Morgunblaðið - 17.10.2008, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á
Íslandi lækkaði um 2,2% í gær og er
lokagildi hennar 644 stig. Viðskipti
með hlutabréf námu um 34 millj-
ónum króna, mest með bréf Öss-
urar, eða fyrir um 16 milljónir. Mest
lækkun varð á bréfum Atorku, eða
um 75,3%. Þá lækkuðu bréf Alfesca
um 11,1% og Bakkavarar um 10,9%.
gretar@mbl.is
Lækkun í Kauphöll
● SEÐLABANKI
Ungverjalands
(MNB) hefur sam-
ið við Seðlabanka
Evrópu (ECB),
fyrstur seðla-
banka utan evru-
svæðisins, um 5
milljarða evra
lánsheimild.
Á vef FT segir
að Ungverjaland
hafi leitað til Evrópubankans eftir
mikinn óróa á fjármálamörkuðum
sem hafi leitt til hruns á gengi ung-
verskrar fórintu og hlutabréfa. Ung-
verjaland hefur hafið viðræður við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn sem snúast
um að koma jafnvægi á gjaldeyr-
ismarkaðinn.
camilla@mbl.is
Evrópubanki lánar
Ungverjalandi
Evra 5 milljarðar
til Ungverjalands
● 365 MEDIA, móðurfélag danska
dagblaðsins Nyhedsavisen, hefur
verið lýst gjaldþrota í skiptarétti í
Danmörku.
Útgáfu blaðsins var, sem kunnugt
er, hætt í september en félagið var
þó ekki gjaldþrota. Á vef bus-
iness.dk segir að fyrrverandi for-
stjóri 365 Media, Morten Nielsen,
hafi bent á, eftir endalok blaðsins,
að Morten Lund, aðalhluthafinn,
hefði átt eftir að greiða félaginu
stofnfé. Það hafi gefið kröfuhöfum
og fyrrverandi starfsfólki von um að
fá kröfur sínar greiddar, en gjald-
þrotið hafi nú gert þær vonir að
engu. camilla@mbl.is
365 Media úrskurðað
gjaldþrota í Danmörku
Exista að mestu fjármagnað úti
Eignarhaldsfélagið Exista á ekki
mikið af beinum eignum í Bretlandi
annað en höfuðstöðvar í London og
hlut í bresku íþróttavöruverslunar-
keðjunni JJB-sports, en nokkur
óvissa er um framtíð Exista. Félagið
er að langstærstum hluta fjármagn-
að með lántökum hjá erlendum
bönkum þó einhver útistandandi lán
séu hjá íslensku bönkunum, sam-
kvæmt upplýsingum frá félaginu. Í
síðustu viku voru hlutir í Sampo,
Storebrand og Bakkavör seldir.
Geta gengið á
eignirnar í Bretlandi
Margir hafa sýnt áhuga á skuldum Baugs við íslenska banka
Morgunblaðið/Golli
House of Fraser Meðal fjölmargra eigna Baugs í Bretlandi. Ef félagið
stendur ekki við skuldbindingar geta eignir þess runnið til íslenskra banka.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
FJÖLMARGIR hafa sýnt áhuga á
því að kaupa skuldir Baugs við ís-
lensku bankana. Skuldirnar eru
sagðar um einn milljarður sterlings-
punda eða í kringum tvö hundruð
milljarðar króna.
Skilanefndir bankanna hafa þegar
átt viðræður breska kaupsýslu-
manninn Philip Green, og fjárfest-
ingarsjóðirnir TPG, Alchemy og
Permira hafa sýnt áuga á skuldun-
um. Skuldirnar eru tryggðar með
veðum í eignum félagsins hér heima
og í Bretlandi. Baugur á fjölmörg
fyrirtæki í Bretlandi, þar á meðal
verslunarskeðjuna Iceland, verslun-
arkeðjuna House of Fraser og leik-
fangaverslanir undir merkjum Ham-
leys.
Ef ekki fæst viðunandi verð fyrir
skuldir félagsins við íslenska banka
og vanskil verða munu bankarnir
fara dómstólaleiðina og geta því
næst fullnustað dóminn í Bretlandi á
grundvelli Lugano-samningsins um
fullnustu dóma, sem báðar þjóðirnar
hafa skuldbundið sig til þess að
fylgja. Veðsettar eignir Baugs í
Bretlandi verða því aðfararhæfar.
Í HNOTSKURN
»Í máli Jóns Ólafssonargegn Hannesi Hólmsteini
í Bretlandi var ákvæðum
Lugano-samningsins beitt til
þess að fullnusta dóminn hér.
»Það veltur á skilmálumlánasamninganna og
ákvæðum um varnarþing
hvar Baugi verður stefnt ef
vanefndir verða á samn-
ingum.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
„ÍSLENDINGAR verða að fá erlendan gjaldeyri.
Ef ástandið hér á landi batnar ekki á allra næstu
dögum, kannski á einni viku eða svo, þá er heppi-
legast að leita eftir láni frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum (IMF).“ Þetta segir Jesper Rangvid, pró-
fessor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn
og gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík.
Hann segir að lán sem Seðlabanka Íslands stend-
ur til boða frá norrænum seðlabönkum dugi ekki.
Og hann mælir ekki með láni frá Rússum. Lán frá
IMF sé því í raun eina leiðin sem dugi til, úr því
sem komið er.
Rangvid hefur fylgst með stöðu efnahagsmála á
Íslandi í nokkurn tíma en sérsvið hans er alþjóða-
fjármál. Hann segir að hafa verði í huga að Ísland
sé ekki eitt á báti því það sé fjármálakreppa um
allan heim. Þó liggi ljóst fyrir að ástandið hér sé
með versta móti sem stafi af því að skuldir ís-
lensku bankanna hafi verið gríðarlegar.
Fróðlegt að sjá skilyrðin
„Það er ekki skemmtileg að þurfa að leita til Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins eftir aðstoð. Sjóðurinn var
hins vegar stofnaður á sínum tíma einmitt til að
aðstoða ríki við aðstæður eins og þær sem eru hér
á landi um þessar mundir. Og því fylgja skilyrði.
Sjóðurinn mun gera kröfur um aðgerðir sem skila
árangri og það yrði fróðlegt að sjá hverjar þær
yrðu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að gera
of stífar kröfur, en það er ljóst að árangur verður
að nást,“ segir Jesper Rangvid.
Ná verður árangri
Danskur prófessor segir að lán Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins sé heppilegast til að auka gjaldeyrisforðann
Morgunblaðið/Kristinn
Kröfur Jesper Rangvid segir fróðlegt að sjá
hvaða kröfur IMF myndi gera um árangur.
GREIÐSLUR til
og frá Íslandi
hafa ekki verið
með eðlilegum
hætti að undan-
förnu. Seðla-
bankinn vinnur
að því að ráða
bót á því.
Í gær greindi
bankinn frá því að tekin hefði verið
upp tímabundin hjáleið í greiðslu-
miðlun gagnvart útlöndum með því
að beina greiðslum bankastofnana
til og frá Íslandi um eigin reikning
og reikninga erlendra samstarfs-
aðila Seðlabankans.
Segir í tilkynningunni að þessi
aðferð hafi þegar reynst vel gagn-
vart Danmörku og vonir standi til
að það sama eigi við um önnur lönd
innan tíðar. Er tekið fram að
hnökrar hafi verið á greiðslum milli
Íslands og allra landa. Erfiðust sé
staðan þó gagnvart breskum að-
ilum.
Sérfræðingar á fjármálamark-
aði, sem blaðamaður ræddi við,
sögðust vona að þessar aðgerðir
skiluðu tilætluðum árangri. Óvissa
sé þó enn mikil og of snemmt að
fullyrða nokkuð þar um.
Öðru útboði lokið
Seðlabankinn tilkynnti einnig í gær
um niðurstöður annars útboðs
bankans á gjaldeyri. Niðurstaðan
svarar til þess að gengisvísitalan sé
200,4 stig. Í Morgunkorni Glitnis
segir að vænta megi þess að gengi
krónunnar verði lágt þar til fram-
boð gjaldeyris eykst. gretar@mbl.is
Liðkað fyrir
gjaldeyris-
viðskiptum
" !
#$ % &
'!
#$(')*+', -
.
! "
#
$%&'(
$ ) *+ ,-+.
/
01
%
%2,
,3
1
(4
-
5 *
!" #
$
6 1 6
*-
%
5*
7.
* 8
! $ :;<=
;=<>>
?:?:<@A
)
:=A@:=
?;A:<>>
)
;:B;?;<
)
)
?C>><:>>
)
)
)
@@B>?<C
;@>AB;
)
)
)
)
:D>>
)
:DC>
)
>DC<
?:D>>
)
B>D>>
)
)
A=D?>
)
)
)
?<CD<>
)
)
)
)
)
<D@>
)
)
)
)
?:D;>
)
B=D>>
)
)
A<D>>
)
??>>D>>
?<<D>>
?C>D>>
)
)
)
?>D<>
)
,-
*
?
=
<
)
?
=
)
<
)
)
?:
)
)
)
?>
=
)
)
)
)
E
* *
?C?>=>>A
?C?>=>>A
?C?>=>>A
@?>=>>A
?C?>=>>A
?C?>=>>A
)
?C?>=>>A
@?>=>>A
@?>=>>A
?C?>=>>A
B?>=>>A
?<?>=>>A
?<?>=>>A
?C?>=>>A
?C?>=>>A
@C=>>A
A?>=>>A
?:?>=>>A
B@=>>A
'#F '#F
G
G
'#F ) F
G
G
E
0 H
(
G
G
,7$
E
G
G
'#F *?<
'#F !:>
G
G
● ÞÝSKA ríkisstjórnin lækkaði í gær
hagvaxtarspá sína fyrir árið 2009 um
eitt prósentustig. Fyrri spá var 1,2%
hagvöxtur en hefur nú verið lækkuð
niður í 0,2%.
Á vef Financial Times segir að ný
spá sé svipuð og spár stærstu hag-
fræðistofnana landsins frá því á
þriðjudag. FT segir spána reka síð-
asta naglann í líkkistu þeirra áforma
stjórnvalda að koma jafnvægi á rík-
issjóð árið 2011 eftir björgunar-
aðgerðir á fjármálamörkuðum.
Stjórnin hefur lofað 500 milljörðum
evra til aðgerðanna. camilla@mbl.is
Lægri hagvaxtarspá í
Þýskalandi
HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR á
mörkuðum í Asíu og Evrópu lækk-
uðu í gær. Japanska Nikkei-vísitalan
féll mest, eða um 11.4%.
Í kjölfarið féllu evrópskar vísitöl-
ur. Breska FTSE 100 vísitalan féll-
um 5,35%, Cac 40 í Frakklandi lækk-
aði um 5,9% og Dax-vísitalan í
Þýskalandi lækkaði um 4,9%.
Dagurinn í gær hófst með mikilli
rússibanareið á hlutabréfamörkuð-
um í Bandaríkjunum. Dow Jones-
vísitalan hækkaði og lækkaði á víxl
eins og Nasdaq- og S&P-vísitölurn-
ar. Má segja að dagurinn hafi ein-
kennst af miklum sveiflum. Jákvæð
áhrif höfðu horfur í atvinnumálum
og verðbólgu á meðan samdráttur í
iðnaði og bág afkoma fyrirtækja dró
vísitölurnar niður.
camilla@mbl.is
Sveiflukenndur dagur
á hlutabréfamörkuðum
Japanska Nikkei lækkaði mest og aðrar fylgdu í kjölfarið
Sveiflur Vísitölur féllu vegna ótíðinda af iðnaði og lykilfyrirtækjum.