Morgunblaðið - 07.10.2008, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 07.10.2008, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 41 SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI EIN FLOTTASTA ÆVITÝRAMYND ÁRSINS MEÐ ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU AF AÐALHLUTVERKUNUM. / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI BABYLON A.D. kl. 8 - 10 B.i. 16 ára WILD CHILD kl. 8 LEYFÐ CHARLIE BARTLETT kl. 10 B.i. 12 ára ÍSLE NSK T TA L FRÁ MANNÖPUNUM SEM FÆRÐU OKKUR SHREK FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND ÞAR SEM ALLIR SKEMMTA SÉR KONUNGLEGA. EMMA ROBERTS ER NÝJA STELPAN, Í NÝJA SKÓLANUM ÞAR SEM NÝJU REGLURNAR ERU TIL VANDRÆÐA! EIN BESTA MYND ÁRSINS! SÝND Í ÁLFABAKKA -DV -S.V., MBL SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í KEFLAVÍK REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára PINEAPPLE EXPRESS kl. 8 B.i. 16 ára MIRRORS kl. 10:20 B.i. 16 ára KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, 20% afsláttur af miðaverði sé greittmeð greiðslukorti Vildarklúbbs Glitnis “AFRAKSTURINN ER MÖGNUÐ MYND Í ALLT ÖÐRUM GÆÐAFLOKKI EN NOKKUR ÍSLENSK SPENNUMYND (EÐA ÞÁTTARÖÐ) HINGAÐTIL.” -B.S., FRÉTTABLAÐIÐ “MÖGNUÐ MYND SEM HELDUR ÁHORFENDUM ALLANTÍMANN” -S.M.E., MANNLÍF “REYKJAVÍK ROTTERDAM ER ÁVÍSUN UPP Á ÚRVALSSKEMMTUN” -DÓRI DNA, DV SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍK REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára WILD CHILD kl. 10:10 LEYFÐ HEAVY METAL IN BAGHDAD kl. 8 riff kvikmyndahátíð ÞAÐ er merkilegt að Þjóðleik- húsið skuli einmitt á þessu kvöldi, þessari ögurstundu í lífi þjóð- arinnar, frumsýna tilbrigði við eitt af snilldarverkum Sjeikspírs, Mak- beð; leikritið um Makbeð og lafði Makbeð, sem notfæra sér upp- lausn lénsskipulagsins í eigin þágu, skirrast einskis til að kom- ast til valda, koma á ógnarstjórn þar sem allir lifa í ótta, martröð – mest þó þau sjálf, níðingarnir sem falla loks á eigin bragði í rústum af landi, samfélagi. Það er í nýrri „leikhúsrannsókn- arstofu“ á Smíðaverkstæðinu sem verkið er flutt. Ástæða er til að lýsa ánægju yfir að loks hafi óskir leikhússfólks gegnum áratugi um slíka stofu ræst. Þessi fyrsta tilraun er nokkurs konar hraðferð gegnum atburða- rás Makbeðs. Sumu hefur verið hent út, öðru hnikað; margt virðist vera m.a. undir áhrifum tékkneska leikhúsfræðingsins Jan Kott en sá sagði (1964) til dæmis: „Allir í þessu leikriti eru gegnblautir af blóði; fórnarlömb jafnt sem morð- ingjar. Allur heimurinn er þakinn blóði. Blóðið í Makbeð er ekki bara myndlíking; það er raunveru- legt blóð sem flýtur úr þeim myrtu; það skilur eftir merki sitt á höndum og andlitum.“ Sami maður fullyrti einnig að það væri einungis eitt þema í Makbeð: Morð. Og morðið er þungamiðja þessarar sýningar þar sem bæði áhorfendur og leikendur sitja eða standa utan um hrátt leikrýmið sem lýst er upp af ljósaperum pyntingaklefa og eltiljósum fang- elsa eða hverfur í myrkur þeirrar nætur sem leggst yfir flestar sen- ur Makbeðs fullt af martrað- arhljóðum stundum einungis and- ardrætti; búningar eru í hefðbundnum póstmódernískum stíl – við vitum ekki hvaðan eða hvaða fólk þetta er. Það er hraði í sýningunni, sem leyfir ekki að horft sé á orsakir fyrir athöfnum, togstreitu, margræði persóna, eða kafað sé ofan í samband Makbeðs og lafði Makbeð (og ansi er þáttur hennar gerður lítfjörlegur hjá strákunum). Þess vegna gríp ég ekki hvað er verið að sýna mér með ýmsum sniðugum lausnum í anda bíósins og öllum þessum morðum og blóði. Kannski er held- ur ekki verið að sýna mér neitt; kannski skipti ég áhorfandinn ekki nokkru máli frekar en texti Sjeik- spírs, aðalmáli skiptir sennilega heiðarleg tilraun leikarans til að sýna að hann geti tekið að sér öll hlutverkin í leikhúsvinnunni. Það er vafalaust ódýrara fyrir leik- húsið og skemmtilegra um stund- arsakir fyrir leikarann. En hætt er við að þegar leikritahöfund- urinn, leikstjórinn og leik- myndateiknarinn liggja allir dauð- ir í valnum, samhygð ólíkra þátta leikhússamfélagsins hverfi, verði leikhúsið hvorki lýðræðislegra né betra – eða hvernig fór fyrir hin- um sjálfhverfa Makbeð? Í miðri sláturtíð LEIKLIST Þjóðleikhús Eftir William Shakespeare. Þýðing: Matt- hías Jochumsson. Leikstjórn og leik- mynd: Stefán Hallur Stefánsson, Vignir Rafn Valþórsson. Dramatúrg Karl Þor- bergsson, Tobias Munthe. Tónlist og hljóðmynd: Albert Finnbogason. Bún- ingar: Judith Amalia Jóhannsdóttir. Lýs- ing : Hanne Kayhko, Stefán Hallur Stef- ánsson. Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jörundur Ragn- arsson, Ólafur Egill Egilsson, Pattra Sriya, Rúnar Freyr Gíslason, Sigurður Hrannar Hjaltason, Stefán Hallur Stef- ánsson, Valur Freyr Einarsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Vignir Rafn Valþórs- son. Smíðaverkstæðið, 5.október 2008 kl. 20.00 Makbeð Morgunblaðið/Golli Blóðbað „Blóðið í Makbeð er ekki bara myndlíking; það er raunverulegt blóð sem flýtur úr þeim myrtu…“ María Kristjánsdóttir ÞAÐ koma svo afskaplega áhugaverðir hlutir frá Japan og alltaf dettur þeim eitthvað nýtt og skemmtilegt í hug. Í síðustu viku fór fram í Tókýó tískuhátíð tileinkuð goth, lólítu og pönk-tískustraumunum og má líklega ganga svo langt að full- yrða að hvergi í heiminum megi finna aðra eins blöndu. Tískuveislan er með réttu nefnd upp á ensku Individual Fashion Expo, sem á íslensku gæti útlagst sem Tískusýning hins persónulega smekks, en við- burðurinn var nú haldinn í sjötta sinn. asgeiri@mbl.is Breskt pönk Aðskorin föt og breski þjóðfáninn mynduðu mót- vægi við rjómatertustílinn á Ló- lítunum japönsku. Dúkkulísa Lólítustíllinn finnst nær eingöngu í Japan og sækir í barnafatnað rokkókó og viktórí- anska tímabilsins. Kríli Það er ekki óalgengt í Lól- ítu-stílnum að nota tuskubangsa og önnur leikföng til skrauts. Pönk-krútt- in taka yfir Tókýó Lólítur Sýningargestir voru ekki síður skrautlega klæddir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.