Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR
David Brooks ritar grein á leið-araopnu The New York Times í
gær, þar sem hann fer afar gagn-
rýnum orðum um fulltrúadeild
Bandaríkjaþings og þá þingmenn
sem höfnuðu í atkvæðagreiðslu í
fyrradag þeim björgunaraðgerðum
bandarísks fjármálalífs sem unnið
hafði verið að undanfarna daga.
Í Bandaríkj-unum og víðar
hafa seðlabankar
yfirtekið eða
þjóðnýtt banka
sem römbuðu á
barmi gjaldþrots,
ávallt undir þeim
formerkjum að
verið væri að
hugsa um hag al-
mennings og við-
skiptavina bankanna. Hluthafar í
bönkunum hafa tapað öllu sínu
hlutafé og sitja auðvitað margir eft-
ir með sárt ennið.
Í þessu samhengi má kannski segjaað sú aðgerð ríkisstjórnar og
Seðlabanka að yfirtaka 75% hlut í
Glitni á genginu 7,5 hafi ekki verið
jafnharkaleg og margir hafa viljað
vera láta.
Geir H. Haarde forsætisráðherrabenti á þetta í Kastljósi í fyrra-
kvöld, þar sem hann sagði að vissu-
lega hefði einnig komið til greina
að ríkið hefði yfirtekið 100% hlut í
bankanum, en það hafi einfaldlega
þótt of harkaleg aðgerð gagnvart
hluthöfunum. Hann benti á, að það
væri skylda stjórnvalda að hugsa
fyrst og fremst um hag almennings.
Hlutafjárkaup væru áhættu-
fjárfesting, stundum færi vel,
stundum illa, og við því væri í raun-
inni ekkert að gera.
Er ekki staðreynd málsins að úrþví sem komið var, voru allir
kostir sem staðið var frammi fyrir
slæmir kostir og ríkisstjórnin valdi
að fara að ráðum Seðlabanka og
velja þann kost sem líklega var
illskástur?
STAKSTEINAR
Geir H. Haarde
Allir kostir slæmir
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
"##
$%% #
"##
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
& & &
&
&
& &
&
&
&&
*$BC
! !
"
# $% "
& '
*!
$$B *!
'( ) % %( % *+
<2
<! <2
<! <2
'*) %, #-%.$/
!-
/
% $ "
(%
) * +$, * ! -
#!( <7
% $
.
(
* !
$, "
*, / # $% "
<
*
(% 0 *, !1 2
% "
0"%%11 %%2 $%, #
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
Eftir Kristján G. Arngrímsson
kga@mbl.is
HAFI stundum verið gengið of langt
í símahlerunum og öðru eftirliti á Ís-
landi um miðja síðustu öld „ættum
við þó að forðast að fordæma það sem
merki um ofsóknir og ofstæki. Það
var miklu frekar ótti sem lá að baki“,
sagði Guðni Th. Jóhannesson sagn-
fræðingur í fyrirlestri sínum í gær
þar sem hann fjallaði um ástæður
símahlerana í kalda stríðinu.
Einn helstu baráttumannanna
gegn aðild að Atlantshafsbandalag-
inu 1949 sagði á þeim tíma að „vissu-
lega [væri] margt uggvænlegt í sam-
tíðinni. En eitt er ég hræddastur við
og það er hræðslan. Hræðslan hefur
valdið meiri óhöppum en vísvitandi
hatur eða grimmd“.
Guðni sagðist standa við þá nið-
urstöðu bókar sinnar, Óvinir ríkisins,
að „hafi einhvern tíma verið rík
ástæða fyrir stjórnvöld og lögreglu
að hlera síma hafi það verið við inn-
gönguna í Atlantshafsbandalagið
[1949]. Heiftin var slík“.
Þeir atburðir er urðu við Alþing-
ishúsið 30. mars það ár hafi fest í
minni valdamanna, er hafi óttast að
það gæti gerst aftur að stjórnlaust of-
beldi brytist út. Þess vegna hafi á ný
verið gripið til símahlerana nokkrum
árum síðar, en Guðni kvaðst telja að
þá hefði ekki verið jafn rík ástæða til
og verið hefði 1949.
En 30. mars 1949 hafi verið „ein-
stakt tilfelli og óheppilegt að það
skyldi vera svo fast í minni“. Guðni
fjallaði í fyrirlestri sínum um hleranir
1951 vegna komu Dwights D. Ei-
senhowers, yfirhershöfðingja Atl-
antshafsbandalagsins, til Íslands og
vegna undirritunar varnarsamnings-
ins við Bandaríkin og endurkomu
Bandaríkjahers hingað til lands;
einnig um hleranir vegna sam-
komulags við Breta í deilunni vegna
útfærslu landhelginnar í 12 mílur
1960; og einnig um hleranir sem
heimilaðar voru 1963 og 1968.
Guðni sagði að um þessi tilvik yrði
„ekki sagt að athafnir eða skrif sósí-
alista og annarra hefði staðfest að
loft væri eða yrði eins lævi blandið og
það var árið 1949“.
En óttinn hefði verið samur. Lög-
regla og dómsmálaráðuneytið fengu
heimild til hlerana vegna landhelg-
ismálsins 1960 „með þeim rökum að
óttast megi „tilraunir til að trufla
starfsfrið Alþingis á næstu dögum“,
enda hefðu deilur um landhelgismál
þegar „valdið hótunum um ofbeldis-
aðgerðir“.
„En var … nóg að óttast? Þurfti
ekki ríkari rök?“ spurði Guðni í fyr-
irlestri sínum. „Eitthvað meira en at-
burðina 1949, notaða eins og óútfyllta
ávísun?“
Hinn almenni dómur sögunnar sé
sá að með auknum skilningi minnki
óttinn og hræðslan. Guðni vitnaði í
óbirt eftirmæli Andrews Gilchrist,
sem var sendiherra Breta á Íslandi,
um Bjarna Benediktsson forsætis-
ráðherra, þar sem Gilchrist segir frá
samtali sínu við Bjarna sem endað
hafi á þá lund að hann hafi spurt
Bjarna hvort kommúnistarnir hafi
breyst.
Bjarni hafi svarað: „Já þeir hafa
breyst aðeins.“ Og svo bætti hann
við, með þeirri sanngirni sem ein-
kenndi Bjarna: „Eða kannski er
ástæðan sú að ég er farinn að skilja
þá betur“.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Átök Lögreglumenn búnir kylfum og svörtum stálhjálmum hrekja andstæðinga aðildarinnar að Atlantshafs-
bandalaginu á brott frá Austurvelli 30. mars 1949.
Ótti fremur en ofstæki
Ofstæki var ekki
meginástæða hler-
ana í kalda stríðinu
NOTKUN á neftóbaki er talsvert
meiri meðal ungmenna í Árborg
en annars staðar á landinu. Þetta
kemur m.a. fram í niðurstöðum
rannsóknar um hagi og líðan nem-
enda í 8., 9. og 10. bekk í Árborg
sem gerð var í febrúar 2008 og
Rannsóknir og greining kynnti ný-
lega..
Munntóbaksneysla 20 sinnum
eða oftar um ævina kemur ekki
fram hjá nemendum í 8. bekk í
Árborg frekar en síðastliðin tvö ár
sem er mjög jákvætt. 9. og
10.bekkur koma hins vegar að
sama skapi illa út miðað við lands-
meðaltal árið 2008, segir á ar-
borg.is
Fram kemur að 5% af 9. bekk-
ingum í Árborg hafi neytt munn-
tóbaks 20 sinnum eða oftar um
ævina en landsmeðaltalið er 2%.
Af 10. bekkingum í Árborg var
hlutfallið 6% í sama flokki en
landsmeðaltalið er 5%. Árið 2006
og 2007 hafði enginn 9. bekkingur
í Árborg neytt munntóbaks 20
sinnum eða oftar um ævina og því
eru þessar niðurstöður mikil von-
brigði.
Munntóbaksnotkun í 10. bekkj-
um Árborgar stendur í stað frá
árinu 2007 en hafði þá lækkað um
helming frá árinu 2006. Lands-
meðaltalið hefur staðið í stað hjá
9. og 10. bekkjum yfir sama tíma-
bil og hefur því einhver árangur
náðst en gera þarf enn betur til að
ná viðunandi árangri.
Á heimasíðu Árborgar segir
Bragi Bjarnason íþrótta- og tóm-
stundafulltrúi meðal annars:
„Það er dapurt að sjá afreks-
íþróttamenn í samfélaginu með
munntóbak í vörinni, því þar fara
á ferð fyrirmyndir yngri iðkenda
sem verða fyrir áhrifum. Hvort
sem það er heima, í skólanum, á
íþróttaæfingu eða annars staðar
ætti munntóbak eða önnur vímu-
efni ekki að sjást hjá ungmennum
í Árborg og ef allir leggjast á eitt
þá náum við þeim árangri.“
aij@mbl.is
Ungmenni í Árborg
taka oft í nefið
Morgunblaðið/Jim Smart
Vera kann að heimild hafi verið
fengin fyrir að hlera síma Hanni-
bals Valdimarssonar alþingis-
manns sumarið 1960 til þess að
hlera símtöl sonar hans, Jóns
Baldvins, „sem þá bjó í foreldra-
húsum og vann ötullega fyrir her-
námsandstæðinga“, sagði Guðni
Th. Jóhannesson sagnfræðingur
m.a. í fyrirlestri sínum í gær.
Heimild var fengin fyrir hlerun
síma Hannibals vegna ótta stjórn-
valda við að andstæðingar samn-
inga við Breta í landhelgisdeil-
unni myndu efna til óeirða til að
trufla störf Alþingis. Samtök her-
stöðvaandstæðinga höfðu þá ver-
ið stofnuð og börðust gegn hvers
konar málamiðlun í deilunni við
Breta vegna
útfærslu land-
helginnar í 12
mílur.
„Það breytir
því þó ekki að
ákveðið var að
hlera heima
hjá alþing-
ismanni, og
„sonarástæða“
af þessu tagi
er ekki til staðar í sambandi við
Lúðvík Jósepsson, annan þing-
mann sósíalista sem úrskurðað
var um hlerun hjá. Lögregla,
dómsmálaráðuneyti og saka-
dómari fóru svo sannarlega út á
hálan ís.“
Átti að hlera Jón Baldvin fremur en Hannibal?
Guðni Th.
Jóhannesson