lækkun
á ávöxtun
TAP Eglu nam rúmum fimmtán
milljörðum króna á fyrstu sex mán-
uðum ársins en á sama tímabili í
fyrra hagnaðist félagið, sem er í
Ólafs Ólafssonar, um tæplega 23,1
milljarð króna. Eignir félagsins
lækkuðu um 33.587 milljónir króna
frá byrjun árs til loka tímabilsins.
Heildarskuldir Eglu hf. lækkuðu
um 18.555 miljónir króna frá upp-
hafi árs til loka tímabilsins og eru
37.198 milljónir króna.
Egla er þriðji stærsti hluthafinn í
Kaupþingi. Eignarhlutur Eglu í
Kaupþingi nemur 9,88%, í Alfesca
39,67% og í Exista 0,46%.
Segir í tilkynningu frá Eglu að
eignarhlutur félagsins í Kaupþingi
hf. hafi lækkað um 5,2% frá ára-
mótum til loka júní og í Alfesca um
tæp 12,9% á tímabilinu. Á sama
tímabili hefur gengi íslensku krón-
unnar veikst um 16,83%.
Segir jafnframt að undanfarið
hafi ástand á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum einkennst af mikilli
lausafjárkreppu með þeim afleið-
ingum að hlutabréf félaga á Íslandi
hafa lækkað mikið auk þess sem lán
Eglu hafa hækkað með veikingu
krónunnar. Til að verjast geng-
isáhættu hafi móðurfélag Eglu,
Kjalar, gert gjaldmiðlasamninga á
heildarlánasafni samstæðunnar,“
segir í tilkynningu.
guna@mbl.is
Tapar 15
milljörðum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
ÞAÐ væri ekki viðunandi að Lands-
bankinn sameinaðist Glitni með að-
komu ríkisvaldsins á jafnrétt-
isgrundvelli. Ef ríkið á að koma að
sameinuðum banka er réttlætismál
að komið verði eins fram við hlut-
hafa Landsbankans og gert var við
hluthafa Glitnis. Þeir yrðu einnig að
taka á sig einhverja skerðingu
hlutafjár.
Þetta er viðhorf þingmanna Sam-
fylkingarinnar. Þeir sem Morg-
unblaðið talaði við eru sammála um
að það liti afar illa út ef ríkið tæki
75% hlutafjár í Glitni yfir og sam-
einaði bankann svo Landsbank-
anum. Hægt væri að túlka það sem
svo að verið væri að afhenda hlut-
höfum Landsbankans Glitni á silf-
urfati. Ríkið hefði verið kallað
„bankaræningi“ og Landsbankinn
yrði þá líklega „líkræningi“.
Sameina fyrst Straum
Þetta sjónarmið heyrðist líka úr
röðum þingmanna Sjálfstæð-
isflokksins. Þeir töldu hins vegar að
það væri ekki verið að vinna að sam-
einingu Glitnis og Landsbankans
þessa dagana. Rykið þyrfti fyrst að
setjast og síðan þyrfti að meta stöðu
Landsbankans eins og annarra
banka. Líklegra væri að sameining
hans og Straums gengi fyrst í gegn.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
hitti bankastjóra Landsbankans og
Björgólf Thor Björgólfsson, stærsta
hluthafann, í ráðherrabústaðnum í
fyrrakvöld. Geir sagði að engar
formlegar viðræður um sameiningu
bankanna ættu sér stað.
Glitnissamruni á teikniborði
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hafa Landsbankamenn
teiknað upp slíkan samruna með að-
komu ríkisvaldsins. Í sameiningunni
ætti ríkið að leggja til eigið fé auk
100 milljarða króna í víkjandi láni.
Eignarhlutur ríkisins í sameinuðum
banka yrði yfir 20%. Þessar hug-
myndir voru slegnar út af borðinu.
Þeir sem komu að því sögðu það
hafa verið gert til að gæta jafnræðis
milli hluthafa Glitnis og Landsbank-
ans.
Minnisblað í Seðlabankanum
Á minnisblaði sem skrifað var í
Seðlabankanum um helgina kemur
fram, samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins, að 600 milljóna evrulán
hefði dugað til að fleyta Glitni áfram
í tvo til þrjá mánuði að mati for-
svarsmanna bankans. Þessi stutti
tími réð úrslitum í niðurstöðu Seðla-
bankans að neita Glitni um lánafyr-
irgreiðslu. Vandamálin í kringum
fjármögnun bankans í náinni fram-
tíð væru of mörg.
Glitnir verði ekki afhentur á silfurfati
Þingmenn stjórnarflokkanna segja að jafnræði verði að ríkja milli hluthafa Glitnis og Landsbankans
Samkvæmt minnisblaði Seðlabankans hefði 600 milljóna evrulán dugað Glitni í þrjá mánuði
Morgunblaðið/Kristinn
Lánveiting Vandamálin í kringum fjármögnun Glitnis í náinni framtíð voru
talin of mörg til að hægt væri að bjarga bankanum með láni frá ríkinu.
LOKAGENGI hlutabréfa Glitnis
var 4,55 krónur og hafði þá lækkað
um 71,02% frá lokagenginu á föstu-
dag, þegar það var 15,70. Kaup-
gengi ríkisins á 75% hlut í bank-
anum var hins vegar 1,90 og mun
ríkið greiða fyrir það andvirði 85
milljarða króna í evrum.
Miðað við gengið 4,55 er hlutur
ríkisins nú um 203 milljarða króna
virði og nemur virðisaukningin því
um 119 milljörðum króna.
Talsmenn ríkisins hafa sagt að
ekki standi til að sitja lengi á hlutn-
um í Glitni, en fastlega má gera ráð
fyrir því að ríkissjóður muni hagn-
ast vel á fjárfestingunni, verði hún
samþykkt af hluthafafundi Glitnis.
Hagur annarra hluthafa er hins
vegar ekki jafnvænn, en virði eign-
ar þeirra hefur rýrst mjög við að-
komu ríkisins.
Ríkið hagn-
aðist um 119
milljarða í gær