Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTASKÝRING
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
LÆKKUN á lánshæfiseinkunn
ríkisins eða fyrirtækja hjá stóru al-
þjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækj-
unum getur haft í för með sér að
lánskjör á alþjóðlegum lánamarkaði
versni. Reyndar er það oft raunin.
Áhrifin af lækkun á lánshæfismati
ríkisins eða fyrirtækja eru oft aukið
álag á almenning og fyrirtæki vegna
versnandi lánskjara. Ekki er því
ólíklegt að ákvörðun íslenskra
stjórnvalda, sem tilkynnt var um í
fyrradag, að kaupa 75% hlut í Glitni
banka, muni hafa bein áhrif á al-
menning og fyrirtækin í landinu. Það
á sérstaklega við eftir því sem fleiri
af alþjóðlegu matsfyrirtækjunum
lækka lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs
eða fyrirtækja. Í þessum efnum
skiptir mestu máli hvað þrjú stóru
matsfyrirtækin gera, þ.e. Standard
& Poor’s, Moody’s og Fitch Ratings.
Þessi lánshæfismatsfyrirtæki hafa
mest að segja í hinum alþjóðlega
fjármálaheimi, enda hefur Standard
& Poor’s verið að síðan árið 1860,
Moody’s frá 1900 og Fitch frá 1913.
Fljótt brugðist við
Matsfyrirtækin Standard &
Poor’s og Fitch Ratings hafa bæði
lækkað lánshæfiseinkunnir ríkis-
sjóðs. Þá hefur Standard & Poor’s
einnig lækkað lánshæfiseinkunn
Íbúðalánasjóðs, sem fylgir alla jafna
ríkissjóði, og Glitnis. Þetta gerði
fyrirtækið strax í fyrradag, sama
dag og tilkynnt var samkomulag um
að ríkissjóður legði Glitni til nýtt
hlutafé.
Fitch Ratings tilkynnti í gær
lækkun á lánshæfiseinkunnum ríkis-
sjóðs og bankanna, Glitnis, Kaup-
þings, Landsbankans og Straums-
Burðaráss. Moody’s lækkaði jafn-
framt lánshæfiseinkunn Glitnis og
hefur tekið einkunnir Kaupþings og
Landsbanka til athugunar til hugs-
anlegrar lækkunar. Þá má geta þess
að japanska matsfyrirtækið R&I
Rating tilkynnti í gær lækkun á
lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.
Sérfræðingar á fjármálamarkaði
sem blaðamaður hafði samband við
voru sumir hverjir undrandi á því
hve fljót framangreind matsfyrir-
tæki lækkuðu lánshæfiseinkunnir
bæði ríkissjóðs og bankanna. Ástæð-
an væri eingöngu samkomulagið um
að ríkissjóður legði Glitni til nýtt
hlutafé að jafnvirði 600 milljóna
evra. Sögðust viðmælendurnir frek-
ar hafa búist við því að matsfyrir-
tækin hefðu beðið með að breyta
lánshæfiseinkunnunum í kannski
eina til tvær vikur til að sjá hvaða
áhrif hlutafjárframlagið myndi hafa.
Með því að lækka lánshæfiseink-
unnir ríkissjóðs og bankanna svo til
strax sé hugsanlega verið að ýta
undir þann óróa sem er á markað-
inum.
Miklar skuldir
Í umsögn Standard & Poor’s frá
því í fyrradag segir að lækkun fyrir-
tækisins á lánshæfiseinkunnum
ríkissjóðs undirstriki ítrekaðar
áhyggjur fyrirtækisins af háum er-
lendum skuldbindingum íslenska
fjármálakerfisins og í þeim óbeinu
ábyrgðum sem í þeim felast fyrir rík-
issjóð. Skuldir fjármálakerfisins hafi
aukist mjög mikið á umliðnum árum
og séu meðal þeirra hæstu meðal
ríkja sem hafi lánshæfiseinkunn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Álit Matsfyrirtækin hafa ekki tekið vel í ákvörðun Seðlabanka og ríkisstjórnar um að taka yfir 75% hlut í Glitni.
Áhrif á almenning
Lækkun matsfyrirtækja á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og fyrirtækja
hefur alla jafna áhrif á lánskjör þeirra á erlendum lánamörkuðum
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
MATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s hef-
ur lækkað lánshæfiseinkunn sína á
langtímaskuldbindingum Glitnis úr
A2 í Baa2, sem er lækkun um þrjú
sæti. Þá var einkunn á skamm-
tímaskuldbindingum lækkuð úr P1 í
P2 og fjárhagslegum styrkleika úr
C- í D. Horfur fyrir fjárhagslegan
styrkleika eru neikvæðar að mati
Moody’s.
Þjóðnýting veldur áhyggjum
Ákvarðanir Moody’s koma til
vegna þess að grunnþættir fjár-
málakerfisins á Íslandi hafa veikst
enn frekar vegna skorts á lausafé
um allan heim. Þjóðnýting ríkisins á
Glitni og hrun stærsta hluthafa
bankans í kjölfarið hafi aukið enn
frekar áhyggjur Moody’s af ástandi
mála hér á landi. Miðað við smæð ís-
lenska hagkerfisins telji matsfyrir-
tækið að ómögulegt geti reynst að
koma í veg fyrir að atburðirnir í
kringum Glitni hafi ekki áhrif á
bankakerfi landsins í heild sinni.
Þá hefur matsfyrirtækið tekið
lánshæfiseinkunnir Kaupþings og
Landsbanka til athugunar vegna
hugsanlegrar lækkunar. Um er að
ræða einkunnir vegna langtíma-
skuldbindinga og fjárhagslegs
styrkleika, en einkunnir bankanna
tveggja vegna skammtímaskuld-
bindinga hafa verið staðfestar.
Moody’s lækkar
lánshæfismat Glitnis
Gæti haft
víðtækari
áhrif
Morgunblaðið/Kristinn
Lánshæfismat Yfirtaka ríkisins á
Glitni hefur áhrif á hina bankana.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
ÍRAR kynntu í gær áætlun um að
tryggja allar innistæður og skuldir
hjá sex fjármálafyrirtækjum í
landinu til næstu tveggja ára, í
kjölfar óróa á mörkuðum.
Áætlunin, sem tryggir í kringum
400 milljarða evra, sem samsvarar
58.000 milljörðum króna, nær yfir
bankainnistæður og skuldabréf.
Kann að verða fyrirmynd
Í þessu felst ekki að til útgjald-
anna þurfi að koma, aðeins er um
tryggingaúrræði að ræða. Flestir
sparifjár- og innistæðueigendur
voru þegar tryggðir af sérstökum
tryggingarsjóði innistæðueigenda
sem er sambærilegur hinum ís-
lenska Tryggingarsjóði innistæðu-
eigenda, fyrir allt að 100.000 evrur,
eða um 14,5 milljónir króna, en
frumkvæði írskra stjórnvalda í gær
er aðallega ætlað að auðvelda
skammtímafjármögnun banka í
landinu sem er í uppnámi eftir at-
burði síðustu daga.
„Þetta kann að verða fyrirmynd
fyrir sambærilegar tryggingar
annars staðar ef írskir bankar geta
endurheimt lausafjárgrunn sinn,“
sagði Harvinder Sian, sérfræðing-
ur hjá Royal Bank of Scotland í
Lundúnum, í samtali við írsku út-
gáfuna af dagblaðinu Independent.
Gengi bréfa í þrem stærstu
bönkum Írlands hækkaði snögg-
lega eftir að stjórnvöld kynntu
áætlunina, sem gildir til ársins
2010. Sem dæmi hækkuðu hluta-
bréf í Anglo Irish Bank um 43% og
bréf í Bank of Ireland hækkuðu
um 19,3%.
Erfitt að útvega fjármagn
„Tryggingin er útveguð til þeirra
banka sem í hlut eiga gegn sér-
stökum skilmálum svo hagsmunir
skattgreiðenda séu tryggðir,“ sagði
talsmaður írskra stjórnvalda við
Financial Times [FT] í gær.
Brian Lenihan, fjármálaráðherra
Íra, sagði trygginguna auðvelda
írskum bönkum að útvega sér fjár-
magn. „Eftir hrun á mörkuðum í
Bandaríkjunum hefur verið mjög
erfitt að útvega fjármagn fyrir
írska banka,“ sagði Brian við FT.
Hann bætti því við að þessi lausa-
fjárskortur myndi skapa veruleg
vandamál fyrir írskan efnahag ef
stjórnvöld myndu láta hann af-
skiptalausan.
Ákvörðun stjórnvalda kemur eft-
ir að írskir bankar upplifðu mestu
lækkun hlutabréfa á einum degi í
meira en tvo áratugi á mánudag-
inn. Bréf í Anglo Irish Bank lækk-
uðu um 45% svo dæmi sé tekið.
Írska hagkerfið var eitt sinn
kallað „keltneski tígurinn“ og var
litið til landsins sem fyrirmyndar
annarra ríkja í Evrópusambandinu
þegar kemur að efnahagsmálum.
Bygginga- og fasteignamarkaður-
inn í landinu hefur hins vegar hægt
verulega á sér og í síðustu viku var
Írland fyrsta landið á evrusvæðinu
til þess að lýsa því opinberlega yfir
að það gengi í gegnum samdrátt-
arskeið. Samkvæmt tölum frá
írsku hagstofunni, sem voru birtar
í síðustu viku, féll landsframleiðsla
á síðasta ársfjórðungi í annað
skiptið í röð.
Írar tryggja innistæður og skuldir
Á að auðvelda
skammtíma-
fjármögnun
Morgunblaðið/Þorkell
Dublin Írar ætla að tryggja inni-
stæður og skuldir hjá sex fjármála-
fyrirtækjum í landinu.
Í HNOTSKURN
»Bankarnir sem í hlut eigaeru Allied Irish Banks,
Bank of Ireland, Anglo Irish
Bank, Irish Life and Perm-
anent, Irish Nationwide Build-
ing Society og Educational
Building Society.
»Sérfræðingur úr greining-ardeild eins af stóru bönk-
unum sagði að ef þetta væri
hægt í Írlandi ætti þetta að
vera hægt á Íslandi, með hlið-
sjón af stærð bankanna og
hagkerfum í báðum löndum.
LÁNSHÆFISMAT gegnir mikilvægu hlutverki á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum og hefur mikið að segja um þau lánskjör sem lántak-
endum standa til boða. Ríkissjóður Íslands fékk fyrst lánshæfismat
hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor’s árið 1989. Matsfyrirtækið
Moody’s hefur metið lánshæfi ríkissjóðs frá árinu 1990 og Fitch
Ratings frá árinu 2000. Ríkissjóður kaupir einnig lánshæfismat frá
japanska matsfyrirtækinu R&I Rating. Landsvirkjun og Íbúðalána-
sjóður kaupa einnig lánshæfismat hjá þremur stóru matsfyrirtækj-
unum, en einkunnir þeirra hafa allajafna farið eftir einkunnum ríkis-
sjóðs vegna ríkisábyrgðar.
Glitnir kaupir lánshæfismat frá öllum þremur stóru matsfyrirtækj-
unum eins og ríkið, þ.e. Standard & Poor’s, Moody’s og Fitch Ratings.
Kaupþing og Landsbankinn kaupa lánshæfismat frá Moody’s og Fitch
Ratings og Straumur-Burðarás kaupir lánshæfismat frá Fitch
Ratings.
Lánshæfismat hjá þeim stóru
Fallvaltir fjármálarisar