Morgunblaðið - 17.10.2008, Page 16

Morgunblaðið - 17.10.2008, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Birnu Önnu Björsndóttur New York bab@mbl.is „Ég held að það skipti miklu máli fyrir orðstír okkar, sem á svolítið erfitt uppdráttar á alþjóðavett- vangi núna, að við skilum þessu verkefni af okkur með fullum sóma. Og hvernig sem úrslitin verða sýnum við það að við hlaup- umst ekki undan merkjum þótt móti blási.“ Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra í samtali við blaðamann á skrifstofu fastanefndar Íslands við SÞ í gærkvöldi, þá nýkomin af fundi með fastafulltrúum Norður- landanna við SÞ. Möguleikar okkar ekki verri þrátt fyrir efnahagslega ágjöf Á fundinum sagðist Ingibjörg Sólrún hafa þakkað norrænu fasta- fulltrúunum fyrir stuðninginn og þeirra „ómetanlega starf að fram- boði okkar. Að hafa utanríkisþjón- ustur hinna Norðurlandaþjóðanna að starfa með okkur eykur veru- lega okkar svigrúm og þau eru ein- örð í starfi sínu og stuðningi,“ sagði Ingibjörg Sólrún. – Hvernig metur þú möguleika okkar? „Ég tel að staðan sé í sjálfu sér óbreytt. Við eigum góða möguleika en það getur brugðið til beggja vona þannig að þetta er bara óvissuferðalag. Möguleikar okkar eru ekkert verri þrátt fyrir þessa efnahagslegu ágjöf sem við höfum fengið. Þetta virkar í báðar áttir; það eru einhverjir sem fyllast óvissu gagnvart okkur og velta fyrir sér hvort við séum í stakk bú- in að standa við skuldbindingar okkar, en á móti kemur að það eru aðrar þjóðir sem fá kannski aukna samstöðu með okkur. Ekki síst þær sem telja sig hafa fundið fyrir breska heimsveldinu á eigin skinni, á árum og áratugum áður, og sjá Breta nú koma fram við okkur með þessum hætti þegar við þurfum sem mest á samstöðu að halda,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í gærkvöldi. „Skiptir máli að skila þessu með fullum sóma“ Reuters Öryggisráð Það ræðst í dag hvort Ísland tekur sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Niðurstöður atkvæða- greiðslu innan ráðsins ættu að liggja fyrir seinni partinn. Kosningin er leynileg og gæti þurft tvær umferðir. Atkvæðagreiðsla um sæti í öryggisráði SÞ fer fram í New York í dag BRESKI kaupsýslumaðurinn Philip Green er enn áhugasamur um að kaupa skuldir Baugs Group. Segir hann í samtali við Reuters að enn sé einhverri vinnu ólokið en hann er kominn aftur til Lundúna eftir að hafa dvalið á Íslandi. Þegar hann er spurður hvort rétt sé að hann hafi hug á að kaupa Baug að fullu en ekki bara skuldir félagsins svaraði hann: „Það er sami hluturinn.“ Viðræður Green við íslensk stjórnvöld hafa staðið yfir frá því á föstudag. Skuldir Baugs nema yfir einum milljarði punda. lom@mbl.is Hefur enn áhuga á skuld- um Baugs Philip Green ATKVÆÐAGREIÐSLAN í öryggisráði SÞ hefst klukkan 10 að staðartíma í New York í dag, kl. 14 að íslenskum tíma, og má búast við úrslitum um tveimur til þremur klukkutímum síðar. Valið stendur á milli þriggja ríkja, Íslands, Austurríkis og Tyrklands. Það eru fastafulltrúar að- ildarríkjanna 192 sem greiða atkvæði og velja þeir tvö ríki í fyrstu umferð. Til að ná kjöri þarf ríki að hljóta tvo þriðju hluta atkvæða og þar sem ríkin þrjú þykja hafa frekar jafna stöðu er talið líklegast að aðeins eitt þeirra nái kjöri í fyrstu umferð. Þá fer fram önnur umferð þar sem byrjað er frá grunni og kosið á milli ríkjanna sem eftir sitja, sem verða líklega bara tvö þótt sá möguleiki sé fyrir hendi að þau verði þrjú, nái ekkert ríkjanna tveimur þriðju hlutum atkvæða í fyrstu umferð. Í næstu umferð þarf einnig að hljóta tvo þriðju hluta atkvæða þótt verið sé að kjósa milli tveggja ríkja og þannig er mögulegt að kjósa þurfi aftur, og jafnvel aftur, þar til niðurstaða næst. Að baki er þrotlaus vinna starfsfólks ut- anríkisþjónustu landanna þriggja sem haldið hafa tvíhliða fundi með fastafull- trúm og leiðtogum allra aðildarríkjanna og reynt að afla framboðum sínum stuðn- ings. Ríki gefa fyrirheit um hvernig þau muni verja atkvæði sínu og á þeim grund- velli er hægt að reikna nokkurn veginn út við hve mörgum atkvæðum megi búast. Leynileg kosning Það er þó tvennt sem gerir stöðuna í eðli sínu óútreiknanlega, annars vegar sú staðreynd að kosningin er leynileg og þannig geta fastafulltrúarnir í raun kosið eins og þeim sýnist, og hins vegar hafa ríki í sumum tilfellum lofað öllum þremur ríkjum stuðningi og þá er ljóst að þau munu bregðast einu þeirra loforða. Þarf tvo þriðju hluta atkvæða Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞAU innlán sem safnað var á Ice- save-reikninga Landsbankans í Bret- landi voru nýtt til fjármögnunar Landsbankans í heild, m.a. til fjár- mögnunar lánastarfsemi í Bretlandi og dótturfélaga víða um Evrópu. Hollenski bankinn ING Direct hafði verið leiðandi á breska innlána- markaðinum með netreikninga sína og voru þeir fyrirmyndin að Icesave. Stofnun Icesave í október 2006 var mikilvægt skref til að breyta sam- setningu fjármögnunar Landsbank- ans, að því er fram kemur í yfirlýs- ingu frá bankanum. Í yfirlýsingunni segir að innlán með þessum hætti hafi verið hagstæðasta fjármögnun- arleið fyrir íslenskan banka á þeim tíma er skuldatryggingarálag var hátt og aðgengi að erlendu lánsfé takmarkað. Gerðu breytingar í mars Halldór J. Kristjánsson, fyrrver- andi bankastjóri Landsbankans, seg- ir að breytingar hafi verið gerðar á reikningunum í mars á þessu ári þeg- ar fyrst fór að bera á neikvæðri um- ræðu um reikningana. „Við fórum að ráðum fjármáleftirlitsins í Bretlandi. Við einbeittum okkur að því að taka innlán til lengri tíma sem voru örugg- ari innlán, hækkuðum ekki innláns- vextina á óbundnum innlánum, og drógumst verulega aftur úr í sam- keppninni, hvað þau varðar.“ Eins og fram hefur komið gerði breska fjármálaeftirlitið [FSA] kröfu um að Landsbankinn færði eignir frá móðurfélaginu til Heritable-bankans svo honum yrði gert kleift að færa Icesave-reikningana þangað, en það hefði þýtt að engar kröfur frá bresk- um sparifjáreigendum hefðu lent á Tryggingarsjóði innistæðueigenda á Íslandi við þrot bankans. Ekki náðist samkomulag um fyr- irkomulag eignatilfærslna. Icesave var „hagstæðasta leiðin á þeim tíma“ Engin veruleg bankaáhlaup síðan 1929 og umræða um tryggingar eftir því Í HNOTSKURN »Árangur Icesave í Bret-landi var framar vonum. Af þeim sökum sótti Lands- bankinn sjálfur um tilfærslur í breskt dótturfyrirtæki fyrr á þessu ári. »Við stofnun Icesave hafðibankastofnun ekki orðið fyrir áhlaupi í hinum vestræna heimi síðan 1929 og öll um- ræða um tryggingar eftir því, segir í tilkynningu frá LÍ. 500 KR Fimmhundruð króna Gildir til 23. okt 2008inneign á föndurvörur Office1 er með mikið úrval af föndurvörum. Límmiðar, karton í mörgum litum, glimmer- lím, kreppupappír og svo margt fleira. Skeifan 550-4110, Smáralind 550-4140, Hafnarfjörður 550-4120, Selfoss 550-4190, Vestmannaeyjar 550-4180, Egilsstaðir 550-4160, Akureyri 550-4150, Ísafjörður 550-4170 Fjölskyldan saman að föndra! Gerist ekki betra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.