Morgunblaðið - 17.10.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.10.2008, Qupperneq 20
Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Hljóðið er fínt í okkur einsog staðan er í dag, enauðvitað verða gjaldeyr-ismálin að fara að leys- ast til lengri tíma litið,“ segir Svava Johansen, forstjóri NTC hf. Sala gengur enn vel hjá tískuverslunum NTC þrátt fyrir að Íslendingar haldi margir að sér höndum í inn- kaupum. Neytendur eru greinilega byrjað- ir að spara við sig í óvissuástandinu og sá sparnaður virðist fyrst koma fram í húsgagna- og fataverslun. Í þessum tveimur vöruflokkum hefur veltuvísitalan ekki mælst jafnlág áð- ur á föstu verðlagi, skv. smásölu- vísitölu Rannsóknarseturs versl- unarinnar. Velta í húsgagnaverslun minnkaði um 21% á föstu verðlagi miðað við september í fyrra, og í fataverslun varð 17,5% samdráttur. Verð á fötum hækkaði um 13% frá því í ágúst. Minna keypt á raðgreiðslum Svava segir að í verslunum NTC virðist sem minni verslun Íslendinga jafnist að einhverju leyti út með vaxandi kaupgleði erlendra ferða- manna sem sækja ekki síst í lúxus- vörurnar. Miðað við tölur frá Global Refund hafi salan aukist um 140% í september. „Við höfum fundið mjög mikið fyrir útlendingum, þeir hafa verið að versla í dýrari búðunum, nýta sér að geta keypt fína merkja- vöru á góðu verði.“ Hún nefnir jafn- framt að stórir atburðir sem trekkja útlendinga til landsins, eins og Sjávarútvegssýningin í byrjun októ- ber og nú Airways, skili sér mark- visst inn í söluna og þar sé því mikið sóknarfæri fyrir íslenska verslun. Samantekt Seðlabankans yfir kortaveltu í september sýnir að á kreditkortum hefur hlutfall létt- greiðslna og raðgreiðslna lækkað talsvert miðað við sama tíma í fyrra, sem bendir einmitt til að Íslending- ar spari við sig kaup á stórum hlut- um. Færri færslur eru á bæði debet- og kreditkortum en á sama tíma í fyrra, en heildarkortaveltan er samt sem áður hærri. Rannsóknarsetur verslunarinnar bendir líka á að þrátt fyrir að neysla minnki verji neytendur þó mun meira til mat- arinnkaupa nú en áður, enda hækk- aði verð á dagvöru um 20,5% á einu ári, frá september í fyrra til septem- ber á þessu ári. Vakta tilboð og afslætti Hjá NTC hefur markvisst verið unnið að því síðasta hálfa árið að takast á við rýrnandi kaupmátt að sögn Svövu. „Við sáum alveg hvert stefndi og gerðum ráðstafanir mjög snemma í haust til að birgja okkur upp fyrir jólin.“ Eins hafi verið reynt að koma til móts við fólk með auknum afslætti, tilboðum og mark- aðstorgi. „Þótt við höfum þurft að taka á okkur svakalegan skell í gjaldeyrismun þurfum við samt að gera þetta því við viljum auðvitað að hjólin haldi áfram að snúast. Og það er áberandi að sjá að fólk er mjög vakandi yfir tilboðum núna.“ Ferðamennirnir vega upp á móti Morgunblaðið/Ásdís Tíska Íslendingar hafa lengi þótt tískumeðvitaðir og flottir í tauinu, enda kannski ekki vanir að spara fatakaupin. Íslendingar virð- ast fyrst byrja að spara í húsgagna- og fatakaupum |föstudagur|17. 10. 2008| mbl.is Leiðir þeirra Söru Tuusa frá Finnlandi og Lucas Do-wers og Lauren Slowik frá Bandaríkjunum lágu sam-an fyrir tilviljun á farfuglaheimilinu í Laugardal þar sem þau hafa öll gist í vikunni. Þrátt fyrir að gistinætur séu nú ódýrari en nokkru sinni fyrir erlenda ferðamenn segja þau Ísland þó ekki beinlínis ódýrt fyrir unga námsmenn. „Mig langaði að koma þrátt fyrir verðlagið og var búin að safna í marga mánuði, en svo reyndist þetta vera svipað og það er í New York,“ segir Lauren. „Ég væri alveg til í að kaupa einhverja íslenska hönnun ef ég finn eitthvað flott.“ Þau segjast ekki hafa fundið fyrir því að Íslendingar væru þungir á brún, þótt sumir sem þau hafi hitt í bænum hafi vís- að í kreppuna sem afsökun fyrir að drekkja sorgum sínum í bjór. Lucas, sem kom hingað vegna Airwaves, kannast ekki við að Ísland sé mikið til umræðu í hans heimahögum, en að sögn Söru eru Kaupþing og Glitnir á allra vörum í Helsinki og New York-búar virðast líka hafa óljósa hugmynd um hvað er að gerast: „Mamma og pabbi sendu mér sms og höfðu áhyggj- ur af því hvort það væri í lagi með mig í ástandinu,“ segir Lauren hlæjandi. „Ég sendi þeim til baka og sagði þeim að róa sig, hér væri hvorki borgarastyrjöld né brennandi hús.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Engin borgarastyrjöld eða brennandi hús Íversluninni Nostrum Design við Skólavörðustíg 1 er seld-ur íslenskur kvenfatnaður og heimilislínur. Þær HuldaHallgrímsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Arna Vignisdóttir, hönnuðir og eigendur búðarinnar, segjast hafa fundið fyrir því að kaupgleðin hafi dvínað hjá Íslendingum, sérstaklega í síðustu viku. „Kúnnarnir okkar virðast hafa samviskubit og afsaka sig með því að segja: „Á maður ekki bara að drífa sig í að eyða þessum peningum hvort eð er?“ á meðan þeir versla.“ Þær segja verslunina vinsæla meðal útlendinga sem séu tæpur helmingur kúnnahópsins, en meirihluti þeirra sem kaupi hjá þeim sé þó Íslendingar. „Ein kona sagði þegar hún var að máta hérna: „Æ veistu, ég hef ekki lyst á þessu núna,“ og það lýsir ástandinu ágætlega, fólk hefur einhvern veginn ekki lyst á því að vera að kaupa.“ Nostrum-konur hanna og framleiða allar sínar vörur sjálf- ar svo gjaldeyrisskortur landsins hefur ekki komið niður á þeim ennþá, þær eru með lager fram að jólum. „Eflaust eru margir verr staddir með það en við, en auðvitað erum við háð- ar efniviðnum að utan og þurfum á því að halda fyrr eða síð- ar.“ Þær segjast þó vera jákvæðar, enda þýði ekkert annað. „Við bíðum bara eftir Færeyingunum og gerum allt klárt fyr- ir þá!“ Bíðum bara eftir Færeyingunum Ég er nú reyndar ekki búin að kaupa mér neitt ennþá,nema þessa húfu jú,“ sagði Nikki Johnson og benti áprjónahúfuna á höfði sér, þegar blaðamaður vatt sér upp að henni á Austurvelli og spurði hvort Ísland væri nýja verslunarparadísin. „Það hjálpar vissulega til að krónan skuli hafa fallið svona, við áttum von á því að allt yrði miklu dýrara, en núna er verðið svona svipað því sem það er á Englandi.“ Nikki kom til Íslands í fyrsta skipti á þriðjudagskvöldið í vikulangt frí sem hún bók- aði fyrir um tveimur mánuðum. Vegna hagstæðara gengis segist hún líklega munu velja aðra veitingastaði til að borða á en hún hefði annars gert og kannski leyfa sér meiri lúxus hér. Hún segir dramatískar fréttir úr íslensku efnahagslífi og kuldaleg samskipti milli sinna þjóðhöfðingja og okkar ekki hafa breytt sinni afstöðu né þeirra sem hún þekkir til Íslands. „Flestir voru afbrýðisamir þegar ég sagðist vera að fara til Ís- lands, ef ég á að segja þér eins og er. Reyndar gerðu sumir grín að þessu og sögðu við mig: „Og náðu peningunum okkar til baka í leiðinni!“ en það risti nú grunnt,“ segir Nikki og hlær. „Ég held að Bretar séu ekkert minna áhugasamir um Ís- land en áður. Allavega þekki ég fullt af fólki sem langar til að koma hingað og aðra sem hafa komið og fundist það frábært.“ Náðu peningunum okkar til baka! daglegtlíf Í Þjóðhagsspá sem birt var 2. októ- ber var áætlað að verðbólga myndi aukast í 11,5% að meðaltali á þessu ári, en drægist saman í 5,7% að meðaltali á næsta ári. Á miðvikudag spáði hagfræð- ingur frá Danske Bank því hins- vegar að verðbólgan á Íslandi yrði allt að 75% á næstunni. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri á efnahagsskrifstofu fjármálaráðu- neytisins segir þá spá ekki raun- sæja. „Ég tel þá spá fráleita. Bæði teljum við að launaþróun verði hófleg á næsta ári, að fasteigna- verð verði ekki verðbólguvaldandi heldur dragi frekar úr verðbólgu og gengið hefur þegar lækkað þannig að áhrifin af því munu fara í gegnum kerfið á komandi ári. Þannig að ég tel að það séu engar forsendur fyrir svona mikill verð- bólgu, 50–75% eru alveg út af kortinu.“ Þorsteinn segir að nú sé unnið að því að endurskoða spána frá 1. október í ljósi breyttra aðstæðna. Skv. nýjustu tölum Hagstofunnar er verðbólga 14%. Næstu verð- bólgutölur verða birtar 27. okt. 50–75% verðbólguspá út af kortinu        :< :> @< @> =< => -*  E   , $J K  J. =>>B   . =>>A 9 $*.  9 &J    ' $       $ . 8 +   . 8 1 +  * +,-.G +/0-1G +.-1G +,/-2G 5* L    G $' M( E HH H, ## 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.