Morgunblaðið - 05.10.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 17
» Ég heiti á Alþingi að taka nú for-ystu í þessum efnum, veita 1. desem-
ber þá virðingu sem honum ber og gera
það í tæka tíð fyrir aldarafmæli fullveld-
isins 2018.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, í ræðu sinni við setningu Alþing-
is.
»
Gamlir peningakarlar skilja alls
ekkert í þessu starfsvali mínu, þeim
finnst þetta ekki vera fyrir karlmenn.
Baldvin Már Baldvinsson, starfs-
maður til þriggja ára á leikskólanum
Sólhlíð.
» Ólsarar hafa efni á að aka um á
flottum bílum og því ættu þeir að
eiga kost á að fá flottar íbúðir líka.
Páll Harðarson, eigandi bygging-
arfyrirtækisins Nesbyggðar, sem er að
ljúka byggingu 10 íbúða í Ólafsvík.
» Greenspan var guð [AlanGreenspan, fyrrverandi seðla-
bankastjóri Bandaríkjanna]. Áhættu-
sækni fjárfesta sótti því í sig veðrið. Allt
virtist þetta vera of gott til að vera satt.
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræð-
ingur á hagfræðisviði Seðlabanka Ís-
lands, m.a. um aðdraganda fjár-
málakreppunnar.
» Ég kann ekki við að fólk sé meðmyndavélar sem ná langt út fyrir
þess eigin lóð, það er beinlínis hægt að
nota þetta í undirheimastarfsemi.
Íbúi í Reykjavík, sem komst að því að ná-
granni hans er með kröftuga eftirlitsvél á
húsi sínu sem nær myndum af götunni og
nánast alveg að dyrunum hjá honum.
» […] og ég er persónulega mjögósáttur við að þurfa að taka 84 millj-
arða af gjaldeyrisforða landsmanna og
verja honum með þessum hætti.
Geir H. Haarde forsætisráðherra, eftir
að samkonulag náðist um að ríkissjóður
legði Glitni banka til hlutafjárframlag og
eignaðist þar með 75% hlut í Glitni.
» Þetta er fjandsamleg leið semSeðlabankinn valdi að fara. Það er
hreinlega verið að stela af hluthöfum.
Þetta er opinbert rán.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórn-
arformaður Baugs og aðaleigandi Glitnis.
» Það er bæði krefjandi og skemmti-legt verkefni að koma svona dorm-
andi risa aftur í fremstu röð.
Leifur Garðarsson, nýráðinn þjálfari
knattspyrnuliðs Víkings.
» Ég get eingöngu sagt við hluthafa ídag, ég bið ykkur afsökunar vegna
þess að stærri mistök hef ég ekki gert
lengi.
Þorsteinn Már Baldvinsson stjórn-
arformaður Glitnis um beiðni Glitnis um
lán hjá Seðlabankanum sem leiddi til yf-
irtöku ríkisins á bankanum.
» Við vitum jafnlítið og almenningurhvað er að gerast og fólk sér að það er
verið að leika sér að fjöregginu þeirra.
Friðbert Traustason, formaður Samtaka
starfsmanna fjármálafyrirtækja. 650
starfsmönnum fjármálafyrirtækja hefur
verið sagt upp á árinu.
» Þessi þróun er hálfuggvænleg fyrirokkur öll, það er ekki eins og launin
séu vísitölutengd hjá fólki.
Gunnar Ingi Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Hagkaupa reiknar með
verðhækkunum á næstunni.
» Það er nánast allt að hækka, með ör-fáum undantekningum.
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ.
» Dyrnar verða læstar þar til kominner hvítur reykur.
Steingrímur J. Sigfússon formaður
Vinstri grænna lýsir hugmyndum sínum
um allsherjar samráðsfund verkalýðs-
félaga, atvinnurekenda og forystumanna
stjórnmála- og fjármálalífs.
» Maður er alltaf að reyna að nálgasteitthvað sem maður á erfitt með að
orða þegar maður beitir fyrir sig listformi.
Kristín Eiríksdóttir listakona og ljóð-
skáld.
» Við Íslendingar gefumst ekki uppþótt á móti blási og við munum ekki
örvænta eða leggja árar í bát í þeim
stórsjó sem þjóðarskútan siglir nú í gegn-
um.
Geir H. Haarde forsætisráðherra í stefnu-
ræðu sinni á Alþingi.
» Atburðir síðustu daga kalla á endur-skoðun á leikreglum fjármálakerf-
isins.
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð-
herra.
Ummæli vikunnar
Kreppa „Nýju harðindin“ núna
minna Time á kreppuna miklu.
Bandarísk stjórnmál
Eftir Oddnýju Helgadóttur
Washington er um margtdásamleg borg, en húner líka eymdarhola,“sagði Jan við mig og
vin minn, þar sem við sátum á bar á
Capitol Hill. Jan er vingjarnlegur
maður á sextugsaldri, sem vinnur við
að skipuleggja ferðir slökkviliðs- og
sjúkrabíla. „Áður en næsta vaktin
mín verður hálfnuð mun ég, ef að lík-
um lætur, hafa sent út bíla til að
bregðast við nokkrum hnífstungum
og a.m.k. einni skotárás,“ bætti hann
við og hristi höfuðið. „Tölum frekar
um hafnabolta.“
Á fáum stöðum í Bandaríkjunum
er jafndjúp misskipting og í Wash-
ington. Flestir íbúar borgarinnar eru
svartir, en í miðborginni, sem er hin
glæsilegasta, sér maður fátt svart
fólk. Þar hafa stofnanir ríkisvaldsins,
alþjóðastofnanir á borð við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann
og fjöldi stórfyrirtækja aðsetur.
Borgin er miðpunktur valda í Banda-
ríkjunum.
Fari maður út fyrir miðborgina er
myndin önnur. Undanfarna daga hef
ég búið á gistiheimili í suðurhluta
borgarinnar, þar sem flestir íbúar
eru svartir, og fátæktin blasir við.
Stundum er sagt að í Washington
gæti áhrifa kreppu ekki, en í þessum
hluta borgarinnar fara þau ekki milli
mála. Fjöldi íbúa atvinnulaus og á
húsum getur að líta skilti þar sem til-
kynnt er um nauðungarsölur.
Obama er að koma!
Síðustu vikur hafa stjórnvöld í
Washington reynt að koma sér sam-
an um aðgerðir til að bregðast við
fjármálakreppunni. Á þriðjudag og
miðvikudag sat ég í þinghúsinu og
fylgdist með umræðum um þessi mál
í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Laust fyrir klukkan fimm á mið-
vikudag var tilkynnt að Barack
Obama myndi, innan fárra mínútna,
halda ræðu á þinginu.
Það var athyglisvert að fylgjast
með viðbrögðum fólks. Á meðal
áhorfenda á þingpöllum varð uppi
fótur og fit. Taugaveikluð eldri kona,
sem hefur þann starfa að halda reglu
á pöllunum (og er óþarflega sam-
viskusöm – ég var skömmuð fjórum
sinnum, fyrir að krossleggja fætur,
halla mér fram, halda á penna og
leggja frá mér bækling), vissi ekki í
hvorn fótinn hún átti að stíga. Blaða-
menn fylltu bása, sem eru fráteknir
fyrir þá. Menntaskólanemar, sem
færa þingmönnum vatn og sendast
með skjöl fyrir þá, sitja venjulega
hoknir og geispandi innst í þingsaln-
um, án þess að nokkur skipti sér af
þeim. Nú réttu þeir úr sér, settust í
beina röð og löguðu nafnspjöldin sín.
Stuttu síðar gekk Obama í salinn,
örlítið lágvaxnari og gráhærðari en
hann virðist í sjónvarpi.
Hann kom til að ávarpa öld-
ungadeildina, áður en þingmenn
greiddu atkvæði um hvort veita ætti
700 milljarða dala inn í bandaríska
hagkerfið til að sporna gegn lausa-
fjárskorti og reyna að afstýra enn
dýpri kreppu.
Af illri nauðsyn
Obama lagði áherslu á að þetta
væri ekki aðgerð sem nokkur vildi
grípa til, en hún væri engu að síður
nauðsynleg. Hann benti á að fyrr í
vikunni, þegar fulltrúadeildin felldi
svipaða tillögu, hefðu bandarísk
hlutabréf fallið um 700 stig og meira
en trilljón (þúsund milljarðar) dala
töpuðust. Hann sagðist skilja reiði al-
mennings yfir að skattfé væri notað
til að halda hagkerfinu gangandi
þegar farið væri að sverfa að á Wall
Street. Nú þyrfti fólk þó að átta sig á
að allir væru á sama báti, og yrði
ekki gripið til aðgerða stæðu Banda-
ríkjamenn, og heimurinn allur,
frammi fyrir hörmulegum afleið-
ingum.
Obama fór umfram úthlutaðan
ræðutíma og bað forseta þingsins um
nokkrar aukamínútur til að ljúka
ræðunni. Þegar beðið er um fram-
lengingu svarar þingforseti því
venjulega að það sé „leyft án and-
mæla“. Við Obama sagði hann hins
vegar; „þingmaðurinn má tala eins
lengi og hann vill“, og bæði þing-
menn og áhorfendur skelltu upp úr.
Þegar Obama lauk máli sínu
klöppuðu þingmennirnir honum lof í
lófa. Taugaveiklaða umsjónarkonan
gerði sitt ýtrasta til að koma í veg
fyrir að áhorfendur á þingpöllum
gerðu slíkt hið sama. Þingmenn
demókrata hópuðust í kringum
Obama – allir gleiðbrosandi – og
tóku í höndina á honum, föðmuðu
hann og klöppuðu honum á bakið.
Allir nema Claire McCaskill frá Mis-
souri; hún og Obama kýldu saman
hnúunum og hlógu svo.
Þegar Obama hafði heilsað sam-
starfsmönnum sínum gekk hann á
röð menntaskólanemanna og tók í
höndina á þeim. Einn þingmannanna
settist á milli tveggja nema og heils-
aði Obama aftur. Þetta vakti mikla
kátínu og forseti þingsins reyndi af
veikum mætti að koma á reglu. Það
tókst ekki fyrr en Obama yfirgaf
þingsalinn.
Seinna, klukkan níu um kvöldið,
var greitt atkvæði um tillöguna. Það
sýnir vigt hennar að allir öld-
ungadeildarþingmenn, að frátöldum
Ted Kennedy sem liggur þungt hald-
inn með krabbamein í heila, mættu
til leiks. Obama hafði ekki greitt at-
kvæði á þinginu síðan í júlí og McCa-
in ekki síðan í apríl, en þeir gerðu sér
báðir ferð til Washington til að taka
þátt í þessari atkvæðagreiðslu. Í um-
ræðum um þetta mál sögðu nokkrir
þingmenn þetta mikilvægastu at-
kvæðagreiðslu sem þeir hefðu tekið
þátt í. Kay Bailey Hutchison, repú-
blikani frá Texas, sagði að á fimmtán
ára þingferli hefði hún aldrei tekið
þátt í jafnöflugu þverpólitísku starfi
og undirbúningi tillögunnar.
Það er dálítið skoplegt að fylgjast
með atkvæðagreiðslu í öldungadeild-
inni. Hún er líkust kokteilboði – án
áfengis þó. Þingmenn standa í hóp-
um og spjalla og ganga inn og út úr
salnum. Sumir eru vandræðalegir og
vita ekki við hvern þeir eiga að tala.
Á meðan eru þingmennirnir lesnir
upp og þegar nafn þeirra er kallað
gefa þeir bendingu sem gefur til
kynna hvort þeir eru fylgjandi eða
mótfallnir tillögunni sem kosið er
um. Þannig var kosið um tvær til-
lögur á miðvikudaginn.
Á pöllunum fylgdist fólk spennt
með samskiptum stjórnmálamann-
anna. Obama og Hillary Clinton
spjölluðu nokkuð lengi og hún virtist
reyta af sér brandara, a.m.k. hló
Obama mikið. Þá gekk Obama yfir til
Johns McCains og tók í höndina á
honum, en McCain tók honum fá-
lega.
Við afgreiðslu aðaltillögunnar sett-
ust þingmennirnir niður og greiddu
atkvæði úr sæti sínu. Það er gert í
atkvæðagreiðslum sem þykja sér-
staklega mikilvægar. Tillagan var
samþykkt með 75 atkvæðum gegn
24. Báðir forsetaframbjóðendur
greiddu atkvæði með henni.
Obama-borgarar
Að atkvæðagreiðslunni lokinni
gengum við vinur minn yfir á nær-
liggjandi skyndibitastað og fengum
okkur að borða. Þar var annars kon-
ar atkvæðagreiðsla í gangi. Stað-
urinn bauð upp á bæði Obama- og
McCain-borgara, og skilti á hurðinni
sýndi stöðuna. Obamaborgararnir
höfðu betur – 32 atkvæði gegn 9.
Í dásamlegu eymdarholunni
Reuters
Mættur Barack Obama kemur til þings til að greiða atkvæði um 700 millj-
arða dala björgunaraðgerð ríkisins til að sporna við fjármálakreppunni.
Opnum
eftir sumarlokun
Full búð af nýjum
glæsilegum vörum
M
b
l1
05
29
26
Opið frá kl. 13-18
grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli
NÁMSAÐSTOÐ
íslenska - stærðfræði - enska - danska
franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði
þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl.
greining á lestrarerfiðleikum
Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is