Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 19

Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 19
batalíkur að aukast. Í stað þess að gefa þig á vald einhverju sem þú veist ekki hvað er. Ég hef reynt þetta á eigin skinni. AA-samtökin voru stofnuð fyrir 1940 en það er eins og engin þróun hafi orðið; enn tala meðlimirnir um að þeir „taki pilluna sína“ þegar þeir fara á fund; fundirnir eru þeirra lyf við alkóhólisma. Þegar ég fór á AA- fundi sagðist fólk oft ekki myndu vilja taka lyf við sjúkdómnum, þó að það yrði fundið upp. Hugmyndin um lyf var í raun talin fáránleg. Það fannst mér undarleg afstaða. Það þætti líklega skrýtið ef enn væru notuð sömu krabbameinslyfin og fyrir 1940. Á sama tíma berst margt af þessu fólki fyrir því að alkó- hólismi sé almennilega viðurkenndur sem sjúkdómur. Málið er graf- alvarlegt því alkóhólismi er í lækn- isfræði skilgreindur sem krónískur sjúkdómur sem getur verið ban- vænn.“ SÁÁ og AA er alls ekki það sama. „Það er hárrétt. En meðferðin hjá SÁÁ byggist á sporunum 12, sem eru trúarleg og menn eru skyldaðir í kirkjustundir þar sem lesnar eru bænir og sungnir sálmar, þótt Þór- arinn Tyrfingsson, formaður og yf- irlæknir SÁÁ, sé ekki hrifinn af því að verið sé að nota trú til þess að lækna alkóhólisma. Það er vægast sagt þversagnakennt. Hann hefur til dæmis gengið hart fram til að gagn- rýna trúarlega meðferð í Samhjálp, en þarna er enginn eðlismunur á – að- eins stigsmunur.“ En í bókinni kemur fram að Þór- arinn sagði við þig, að þú ættir ekki að þurfa að fara gagnrýnislaust í gegnum svona meðferð. „Þá var hann búinn að átta sig á eintökum eins og mér og sjá að slík- um mönnum yrði að hjálpa á sér- stökum forsendum. Ég er honum mjög þakklátur að ég fékk að fara nokkurn veginn óáreittur í gegnum þessa meðferð. Og ég verð að taka fram að Þór- arinn hefur verið að uppfæra eitt og annað hjá SÁÁ; hann hefur aðeins tekið hugræna atferlismeðferð inn og þannig er meðferðin á Vogi að lagast, en allt er eins og áður í framhalds- meðferðinni vestur á Staðarfelli. Það er táknrænt þegar komið er á ómal- bikaða vegarkaflann þangað – þá fer maður aftur í fortíðina.“ Heldurðu að það sé ástæðan fyrir því að þér tókst loksins að verða edrú; að þú fórst í gegnum meðferð á eigin forsendum? „Já, og að ég fann að menn eins og Þórarinn báru virðingu fyrir þeirri leið og stöppuðu í mig stálinu. Ég ef- aðist ekki og var ekki í neinni innri togstreitu. Ég var búinn að hafa kjánahroll lengi og vissi að AA-leiðin var ekki málið fyrir mig, en ég var aldrei nógu einarður að biðja fólk um að styðja mig í því að fara mína eigin leið.“ Ertu búinn að ganga lengi með hugmyndina að þessari bók? „Já, ég byrjaði í raun að velta því fyrir mér fyrir nokkrum árum að svona bók þyrfti að skrifa hér heima, en ég væri ekki rétti maðurinn til þess. Ég sagði þó við vini mína í gríni að ef ég næði því einhvern tíma að verða „eins árs“ – að vera edrú í eitt ár, gæti vel verið að ég léti verða af þessu. Ég mundi eftir þessum orðum þegar ég var búinn að ná ári og sendi þá af rælni póst til útgefanda til þess að kanna áhugann og fljótlega var ákveðið að kýla á þetta. Ég skrifaði bókina á um það bil sex vikum, álíka tíma og meðferð tekur. Ég skrifaði hana á tiltölulega stuttum tíma vegna þess að ég var búinn að velta málinu lengi fyrir mér og lesa heilmikið. Mér lá mikið á hjarta og ákvað strax að skrifa hratt til þess að ná réttri stemmningu í bókina; koma því fram á mannamáli sem ég var að hugsa.“ Hverjum er bókin helst ætluð? „Öllum sem áhuga hafa á þessum málum. Ég var meðvitaður um það frá byrjun að svona bók gæti hæglega orðið fræðileg og leiðinleg. Þetta er alþýðleg frásögn en ekki fræðirit og á ekki að skoðast sem slík. Enda er ég ekki sérfræðingur – en ég hef mikla reynslu! Ég vil að sem flestir fái innsýn í það sem ég skrifa um; flestir eiga ein- hvern alkóhólista að, en vita ekkert hvað hann er að gera þegar hann fer í meðferð eða í AA. Enginn veit hver raunverulegur árangur er, eða árang- ursleysi – fólk hugsar sennilega oft þannig að það sé gott að alkinn sé ein- hvers staðar og ekki að drekka.“ Það má gera ráð fyrir sterkum við- brögðum frá ýmsum vegna bók- arinnar. Ertu búinn undir gagnrýni? „Já, en ég veit samt ekki hvernig viðtökurnar gætu orðið. Samkvæmt AA-fræðunum gengur batinn út á að menn séu rólegir og yfirvegaðir og forðist þras og þrætur, þannig að það yrði jafnvel lóð á vogarskál þessarar bókar ef einhverjir færu fram með æsingi eða látum. Það segði þá meira um þá en mig. Það kæmi mér svo sem ekki á óvart ef ég yrði sagður veikur; ekki edrú heldur þurr. AA-menn telja sig sumir þess umkomna að sjúkdómsgreina fólk; að meta hver er edrú og hver þurr, eins og eitthvað svoleiðis sé til; menn eru vitanlega edrú ef þeir neyta ekki vímuefna.“ Þú lýsir erfiðri eigin reynslu í bók- inni. Fannst þér þú ekki geta fjallað um málið án þess? „Mér fannst ég þurfa að gefa hlut- deild í sjálfum mér án þess þó að missa mig í of mikil smáatriði eða til- finningaklám. Það hjálpaði mér að fara yfir sviðið að rekja sögu mína í tímaröð, þá mundi ég jafnharðan eftir því sem ég upplifði.“ Hverju myndirðu breyta í meðferð hérlendis ef þú fengir að ráða? „Ég vil að að úrræðin verði ein- staklingsmiðaðri og að ráðnir verði geðlæknar og fleiri sálfræðingar á Vog. Um 75% þeirra sem koma til afeitrunar eru með ýmis geðræn ein- kenni vegna neyslunnar. Eðlilegra er að geðlæknar meðhöndli slíkt, fremur en AA-menn sem lært hafa svokall- aða áfengisráðgjöf. Við erum að glíma við sjúkdóm, ekki bara eitthvert hegðunarvandamál. Svo þarf að hvetja fólk til þess að taka lífinu með ró eftir meðferð. Hjá AA er það yfirlýst stefna að bók- staflega um leið og rennur af mönn- um eiga þeir að hefja fram- kvæmdaprógramm; gera lista yfir syndir, biðja fólk afsökunar og helga sig algjörlega AA-fræðunum með því að hjálpa öðrum. En þá gerist allt of oft að menn gleyma sjálfum sér; menn ganga ekki beint út af geðdeild eða úr áfengismeðferð til þess að bjarga heiminum. Ég reyndi það hér áður fyrr og hellti mér í mikla vinnu strax, til þess að redda fjárhagnum. Það gengur bara ekki upp. Eftir að ég kom úr minni síðustu meðferð gaf ég frá mér öll verkefni sem ég hefði áður tekið fegins hendi. Ég vissi að ég yrði blankur og þyrfti að lifa á loftinu; að veraldlega yrðu fyrstu mánuðir erf- iðir, en það var nauðsynlegt.“ Orra líður vel í dag og er hamingju- samur, að eigin sögn. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði gaf þau saman í gær, laugardag, Orra og sambýliskonu hans, Ingu Elísabetu Vésteinsdóttur, „og ég horfi björtum augum augum til framtíðar, sem ég gerði nú yfirleitt ekki“, segir Orri. „En ég veit ég þarf að fara vel með mig. Ég hef séð menn fara í hundana eftir 30 ára edrúmennsku þannig að maður má aldrei gleyma því hvar maður var. Ég hugsa ekki um alkó- hólismann frá degi til dags en tala reglulega við góða menn, sem hafa sama skilning á vandamálinu og ég. Aðalatriðið er að lifa heilbrigðu lífi, vera nýtur samfélagsþegn og gefa af sér. Ég upplifi tilgang lífsins þann að elska og vera elskaður.“ skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 19 Útsölumarkaður Verðlistans hefst þriðjudag kl. 12.00 í Ármúla 38 Aldrei betra verð Opið frá kl. 12.00-18.00 mánudaga-föstudaga Jóhanna Sigurðardóttir Ég styð verkefnið Glitnir og Velferðarsjóður barna eru stoltir bakhjarlar “Verndarar barna” Kynntu þér verkefnið Verndarar barna inn á www.blattafram.is Það er á okkar ábyrgð að vernda börnin! Það eru engar auðveldar, algildar og gulltryggðar lausnir á þeim vandamálum sem tengjast kynferðisof- beldi á börnum. Bestu viðbrögðin í einum aðstæðum eru ekki endilega besti kosturinn í öðrum. Verndarar Barna námskeiðið mun gefa þér ógrynni upplýsinga sem munu auðvelda þér að finna þín eigin svör – hver svo sem tengsl þín við vandann eru. Ein af hverjum fimm stúlkum og einn af hverjum tíu drengjum verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Markmið okkar er að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum. Við bjóðum þér að slást í lið með okkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.