Morgunblaðið - 05.10.2008, Page 34
34 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
TIL LEIGU - TIL LEIGU
Reynihvammur 11 - Kópavogi
2ja herbergja, 60 fm. íbúð á jarðhæð í tvíbýli á þessum frábæra og
eftirsótta stað í Kópavogi. Rólegt og gott hverfi. Sérinngangur og
sérstæði.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðjón
á Fasteignastofunni s:565 5522
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
ÞRASTARGATA
Fallegt 125 fm einbýlishús á tveimur
hæðum á þessum eftirsótta stað rétt við
Háskóla Íslands.Eignin skiptist í and-
dyri, hol, eldhús, samliggjandi stofu og
borðstofu, sjónvarpshol, þrjú herbergi,
fataherbergi og baðherbergi. Aukin loft-
hæð í stofu og útgangur á sólpall.
SKIPTI MÖGULEG Á MINNI ÍBÚÐ.
Verð 45,0 millj.
SKJÓLBRAUT – KÓPAVOGI
Glæsilegt 322,8 fm einbýlishús með
samþykktri 3ja herb. aukaíbúð á jarð-
hæð á frábærum útsýnisstað í suður-
hlíðum vestubæjar Kópavogs. Aðal-
íbúðin skiptist m.a. í nýendurnýjað
gestasalerni, eldhús með nýlegum með
sérsmíðuðum innréttingum og eyju,
stóra setustofu, borðstofu sem er opin
við eldhús og með allt að 6 metra lofthæð, sjónvarpsstofu með útgangi á svalir, 4
stór herb. og flísalagt baðherb. Fallegt útsýni til suðurs. Ræktuð lóð með hellu-
lögðum veröndum og skjólveggjum. Verðtilboð
KLETTÁS – GARÐABÆ
Glæsilegt 169 fm endaraðhús á þremur
pöllum þ.m.t. 21 fm bílskúr. Húsið er af-
ar vel innréttað með vönduðum innrétt-
ingum úr hnotu og gólfefni eru afar
vönduð.Mikil lofthæð er á 1. og 2. palli
og innfelld lýsing í loftum. Glæsileg lóð
fyrir framan hús, sólpallur með skjól-
veggjum baka til og hellulagður pallur
við hlið hússins. Gríðarlegt útsýni yfir
Reykjanesið og til sjávar. Laust strax. Skipti möguleg á minni egin. Verð
55,0 millj.
ANDARHVARF – KÓPAVOGI
GLÆSILEG SÉRHÆÐ
Glæsileg 5 herb. 134,3 fm neðri sérhæð
í tveggja hæða húsi á góðum útsýnis-
stað . Eignin er innréttuð á vandaðan og
smekklegan hátt. Borðstofa opin við
eldhús, rúmgóð stofa með útgangi á
verönd til suðausturs, 3 rúmgóð her-
bergi og fallegt baðherbergi, flíslagt í
golf og veggi. 25,1 fm bílskúr. Verð
42,9 millj.
STÝRIMANNASTÍGUR
Glæsileg 106 fm íbúð á tveimur hæð-
um, efri hæð og ris, með tvennum svöl-
um til vesturs og norðurs í fallegu timb-
urhúsi í gamla vesturbænum. Samliggj-
andi stofur með rósettum og gifslistum í
loftum, rúmgott eldhús, 3 herbergi og 2
baðherbergi. Sér geymsla/þvottaher-
bergi í kjallara. Eign sem hefur verið
mikið endurnýjuð á sl. árum. Verð
40,0 millj.
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
VESTURBRÚN - Í LAUGARÁSNUM
Glæsilegt tveggja
hæða einbýlishús á
einhverjum eftirsótt-
asta stað borgarinn-
ar. Útsýni yfir borg-
ina og út til Snæfellsness og víðar. Húsið er allt nýlega innréttað á
glæsilegan hátt, lagnir, gluggar og gler endurnýjað o.fl. Góður bíl-
skúr. Lóðin er mjög stór og býður upp á ýmsa möguleika. 8296
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095
www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is
Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i
Rituhólar - Glæsieign með útsýni
á miðju höfuðborgarsvæðinu
Stórglæsilegt einbýlishús á einstakri útsýnislóð neðan við götu sem liggur beint að einni
vinsælustu útivistar- og nátturperlu borgarinnar, Elliðaárdalnum með ótal mörgum göngu-
og skokkleiðum.
Úsýnið er óviðjafnanlegt yfir Reykjavíkurborg og nágrannabyggðarlögin þar sem sjá má
meðal annars Esjuna, Snæfellsjökul, Akrafjall og Skarðsheiði. Þá sjást ýmis kennileiti
borgarinnar eins og Árbæjarsafn og Viðey.
Húsið er 213 fm ásamt bílskúr en töluvert er um óskráð rými og því um mun fleiri fm að
ræða. Arkitekt hússins er Hjörleifur Stefánsson og var húsið sýnt á sýningu Listasafns
Reykjavíkur árið 2002 fyrir einstakan arkitektúr.
Garðurinn fékk viðurkenningu Garðyrkjufélags Íslands árið 2008. Eign sem vert er að
skoða. V. 95 m.
ÞEGAR launasamn-
ingar eru lausir, sér í
lagi hjá því opinbera,
er oft hamrað látlaust
á krepputali. Að sjálf-
sögðu er nauðsynlegt
að talað sé af raunsæi
og skynsamlega tekið
á málum þegar efna-
hagslægð kemur upp í
þjóðfélaginu en sífellt
niðurtal bætir þar
ekki úr.
Í efnahagslægð á það opinbera
og sveitarfélög að ganga fram í
þörf verkefni þar sem mannafla er
þörf, en ekki þegar mikil þensla er
almennt í þjóðfélaginu.
Þar má t.d. nefna innri Sunda-
braut með vegtengingu upp á
Kjalarnes sem er nauðsynleg og
fljótgerð framkvæmd að hluta,
þótt ytri göng/brú komi síðar með
tengingu við nefndar stofnbrautir.
Miklar efnahagslægðir eru hér
óþarfar ef rétt er að málum staðið
hverju sinni, en ekki tjaldað til
einnar nætur eins og oft vill verða
þegar vel gengur í þjóðfélaginu og
ævintýramennska og glannaskapur
jafnvel látið ráða för í hinum ýmsu
viðskiptum.
Það dapurlega við
þetta t.d. er varðar
erlend viðskipti að
undanförnu, þá hafa
aðilar verið þar á
ferð sem hafa gefið
sig fram sem sér-
fræðinga öðrum
fremri í alþjóðlegum
viðskiptum og þeim
við hlið starfað há-
menntaðir aðilar í
bókhaldi og fjár-
málum, en útkoman
verið hrein ævintýra-
mennska og klúður í mörgum til-
fellum, sem almenningur verður
síðan að blæða fyrir að hluta með
óðaverðbólgu, okurvöxtum og at-
vinnuleysi.
Jafnvel erum við Íslendingar
ekki í stakk búnir að lesa úr
rekstrarskýrslum erlendra fyr-
irtækja og félaga eða þá að
ábyrgðarleysi hafi verið látið ráða
för?
Verða þessir ágætu og kraft-
miklu fjármálamenn sem þeyst
hafa fram á viðskiptavöllinn ekki
að ráða sér betri ráðgjafa og gæta
betur að alþjóðlegu starfsumhverfi
í framtíðinni svo betur megi fara í
slíkum viðskiptum?
Að sjálfsögðu erum við ekki laus
við erlend áhrif í okkar fjár-
málaumhverfi en þau þurfa ekki
að vera eins mikil og nú er vegna
rangra fjárfestinga og fleiri þátta.
Þekkt og stöndug fyrirtæki hér
á landi til langs tíma hafa hrunið
og önnur eru á fallandi fæti vegna
ævintýramennsku í viðskiptum.
Ljóst má vera að skapa þarf
meira aðhald í viðskiptaumhverfi
okkar og eftirlitsstofnanir að vera
mun virkari. Hvað skyldi lánsfé til
margra fyrirtækja/félaga á und-
anförnum árum hafa verið í raun
fyrirfram óendurkræft? Hvað eru
mörg gjaldþrot rannsökuð með til-
liti til þessa?
Bankar og hin ýmsu rekstr-
arform hafa farið sér allt of geyst
á undanförnum árum, reksturinn
einkennst af ofurlaunum, kaup-
réttarsamningum og fyrirhyggju-
leysi ríkt í mörgum tilfellum.
Að sjálfsögðu hefðu margir ein-
staklingar einnig mátt fara sér
hægar og af meiri fyrirhyggju, því
margir standa nú uppi í mun verri
stöðu en áður hefur þekkst t.d.
vegna mikilla hækkana á íbúðar-
húsnæði á undanförnum árum,
hárra vaxta og verðbólgu. Hver
ætlar að taka þetta fólk upp á sína
arma og bjarga því út úr þeim
ógöngum sem það er margt hvað
komið í. Lág laun hjá mörgum
innan þessa hóps hafa vart skapað
þann vanda sem nú ríkir í þjóð-
félaginu.
Þarfar ríkisstofnanir verða ekki
reknar eingöngu með byggingu
glæsibygginga, þótt gott húsnæði
hjá því opinbera sé nauðsynlegt
eins og hjá öðrum fyrirtækjum,
þar innandyra þarf jafnframt að
vera mannauður til faglegra verka
á viðunandi launum.
Lág laun hjá mörgum starfs-
hópum hér í þjóðfélaginu skapa
ekki velferð hér á landi, þvert á
móti. Slíkt kallar á ýmis vandamál
síðar, langt umfram þær háværu
raddir gegn greiðslu viðunandi
launa fyrir viss störf, því þá fari
verðbólgan á mikið skrið og þjóð-
félagið á hliðina.
Stjórnmálamenn þurfa margir
hverjir að horfa meira fram á veg-
inn og vera víðsýnni, hugsa ekki
eingöngu um vinsældir líðandi
stundar og eigin hag, heldur til
framtíðar fyrir land og þjóð, annað
er hálfgert kák til skammvinnra
vinsælda og vart til eftirbreytni
fyrir þá sem vilja og eiga erindi í
stjórnmál.
Ég benti á það í grein fyrir
nokkru að huga þyrfti að fram-
angreindum þáttum svo landið
stæði ekki uppi þegar fram sækti
með halloka fyrirtæki, láglauna-
stéttir og atvinnuleysi þ.e. þeir
betur settu, menn og fyrirtæki
myndu jafnvel hverfa úr landi með
rekstur og fjármagn ef allt þetta
frjálsræði væri látið standa hömlu-
laust, þ.e. án skilyrða til þess
starfsumhverfis sem þeim hefur
verið skapað hér af stjórnvöldum.
Við búum hér í gjöfulu landi
sem getur gefið landi og þjóð mik-
inn arð ef rétt er að málum staðið,
þ.e. bjarta framtíð til lands og
sjávar sem og í erlendum við-
skiptum ef fyrirhyggja er höfð í
fyrirrúmi.
Framtíðarsýn og fyrir-
hyggja í stað krepputals
og glundroða í fjármálum
Ómar G. Jónsson
skrifar um efna-
hagsmál
»Miklar efnahags-
lægðir eru hér
óþarfar ef rétt er að
málum staðið hverju
sinni, en ekki tjaldað til
einnar nætur eins og oft
vill verða ...
Ómar G. Jónsson
Höfundur er fulltrúi og áhugamaður
um bætt efnahagsástand.