Morgunblaðið - 05.10.2008, Page 40

Morgunblaðið - 05.10.2008, Page 40
40 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eigin- manns, föður, tengdaföður og tengdasonar, ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR fóðurfræðings, Þinghólsbraut 22, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum við færa hjúkrunarfræðingum hjá heima- hlynningu Landspítalans, starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans og starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir ómetanlega aðstoð og umhyggju. Lilja Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ingi Freyr Rafnsson, Ólöf Ólafsdóttir, Stefán Halldór Magnússon, Guðmundur Ólafsson, Dagbjört Guðjónsdóttir. ✝ Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGRÍÐAR HELGU STEFÁNSDÓTTUR, Kópavogsbraut 83, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjartadeild 14 G á Landspítala við Hringbraut og á líknardeild Landspítala, Landakoti fyrir góða umönnun og hlýhug. Árni Jóhannesson, Svava Aðalsteinsdóttir, Lovísa Aðalsteinsdóttir, Einar L. Benediktsson, Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir, Sigurður Geirsson, Vernharður Aðalsteinsson, Anna R. Jónatansdóttir, Alda Aðalsteinsdóttir, Ólafur G. Þórólfsson, Aðalbjörg Lúthersdóttir, Einar Jón Ólafsson, Halldóra Lúthersdóttir, Valþór Söring Jónsson, Kristín S. Lúthersdóttir Bekkevold, Alf Bekkevold, Þorleif Lúthersdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar dóttur okkar, KRISTÍNAR SIGRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Kærleikskveðja, Hanne Hintze, Halldór Sigurðsson. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KRISTJÖNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Innilegt þakklæti til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og umhyggju við Kristjönu. Sérstakar þakkir viljum við fjölskyldan senda séra Ólafi Jóhanni Borgþórssyni fyrir hans umhyggju og hlýju við fjölskylduna. Sigríður Ólafsdóttir, Bjarni Bjarnason, Gerður Ólafsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, SVEINS K. SVEINSSONAR, Gullsmára 5, Kópavogi. Inga Valborg Einarsdóttir og aðstandendur. Það er með virðingu og þakklæti sem ég kveð Sævar Halldórs- son. Hann var lærifað- ir minn og mentor og bar öðrum fremur ábyrgð á starfs- vali mínu. Ég kynntist honum fyrst sem læknanemi og heillaðist af skerpu hans og öryggi, sem ásamt þýðu viðmóti gerði hann að frábær- um lækni. Starf Sævars einskorðaðist ekki við hefðbundin læknisstörf. Í sér- námi vann hann með þroskaheft börn og bar til landsins nýja þekk- ingu og sýn. Hann vann með foreldr- um að uppbyggingu þjónustu fyrir börn þeirra og var í fararbroddi við stofnun Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar, þar sem hann vann að hluta til ársins 1999. Það var mikil eftirsjá þegar reglulegar komur hans hættu og við áttum minni aðgang að reynslu hans. Börnin áttu þó áfram greiðan aðgang að læknisþjónustu hans, þegar mikið lá við. Að leiðarlokum er ég þakklátur fyrir að hafa átt samleið með Sævari og notið handleiðslu hans og þekk- ingar. Fyrir hönd Greiningarstöðvar þakka ég framlag hans við uppbygg- ingu og starfsemi stofnunarinnar. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína, nú þegar við kveðjum góðan dreng. Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningarstöðvar. Við fregn um andlát Sævars Hall- dórssonar barnalæknis hefur hugur- inn horfið aftur til áranna þegar við áttum samstarf á athugunar- og greiningardeild sem starfaði í Kjar- valshúsi við Sæbraut á Seltjarnar- nesi. Á vegum menntamálaráðuneyt- isins og í stjórnunarlegum tengslum við Öskjuhlíðarskóla hafði árið 1975 verið komið þar á fót starfsemi sem hafði að markmiði að mæta aðkall- andi þörf fyrir einn stað sem gæti annast greiningu og ráðgjöf þegar grunur lék á um að eitthvað hindraði eðlilegan þroska ungra barna. Það var ekki hvað síst fyrir frum- kvæði Sævars Halldórssonar sem þessari deild var komið á fót. Hann var sannur brautryðjandi sem hafði kynnt sér málefnin vel, hafði kynnst því hve fjölskyldur barna með fötlun af ýmsu tagi áttu fárra kosta völ og skynjaði að hér var þörf úrbóta í samræmi við breyttar áherslur og mannúðleg sjónarmið. Við áttum þess kost að kynnast í þessu starfi ótal fagmönnum sem voru hver öðr- um færari á sínu sviði og höfðu til að bera eldmóð og löngun til að byggja upp faglega sterka þjónustustofnum sem síðar átti eftir að vekja athygli erlendra sem hérlendra gesta og fagmanna þrátt fyrir óhentugt hús- næði og erfiðan rekstur á óðaverð- bólgutíma. Það var nýrri stofnun mikið lán að njóta við uppbygg- inguna frábærra starfskrafta Sæv- ars Halldórssonar. Í sérfræðinámi sínu í barnalækningum við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum hafði hann sérstaklega kynnt sér málefni barna er áttu við alvarlega þroskaskerð- ingu og fjölfötlun að stríða, en starf- semin naut ekki síður góðs af þeim áherslum sem hann lagði á vönduð fagleg vinnubrögð, hlýlegt viðmót og samstarfsanda auk teymisvinnu og samráðs hinna ýmsu sérfræðinga er lögðu fram hver sína sérhæfðu þekk- ingu sem nýtt var sem grunnur ráð- gjafar. Áhersla var lögð á þátt upp- eldis, þjálfunar og kennslu og tóku foreldrar, sem ráðgjafar nutu, jafn- an mikinn þátt í daglegu starfi. Sæv- ar var í senn ljúfmannlegur í viðmóti og fagmannlegur í öllum samskipt- um sínum hvort heldur var við for- Sævar Halldórsson ✝ Þorlákur SævarHalldórsson barnalæknir fædd- ist í Reykjavík 25. júní 1934. Hann lést föstudaginn 19. september síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Langholts- kirkju 2. október. eldra, starfsmenn eða okkur undirritaðar sem ábyrgð bárum á daglegum rekstri og skipulagi starfsins. Hann studdi okkur í smáu sem stóru. Sæv- ar starfaði við athug- unar- og greiningar- deildina í Kjarvalshúsi allt til þess dags er starfsemin þar var lögð niður og flutt til félagsmálaráðuneytis- ins árið 1986 á grund- velli nýrrar lagasetn- ingar. Við fráfall Sævars Halldórssonar rifjast upp þessi ár, vonir, væntingar og vonbrigði sem voru okkur sameiginleg. Við þökkum fyrir allt sem hann kenndi okkur í áralöngu samstarfi. Hann var læri- meistari og hans aðalsmerki að vilja leiðbeina og fræða og miðla okkur sem með honum störfuðum af sínum einstaka þekkingarbrunni og reynslu. Við erum áreiðanlega ekki einar um að finna það sterkt nú í hve mikilli þakkarskuld við stöndum við Sævar, hinn hógværa, vandaða sér- fræðing sem um leið reyndist okkur alla tíð raungóður vinur og félagi. Á sorgarstundu færum við fjölskyldu Sævars innilegar samúðarkveðjur. Anna Hermannsdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir. Okkar kæri fyrrverandi sam- starfsmaður, Sævar Halldórsson barnalæknir er látinn. Sævar hóf störf á Barnadeild Landakotsspítala árið 1969 eftir framhaldsnám í Bandaríkjunum. Sævar vann einnig á Kópavogshæli, Greiningarstöð ríkisins og rak eigin læknastofu. Þegar ég hóf störf á barnadeildinni árið 1975 var Sævar einn þriggja barnalækna starfandi þar. Okkar samstarf varaði í tæpa þrjá áratugi og var mjög ánægjulegt. Sævar var afar farsæll læknir, með mjög krefjandi skjólstæðingahópa eins og fjölfötluð börn og mikið slös- uð börn. Hann var mikill snillingur í að ná til þessara mikið veiku barna, for- eldra þeirra og systkina og fylgdi hann þessum börnum mjög vel eftir. Þetta voru „börnin hans“ og maður sá og heyrði hvað þessar fjölskyldur mátu mikils hans fagmennsku, hæfni í mannlegum samskiptum og þótti í raun vænt um hann. Hann lagði allt- af mikinn metnað og áherslu á þver- faglega samstarfsfundi frá fyrstu tíð, fundi þar sem allt fagfólk sem kom að aðhlynningu skjólstæðingsins var kallað saman ásamt nánustu fjöl- skyldu sjúklings. Þessa fundi skipu- lagði Sævar og stjórnaði einstaklega vel. Við ræddum oft við hann, bæði í gamni og alvöru, að þegar hann vær- ir sestur í helgan stein og væri ekki að sinna hestunum sínum, þá ætti hann að skrifa bók um mannleg sam- skipti milli skjólstæðinga og heil- brigðisstarfsmanna. Eftir að Sævar lét af störfum vegna aldurs kom hann einstöku sinnum í heimsókn á Barnaspítalann og þá fékk maður alltaf bros og hlýtt faðmlag frá hon- um. Við kveðjum Sævar með söknuði en minningin lifir. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til Sigrúnar og fjöl- skyldu. Fyrir hönd samstarfsfólks Barna- deildar Landakotsspítala og Barna- deildar í Fossvogi, Auður Ragnarsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja góðan kollega og vin. Sævar hélt til Bandaríkjanna til sérnáms og nam á einum virtasta barnaspítala landsins. Hann vann þar ásamt öðrum að merkri bók: „Mental retardation An atlas of di- seases with associated physical ab- normalities.“ Þessi bók var notuð um áratugi um allan heim sem helsta uppflettirit í þessum fræðum og þótti ómissandi handbók á barnaspítölum um allan heim. Eftir að Sævar flutti heim til Íslands hóf hann störf sem sérfræðingur á Kópavogshæli, þar sem hann starf- aði 1968 til 1996. Þar voru fjölmargir fjölfatlaðir sem nutu hans hlýju og skjóls. Aðstandendur vissu að þeir komu aldrei að lokuðum dyrum hjá Sævari þegar eitthvað bjátaði á. Alltaf var hægt að reikna með því að Sævar lið- sinnti, óháð því hvort hann var á vakt eða ekki. Í erfiðum veikindum barna gaf hann foreldrum, börnum og öðr- um ættingjum alltaf tíma til að ræða málin og veita tilfinningalegan stuðning. Fólk í slíkri stöðu, með fár- veikt barn sitt eða verið að greina það með alvarlega fjölfötlun, verður að geta treyst því að fá nákvæmar og réttar upplýsingar án þess að hlut- irnir séu fegraðir. Fyrir þetta öðl- aðist Sævar traust og virðingu fólks og samstarfsfólks. Alla hans starfs- ævi leitaði fjöldi fólks til hans dag og nótt, það var alltaf hægt að finna tíma! Þar varð maður áþreifanlega var þess trausts og virðingar sem Sævar naut meðal fólks. Sævar var mörgum traustur skjólveggur þegar á reyndi. Sævar hefur gegnum starfsferil- inn leiðbeint fjölmörgum ungum læknum og ófáir þeirra hafa numið barnalækningar vegna hans góða fordæmis og leiðsagnar. Hann var óþreytandi í að handleiða unga lækna í klínísku námi, bæði í klín- ískum vinnubrögðum sem og sam- tölum við börn og aðstandendur. Hann kunni þá list að veita ungum læknum stuðning án þess að veita fulla vernd. Þetta hárfína en mikil- væga jafnvægi er nauðsynlegt til þess að gera mönnum kleift að breyta bóklegri þekkingu í praktíska klíníska reynslu. Ófáir eru þeir ís- lensku barnalæknar sem hafa haft Sævar sem fyrirmynd og aðalhvatn- ingu til sérnáms. Fyrir hönd Félags íslenskra barnalækna vil ég kveðja Sævar. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hans. Ragnar Bjarnason formaður Félags íslenskra barnalækna. „Vinir mínir fara fjöld“. Svo kvað Bólu-Hjálmar á efri árum. Ef við lifum lengi verðum við að sjá á bak vinum og samferðamönn- um sem falla frá og nú er Sævar vin- ur minn látinn, aðeins fáum mánuð- um eftir fráfall sameiginlegs vinar okkar Ásmundar Þorkelssonar. Ég kynntist Sævari fyrst í Austur- bæjarskólanum, þar sem við lentum saman í 8 ára bekk hjá Hermanni Hjartarsyni kennara, sem kenndi okkur síðan samfleytt til 13 ára ald- urs. Urðum við Sævar strax miklir vinir og treystist sú vinátta í skjóli Hermanns, sem hvatti okkur mjög til lesturs góðra bóka en hann hafði umsjón með bókasafni sem var til húsa í skólanum. Sóttum við bóka- safnið stíft og nutum þess að vera samvistum við Hermann sem fræð- ara og leiðbeinanda. Sævar bjó á Grettisgötu, þar sem æskuvinur hans Ási bjó einnig. Kynntist ég honum fljótlega eftir að kunningsskapur tókst með okkur Sævari. Má segja að frá fyrstu kynnum og allt fram yfir tvítugsaldur höfum við þrír verið lítt aðskiljanlegir vinir og heimagangar hver á annars heimili. Hittumst við gjarnan oft í viku. Þar sem við vinirnir fórum hver í sína áttina í menntun og starfi, auk þess að kvænast allir ungir að árum, var eðlilegt að fundum fækkaði með- an við hösluðum okkur völl í lífinu, hver á sínu sviði. Vinátta okkar rofn- aði þó aldrei. Til dæmis heimsóttum við hjónin þau Sævar og Sigrúnu meðan hann stundaði framhaldsnám í barna- lækningum í Boston og dvöldum hjá þeim nokkra ógleymanlega daga. Eftir heimkomu Sævars úr fram- haldsnámi hittumst við oft enda varð Sævar heimilislæknir okkar Esther- ar, svo og allrar minnar fjölskyldu. Má segja að leitað hafi verið til hans með alla kvilla, auk þess sem hann að sjálfsögðu sinnti börnunum í fjöl- skyldunni af þeirri alúð og samvisku- semi sem honum var lagin. Verð ég að geta þess hér að móðir mín elsk- aði Sævar og dáði, enda sinnti hann henni og heimsótti alla tíð meðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.