Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 43

Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 43 AUÐLESIÐ EFNI verið til-nefndur, og unnið, til fjöl-margra annarra verðlauna, t.a.m. Emmy- og Golden Globe-verðlauna og hinna bresku BAFTA-verðlauna. Þá var hann valinn besti leikarinn árið 1995 á al-þjóðlegu kvikmynda-hátíðinni í Berlín fyrir Nobody’s Fool og svo má lengi telja. Newman lék í sinni fyrstu kvik-mynd árið 1954 en hún hét The Silver Chalice. Newman var kvæntur Joanne Woodward í nær 50 ár og eignuðust þau þrjú börn. Áður var hann giftur Jackie Witte og eignaðist einnig með henni þrjú börn. Bandaríski kvik-mynda-leikarinn Paul Newman lést af völdum lungna-krabba-meins 27. september, 83 ára að aldri. Hefur út-för hans farið fram í kyrr-þey og voru einungis fjölskylda og nánustu vinir við-staddir. Newman var marg-verðlaunaður, hafði verið til-nefndur tíu sinnum til Óskars-verðlauna á árunum 1959-2003 en hlaut þau aðeins einu sinni. Það var árið 1987 fyrir besta leik í aðal-hlutverki í myndinni The Color of Money. Þá hlaut hann heiðurs-verðlaun Óskarsins árið 1986. Newman hafði einnig Paul Newman látinn Paul Newman Gert hefur verið samkomu-lag milli ríkis-stjórnar Íslands og eigenda Glitnis banka hf. að höfðu sam-ráði við Seðla-banka Íslands og Fjármála-eftirlitið um að ríkis-sjóður leggi bankanum til nýtt hluta-fé. Þetta er gert með hlið-sjón af þröngri lausa-fjárstöðu Glitnis og einstaklega erfiðum aðstæðum á al-þjóðlegum fjár-mála-mörkuðum um þessar mundir. Ríkis-sjóður mun með milli-göngu Seðla-banka Íslands leggja Glitni til hluta-fjár-framlag að jafn-virði 600 milljóna evra (eða um 84 milljarða króna) og með því verða eigandi að 75% hlut í Glitni. Eign hlut-hafa Glitnis í bankanum hefur rýrnað um 88% miðað við kaup-gengi ríkisins á sínum hlut í bankanum. Ríkið setur inn í bankann nýtt hluta-fé að verð-mæti um 85 milljarðar króna og fær fyrir það 75% hlut í Glitni. Tuttugu stærstu hlut-hafar Glitnis eiga nú 17% í bankanum, en áttu fyrir tæp 69%. Markaðs-virði eignarinnar hefur rýrnað um 142 milljarða króna og er nú 19,4 milljarðar. „Ríkið mun losa þennan eignar-hlut á næstu misserum,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-ráð-herra. Hann sagði það ráðast al-gjörlega af stöðunni á al-þjóð-legum mörkuðum. „Þetta er ekki lang-tíma-fjárfesting, heldur neyðar-aðgerð. Það er ekki markmiðið að reka bankann til lengdar.“ Þá kom fram í stefnu-ræðu Geirs H. Haarde að frum-kvæðið í þessu máli hafi komið frá forsvars-mönnum Glitnis og því fari fjarri að ríkið hafi yfir-tekið Glitni með vald-boði eða sóst sérstak-lega eftir því að eignast í bankanum. Benti hann einnig á að aðrar ríkis-stjórnir hefðu gripið til hlið-stæðra aðgerða. Ríkið eignast 75% í Glitni Morgunblaðið/Kristinn Lárus Welding, for-stjóri Glitnis, og Davíð Oddsson, seðlabanka-stjóri á blaða- manna-fundi síðast-liðinn mánudag. FH-ingar urðu Íslands-meistarar karla í knatt-spyrnu 2008 eftir 2:0 sigur á Fylki í Ár-bænum. Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Sævarsson skoruðu mörkin, sem bæði komu í síðari hálf-leik. FH endaði mótið í efsta sæti með 47 stig. Næstir komu Keflvíkingar með 46 stig en þeir töpuðu 1:2 fyrir Fram. Þetta er fjórði meistara-titill FH á fimm árum. Þá var Davíð Þór Viðarsson, fyrir-liði FH-inga, út-nefndur besti leik-maðurinn í þessum síðustu átta um-ferðum deildarinnar og hlaut hann af-gerandi kosningu. . FH Íslands-meistari Morgunblaðið/hag Davíð Þór Viðarsson og Daði Lárus- son hefja Íslands-bikarinn á loft. Sala á bleiku slaufunni hófst 1. október sem liður í ár-legu á-taki gegn brjósta-krabba-meini. Bleiki liturinn verður áberandi enda hefur október um langa tíð verið helgaður átaki gegn brjósta-krabba-meini. Krabba-meins-félag Íslands ætlar að selja 40.000 slaufur fyrir 15. október til að ljúka fjár-mögnun á nýjum staf-rænum röngten-tækjum sem keypt voru í byrjun árs. Dorrit Moussiaef tók við fyrsta eintaki bleiku slaufunnar úr hendi Guðrúnar Agnars-dóttur. Skart-gripinn hannaði Hendrikka Waage. Tug-þúsundir barna hafa veikst og nokkur dáið vegna þess að blandað var efna-sambandinu melamín, sem getur valdið nýrna-sjúk-dómum, í mjólk sem þynnt hafði verið með vatni. Fjöldi kínverskra frétta-manna vissi um vandann vegna mengaðrar mjólkur nokkrum mánuðum áður en yfirvöld viður-kenndu vandann. Þeim var hins vegar bannað að tjá sig um málið á meðan Ólympíu-leikarnir stæðu yfir og Kína væri í kast-ljósi erlendra fjöl-miðla. „Það að ekki skyldi vera tekið strax á málinu og skýrt frá vandanum, stefndi öryggi almennings í voða og hafði slæm áhrif á í-mynd flokksins og ríkis-stjórnarinnar,“ er haft eftir Wang Jianguo, tals-manni borgar-yfirvalda í Shijiazhuang, þar sem Sanlu, fyrir-tækið sem dreifði mjólkinni, hefur bæki-stöð. Fjöl-miðlum var bannað að tjá sig Bang Gang, eins manns sveit Barða Jóhannssonar, mun hita upp fyrir frönsku hljóm-sveitina Air á tón-leikum í Frakk-landi dagana 10. og 11. október. Tón-leikarnir fara fram í Reims og París og var uppselt á tón-leikana í júní, enda er Air ein fremsta hljóm-sveit Frakk-lands. Barði er á fullu að kynna síðustu plötu Bang Gang, Ghosts from the Past, og í endaðan október fer hann í þriggja vikna tónleika-ferðalag um Frakk-land, Sviss, Pólland, Belgíu og víðar. Morgunblaðið/ÞÖK Hljóm-sveit Barða, Bang Gang er vinsæl í Frakk-landi. Hitar upp fyrir Air Vinnings-hafinn í þre-falda pottinum í lottóinu um síðustu helgi er ung kona í sam-búð sem á von á sínu fyrsta barni. Hún er búin að vera með tíu raða lottó-seðil í á-skrift í nokkurn tíma og voru tölurnar sem dregnar voru út laugar-daginn 27. september í efstu röðinni á seðlinum hennar. Er vinnings-fjárhæðin 14 milljónir króna. Vinningurinn er skatt-frjáls. Vinnings-hafinn fær ráðgjöf hjá KPMG endur-skoðun um með-ferð og ávöxtun slíkra fjár-muna, sam-kvæmt tilkynningu frá Íslenskri get-spá. Vann 14 milljónir í lottóinu Netfang: auefni@mbl.is Dorrit Moussiaef forseta-frú lét sér ekki nægja að festa slaufuna í barm- inn að hefð-bundnum sið heldur skartaði hún einnig tveimur slaufum sem eyrna-lokkum. Morgunblaðið/G.Rúnar 40.000 bleikar slaufur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.