Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Fyrir rétt rúmum
tíu árum kynntist ég
Sverri eða Sveppa eins og hann var
oftast kallaður. Það var upphafið að
góðri vináttu sem litaði árin mín í
grunnskóla af mörgum yndislegum
stundum sem ég mun alltaf geyma í
hjartanu.
Sverrir var snillingur í að stríða,
en stríða á góðan hátt. Stríðni sem
fékk mann til að brosa, hlæja og
gleðjast. Þannig var hann og það var
hans aðaleinkenni, glettna brosið og
góðlátlega stríðnin sem smitaði um-
hverfið í kringum hann. Hann var
líka mjög traustur vinur sem alltaf
var hægt að treysta á. Þótt við hitt-
umst ekki eins oft undanfarin ár
héldum við alltaf einhverju sam-
bandi og oftar en ekki lumaði hann á
einhverjum hrekk sem maður gat
hlegið að lengi á eftir.
Þegar við útskrifuðumst úr Lang-
holtsskóla með hátíðlegri athöfn í
Langholtskirkju hefði mér aldrei
getað flogið í hug að næst þegar ég
kæmi þangað væri verið að jarða
Sverri.
Undanfarna daga hef ég verið að
Sverrir Franz
Gunnarsson
✝ Sverrir FranzGunnarsson
fæddist á Sjúkra-
húsinu á Akranesi
19. maí 1986. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 8. september
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Langholtskirkju 19.
september.
láta hugann reika og
það koma margar góð-
ar minningar í hug-
ann. Ég minnist hans
með trega og söknuði
en líka stóru brosi, því
allar minningarnar um
hann framkalla bros.
Ég er Guði þakklát
fyrir að hafa fengið að
þekkja Sverri og bið
Hann að blessa alla
ástvini hans og styrkja
í sorginni.
Hanna Lísa.
Það er nú ótrúlegt hversu hratt þú
komst inn í líf okkar. Á einu augna-
bliki náðirðu að verða besti vinur og
það var fullvíst að þú myndir aldrei
hætta því. Það var svo notalegt að
sjá hvað þú hafðir gaman af lífinu og
talaðir mikið um að við ættum að
nýta lífið til fulls meðan við gætum.
Þú sagðir mér oft frá því hvað þig
langaði að klára skólann sem allra
fyrst til að flytja að heiman og stofna
fjölskyldu með Völu. Þú hreinlega
gast ekki beðið.
Það var augljóst að Vala var sú
sem hélt þér gangandi. Það sást
langar leiðir hvað þér þótti vænt um
hana. Þegar hún varð 18 ára baðstu
mig að mála fyrir hana mynd sem þú
varst búinn að velja sjálfur, því þú
vissir að hún myndi vilja hana í af-
mælisgjöf. Þá varstu nýfluttur í
Árbæinn og fannst tilvalið að halda
surprise-afmæli fyrir hana þar. Við
fórum saman í partíbúðina og keypt-
um fullt af blöðrum og skrauti. Þú
bjóst líka til stóra bleika súkku-
laðiköku handa henni. Við földum
myndina og fleiri pakka inni í skáp
og þú bjóst til ratleik fyrir Völu, svo
hún myndi finna pakkana, og þurfti
hún að fara út um allt hús. Svo vor-
um við vinahópurinn inni í einu her-
berginu með slökkt ljósin og þú
baðst Völu að koma og þrífa með þér
húsið áður en húsgögnin yrðu sett
inn. Vala fraus þegar hún opnaði
dyrnar og sá okkur, og þú hlóst þig
máttlausan. Þetta er nú bara eitt af
fjölmörgum uppátækjum hjá þér og
verður þeim seint gleymt.
Þú náðir svo sannarlega að gleðja
líf okkar allra. Munum við ávallt
hugsa hlýlega til þín. Þínir vinir
Helena Sif Magnúsdóttir og
Karl Valdimar Kristinsson.
Elsku Sverrir. Það var erfitt að
meðtaka þær fréttir að einn af
starfsmönnum okkar væri farinn frá
okkur fyrir fullt og allt.
Við kveðjum þig með miklum
trega enda frábær persóna sem og
starfsmaður sem þú varst.
Þú sýndir starfi þínu mikinn
áhuga og viðskiptavinurinn var alltaf
númer eitt hjá þér. Þú sýndir einnig
mikla ábyrgð í starfi sem er ekki
sjálfgefið á þessum aldri.
Ekki þurfti að hafa áhyggjur af
því að þið Vala væruð að vinna sam-
an, þið stóðuð ykkur bæði rosalega
vel og létuð ekki hvort annað trufla
ykkur, kepptuð frekar um það í gríni
hvort ykkar væri í meira uppáhaldi
hjá öðrum yfirmönnum.
Við eigum ótal góðar minningar
um þig sem munu ávallt lifa með
okkur.
Takk fyrir samstarfið.
Elsku Vala Hrönn og aðrir að-
standendur, við sendum ykkur okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Hagkaupa í Skeifunni,
Lilja Ósk Kristbjarnardóttir,
rekstrarstjóri.
Mig langar til þess
að minnast hennar
Siggu hans Dóra, eins
og við sögðum oft. Ég
hafði oft séð hana úr fjarlægð og
setið við sama borð á skemmtunum
hjá Faxaflóahöfnum, mennirnir
okkar unnu saman. En síðan fór
hún að vinna á mínum vinnustað hjá
Sigríður
Sigurgeirsdóttir
✝ Sigríður Sig-urgeirsdóttir
fæddist í Reykjavík
17. apríl 1950. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut að kvöldi 20.
ágúst síðastliðins og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 1. september.
Vinnumiðlun og unn-
um við saman í ein
átta ár.
Ég hafði vitað að
hún væri með sjúk-
dóm, en ekkert var
talað sérstaklega um
það en eftir stuttan
tíma var mér ljóst að
hún var ekkert að
flíka sínu, en það var
annað sem ég tók
fljótt eftir, það var
blikið í augunum og
þetta að geta fangað
augnablikið (the mo-
ment), það eitt og sér gefur mikla
lífsfyllingu, og það er ekki öllum
gefið.
Við vorum þess aðnjótandi að
vera erlendis með þeim og maður sá
hvað hún hafði gaman að ferðast,
einnig hvað hún var næm fyrir list-
um enda bar heimili hennar þess
alls staðar merki. Sigga var ein af
þessum hetjum sem maður kynnist
of sjaldan. En stundum hrannast
upp óveðursský, þau misstu Dag
einkason sinn 1. apríl 2005 og blikið
hvarf úr augunum hennar um tíma,
en það kom aftur. Ég sá það aftur á
skemmtun hjá Höfninni 07 þegar
sungin var syrpa af Abba-lögum, þá
fannst mér hún upplifa gamla tíma í
Svíþjóð þegar þau voru með Dag lít-
inn. En það á ekki fyrir öllum að
liggja að eiga langa ævi og Sigga
gat ekki tekist á við ófétið þegar það
bankaði upp á í vor. Við töluðum oft
saman í síma eftir að ég hætti á
Vinnumiðlun fyrir um 3 árum, alveg
fram á síðustu dagana. Oft átti ég
erfitt um þann tímann og Sigga gaf
mér styrk. Ég hef lært að ekkert er
sjálfgefið og það vissi hún líka.
Við hjónin viljum þakka fyrir að
fá að vera samferða Siggu og Dóra,
við vitum í hvaða faðmi hún er.
Ingibjörg og Örn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Minningargreinar
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INDIANA BJÖRG ÚLFARSDÓTTIR,
Hraunbúðum,
áður Heiðarvegi 48,
Vestmannaeyjum,
er lést fimmtudaginn 25. september, verður
jarðsungin frá Landakirkju Vestmannaeyjum,
laugardaginn 4. október kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Eygerður Anna Jónasdóttir, Þorsteinn Gísli Þorsteinsson,
Ingimar Jónasson, Fríða Sverrisdóttir.
✝
Ástkær bróðir okkar,
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON,
Baldursgötu 27,
Reykjavík,
er látinn.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Við þökkum auðsýnda samúð og sérstakar þakkir viljum við færa
hjúkrunarkonum Karítas og starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans
við Hringbraut fyrir góða umönnun og alúð.
Fyrir hönd systkina,
Guðrún Guðmundsdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir, afi, langafi og langalangafi,
SVEINN HRÓBJARTUR MAGNÚSSON,
Kleifahrauni 3,
áður Hvítingavegi 10,
Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn
26. september.
Útför hans verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn
4. október kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á unglingastarf Golfklúbbs Vestmannaeyja,
reikningsnr. 0582-14-400216, kt. 300160 5499.
Sigríður Steinsdóttir,
Steinn Sveinsson, Ólína Margrét Jónsdóttir,
Magnús Sveinsson, Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir,
Sigurður Þór Sveinsson, Sigríður Þórðardóttir,
Birgir Sveinsson, Ólöf Jóhannsdóttir,
Lilja Sveinsdóttir systir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
sem lést á dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, laugar-
daginn 27. september, verður jarðsungin frá
Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 4. október kl. 14.00.
Jenný Guðmundsdóttir, Jónas Gunnarsson,
Bára Guðmundsdóttir,
Kristín E. Guðmundsdóttir, Pétur F. Karlsson,
Metta S. Guðmundsdóttir, Sigurður P. Jónsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi, fimmtu-
daginn 25. september.
Útför hans verður frá Fossvogskirkju, föstudaginn
3. október kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna.
Ásgerður Gísladóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Brynjúlfur Sæmundsson,
Gíslína Guðmundsdóttir, Haraldur Dungal,
Ólöf og Axel, Ragnar, Sigurður Ásar, Hrafn
og langafabörnin.
✝
Faðir minn, afi okkar, bróðir og mágur,
ÞORBJÖRN GUÐFINNSSON
rennismiður,
varð bráðkvaddur fimmtudaginn 25. september.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu
föstudaginn 3. október kl. 15.00.
Arnþrúður Lilja Þorbjörnsdóttir,
Oddrún Þorsteinsdóttir,
Gunnbjörn Þorsteinsson,
Vigdís Guðfinnsdóttir,
Pétur Guðfinnsson,
Loftur J. Guðbjartsson.