Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 43 AUÐLESIÐ EFNI verið til-nefndur, og unnið, til fjöl-margra annarra verðlauna, t.a.m. Emmy- og Golden Globe-verðlauna og hinna bresku BAFTA-verðlauna. Þá var hann valinn besti leikarinn árið 1995 á al-þjóðlegu kvikmynda-hátíðinni í Berlín fyrir Nobody’s Fool og svo má lengi telja. Newman lék í sinni fyrstu kvik-mynd árið 1954 en hún hét The Silver Chalice. Newman var kvæntur Joanne Woodward í nær 50 ár og eignuðust þau þrjú börn. Áður var hann giftur Jackie Witte og eignaðist einnig með henni þrjú börn. Bandaríski kvik-mynda-leikarinn Paul Newman lést af völdum lungna-krabba-meins 27. september, 83 ára að aldri. Hefur út-för hans farið fram í kyrr-þey og voru einungis fjölskylda og nánustu vinir við-staddir. Newman var marg-verðlaunaður, hafði verið til-nefndur tíu sinnum til Óskars-verðlauna á árunum 1959-2003 en hlaut þau aðeins einu sinni. Það var árið 1987 fyrir besta leik í aðal-hlutverki í myndinni The Color of Money. Þá hlaut hann heiðurs-verðlaun Óskarsins árið 1986. Newman hafði einnig Paul Newman látinn Paul Newman Gert hefur verið samkomu-lag milli ríkis-stjórnar Íslands og eigenda Glitnis banka hf. að höfðu sam-ráði við Seðla-banka Íslands og Fjármála-eftirlitið um að ríkis-sjóður leggi bankanum til nýtt hluta-fé. Þetta er gert með hlið-sjón af þröngri lausa-fjárstöðu Glitnis og einstaklega erfiðum aðstæðum á al-þjóðlegum fjár-mála-mörkuðum um þessar mundir. Ríkis-sjóður mun með milli-göngu Seðla-banka Íslands leggja Glitni til hluta-fjár-framlag að jafn-virði 600 milljóna evra (eða um 84 milljarða króna) og með því verða eigandi að 75% hlut í Glitni. Eign hlut-hafa Glitnis í bankanum hefur rýrnað um 88% miðað við kaup-gengi ríkisins á sínum hlut í bankanum. Ríkið setur inn í bankann nýtt hluta-fé að verð-mæti um 85 milljarðar króna og fær fyrir það 75% hlut í Glitni. Tuttugu stærstu hlut-hafar Glitnis eiga nú 17% í bankanum, en áttu fyrir tæp 69%. Markaðs-virði eignarinnar hefur rýrnað um 142 milljarða króna og er nú 19,4 milljarðar. „Ríkið mun losa þennan eignar-hlut á næstu misserum,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-ráð-herra. Hann sagði það ráðast al-gjörlega af stöðunni á al-þjóð-legum mörkuðum. „Þetta er ekki lang-tíma-fjárfesting, heldur neyðar-aðgerð. Það er ekki markmiðið að reka bankann til lengdar.“ Þá kom fram í stefnu-ræðu Geirs H. Haarde að frum-kvæðið í þessu máli hafi komið frá forsvars-mönnum Glitnis og því fari fjarri að ríkið hafi yfir-tekið Glitni með vald-boði eða sóst sérstak-lega eftir því að eignast í bankanum. Benti hann einnig á að aðrar ríkis-stjórnir hefðu gripið til hlið-stæðra aðgerða. Ríkið eignast 75% í Glitni Morgunblaðið/Kristinn Lárus Welding, for-stjóri Glitnis, og Davíð Oddsson, seðlabanka-stjóri á blaða- manna-fundi síðast-liðinn mánudag. FH-ingar urðu Íslands-meistarar karla í knatt-spyrnu 2008 eftir 2:0 sigur á Fylki í Ár-bænum. Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Sævarsson skoruðu mörkin, sem bæði komu í síðari hálf-leik. FH endaði mótið í efsta sæti með 47 stig. Næstir komu Keflvíkingar með 46 stig en þeir töpuðu 1:2 fyrir Fram. Þetta er fjórði meistara-titill FH á fimm árum. Þá var Davíð Þór Viðarsson, fyrir-liði FH-inga, út-nefndur besti leik-maðurinn í þessum síðustu átta um-ferðum deildarinnar og hlaut hann af-gerandi kosningu. . FH Íslands-meistari Morgunblaðið/hag Davíð Þór Viðarsson og Daði Lárus- son hefja Íslands-bikarinn á loft. Sala á bleiku slaufunni hófst 1. október sem liður í ár-legu á-taki gegn brjósta-krabba-meini. Bleiki liturinn verður áberandi enda hefur október um langa tíð verið helgaður átaki gegn brjósta-krabba-meini. Krabba-meins-félag Íslands ætlar að selja 40.000 slaufur fyrir 15. október til að ljúka fjár-mögnun á nýjum staf-rænum röngten-tækjum sem keypt voru í byrjun árs. Dorrit Moussiaef tók við fyrsta eintaki bleiku slaufunnar úr hendi Guðrúnar Agnars-dóttur. Skart-gripinn hannaði Hendrikka Waage. Tug-þúsundir barna hafa veikst og nokkur dáið vegna þess að blandað var efna-sambandinu melamín, sem getur valdið nýrna-sjúk-dómum, í mjólk sem þynnt hafði verið með vatni. Fjöldi kínverskra frétta-manna vissi um vandann vegna mengaðrar mjólkur nokkrum mánuðum áður en yfirvöld viður-kenndu vandann. Þeim var hins vegar bannað að tjá sig um málið á meðan Ólympíu-leikarnir stæðu yfir og Kína væri í kast-ljósi erlendra fjöl-miðla. „Það að ekki skyldi vera tekið strax á málinu og skýrt frá vandanum, stefndi öryggi almennings í voða og hafði slæm áhrif á í-mynd flokksins og ríkis-stjórnarinnar,“ er haft eftir Wang Jianguo, tals-manni borgar-yfirvalda í Shijiazhuang, þar sem Sanlu, fyrir-tækið sem dreifði mjólkinni, hefur bæki-stöð. Fjöl-miðlum var bannað að tjá sig Bang Gang, eins manns sveit Barða Jóhannssonar, mun hita upp fyrir frönsku hljóm-sveitina Air á tón-leikum í Frakk-landi dagana 10. og 11. október. Tón-leikarnir fara fram í Reims og París og var uppselt á tón-leikana í júní, enda er Air ein fremsta hljóm-sveit Frakk-lands. Barði er á fullu að kynna síðustu plötu Bang Gang, Ghosts from the Past, og í endaðan október fer hann í þriggja vikna tónleika-ferðalag um Frakk-land, Sviss, Pólland, Belgíu og víðar. Morgunblaðið/ÞÖK Hljóm-sveit Barða, Bang Gang er vinsæl í Frakk-landi. Hitar upp fyrir Air Vinnings-hafinn í þre-falda pottinum í lottóinu um síðustu helgi er ung kona í sam-búð sem á von á sínu fyrsta barni. Hún er búin að vera með tíu raða lottó-seðil í á-skrift í nokkurn tíma og voru tölurnar sem dregnar voru út laugar-daginn 27. september í efstu röðinni á seðlinum hennar. Er vinnings-fjárhæðin 14 milljónir króna. Vinningurinn er skatt-frjáls. Vinnings-hafinn fær ráðgjöf hjá KPMG endur-skoðun um með-ferð og ávöxtun slíkra fjár-muna, sam-kvæmt tilkynningu frá Íslenskri get-spá. Vann 14 milljónir í lottóinu Netfang: auefni@mbl.is Dorrit Moussiaef forseta-frú lét sér ekki nægja að festa slaufuna í barm- inn að hefð-bundnum sið heldur skartaði hún einnig tveimur slaufum sem eyrna-lokkum. Morgunblaðið/G.Rúnar 40.000 bleikar slaufur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.