Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 13 FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is N eyðarlögin sem sett voru í gærkvöldi rúma gríðarlegar valdheimildir handa fjármálaráðherra, Fjármálaeftirliti og Íbúðalánasjóði um íhlutanir í starfsemi fjármála- fyrirtækja. Orð Geirs H. Haarde forsætisráðherra í ávarpi til þjóð- arinnar í gær, þess efnis að inn- stæður Íslendinga og sér- eignasparnaður í íslensku bönkunum öllum sé tryggur, bendir til þess að lögunum sé m.a. ætlað að veita heimild til að skilja á milli erlendrar starfsemi bankanna og innlendrar, og skilja þannig er- lenda lánveitendur og vogunarsjóði eftir með stóran hluta vandans, sem þeir tóku þátt í að skapa. Í fyrsta kafla laganna eru fjár- málaráðherra fengnar víðtækar heimildir. Þeim má hann beita við „sérstakar og mjög óvenjulegar að- stæður á fjármálamarkaði,“ þ.e. þegar líkur eru á því að fjármála- fyrirtæki geti ekki staðið við skuld- bindingar sínar, líklegt er að aft- urkalla megi starfsleyfi þess eða líkur standa til að það geti ekki uppfyllt kröfur um lágmarks eigið fé og að úrræði Fjármálaeftirlitsins séu ekki líkleg til þess að takmarka tjón eða hættu á tjóni á fjár- málamarkaði. Heimildunum má fjármálaráðherra einnig beita ef fjármálafyrirtæki er komið í, eða er á leið í greiðslustöðvun, nauð- arsamninga eða gjaldþrot. Í fyrstu grein fær fjármálaráð- herra heimild við sérstakar að- stæður, fyrir hönd ríkissjóðs, til þess að reiða fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki, yf- irtaka það eða yfirtaka þrotabú þess í heild eða að hluta. Veigamik- il ákvæði gildandi laga eru tekin úr sambandi þegar fjármálaráðherra notar slíka heimild. Í fyrsta lagi gilda þá ekki ákvæði laga um fjár- málafyrirtæki, hvað varðar heimild ríkisins til að eignast virkan eign- arhlut í fjármálafyrirtæki. Í grein- argerð með lögunum segir að ís- lenska ríkið uppfylli óumdeilanlega skilyrði laganna til þess að eignast slíkan virkan eignarhlut. Þess vegna mun ríkið ekki þurfa að leita samþykkis FME fyrir því fyr- irfram. Í öðru lagi gilda ákvæði laga um verðbréfaviðskipti um yfirtöku- skyldu og lýsingar ekki. Sam- kvæmt gildandi lögum skal sá sem eignast a.m.k. 40% atkvæðisréttar í skráðu hlutafélagi, eða öðlast rétt til þess að tilnefna eða setja af meirihluta stjórnar í því, gera öðr- um hluthöfum félagsins tilboð inn- an fjögurra vikna, um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Ríkissjóður þarf sem sagt ekki að kaupa af- gang hlutafjárins út, eftir að það kaupir ráðandi hlut, enda í raun að vinna að hagsmunum hluthafanna með inngripi sínu. Í þriðja lagi gilda ekki ákvæði laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Ef ríkið yfirtekur banka fær það með öðrum orðum svigrúm til að hag- ræða í rekstri og yfirtekur ekki skyldur samkvæmt eldri ráðning- arsamningum. Það getur lækkað laun og afnumið tekjutengdar greiðslur til starfsmanna. Nýtt hlutafélag sem fjár- málaráðherra stofnar hefur engan lágmarksfjölda hluthafa, það gæti t.d. verið ríkissjóður einn. Slíkt hlutafélag hefur starfsleyfi sem við- skiptabanki. Í greinargerð kemur fram að FME geti flutt nafn fjár- málafyrirtækis sem líður undir lok á nýtt félag sem sett yrði á lagg- irnar. Önnur grein er sett til þess að ríkissjóður geti tryggt sparisjóða- starfsemi í landinu, t.d. ef eigið fé sparisjóða rýrnar niður fyrir hættumörk. Hún á við um alla sparisjóði, líka þá sem hefur verið breytt í hlutafélög. Í greininni fær fjármálaráðherra heimild, fyrir hönd ríkissjóðs, til að leggja spari- sjóði til fjárhæð sem nemur allt að 20% af bókfærðu eigin fé hans. Þetta verður hægt að gera án að- komu stofnfjáreigendafundar, ef stjórn viðkomandi sparisjóðs sam- þykkir það. Greinina má túlka þannig að kaup ríkissjóðs á stofnfé eða hlutafé í sparisjóðum skuli ekki fara fram á neinu yfir- eða und- irverði. Sé bókfært eigið fé sjóðs t.a.m. átta milljarðar og ríkissjóður leggi því til tvo milljarða, verður ríkissjóður eigandi 20% stofnfjár eða hlutafjár, eftir atvikum. Þriðja grein breytir 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. laga um fjármálafyr- irtæki. Lagagreinin var svona: ,,Fjármálaeftirlitið getur aft- urkallað starfsleyfi fjármálafyr- irtækis í heild eða að hluta, hafi verið kveðinn upp úrskurður um slit fyrirtækisins.“ Með neyðarlög- unum verður nóg að ráðstafanir FME á grundvelli laga um fjár- málafyrirtæki hafi ekki skilað ár- angri. Þá getur stofnunin aft- urkallað starfsleyfi þess. Fjórða grein afnemur m.a. þörf á samþykki FME fyrir framsali eða aukningu stofnfjár í sparisjóði, ef um er að ræða aðkomu ríkissjóðs að sparisjóði. Fimmta grein bætir nýrri grein við lög um fjármálafyrirtæki. Nýja greinin fjallar um ráðstafanir Fjár- málaeftirlitsins við „sérstakar að- stæður“ sem skilgreindar voru hér að framan. Greinin þarf í raun ekki mikilla skýringa við, FME er nán- ast fengið alræðisvald í slíkum til- fellum. „Óskertar heimildir til ráð- stöfunar réttindum og skyldum“ eins og það er orðað í frumvarpinu. M.a. eru starfsmenn þess und- anþegnir skaðabótaskyldu vegna ákvarðana og framkvæmda sam- kvæmt greininni. Þessar ákvarð- anir og framkvæmdir eru líka und- anskildar fjórða til sjöunda kafla stjórnsýslulaganna. Þeir kaflar fjalla m.a. um andmælarétt, birt- ingu ákvörðunar, rökstuðning ákvörðunar og stjórnsýslukærur. Samkvæmt greininni fær FME eft- irtalin völd: 1. Að boða til hluthafafundar eða fundar stofnfjáreigenda, óháð ákvæðum hlutafélagalaga eða sam- þykktum fjármálafyrirtækis. 2. Að taka yfir vald hluthafa- fundar eða fundar stofnfjáreigenda í því skyni að taka ákvarðanir um nauðsynlegar aðgerðir, takmarka ákvörðunarvald stjórnar, víkja stjórn frá að hluta til eða í heild, taka yfir eignir, réttindi og skyldur fjármálafyrirtækis í heild eða að hluta eða ráðstafa slíku fyrirtæki í heild eða að hluta, meðal annars með samruna þess við annað fyr- irtæki. Þá gilda ekki mikilvæg ákvæði laga um verðbréfaviðskipti né laga um fjármálafyrirtæki. Verði samruni niðurstaðan gilda ákvæði samkeppnislaga og sam- runaákvæði laga um fjármálafyr- irtæki ekki um samrunann. 3. Að skipa fimm manna skila- nefnd í fyrirtæki þar sem FME hefur vikið stjórninni frá. Skila- nefndin hefur þá umsjón með öllum eignum þess og annast reksturinn. 4. Að takmarka eða banna ráð- stöfun fjármuna og eigna fjármála- fyrirtækis. 5. Að taka í sínar vörslur eignir fjármálafyrirtækis, láta meta verð- mæti þeirra og ráðstafa þeim til greiðslu áfallinna krafna eftir því sem þörf krefur. 6. Að rifta sölu eigna sem átt hefur sér stað allt að mánuði áður en FME greip inn í. 7. Að krefjast þess að fjármála- fyrirtæki sæki um greiðslustöðvun eða leiti heimildar til nauðasamn- inga. Sjötta grein mælir fyrir um að við gjaldþrotaskipti fjármálafyr- irtækis verði innstæður sparifjár- eigenda forgangskröfur. Sjöunda grein veitir FME sömu valdheimildir og fimmta grein, þeg- ar eftirlitsskyldur aðili, annar en fjármálafyrirtæki lendir í sér- stökum erfiðleikum. Undir þetta ákvæði gætu fallið t.d. lífeyr- issjóðir. Áttunda grein bætir inn í lög um tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta. Í aðalatriðum veitir það honum rétt til að greiða innstæður fólks alltaf út í íslenskum krónum. Auk þess fær sjóðurinn að skulda- jafna innstæðum og skuldum við- komandi einstaklings í viðkomandi banka. Maður sem átti 10 milljón króna innstæðu og skuldaði 20 milljónir endar því með 10 milljón króna skuld. Greinin bætir því einnig inn í lögin um trygging- arsjóð að innstæður verð- bréfasjóða, fjárfestingarsjóða, fag- fjárfestasjóða, lífeyrissjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu skuli ekki vera und- anskildar tryggingu sjóðsins. Rétt eins og sjötta grein gerir innstæður að forgangskröfum í þrotabú yfirtekur tryggingarsjóður innstæðueigenda þær kröfur í búið ef hann borgar út innstæður fólks. Samkvæmt níundu grein verða þær kröfur sjóðsins því jafn- réttháar og kröfur almennings til innstæðna sinna. Tíunda grein breytir lögum um húsnæðismál. Þar er íbúðalánasjóði fengið það hlutverk að kaupa upp íbúðalán banka og sparisjóða. Í ell- eftu grein bætist það við að skuld- ari hefur ekkert að segja um hvort ÍLS kaupir lánið hans af viðkom- andi banka. Í tólftu grein fær fé- lagsmálaráðherra vald til að setja reglugerð um þessi kaup ÍLS á íbúðalánum bankanna. Þrettánda grein rýmkar heimildir ÍLS til þess að veita skuldbreytingarlán og fresta greiðslum lántakenda. Fjórtánda grein flýtir gildistöku laganna. Þau voru samþykkt klukkan 23:20 í gærkvöldi og birt á vefnum skömmu síðar. Þá tóku þau strax gildi, en venjulega taka lög gildi daginn eftir útgáfudag Stjórn- artíðinda þar sem þau eru birt. Mjög víðtækar valdheimildir  Alþingi sam- þykkti lög um fjármálamarkað Morgunblaðið/Golli Frumvarp Öllum var ljós alvarleiki þess máls sem rætt var á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon og Geir H. Haarde forsætisráðherra tóku til máls. Eftir Björgvin Guðmundsson og Þorbjörn Þórðarson „Í ÞESSU umhverfi hefur maður áhyggjur,“ sagði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaup- þings, eftir stjórnarfund bankans í gærkvöldi. Aðspurður hvers vegna aðstæður breytast svona hratt núna segir Sigurður að það ríki mikil tauga- veiklun á mörkuðum. Í fyrradag sagði Sig- urður í yfirlýsingu til MarketWatch.com að bankinn hefði laust fé til að standa við skuld- bindingar sínar til næstu 360 daga. Í gær sagði hann að Kaupþing hefði fengið stórt lán hjá Seðlabanka Íslands til að mæta skuldbind- ingum. Spurður hvort ekkert sé að marka svona yfirlýsingar sagði hann: „Jú, jú. En það er hins vegar þannig að þá erum við að taka inn alls konar línur og alls konar laust fé. En svo verður alveg rosaleg breyting á að- stæðum.“ Er þá verið að loka á lánalínur íslensku bankana? „Já. Það er verið að loka línum á alla banka. Ekki bara þá íslensku. Millibankamarkaður er ekki til í dag, sem var meginstoðin í allri bankastarfsemi bara fyrir sex til tólf mán- uðum,“ sagði Sigurður. Lán bankanna gjaldfellt í Evrópu Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hætti Seðlabanki Evrópu við að gjaldfella stór lán Landsbanka Íslands og Kaupþings á sunnudagskvöld. Var lán Landsbankans að upphæð 500 milljónir evra og Kaupþings 800 milljónir evra. Það varð meðal annars til þess að forsætisráðherra varð bjartsýnni á að staða íslensku bankanna myndi batna. Hins vegar fór allt á versta veg í gærmorgun eins og Sig- urður staðfestir við Morgunblaðið. „Nú mun það koma í ljós hverjar afleiðing- arnar verða. Ég vil ekki tjá mig um það,“ sagði hann aðspurður um áhrifin af samþykkt Al- þingis á nýjum neyðarlögum um fjár- málamarkaðinn. Mistök að yfirtaka Glitni Sigurður sagði að ef ríkið hefði ekki keypt Glitni um síðustu helgi hefðu bankarnir ekki fengið lækkun á lánshæfismati og aðstæður hefðu því orðið allt aðrar. Hann sagðist þeirrar skoðunar að það væri mjög varhugavert að ríkið eignaðist 75% hlut í Glitni og sagðist vona að það yrði ekki niðurstaðan á endanum. Þetta kom meðal annars fram í viðtali við Kastljósið í gær og ítrekaði hann orð sín í samtali við Morgunblaðið. Aðgerðin væri afturkræf. „Þetta er dýrasta lausn fyrir almenning í landinu sem hægt er að hugsa sér,“ sagði Sig- urður. „Miklar líkur eru á því að þegar þessir 84 milljarðar verða settir inn í bankann þá verði þeir einfaldlega tapaðir.“ Lokað á lán til bankanna  Stjórnarformaður Kaupþings segir yfirtökuna á Glitni dýrustu lausnina fyrir almenning  Seðlabanki Evrópu gjaldfelldi lán íslensku bankanna Sigurður Einarsson SIGURÐUR Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, staðfesti í gærkvöldi að Kaupþing hefði fengið lán hjá Seðlabankanum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að „engin ástæða“ væri til að gefa upp hversu hátt lánið væri. Í Kastljósi Sjónvarpsins sagði Sigurður að lánið væri veitt gegn veði í mjög traustum eign- um. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru þessar eignir bréf í danska bankanum FIH, sem er dótturfélag Kaupþings. Athygli vakti að í þeirri útgáfu frumvarps ríkisstjórnarinnar sem dreift var á Alþingi og til fjölmiðla í gær var sérstakt bráðabirgða- ákvæði til tveggja ára um að Seðlabanka Ís- lands væri heimilt að eiga hlutabréf í danska FIH bankanum. Skýrt var frá því að Seðlabank- inn hefði veitt Kaupþingi lán gegn veði í danska bankanum og því þyrfti að skjóta styrkari stoð- um undir heimildir Seðlabankans til að eiga hlut í honum ef Kaupþing gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna lánsins. Í nýrri út- gáfu frumvarpsins, sem var síðar dreift, hafði þetta ákvæði hins vegar verið tekið út. Á blaða- mannafundi gaf forsætisráðherra engar skýr- ingar á því. thorbjorn@mbl.is / halla@mbl.is Seðlabanki lánar Kaupþingi gegn veði í FIH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.