Morgunblaðið - 07.10.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.10.2008, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 27 svo að því að fara heim til Reykja- víkur aftur léstu mig hafa pening og sagðir mér að fara að kaupa heil föt en ekki föt sem héngju á nokkrum spottum. Börnin mín tala enn um það þegar við fórum í sumarbústað við Apa- vatn yfir páskana 2007 og þú og Nóný frænka vöknuðuð fyrir allar aldir og földuð lítil páskaegg úti í skógi fyrir krakkana sem þau áttu síðan að leita að, þetta var alveg yndisleg og ógleymanleg ferð. Elsku afi, þín verður sárt saknað og það verður skrítið að hafa þig ekki með í skötuveislunni okkar núna um jólin. Guð geymi þig, afi minn, og minningin um þig lifir í hjarta mínu að eilífu. Þitt barnabarn, Rakel Dögg. Elsku afi. Við kveðjum þig með miklum söknuði. Það er svo margt sem við eigum þér að þakka. Þú vildir alltaf leika við okkur í alls konar leikjum þegar við vorum litlar og komum í heimsókn. Þú varst alltaf að gera eitthvað og aldrei varstu kyrr lengi. Við þekktum fáa meiri bílakalla en þig, þú varst oft í bílskúrnum að dunda þér eitthvað við bílinn. Það var alltaf staður fyrir okkur hjá ykkur ömmu, við bjuggum t.d. hjá ykkur í eitt ár þegar við vorum að byggja húsið okkar, þá fóru þið amma í herbergi niðri í kjallara en létuð okkur hafa allt plássið á efri hæðinni í Nökkvavoginum. Við munum eftir mörgum afmæl- um og jólum með þér, ein jólin slökktir þú eldinn í kjólnum hennar Maddýar þegar það kviknaði í hon- um út frá kertaskreytingu og brenndir þig á höndunum en þú gerðir sem minnst úr því. Það voru heldur ekki fáar ferðir sem við öll fjölskyldan fórum saman í bæði hérlendis og erlendis. Það voru nokkrar hringferðir og sum- arbústaðarferðir, en það er ótrúlegt hvað það er hægt að troða mörgum í einn pínulítinn sumarbústað ef vilj- inn er fyrir hendi. Þú varst oft langt á undan okkur hinum þegar við fór- um eitthvað út að labba til að skoða okkur um, þér lá svo mikið á, það er gott að eiga góðar minningar og það eigum við. Takk fyrir að vera afi okkar, við elskum þig. Þínar, Vera Ósk og Magnea Dís. Afi okkar er dáinn, okkur þykir vænt um hann. Afi gaf okkur rakettur um ára- mótin og flöskur til að fara með í Sorpu, afi fór með okkur í sveitina. Hann veiktist í ágúst og dó í sept- ember. Hann var langbesti afi í heimi og við munum sakna hans Bæ, besti afi í heimi. Við munum sakna þín. Takk fyrir að vera góður við okkur. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Hrafnhildur María Egilsdóttir, Guðjón Þór Egilsson. Elsku Sigurjón. Margar eru minningarnar sem við eigum um þig og þessa stundina eru þær mikils virði. Mikill er missir fjölskyldunnar og þeirra sem næstir honum stóðu og þungbær er sorgin, en Drottinn hefur kallað til sín öflugan liðsmann sem hefur nú verið ætlað stærra hlutverk í víðáttum handan okkar heims. Við sem eftir lifum fáum það erf- iða verkefni að glíma við sorgina og sætta okkur við orðinn hlut, en minningin um þennan góða mann lifir í hjörtum okkar alla tíð. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Við og fjölskyldur okkar viljum votta Lillý, Sirrý, Guðjóni, Kötu, Ingu, Nóný og öllum ættingjum dýpstu samúð okkar. Jónína Jóhannesdóttir og Sigrún Heiða Pétursdóttir. Síminn hringir á laugardags- morgni. Hressileg rödd segir: Eruð þið ekki vöknuð og búin að laga kaffið? Ég er á leiðinni. Auðvitað er stokkið upp og kaffið lagað, stírurn- ar nuddaðar úr augunum og blöðin rifin úr lúgunni. Siggi mættur, hress að vanda. Bú- inn að fara í morgungönguna, keyra á bílasölurnar og jafnvel þvo bílinn líka á meðan aðrir sváfu. Síðan er sest niður með kaffibollann og rætt um menn og málefni, bíla og fót- bolta. Svo er hann rokinn – aldrei stoppað of lengi. Það voru skemmtilegir tímar þeg- ar við hittumst í útilegum ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Ófáir morgnarnir sem við vöknuðum við að verið var að hrista stögin og slá í potta fyrir utan fellihýsið. Morgun- ræsið hjá Sigga bróður á sínum stað. Við bræðurnir vorum báðir dug- legir við að skipta um bíla og yf- irleitt var það fyrsta verk okkar að heimsækja hvor annan þegar nýr bíll hafði verið keyptur. Síðustu kvöldin sem við gátum rætt saman á spítalanum fóru í umræður um nýj- ustu bílakaupin, áhuginn var enn fyrir hendi þótt fárveikur væri. Það var aðdáunarvert að sjá og heyra hann helsjúkan gera grín að spít- aladvölinni og létta þannig ástvinum þessar erfiðu stundir. Þegar Siggi kom í morgunkaffi rétt áður en við fjölskyldan skrupp- um í sumarfrí í lok júlí grunaði eng- an að þar færi ekki fullfrískur mað- ur. Viku síðar var hann kominn inn á spítala og ekki varð við neitt ráðið. Stríðið var stutt en snarpt. Við bræðurnir drekkum ekki saman fleiri kaffibolla við eldhús- borðið en minningarnar verða okkur sem eftir sitjum dýrmætar. Hvíl í friði, kæri bróðir. Jón Ingi og fjölskylda. Elsku Siggi minn. Það er erfitt að skrifa minningargrein um þig því ég vildi hafa þig svo miklu lengur hjá okkur. Við vorum í sumar að tala um að þú kæmir til mín um jólin og værir hér hjá okkur í Skopun. Þú þekktir svo vel til hér eftir að þú bjóst hér úti í 1 ár og mikið var þá gaman að hafa þig hér í nágrenninu. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur, prakkari en þó róleg- ur og kurteis. Þú varst vinnusamur og vildir allt fyrir mig og mína fjöl- skyldu gera. Þú gafst mér einu sinni íslenska fánann og sagðir að ég yrði að eiga fána þar sem ég byggi svo langt frá landinu. Fáninn er alltaf dreginn að húni hjá okkur 17. júní. Tryggð þín sést vel á því að nær alla starfsævi þína vannstu hjá Síman- um. Elsku bróðir, ég mun sakna þín svo mikið. Þó fjarlægðin væri mikil á milli okkar áttum við margar góð- ar stundir saman bæði heima og hjá okkur í Færeyjum. Þér fannst svo gaman að hafa fengið litla frænku hér í Færeyjum á afmælisdaginn þinn og ber hún nafn móður okkar. Krakkarnir mínir, Ebbe og ég eig- um svo góðar minningar um þig og við viljum þakka þér fyrir allt og biðja Guð um að styrkja börnin þín og fjölskyldur. Núna líður þér vel Siggi minn, kominn í betri heim og laus við alla verki. Þú óskaðir þess að fá að hvíla hjá pabba og mömmu í Fossvogs- kirkjugarði svo núna eruð þið öll saman, vinurinn minn. Ég bið Guð að lýsa þér leið kæri bróðir og ást- arþakkir fyrir allt. Endurfundirnir verða sælir. Þér þótti svo vænt um þennan sálm sem ég enda þetta með. Hvíl þú í friði elsku bróðir, mágur og frændi. Blessuð sé minn- ing þín. Sofanda sýndu þá sólstigans braut upp í þitt eilífa alföðurskaut. Hljómi svo harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. (Matthías Jochumsson) Þín systir, Kristín Inga og fjölskylda. Við viljum minnast Sigurjóns Ingimarssonar símsmiðs og síðar eftirlitsmanns hjá jarðsímadeild Símans. Við yngri kynslóð símamanna á jarðsímadeildinni kynntumst Sigur- jóni er hann fluttist til Reykjavíkur. Hann hafði verið búsettur á Hvammstanga og unnið þar og á Blönudósi við viðgerðir og nýlagnir ásamt ýmsu öðru er til féll hjá Landssíma Íslands, áður hafði hann unnið hjá bilanadeild, 05 hjá sama fyrirtæki í Reykjavík. Við kynnt- umst strax glaðlyndum og lífsglöð- um manni sem sjaldan gat verið kyrr. Þurfti alltaf að hafa nóg fyrir stafni og verkefni til að leysa. Enda kom það á daginn þegar stóru verk- efnin, við endurnýjun gatnakerfis borgarinnar og lagningu breiðbands símans byrjuðu, þá sá Sigurjón um samskipti við verktaka og veitur borgarinnar af miklum dugnaði og myndarskap. Það var eftir því tekið hve vel hann leysti flókin og vanda- söm verkefni sem fylgdu þessum verkum. Það var gaman að vinna með Sig- urjóni. Við strákarnir gátum alltaf leitað til hann með vandamál og og hann liðsinnti og aðstoðaði okkur á sinn glaðværa hátt. Við viljum þakka þér, Sigurjón, fyrir þau ár sem þú varst með okkur. Eiginkonu og fjölskyldu Sigur- jóns vottum við samúð okkar. Sigurgeir Ólafsson, Sigurður Lúther Björgvinsson, símamenn. Gættu þess vin, yfir moldunum mínum að maðurinn ræður ei næturstað sínum. Og þegar þú hryggur úr garðinum gengur ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur. En þegar þú strýkur burt tregafull tárin þá teldu í huganum yndisleg árin. Sem kallinu gegndi ég kátur og glaður það kæti þig líka, minn samferðamaður ( James Mc Nulty.) Þökkum innilega samstarf liðinna ára. Sendum börnum hins látna og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. fyrrum samstarfsfólks Pósts og síma, Hvammstanga, Ögn Magna Magnúsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG ANTONÍUSDÓTTIR, Borgarlandi 5, Djúpavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Hornafirði laugardaginn 4. október. Útförin fer fram frá Djúpavogskirkju laugardaginn 11. október kl. 14.00. Jarðsett verður í Beruneskirkjugarði. Hanna Antonía Guðmundsdóttir, Hjálmar Guðmundsson, Hreinn Guðmundsson, Birgir Guðmundsson, Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir, Stefán Guðmundsson, Gústa Þórlaug Svavarsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Jón Karlsson, Kristján S. Guðmundsson, Elva Sigurðardóttir, Karl E. Guðmundsson, Þórlaug Másdóttir, Guðmundur I. Guðmundsson, Oddný Dóra Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGRÍÐUR E. G. BIERING, Árskógum 2, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardaginn 4. október. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 16. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minning- arsjóð Skógarbæjar. Helga E. Biering, Sveinn B. Pedersen, Moritz W. Biering, Sidsel Eriksen, Guðrún Biering, Hrafn Björnsson, Bertha Biering, Louise Biering, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Okkar ástkæra ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR ljósmóðir, Merki, Borgarfirði eystra, lést fimmtudaginn 2. október á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum. Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju föstudaginn 10. október kl. 12.00. Kveðjustund verður í Bakkagerðiskirkju kl. 14.30 og jarðsett í Bakkagerðiskirkjugarði. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjúkrahúsið Egilsstöðum. Unnar Heimir Sigursteinsson, Sigurborg Sigurðardóttir, Jón Þór Sigursteinsson, Svava Herdís Jónsdóttir, Einar Sigurður Sigursteinsson, Sigrún Birna Grímsdóttir, Grétar Smári Sigursteinsson, Gunnhildur Imsland, ömmu- og langömmubörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ SVEINBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR frá Miðhúsum, Eiðaþinghá, Kirkjustíg 8, Eskifirði, andaðist laugardaginn 4. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðný Sigríður Hallgrímsdóttir, Sigmar Hjartarson, Kristrún Hallgrímsdóttir, Hjörleifur Alfreðsson, Soffía Hallgrímsdóttir, Ólafur Hallgrímsson, Vilma Lillý Peña de Hallgrímsd., Brynjólfur Einar Sigmarsson og Sigríður Sigmarsdóttir, Birna Þorbjörg Hjörleifsdóttir, Lilja Íris Friðjónsdóttir og Perla Ósk Friðjónsdóttir, Sara Ósk Ólafsdóttir og Ísabella Sif Ólafsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra ELÍSAR KJARAN FRIÐFINNSSONAR. Innilegt þakklæti til starfsfólks Caritas Ísland og dvalarheimilisins Tjarnar á Þingeyri. Aðstandendur. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.