Morgunblaðið - 05.10.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 39
✝ Jón Andréssonfæddist 12. júlí
1964. Hann lést 8.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Ásbjörg Jóns-
dóttir, f. 1933 og
Andrés Hjörleifur
Grímólfsson, f.
1938. Foreldrar Ás-
bjargar voru Sess-
elja Stefánsdóttir,
d. 25.5.1971 og Jón
Einarsson, d.
26.2.1978. Móðir
Andrésar er Þuríð-
ur Björnsdóttir, en faðir hans,
Grímólfur Andrés-
son, er látinn.
Hálfsystur Jóns
eru: 1) Hjördís
Björg Andrésdóttir,
f. 1963, maki Sverr-
ir Hermannsson,
börn Hjördísar eru
þrjú. 2) Arndís
Björk Andrésdóttir,
f. 1970, búsett er-
lendis, börn Arndís-
ar eru fjögur.
Útför Jóns fór
fram frá Landa-
kirkju í Vesta-
mannaeyjum 19. september.
Dimmt er í heimi og döpur er stund,
dagsverkið er á enda.
Svona er lífið, lokuð öll sund,
en lausnarinn kraft mun mér senda.
Áfram skal haldið á ævinnar braut,
alvaldur Drottinn oss kenndi.
Lagt er oss öllum líkn við þraut,
líf vort í Drottins hendi.
Ég kveðja vil, vinur, í kærleik og þökk,
víst áttum við samfylgd of skamma.
Styrki mig Drottinn mín sála er klökk,
þín sorgmædda elskandi mamma.
Elsku Nonni minn.
Hversu mjög ég sakna þín og á
eftir að gera það svo lengi sem ég lifi.
Við fylgdumst að og bjuggum
lengst af saman, í mörg ár hjá ömmu
og afa á Höfðabrekku. En þegar við
fórum þaðan var eins og margt
breyttist og lífið varð þér erfiðara og
okkur báðum.
Á meðan heilsan leyfði stundaðir
þú sjóinn og vannst síðar í landi við
fiskvinnu. Og sem unglingur hafðir
þú mikinn áhuga á mótorhjólum og
áttir margar ánægjustundir í skúrn-
um bak við Höfðabrekku þar sem
strákahópur safnaðist gjarnan sam-
an í kringum þig. Og seinni árin átti
fótboltinn hug þinn allan, sérstak-
lega enski boltinn. Þá sátuð þið Óli,
frændi þinn, saman og horfðuð á
leikina. Þú misstir mikið þegar Óli
féll frá síðastliðið vor og eftir það
varð þér lífið oft óbærilegt.
Mikið bað ég og þráði betri líðan
fyrir þig, elsku Nonni minn, en það
gekk ekki upp. Og þrátt fyrir við-
leitni ýmissa til að hjálpa þér, var oft
eins og leiðin væri lokuð. Hugur þinn
stefndi til Reykjavíkur því að þar
vonaðist þú til að eignast betra líf og
hljóta meiri þjónustu. En nú er erf-
iðleikunum lokið og gott að vita að:
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Minnig þín lifir í huga mér, elsku
drengurinn minn.
Þín mamma
Ásbjörg.
Mig langar til að minnast vinar
míns, Jóns Andréssonar, nokkrum
orðum. Vissi af honum í Vestmanna-
eyjum sem dreng og unglingi, en
kynntist honum ekki fyrr en hann
var orðinn fullorðinn maður og þá
sjúklingur.
Oft leið honum mjög illa og sárt að
geta ekki komið honum meira til
hjálpar. Móðir hans, Ásbjörg, stóð
við hlið hans og var hans stoð og
stytta og athvarf eftir því sem hægt
var. Líf Jóns og hennar var mjög
samofið og þjáningar hans urðu
raunir hennar.
En þrátt fyrir slæma líðan og
stundum vonbrigði var áberandi
þáttur í skaphöfn Jóns að hann talaði
aldrei illa um aðra og kenndi ekki
öðrum um. En nú eru þrautir að baki
og hvíldin ljúf uns lífgjafinn vekur til
lífsins á ný.
En föðurland okkar er á himni og frá
himni væntum við frelsarans, Drottins
Jesú Krists. Hann mun breyta veikum
og forgengilegum líkama okkar svo að
hann fái sömu mynd og dýrðarlíkami
hans því hann hefur kraftinn til að leggja
allt undir sig.
(Fl 3:20-21)
Ó, þegar Jesú auglit fæ að sjá,
ósk mín og vonir rætast Guði hjá,
sem lítið barn mig leiðir hann við hlið
og lofar mig að skilja aldrei við.
Ó, þegar fæ ég heyrt hans hlýju raust,
hjá honum dvelja má ég endalaust.
Ó, þegar sjálfur segir Jesús mér,
sorgir hvers vegna oft mig beygðu hér.
(Elínborg Guðmundsdóttir.)
Ása mín, sorg þín er mikil, en með
Jesú er framtíðin björt. Hann hefur
líka sent þér Ínu þínu til að aðstoða
þig, styrkja og gleðja. Blessun hans
er oft nær en við hyggjum.
Þín
Lilja.
Það er komið að leiðarlokum.
Mildur blærinn frá Heimaey á haust-
degi fylgir minningunum um góðan
dreng, sem átti vonir og þrár. Þú
reyndir þitt besta en það var þér of-
raun. Þú hvílir nú í faðmi Heimaeyj-
ar og bíður þess dags er Kristur
kemur í skýjum himins. Hann sem
forðum sagði:
„Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og
þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“
(Matt. 11:28)
Mætti máttugur Guð gefa að við
öll verðum tilbúin á þeim degi.
Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera
ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að
þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki
hafa von. Því að ef vér trúum því að Jesús sé
dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú
leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir
eru. Því að það segjum vér yður, og það er
orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi
við komu Drottins, munum alls ekki fyrri
verða en hinir sofnuðu. Því að sjálfur Drott-
inn mun stíga niður af himni með kalli, með
höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og
þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst
upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum,
verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til
fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum
vér vera með Drottni alla tíma. Uppörvið því
hver annan með þessum orðum.
(1Þ 4:13-18)
Getum við ekki sameiginlega tekið
undir með sálmaskáldinu er hann
segir:
Ó, þegar ég við æðri og fegri sól
allt fæ að sjá, er húm og skuggi fól.
Ljóst mér þá verður, leitt að hafði sá,
leiðina vel er þekkti byrjun frá.
(E.G.)
Elsku Ása mín, við sendum þér
hlýjar kveðjur samúðar. Felum þig í
umsjá Guðs.
Blessuð sé minning látins vinar.
Edith, Lilja og Karl.
Jón Andrésson
✝ Elisabet AnnaGunnlaugsson
Lorman fæddist í
Þýskalandi 17.
október 1923.
Hún andaðist í
Reykjavík 15. sept-
ember síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Gustavs
Lormans, sjómanns
í Mitteland-Schiff,
f. 4. desember
1858, d. 1943, og
konu hans
Elisabeth Magda-
leine Lorman, fædd Krüger, f.
12. maí 1876, d.
1946.
Elísabet giftist
Magnúsi Gunn-
laugssyni, bónda í
Stúfholti í Holtum,
árið 1950. Saman
áttu þau tvö börn,
Sigurlaugu, f. 25.
október 1955, og
son, f. 3. október
1957, d. 24. nóv-
ember 1957. Magn-
ús lést 13. ágúst
1975.
Útför Elísabetar
fór fram í kyrrþey.
Það var árið 1949, rétt eftir að síð-
ari heimsstyrjöld lauk, að ung og
umkomulítil kona, Elisabeth Anna
Lorman, kom frá borginni Lübeck
austur að tvíbýlinu Stúfholti í Holt-
um. Þar bjó ungur og duglegur
bóndi, Magnús Gunnlaugsson,
ókvæntur og barnlaus. Elísabet kom
hingað í hópi ungra, þýskra kvenna
úr hungri og fátækt. Þýsku stúlkurn-
ar dreifðust á bæi víða á landinu og
áttu margar eftir að setjast hér að.
Elísabet sýndi brátt afburða hæfi-
leika sem húshaldari í Stúfholti. Hún
var glæsileg kona, fremur dökk yf-
irlitum, há og spengileg, með fallega
andlitsdrætti.
Tvö ólík tungumál hindra ekki fal-
legt samband elskenda. Þau ungi
bóndinn og Elísabet urðu fljótt ást-
fangin og giftust árið 1950. Ég minn-
ist þess hversu fallegt það hjóna-
band var. Magnús bar konu sína á
höndum sér, broshýr og mildur eins
og hann var.
Þeim Magnúsi og Elísabetu varð
tveggja barna auðið. Sigurlaug dótt-
ir þeirra var með Downs-heilkenni
og þroskahömluð. Sigurlaugu var
hampað alla tíð og naut umhyggju
foreldra sinna. Síðar flutti hún á vist-
heimili og býr nú í Vesturbrún 17.
Síðara barnið var drengur, sem lést
mánaðargamall. Elísabet hafði eign-
ast dreng í Þýskalandi áður en hún
kom hingað til lands, hún leitaði hans
en fann aldrei. Líf Elísabetar var
ýmsum annmörkum háð. Hún náði
ekki valdi á tungumálinu og kaus að
halda sig til hlés frá öðrum en fjöl-
skyldu sinni. Án efa kom hún úr
stríðinu með særða sál. Ættingja og
vini hafði hún séð falla í stríðinu. Þau
Magnús og Elísabet bjuggu í Stúf-
holti allt þar til Magnús lést 1975. El-
ísabet brá þá búi og flutti til Reykja-
víkur. Með þessum orðum sendi ég
Elísabetu kveðju mína og þakka
henni viðkynninguna, hún var góð.
Ég sendi Sigurlaugu líka samúðar-
kveðju. Þau Elísabet og Magnús,
þau miklu fyrirmyndarhjón, eru
mikill harmdauði.
Sóley E. Fjeldsted.
Elísabet Anna
Gunnlaugsson
Þegar ég kveð hann
pabba minn hinstu
kveðju koma fyrst og fremst upp í
hugann ljúfar minningar.
Það hefir þurft sterk bein fyrir 70
árum að taka sig upp frá sínu föð-
urlandi um tvítugt og setjast að í fjar-
lægu landi. Tengslunum við uppruna
sinn hélt hann þó alla tíð og til dæmis
var jólamaturinn ávallt með dönsku
sniði, danski fáninn hafður á jóla-
trénu og mynd af drottningunni á
vegg.
Skaplyndi pabba var afar ljúft og
ekki minnist ég þess að hafa verið
Mangor Harry
Mikkelsen
✝ Mangor HarryMikkelsen fædd-
ist í Skagen í Dan-
mörku 11. nóvem-
ber 1918. Hann lést
á Kirkjuhvoli, dval-
arheimili fyrir aldr-
aða á Hvolsvelli, 15.
september síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá Selfoss-
kirkju 23. septem-
ber.
skammaður í uppeld-
inu, þótt þess hefði ef
til vill verið þörf á
stundum.
Dugnaður einkenndi
hann, ásamt þeim eig-
inleika að standa alltaf
við þau loforð sem gef-
in voru. Þá vildi hann
aldrei skulda neinum
neitt og þar voru þau
mamma samstiga.
Hann var mikil fé-
lagsvera og átti gott
með að umgangast
fólk. Pabbi var mikill
ræktunarmaður og taldi nauðsynlegt
að vera þar sjálfum sér nógur. Þá
veittu ferðalögin erlendis með sínum
nánustu honum mikla gleði.
Við leiðarlok vil ég nota tækifærið
og færa starfsfólki Dvalarheimilisins
á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli alúðar-
þakkir fyrir umönnun síðustu ára. Þá
sendum við Ástu Magnúsdóttur sér-
stakar þakkir fyrir umhyggju hennar
og vinsemd.
Blessuð sé minning pabba.
Kristján.
✝
Okkar innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar og afa,
JÓHANNESAR PÁLS JÓNSSONAR
frá Sæbóli,
Herjólfsgötu 40,
Hafnarfirði.
Alúðarþakkir færum við Karlakórnum Þröstum og
fyrrum samstarfsmönnum hans úr lögreglunni í
Hafnarfirði sem heiðruðu minningu hans við
útförina.
Guð blessi ykkur öll.
Sólveig Björgvinsdóttir,
Björg Jóhannesdóttir, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson,
Signý Jóhannesdóttir, Magnús Ingi Óskarsson,
Sif Jóhannesdóttir, Ingólfur Arnarson
og afabörnin.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður
okkar, mágs og frænda,
ÍSLEIFS H. GUÐMUNDSSONAR,
Háaleitisbraut 123,
Reykjavík,
sem jarðsunginn var frá Bústaðakirkju föstudaginn
19. september.
Jón Guðmundsson, Renate Gudmundsson,
Gunnar B. Guðmundsson,
Guðmundur Chr. Jónsson,
Juliane Gudmundsson.
✝
Kæru vinir,
innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar móður minnar og tengda-
móður,
GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Kirkjubraut 6,
Höfn í Hornafirði.
Agnes og Guðbjartur.