Morgunblaðið - 07.10.2008, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Morgunblaðið/hag
Landsbankinn Icesave, sem er innlánsreikningur bankans í Bretlandi, var
lokaður tímabundið í gær vegna tæknilegra erfiðleika.
kemur fram að vefur Icesave hafi
glímt við tæknilega erfiðleika sem
starfsmenn vefsins hafi síðan unnið
bug á.
The Times Online hefur eftir
talskonu Icesave að erfiðleikar hafi
verið með vefinn í gærmorgun en
þeir eigi nú að vera komnir í lag.
Talskonan bætti því við að 5 millj-
arða punda innistæður um 200 þús-
und breskra sparifjáreigenda séu
tryggðar með samspili breskra og
íslenskra innlánstryggingakerfa.
thorbjorn@mbl.is / mbl.is
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ ákvað í
gær að stöðva tímabundið viðskipti
með alla fjármálagerninga sem
gefnir eru út af Glitni, Kaupþingi,
Landsbankanum, Exista, Straumi
og SPRON. Ákvörðunin var tekin
þar sem það var mat Fjármálaeft-
irlitsins að jafnræði fjárfesta yrði
ekki tryggt með öðrum hætti.
Sparifjáreigendur sem ætluðu að
taka fjármuni út af Icesave, bresk-
um innlánsreikningi Landsbank-
ans, gátu það ekki í gærmorgun. Í
tilkynningu á vefsvæði Icesave
Viðskipti stöðvuð
og Icesave lokaður
ÞETTA HELST ...
● LOKAÐ var fyrir viðskipti með
hlutabréf í fjármálafyrirtækjum í
Kauphöllinni á Íslandi í gær og setti
það sitt mark á viðskiptin. Heildar-
viðskipti námu 41,6 milljörðum
króna. Þar af voru viðskipti með
skuldabréf fyrir 40,3 milljarða en við-
skipti með hlutabréf voru einungis
fyrir um 1,2 milljarða króna.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,1%
og er lokagildi hennar 3.060 stig.
Mest viðskipti voru með hlutabréf
Össurar, eða fyrir um 332 milljarða.
Mest lækkun varð á hlutabréfum Atl-
antic Petroleum, en þau lækkuðu
um 22,1%. Þá lækkuðu bréf Bakka-
varar um 13,2% og bréf Føroya
banka um 6,7%. Ekkert félag hækk-
aði í verði í Kauphöllinni í gær.
gretar@mbl.is
Lítil viðskipti í
Kauphöllinni á Íslandi
● VEFÚTGÁFA breska dagblaðsins
Times fjallaði í gærkvöldi um að
nokkur hræðsla hefði gripið um sig í
Bretlandi vegna þeirra vandræða
sem íslensku bankarnir væru nú í.
Bankarnir hefðu lánað mikið til
þekktra breskra verslanakeðja og því
væru margir óttaslegnir yfir því að
hrun þeirra gæti leitt til brunaútsölu
á breskum félögum. Heimildarmenn
Times í Lundúnum sögðu að Baugur
hefði átt viðræður um sölu einhverra
eigna og hefði óskað eftir lánum
gegn veðum í öðrum.
Þar kom einnig fram að nokkur
hundruð störf í fjármálahverfinu í
Lundúnum væru háð íslensku bönk-
unum. Singer & Friedlander bank-
inn, dótturfélag Kaupþings, væri
óformlega boðinn til sölu um þessar
mundir og Teather & Greenwood
verðbréfafyrirtækið, sem Lands-
bankinn seldi nýlega til Straums, yrði
líklega selt að nýju til nýrra fjárfesta.
thorbjorn@mbl.is
Hræðsla í Bretlandi
vegna bankanna
● Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF,
hefur sent hóp, svokallað Fact-
Finding-Team, til Íslands. Dow Jon-
es-fréttaveitan segir talsmann sjóðs-
ins hafa staðfest þetta í gær. Hann
hafi ekki viljað tjá sig frekar um til-
gang ferðarinnar.
Hún er sögð farin í kjölfar þess að
íslensk stjórnvöld leiti leiða til að
bjarga efnahag Íslands. Í skýrslu
framkvæmdastjórnar Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins frá því í september er
tekið fram að íslenskt hagkerfi
standi á erfiðum tímamótum vegna
gífurlegrar þenslu undanfarin ár. Þá
hafi alþjóðleg fjárhagsleg ókyrrð
reynst Íslandi erfið. camilla@mbl.is
Nefnd IMF komin
● MÁNUDAGUR 29. september.
Tilkynnt er að ríkið kaupi 75% hlut í
Glitni fyrir 600 milljónir evra. Þriðj-
ungur gjaldeyrisvaraforða Seðlabank-
ans verður nýttur til að fjármagna
kaupin.
Stoðir, einn stærstu hluthafa í Glitni,
tilkynna um greiðslustöðvun í kjölfar
fregnanna af þjóðnýtingu bankans.
Ríkissjóður stefnir ekki að því að eiga
hlut sinn í bankanum til langframa. Til-
gangur með aðgerðinni sagður að
tryggja stöðugleika í fjármálakerfinu
hér á landi.
Átta viðburðaríkir dagar í íslensku viðskiptalífi – frá þjóðnýtingu
● ÞRIÐJUDAGUR 30. september.
Viðbrögð við þjóðnýtingu Glitnis koma í
ljós. Jón Ásgeir Jóhannesson kallar að-
gerðina bankarán um hábjartan dag.
Hann segir Baug ekki standa höllum
fæti þrátt fyrir greiðslustöðvun Stoða.
Lokað er fyrir viðskipti í þremur skulda-
bréfasjóðum Glitnis.
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórn-
arformaður Glitnis, gagnrýnir einnig
kaupin. Úrvalsvísitalan féll um tæp 17%
og réð þar mestu lækkun Glitnis. Láns-
hæfismat ríkissjóðs auk allra bankanna
er lækkað.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
ERLENDAR eignir viðskiptabank-
anna þriggja og Straums námu tæp-
um 10.000 milljörðum króna um mitt
ár miðað við upplýsingar í hálfsárs-
uppgjörum bankanna. Eðlilega eru
erlendar eignir mestar hjá Kaup-
þingi og nema um 4.500 milljörðum
króna. Erlendar eignir Glitnis eru
um 2.620 milljarðar, erlendar eignir
Landsbankans um 2.240 milljarðar
og erlendar eignir Straums um 630
milljarðar króna. Eru þær um 65%
af heildareignum bankanna fjög-
urra, en hæst er hlutfallið hjá Kaup-
þingi og Glitni, 68%, en lægst hjá
Landsbankanum, 56%.
Heildareignir bankanna fjögurra
á Norðurlöndum nema um 3.600
milljörðum. Eignir á Bretlandi og Ír-
landi nema um 2.300 milljörðum.
Breytt staða
Í júnílok var gengisvísitala krón-
unnar 160,4 stig og má því gera ráð
fyrir að erlendar eignir bankanna
hafi hækkað við veikingu krónunnar,
en gengisvísitalan endaði gærdaginn
í 207,2 stigum. Er það 29,2% veiking
á gengi krónunnar.
Mjög er mismunandi hvernig
rekstrartekjur bankanna dreifast
landfræðilega, en erlendar rekstrar-
tekjur Straums eru um 64% heildar-
rekstrartekna. Þetta hlutfall er 50%
hjá Glitni, 41% hjá Kaupþingi og
33% hjá Landsbankanum.
Athuga ber að staðan hefur að
sjálfsögðu breyst mikið frá 30. júní
síðastliðnum. Helst ber þar að nefna
samkomulag um kaup Straums á
stórum hluta erlendra eigna Lands-
bankans. Greiddi Straumur fyrir það
380 milljónir evra, andvirði um 55,4
milljarða króna á þávirði. Á kortinu
sem hér fylgir eru þessar eignir
merktar Straumi.
Miklar eignir
í útlöndum
Í HNOTSKURN
»Erlendar eignir bankannanámu 9.987 milljörðum
króna um mitt ár.
»Eiga bankarnir fjórirstarfsstöðvar, banka og
fjármálafyrirtæki um allan
heim.
»Mestar eignir bankannaeru á Norðurlöndum og á
Bretlandseyjum.
Stærstur hluti eigna á Norðurlöndum
Erlendar eignir 65% heildareigna
34056
78990:
;
<=990
:;
>?90
:;
6706
6=0:;
3=470:
;
;:@A=
9
0BC
:D=45E=
.D00:;
E7E==
69F
<F::0:;
%/
G/
0,
H2
3
9I% .
@
HF 5 <
J
2
,;
60:;
@2 J
2
404
2
:
C*
2
0
C-
2
;
*5' *-5
2
;
6*
* 2
/
(*
40
7
-5@
D>
2
4B
7
-5,
B
0
- D>
2
E7
0
:(
(G7H
I
G
( H
(
0C-
J
0
- D>
(
2-
'
2
-
7
-5,
(
-
7
-5,
L
7
-,,
B-
:8IG7
-
5@
H
0
- D>
7
-5,
0-*
-
MG0
--H
0
:(
(G7H
7
-5@
D>
(
75
J
7
-5,
(
75
J
(
75J
0
*(
;
G0
-
-H
(
75
J
.*
(
(
75
J
N**( O*
'
G0
- H
K
L
0,
:MN
3:;=6
9F:
2
5
O*
5*
*
7
-5,
1P *
(
75
J
. -
9:;
2
D0
*
;%
;
%&
7
-5,
7
-5,
-
2
D0
*
D@C D@C
D@C L3C
;M
:,O
<7 ;C
D@C8*'
D@C1+
● MIÐVIKUDAGUR 1. október.
Gengisvísitalan rýfur 200 stiga múrinn.
Kaupmáttur rýrnar jafnt og þétt. Fjár-
lögin eru kynnt á Alþingi og er gert ráð
fyrir 57 milljarða króna halla á rekstri
ríkissjóðs.
Straumur kaupir erlenda starfsemi
Landsbankans. Sjóðir Glitnis opnaðir á
ný. Kaupþing gagnrýnir Seðlabankann
fyrir aðgerðaleysi í gjaldeyrismálum.
Glitnir sendir frá sér afkomuviðvörun
vegna 71% gengislækkunar á gengi
bréfa í bankanum. Velta á skuldabréfa-
markaði eykst.
● FIMMTUDAGUR 2. október.
Krónan í frjálsu falli. Verulega hægir á
gjaldeyrisviðskiptum með íslensku
krónuna. Bankarnir hamstra það sem
þeir eiga af gjaldeyri.
Seðlabankinn tvöfaldar útgáfu inn-
stæðubréfa til að reyna að styrkja gengi
krónunnar.
Geir H. Haarde flytur stefnuræðu
sína á Alþingi og segir Glitniskaup ekki
marka endapunkt í hremmingum sem
steðji að íslensku bankakerfi.
Aðgerða stjórnvalda er beðið með
óþreyju.
● FÖSTUDAGUR 3. október.
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnar-
formaður Glitnis, segist styðja kaup
ríkisins á bankanum og hvetur hluthafa
til að gera slíkt hið sama.
Sáralítil velta er á millibankamark-
aði.
Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla
Íslands, segir að íslensku bankarnir og
fjöldi fyrirtækja séu í reynd gjaldþrota.
Mikil óvissa ríkir á meðal almenn-
ings og örtröð er í bankaútibúum.
Geir H. Haarde segir ríkið tryggja
sparifjáreigendur.