Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
PATHOLOGY kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
HAPPY GO LUCKY kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
WILD CHILD kl. 6 LEYFÐ
JOURNEY TO THE C... kl. 8:103D LEYFÐ 3D - DIGITAL
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
SMART PEOPLE kl. 6 B.i. 12 ára
DARK KNIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára
TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
CHARLIE BARTLETT kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
DEATH RACE kl. 10:10 B.i. 16 ára
STAR WARS: C. W. kl. 5:50 LEYFÐ
WALL • E m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ
PATHOLOGY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára
PATHOLOGY kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára LÚXUS VIP
WILD CHILD kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
JOURNEY TO THE C... kl. 5:50 3D LEYFÐ 3D - DIGITAL
SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 LEYFÐ
SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 LEYFÐ LÚXUS VIP
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
SÝND Í KRINGLUNNI
SÝND Í KRINGLUNNI - S.V. MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
-BBC
-HJ.,MBL
JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS
MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ
Sally Hawkins sem fékk Berlínabjörninn
fyrir besta leik skapar hina eftirminnilegu
Poppy sem sér heiminn alltaf jákvætt
Mike Leigh leikstjóri Secrets & Lies og
Veru Drakeer meistari í persónusköpun
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
HVERNIG MYNDI
LÆKNANEMI
FRAMKVÆMA HIÐ
FULLKOMNA MORÐ!?
ATH. STRANGLEGA
BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA.
EINHVER HROTTALEGASTA
SPENNUMYND SÍÐARI ÁRA,
Í ANDA HINNA MÖGNUÐU
FLATLINERS
-TOMMI - KVIKMYNDIR.ISS.V. - MORGUNBLAÐIÐ
- S.V., MBL - Ó.H.T., RÁS 2 - 24 STUNDIR - B.S., FBL
KVIKMYNDAHÁTÍÐIN RIFF
bauð upp á ansi áhugaverða kvik-
myndasýningu sl. helgi þar sem
hljómsveitin Hjaltalín auk Ben
Frost fluttu eigin tónlist við 88 ára
gamla þögla kvikmynd. Myndin er
jafnframt sú fyrsta sem tekin er upp
hér á landi, nánar tiltekið á Keldum
á Rangárvöllum, og skartar há-
íslensku svarthvítu landslagi. Í
prentuðum fjölmiðlum mátti lesa að
tónlistarmenn höfðu úr ansi litlum
tíma að moða til að semja tónlist við
rúmar tvær klukkustundir af leiknu
efni, og er þó aðeins um að ræða
fyrri hluta kvikmyndarinnar. Þekkt
er að tónsetning þögulla mynda get-
ur tekið marga mánuði, jafnvel
nokkur ár.
Að lokinni mjög ýtarlegri lýsingu
Jóns Ynga Jóhannssonar á tilurð og
sögu myndarinnar hófst sýningin.
Tónlistarflutningur var „lifandi“ og
upptekinn í bland og var einskonar
samansafn af hefðbundnu poppi, nú-
tímatónlist, rokki og öðrum hljóðum.
Kvikmyndin var þar að auki ekki
tónsett með hefðbundnum hætti og
persónur því t.a.m. ekki auðkenndar
með ákveðnu hljóðfæri eða stefi,
eins og við eigum að venjast. Nokk-
ur stefjanna heyrðust reyndar end-
urtekin undir ákveðnum kring-
umstæðum, t.d. uppörvandi
heimfararstef Ormars unga, en það
virkaði ekki mjög kerfisbundið. Að-
draganda hápunktanna var loks gert
hærra undir höfði en hápunktunum
sjálfum, þá ríkti þögnin ein. Þetta
átti t.a.m. við í einu lokaatriði mynd-
arinnar þegar Örlygur gengur til
kirkju ásamt Ormari í brjálæðislegri
hljóðhysteríu, og afhjúpar svo sann-
leikann um illa innrættan son sinn,
Ketil, í algerri þögn.
Tónlist Hjaltalín hélt sérkennum
sínum í samstarfi sínu með Ben
Frost og voru fiðlan, fagottið, hið
síáheyrilega píanó og gítarinn fram-
arlega í tónlistarhrærigrautnum.
Inn á milli heyrðust upptökur af
meistaralegum strengjaútsetn-
ingum, t.d. þegar Ormarr fékk útrás
fyrir tilfinningar sínar á fiðluna. Þá
heyrðust einnig viðeigandi valsa- og
dægurlagarispur 3. áratugarins á
fölsku píanói, oft með fiðlu, t.d. þeg-
ar Örlygssynir athöfnuðu sig í Kaup-
mannahöfn.
Gæði innihalds myndarinnar voru
nokkuð mikil þrátt fyrir gjör-
breyttan tíðaranda í dag. Ólíklegt er
að áhorfendur frumsýningarinnar
árið 1920 hafi hlegið hátt þegar
Ormarr strauk vömbina á pabba sín-
um ótt og títt eða þegar gamall karl
sturtaði neftóbaksdollu í nösina.
Þetta kætti hinsvegar nútímamann-
inn sl. helgi og uppskar hlátrasköll
úr sal. Þá virðist dramatísk vinsun í
atburðarás ekki hafa verið mikil þar
sem sum atriði voru hreinlega óþörf
og gerðu myndina allt að því lang-
dregna, a.m.k. miðað við nútíma-
staðla. Hjaltalín og Ben Frost náðu
þó að spila ansi vel úr efniviðnum og
mögnuðu oft upp atriði myndarinnar
með eftirminnilegum hætti, t.a.m.
með djöfulgangi og óhljóðum þegar
Ketill steig fyrst upp í predik-
unarstólinn.
Það var samt eins og það vantaði
aðeins upp á heildarsýn, heildarpæl-
ingu frá upphafi til enda, og virkaði
því tónlistin oft aðeins of tilvilj-
unarkennd. Þetta hefði ekki verið
nokkurt vandamál hefði myndin
ekki verið eins löng og tempó mynd-
arinnar ekki jafn „hæg“ og raunin
var. Tónleikarnir voru þó stórlega
vel heppnaðir miðað við þann stutta
tíma sem hljómsveitin hafði til um-
ráða. Sannreynist sem áður að með
góðri samvinnu má færa fjöll úr
stað, vonandi taka ráða- og fjár-
málamenn þjóðarinnar sér það til
fyrirmyndar.
Mögnuð melódramatík
TÓNLIST
Bæjarbíó, Hafnarfirði
Kvikmyndatónleikarbbbmn
Kvikmyndatónleikar: Hjaltalín og Ben
Frost fluttu frumsamda tónlist við 1.
hluta Sögu Borgarættarinnar, danska
kvikmynd byggða á samnefndri skáld-
sögu Gunnars Gunnarssonar. Laugardag-
inn 3. október 2008 kl. 20.
Morgunblaðið/hag
Blanda „Tónlistarflutningur var „lifandi“ og upptekinn í bland, og var einskonar samansafn af hefðbundnu poppi,
nútímatónlist, rokki og öðrum hljóðum,“ segir Alexandra Kjeld meðal annars um kvikmyndatónleika Hjaltalín.
Alexandra Kjeld
ÞAÐ kom mörgum í opna skjöldu
að Rick Astley skyldi komast á
lista yfir þá sem koma til greina
þegar besti tón-
listarflytjandi
fyrr og síðar
verður valinn á
verðlaunaaf-
hendingu MTV
sjónvarpsstöðv-
arinnar í Evrópu
í næsta mánuði.
Astley átti
nokkrum vin-
sældum að fagna á níunda ára-
tugnum, þá sérstaklega með lag-
inu „Never Gonna Give You Up,“
en lítið hefur spurst til hans síð-
ustu ár.
Síðustu vikur og mánuði hefur
kastljósið þó beinst aftur að Astley
vegna brandara sem gengið hefur
á netinu. Grínið gengur út á það
að láta grunlaust fólk smella á
hlekki sem leiða það á mynd-
bandið að helsta slagara Astleys,
en telja því trú um að eitthvað allt
annað bíði handan við smellinn.
Þar sem tilnefningar voru valdar
með netkosningu hafa fjölmargir
nýir aðdáendur Astleys á netinu
fylkt liði um sinn mann og nú er
bara að bíða og sjá hvort það skil-
ar honum alla leið.
Astley með-
al þeirra
allra bestu
Rick Astley
FYRIRSÆTAN
og fjöllistakonan
Paris Hilton seg-
ist nú hafa snúið
baki við því villta
líferni sem hún
stundaði áður og
nú sé dæmigert
kvöld hjá henni
og kærastanum
Benji Madden á
þá leið að þau horfi saman á bíó-
myndir og hún eldi fyrir þau mat.
Hún sagði spjallþáttastjórnand-
anum Ellen DeGeneres að ítalskur
matur væri oftast á boðstólum því
hún hefði verið alin upp við þess
háttar matargerð.
„Líf mitt hefur tekið algerum
stakkaskiptum. Við förum ekki út á
lífið nema í tengslum við vinnuna.
Mér líður eins og ég sé orðin full-
orðin. Þegar maður er einhleypur
er þetta allt annað, þá vill maður
bara fara út með vinkonunum og
skemmta sér. En þegar maður
verður ástfanginn sér maður engan
tilgang með því lengur og vill bara
vera heima hjá sér,“ sagði Hilton.
Vill bara
vera heima
Paris Hilton