Morgunblaðið - 05.10.2008, Page 20

Morgunblaðið - 05.10.2008, Page 20
20 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ M yndir Leighs hafa yfirleitt al- varlegan undirtón, fjalla um fólk í erfiðleikum með sjálft sig, fjölskylduna, umhverfið, flest það sem snertir okkur daglega og skiptir sköpum. Oftast hefur vand- inn verið tímabundinn og einhver ljósglæta til að hressa upp á sálarhróið áður en sýningu lýk- ur. Það fór reyndar lítið fyrir henni í myndinni um hana Veru Drake, sem var óvenju myrk, jafnvel af Mike Leigh-mynd að vera. Leikararnir hans Leighs skipta óvenjumiklu máli og eru einn veigamesti þátturinn í stílnum sem hann hefur mótað í gegnum árin. Þeir eru undantekningarlaust hæfileikaríkir og flísfalla að hlutverkunum, eru lítið þekktir og hvers- dagslegir í útliti. Venjulegt fólk eins og við flest. Happy-Go-Lucky er engin undantekning, við höfum séð Sally Hawkins bregða fyrir áður, en Leigh setur þessa hrífandi leikkonu í vanda- samt hlutverk Poppy, góðhjartaðs og lífsglaðs grunnskólakennara. Þau bregðast ekki, Leigh og Hawkins, það er óhætt að fullyrða að hann hefur fundið nýja Julie Walters, ekkert minna er hægt að segja um ævintýralega persónu- sköpun leikkonunnar. Hún hlaut fyrir vikið verðlaun á Berlínarfestivalnum í vetur, þar sem myndin var frumsýnd, og það má mikið vera ef hún hirðir ekki BAFTA- og Ósk- arsverðlaunin þegar árið verður gert upp. „Einhver ærlegur gaur?“ Poppy og vinkonur hennar eru um þrítugt, lausar og liðugar og una því ágætlega þótt áhorfandinn finni að þær eru að verða tilbúnar til að breyta högum sínum, „ef einhvern ærleg- an gaur er að finna“, eins og einhver þeirra orðar það. Leigh fylgir Poppy eftir um tíma. Hún fæst við erilsamt starf í skólanum, skemmtir sér með vinkonunum, hittir fjöl- skylduna og lendir í ástamálum en hvað mest- um tíma ver Leigh í tragikómískt samband hennar við stressaðan ökukennara (hún er að taka bílpróf), sem hefur allt á hornum sér uns límingarnar gefa sig. Bílstjórar eru gjarnan í sigtinu hjá Leigh, ökukennarinn Scott er einn af minnisstæðustu aukapersónum hans, yf- irnáttúrlega eðlilega leikinn af Eddie nokkrum Marsan. Hann er sprelllifandi frammi fyrir augunum á okkur eins og flestir í myndum Leighs. Þær snúast um fólk og aftur fólk. Leigh á einkar létt með að gera ósköp hvers- dagslega atburði að eftirtektarverðum uppá- komum, líkt og kennslustund í flamenco-dansi sem verður að hádramatískri og sposkri uppá- komu í fáeinum pensildráttum. Mynd í mynd- inni þar sem sviflétt spænsk dansmærin hefur tögl og hagldir á kringumstæðunum og sendir þeim bresku háðsglósur í leiðinni. Leigh er orðinn 65 ára en hefur aldrei verið betri, ef litið er á síðustu myndir hans. Hann stundaði nám við RADA, London Film School og fleiri kunnar menntastofnanir áður en hann kom sér fyrir á leiksviðinu og færði upp sitt fyrsta verk af allnokkrum sem hann samdi sjálfur. Eftir fimm ára feril sem leikritaskáld og leikstjóri sló hann umtalsvert í gegn með Bleak Moments, þá var komið fram á árið 1970. Leikritið var grunnurinn að fyrstu kvikmynd Leighs, innihaldið kemur ekki á óvart; hvers- dagsamstur Lundúnabúa. Aðalpersónan kona sem annast geðfatlaða systur sína en reynir jafnframt að taka þátt í lífinu utan heimilisins. Bleak Moments gefur tóninn um hvað koma skal frá leikstjóranum, er bæði myrk og ónota- leg. Næstu tvo áratugina vann Leigh utan kvik- myndageirans, að stuttmyndum frátöldum, en beitti kröftum sínum einkanlega að sjónvarps- leikritum sem hann skrifaði og stýrði, auk þess vann hann talsvert í leikhúsunum. Á þessum árum þróaði Leigh einstakt samband sitt við leikarana, gaf þeim frjálsar hendur í mótun verkanna og hvatti þá óspart til að leggja sitt af mörkum í hlutverkin, laga þau að hugmyndum þeirra sem túlkuðu þau. Þær vinnureglur hafa gilt hjá Leigh allar götur síðan, jafnt í kvik- myndum sem sviðs- og sjónvarpsverkum. Þekktasta verkið frá þessum árum er sjálf- sagt Abigail’s Party, sem var sýnt 1977, við góðar undirtektir og var m.a. fært upp á fjölum litla sviðsins í Þjóðleikhússins undir nafninu Abigail heldur partí. Það er sagt fyrsta verkið þar sem meinfyndni höfundarins fær virkilega að brjótast í gegnum kólgubakkana. Eftir langt hlé birtist High Hopes, önnur mynd leikstjórans, á hvíta tjaldinu. Viðfangs- efnið verkamannafjölskylda í upplausn, móð- irin býr í félagslegri íbúð, vinstrisinnaður son- urinn stendur í ströggli, systir hans er að rembast við að klífa upp þjóðfélagsstigann með fánýtum árangri. High Hopes fékk frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum og skipaði Leigh á stall með efnilegustu kvikmyndagerð- armönnum Breta og staða hans átti eftir að styrkjast enn frekar með næstu myndum. Frægð utan landsteinanna var í seilingarfæri því Leigh vakti heimsathygli með Life is Sweet árið 1990 og enn frekar Naked (’93), mjög svo svartri kómedíu um nútímaheimspeking í London og þá sem verða á vegi hans á götum borgarinnar. David Thewlis fer listilega með aðalhlutverkið og Leigh hlaut Gullpálmann á Cannes sem besti leikstjórinn. Mannlegar tilfinningar Síðast en ekki síst af myndunum þremur er Secrets & Lies (’96), sem var tímamótaverk á ferli leikstjórans, var t.d. sú sem hóf hann til skýjanna hérlendis. Eftir andlát fósturforeldra sinna hefur ung blökkukona leit að kynmóður sinni, sem hún finnur út að er hvít. Sú staðreynd á eftir að vefja upp á sig og kosta ýmislegt þar til allir eru sáttir við staðreyndir lífsins. Leyndarmál og lygar fékk Gullpálmann í Cannes sem besta myndin og Brenda Blethyn var valin besta leik- konan. Við það tækifæri sagði leikstjórinn eft- irfarandi orð: „Þessi verðlaun koma sér vel því þau eru mjög hvetjandi fyrir okkur sem erum að reyna að búa til kvikmyndir um fólk, sam- bönd, daglegt líf, ástina, þrár, umhyggju og allt það sem skiptir máli.“ Þá er röðin komin að Career Girls (’97). Hún fjallar um tvær vinkonur, Hönnu (Katrin Cart- lidge) og Annie (Lynda Stedman), sem leigðu saman á háskólaárunum, hittast eftir sex ára aðskilnað og eyða helgi saman. Ekkert yf- irmáta dramatískt gerist. Þær borða og drekka og skoða íbúðir og hitta fyrir röð tilviljana nokkrar manneskjur sem snertu líf þeirra þeg- ar þær leigðu saman. Endurfundirnir vekja minningar og myndin flakkar á milli nútímans og fortíðarinnar. Í upphafi á maður erfitt með að ímynda sér að þær nái saman og verði vin- konur, galdurinn hjá Leigh og leikkonunum er að það er nákvæmlega það sem gerist, og virð- ist fullkomlega eðlilegt vegna þess að þær bæta hvor aðra upp. Prímadonnur og egó Breska raunsæisskáldið kúvendir í Ring- ulreið eða „Topsy – Turvy“, sem er bráð- skemmtileg lýsing á tilurð gamanóperettunnar Mikadó eftir þá Gilbert og Sullivan. Leigh hafði ekki áður gert ævisögulega mynd og hvað þá búningadrama frá nítjándu öldinni. Hins vegar má auðveldlega sjá hvað það var sem heillaði hann við söguna um Gilbert og Sul- livan. Hún lýsir ekki síst lífi listamannsins og því samvinnuverkefni sem það er að setja á svið stykki eins og Mikadó. Það er sjálfsagt margt líkt með því og að búa til kvikmynd með þeim hætti sem Leigh sjálfur er þekktur fyrir. Úr þessum efnivið gerir Mike Leigh kostu- lega mynd um lífið í leikhúsinu, um tvo gerólíka listamenn sem er á mörkunum að nái að starfa saman, um prímadonnur og útblásin egó, um sigra og ósigra, sært stolt og veiklyndi og yf- irleitt það samfélag listamanna sem finna má bak við tjöldin í hvaða leikhúsi sem er. Það er léttur og kómískur blær yfir frásögninni allri þótt undir niðri búi alvarlegur tónn og í hana eru felldir útdrættir úr verkum Gilberts og Sul- livans, sem lífga enn upp á andrúmsloft glað- værðar og sköpunargleði. Í Allt eða ekkert – All or Nothing (’02) tekur Leigh fyrir fátækt breskt alþýðufólk sem axlar sinn hluta af brostnum vonum og kaldr- analegum veruleika, stoltar manneskjur sem reyna að halda í sjálfsvirðinguna og láta ekki baslið knésetja sig. Leigh fæst sem oftar við aðsteðjandi og upp- söfnuð fjölskylduvandamál láglaunafólks þar sem birtuskilyrðin virðast í fljótu bragði lítil ef nokkur en er fundvís á augnablikin sem gefa lífinu von og gildi. Leigh er meistari í að sniðganga hismið sem skiptir ekki máli. Þó svo að það sé ekki mikið að gerast að því er virðist, þá hefur hvert einasta atriði ótrúlegt vægi. Allt eða ekkert gefur bestu verkum Leighs lítið eftir, hann heldur áfram að draga upp fjölbreytt portrett á hvíta tjaldið með einföldum en sterkum dráttum. Hver og einn einstaklingur er með sín áber- andi persónueinkenni, góð og slæm, ekkert framúrskarandi en ósköp venjulegt fólk sem af ein- hverjum ástæðum er um megn að rífa sig upp úr djúpum hjólförum hversdagsgrámans. Leyndarmál Veru Vera Drake á sér stað árið 1950, þegar Bret- land er enn að jafna sig eftir stríðið, bæði í sál- rænum og efnahagslegum skilningi. Að- alsöguhetjan, Drake (Imelda Staunton), er umhyggjusöm móðir og eiginkona af verka- mannastétt. Hún vinnur við að þrífa á heldri manna heimilum, en heldur sjálf eins gott heimili og henni er unnt, og nærir fólkið sitt bæði með hjartahlýju og góðum máltíðum. En Vera á sér leyndarmál, því hún hefur um langt skeið tekið að sér leynilegar fóstureyðing- araðgerðir. Mike Leigh er á kunnuglegum slóðum, þar sem hann fjallar um líf láglaunafólks af alúð og raunsæi. Honum tekst að virkja leikaralið sitt á einstakan máta og er hrein unun að fylgjast með frammistöðu leikaranna. Imelda Staunton hlaut mikið lof fyrir túlkun sína á Veru, þessari sérstæðu persónu sem gengur gott eitt til, en reynist fullkomlega varnarlaus þegar kemur að því að svara fyrir gjörðir sínar gagnvart lögum landsins. Leigh ítrekar hér þá félagslegu mis- munun sem einkenndi fóstureyðingalög í Bret- landi á þessum tíma, en fóstureyðingar voru „hálflöglegar“ og eingöngu mögulegar þeim konum sem höfðu næga peninga til þess að greiða þegjandi og hljóðalaust fyrir dýrar að- gerðir hjá læknum. saebjorn@heimsnet.is Mike og meistaraverkin Vera Drake Imelda Staunton leikur Veru Drake, konu sem á sér leyndarmál. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Mike Leigh heldur uppteknum hætti í Skeikað að sköpuðu, eða Happy-Go-Lucky, sem sýningar hófust á um helgina. Púslar saman af alkunnri snilld enn einu stórvirkinu um venjulegt fólk sem virðist við fyrstu sýn í ofur hversdagslegum kringumstæðum. Nýtur hjálpar leikaranna við samtölin, sem gjarnan eru spunnin að meira og minna leyti á staðnum. Sæbjörn Valdimarsson veltir fyrir sér nýju myndinni og eldri meistaraverkum hins hálfsjötuga Breta. Kvikmyndaskáldið virðir mannlífið fyrir sér á kímnari hátt en oftast áður í Happy-Go-Lucky » Leigh er meistari í að sniðganga hismið sem skiptir ekki máli. Þó svo að það sé ekki mikið að gerast að því er virðist, þá hefur hvert ein- asta atriði ótrúlegt vægi. Naked Svört kómedía um nútímaheimspeking í London og samferðamenn hans. Career Girls Kvikmynd um vinkonur sem hittast eftir sex ára aðskilnað. Happy Go Lucky Sally Hawkins fer á kostum sem kennslukonan Poppy. Topsy-Turvy Lýsing á tilurð gamanóperett- unnar Mikadó eftir þá Gilbert og Sullivan. Heimsfrægur Mike Leigh hefur fengið mörg verð- laun, t.d. gulĺljónið í Feneyjum fyrir Veru Drake 2004. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.