Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 38

Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 38
38 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Birgir Valde-marsson fæddist á Akureyri 27. apríl 1941. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 22. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórmunda Guðný Guðmunds- dóttir, f. 1.9. 1905, d. 26.3. 1967 og Valdemar Jónasson, f. 29.8. 1905, d. 11.11. 1972. Systk- ini Birgis eru Sverr- ir, f. 1929 og Kristín, f. 1930, d. 1992. Eiginkona Birgis er Kolbrún Theódórsdóttir, f. 10. júlí 1945. Börn þeirra eru þrjú: Björgvin, f. 1964, kvæntur Gunnhildi Einars- dóttur, þau eiga Láru Jónu, Einar Birgi og Hákon Þór; Þóra Guðný, f. 1967, hún á tvö börn, Evu og Elvar; og Harpa, f. 1973. Birgir ólst upp í innbænum á Akur- eyri, gekk í Barna- skóla Akureyrar og Gagnfræðaskólann, fór síðan í Iðnskól- ann á Akureyri og lauk prófi í rafvéla- virkjun. Þá nam hann vélstjórn við Verkmenntaskól- ann á Akureyri. Birgir starfaði hjá Rafsegli á Akureyri og í Slipp- stöðinni um skeið en lengst af stundaði hann sjómennsku og var vélstjóri á togurum Útgerðar- félags Akureyringa. Útför Birgis fór fram í kyrrþey. Svili minn og vinur til margra ára Birgir Valdimarsson er látinn. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar við Sóley fluttum til Akureyrar snemma á áttunda áratugnum. Þá vorum við Birgir um tíma báðir að vinna í Slippn- um. Biggi og Kolla tóku okkur opnum örmum og hjálpuðu okkur í hvívetna að aðlagast nýjum heimkynnum. Þá heyrði ég í fyrsta skipti ýmis orð sem mér voru áður ókunn, flest vel þekkt meðal norðanmanna eins og „punktera“ en Birgir átti sér sína eig- in orðabók t.d. átti hann til að segja um fólk að viðkomandi væri „per- sóna“. Snemma á þessum tíma til- kynnti hann mér að ég væri „per- sóna“ og með tímanum skildi ég það svo að þetta væri sérstakt hrós frá Bigga um fólk sem honum þótti eitt- hvað spunnið í, og mat ég þessa um- sögn mikils. Annað orðatiltæki sem gjarnan var haft við þegar til stóð að fara á ball, var hvort KEA-skórnir væru ekki til- tækir því Birgir hafði mikla ánægju af dansi. Um svipað leyti og við flytjum suð- ur fer Birgir til Spánar ásamt fleirum að sækja nýjan Kaldbak fyrir ÚA og á þessu skipi var Biggi vélstjóri í 30 ár, sem verður að teljast alveg einstakt, en segir líka ýmislegt um trúmennsku og skyldurækni Birgis sem líka var einstök. Eftir að við fluttum suður hélst samband okkar við Bigga og Kollu með ágætum gagnkvæmum heimsóknum, þó að Biggi léti þess stundum getið hvað það virtist vera miklu lengra norður heldur en suður. Að heimsækja þau í Einholtið og síðar í Huldugilið var alltaf sérlega ánægju- legt, móttökurnar höfðinglegar og ávallt veislumatur á borðum. Heimili þeirra hjóna hefur alla tíð verið sér- lega fallegt enda þau samhent í snyrti- mennskunni. Eftir að þau fluttu í Huldugilið og fengu stærri lóð og bíl- skúrinn naut Biggi sín þó að hann ætti til að fjasa smávegis yfir garðslætti og slíku þá sá ég ekki betur en hann væri þar á heimavelli eins og hvar svo sem hann ákvað að taka til hendinni. Í bíl- skúrnum var allt í röð og reglu, hver hlutur á sínum stað og flísalagt bíl- skúrsgólfið ávallt spegilgljáandi. Stór hluti af samskiptum okkar var að ferðast saman til sólarlanda og eru þessar ferðir sérlega minnisstæðar. Birgir skipulagði ferðir sínar vel, kynnti sér ýmislegt um áfangastað- inn, enda var stundum eins og hann hefði komið áður á þessa staði. Þegar þau Biggi og Kolla komu við hjá okkur á leið sinni heim frá Te- nerife í maí í vor datt engum hug að þar hefði Biggi farið sína síðustu sól- arlandaferð enda haft á orði að þang- að þyrftum við endilega að fara með þeim. Við komum svo í heimsókn í Huldugilið nú í lok júlí og þá var Birg- ir nýkominn úr mótorhjólaferð til Húsavíkur, virtist hress og bar sig vel þrátt fyrir harðsperrur eftir hjóla- túrinn. Núna nokkrum vikum síðar er Birgir, vinur og félagi til fjölda ára, allur. Hann var einhver vandaðasti og traustasti maður sem ég hef kynnst um dagana og skilur eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. Elsku Kolla, börnin og barnabörn- in, við Sóley vottum ykkur okkar inni- legustu samúð og óskum þess að guð veiti ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Helgi Guðmundsson. Birgir Valdemarsson ✝ GuðmundurGuðmundsson fæddist í Reykja- vík 31. mars 1938. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 14. sept- ember sl. Foreldrar Guð- mundar voru Marta Þorleifsdóttir, f. í Hafnarfirði 22.1. 1901, d. 30.11. 1987, og Guðmundur Guð- mundsson múrari, f. á Eyrarbakka 6.11. 1892, d. 16.9. 1966. Systkini Guðmundar eru: Ás- geir Guðmundsson, f. 1920 (lát- inn), maki María Ingimundar- dóttir, f. 1923 (látin), Halldóra Guðmundsdóttir, f. 1921 (látin), maki 1 Hákon Guðmundsson, f. 1918 (látinn), maki 2 Stefán Stein- grímsson, f. 1912 (látinn), Helga Guðmundsdóttir, f. 1923 (látin), Dómhildur Ástríður Guðmunds- dóttir, f. 1924, maki Árni S. Valdi- marsson, f. 1923 (látinn), Guð- mundur Valdimar Guðmundsson, f. 1925 (látinn), Hjördís Guð- mundsdóttir, f. 1927, maki Jón Jónsson, f. 1924, Svanhildur Guð- mundsdóttir, f. 1928, maki Pétur Eiríksson, f. 1931, Haraldur Guð- mundsson, f. 1930 (látinn), maki Erla Sigrún Sigurðar- dóttir, f. 1929, Þor- leifur Guðmunds- son, f. 1931, maki Erla Björg Jóns- dóttir, f. 1932, Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, f. 1934, maki Jóhann- es Ágústsson, f. 1935 (látinn), Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1936, maki Páll Skúli Halldórsson, f. 1932 (látinn), Hrafnhildur Guð- mundsdóttir Norðdahl, f. 1939, maki Kjartan Norðdahl, f. 1940. Guðmundur hlaut hefðbundna skólagöngu þess tíma. Hann veikt- ist af ólæknandi sjúkdómi á ung- lingsaldri sem hann glímdi við allt sitt líf og hamlaði honum að taka þátt í mörgu því sem lífið hefur upp á að bjóða. Hann bjó allt sitt líf í húsi foreldra sinna við Baldurs- götu og naut góðrar umönnunar móður sinnar og Helgu systur sinnar meðan þeirra naut við en eftir lát Helgu hefur Guðrún systir hans annast hann í veikindum hans. Guðmundur var jarðaður í kyrr- þey 24. september sl. Þegar ég frétti af andláti Guð- mundar ömmubróður míns langaði mig að skrifa um hann nokkur orð og í leiðinni rifja upp kynni mín af honum. Guðmundur bjó á Baldursgötunni hjá langömmu minni Mörtu og Helgu dóttur hennar. Sem barn var ég oft hjá þeim og vorum ég og Guðmundur vin- ir. Hann sat oftar en ekki inni í her- berginu sínu, við skrifborðið og horfði út um gluggann. Stundum fékk ég að fara inn til hans og sat ég þá á rúm- stokknum. Lyktin í loftinu var blanda af filterslausum Camel og Old Spice. Guðmundur átti nóg af eldspýtum og dunduðum við okkur við að mynda hús og kastala úr þeim. Við spiluðum líka á spil. Þess á milli hvíldi Guðmundur sig eða fór út í port að fá sér ferskt loft. Stundum fór Guðmundur í vinnuna og þá keyrðum við Helga hann og sótt- um. Það var ekki fyrr en ég varð eldri að mér var gerð grein fyrir veikindum Guðmundar og þegar ég hélt að hann færi í vinnuna þá var hann að fara á sjúkrahús. Í barnslegri einlægni minni var hann bara venjulegur maður sem var vinur minn. Þótt líf Guðmundar hafi verið fá- brotið og hann farið á mis við margt sem við flest fáum að njóta á lífsleið- inni þá sáu nánustu ættingjar hans um að gera honum lífið eins bærilegt og unnt var. Hann ólst upp á barnmörgu, glaðværu heimili, systkini hans og þeirra afkomendur eru samrýnd fjöl- skylda og meðal þeirra var hann ávallt velkominn. Guðmundur tók örlögum sínum af æðruleysi, kvartaði aldrei og var þakklátur fyrir þá ástúð og umhyggju sem honum var sýnd. Eftir að hafa bú- ið með Helgu systur sinni alla sína ævi fór hann einu og hálfu ári á eftir henni. Eftir lifir minning um vin sem situr við skrifborð sitt á Baldursgötunni, reykir filterslausan Camel og horfir út um gluggann. Samúðarkveðjur sendi ég systkin- um Guðmundar og öðrum aðstand- endum. Kristrún Helga Bernhöft. Guðmundur Guðmundsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RAGNHEIÐUR K. ÞORKELSDÓTTIR, Sléttuvegi 19, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 26. september, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 6. október og hefst athöfnin kl. 13.00. Þorkell Helgason, Björg R. Sigurðardóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Sigurður Geirmundarson, Sigfús Jón Helgason, Sólrún Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Júlíus Jónasson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Okkar elskulegi, HERMÓÐUR SIGURÐSSON setjari, sem lést á Landspítala, Landakoti laugardaginn 27. september, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 7. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minning- arsjóð Félags aðstandenda Alzheimerssjúkra, www.alzheimer.is. Inga Huld Hermóðsdóttir, Jóhannes Kristinn Kristinsson, Daði Þór Hermóðsson, Hávarr Hermóðsson, Bergljót Hermóðsdóttir, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Maðurinn minn, INGVALDUR VALGARÐUR HOLM EINARSSON, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Ljósheimum Selfossi. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 7. október kl. 13.30. Helga Símonardóttir, Hallgrímur Jón Ingvaldsson, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Einar Rafn Ingvaldsson, Katrín Jónína Gunnarsdóttir, Símon Grétar Ingvaldsson, Hrafnhildur Scheving, Héðinn Smári Ingvaldsson, Bjarney Ragnarsdóttir, Fanney Ósk Ingvaldsdóttir, Geir Ómar Kristinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, ÁSGEIR SVERRISSON hljómlistarmaður, Prestastíg 11, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans Landakoti, laugardaginn 27. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 7. október kl. 13.00. Sigríður Maggý Magnúsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Marteinn Másson, Ásgeir Ásgeirsson, Vilborg Lofts, Guðmundur Baldvinsson, Helga Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, SIGURJÓN INGIMARSSON, Víkurási 2, Reykjavík, sem lést á deild 11E á Landspítalanum við Hring- braut fimmtudaginn 25. september, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. október kl. 15.00. Jónína Þóra Sigurjónsdóttir, Sveinn F. Sveinsson, Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir, Salmann Tamimi, Katrín Sigurjónsdóttir, Sölvi Guðbjartsson, V. Lilly Sigurjónsdóttir, Páll Jóhannesson, Guðjón Þór Kristjánsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Sigurósk G. Kristjánsdóttir, Egill Jón Kristjánsson, systkini, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN ÁSGRÍMUR EYFJÖRÐ ANTONSSON, Stafnaseli 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 28. september á krabbameinsdeild 11E. Útför hans fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 6. október kl. 13.00. Hjördís Hjörleifsdóttir, Agnes Eyfjörð Kristinsdóttir, Elías Örn Óskarsson, Ástþóra Kristinsdóttir, Magnús Eiríksson, Anton Ásgrímur Kristinsson, Helga Sveinsdóttir, Hjörleifur Kristinsson, Kristinn Ásgrímur Kristinsson, Hrund Grétarsdóttir, Hulda Sjöfn Kristinsdóttir, Jón Ólafur Jóhannesson, barnabörn, fjölskyldur og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.