Morgunblaðið - 17.10.2008, Síða 23

Morgunblaðið - 17.10.2008, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2008 23 Samhugur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa komið á ýmsa vinnustaði að undanförnu til að sýna fólki samhug í þeim þrengingum, sem þjóðin á nú við að stríða. Í gær komu þau í Múlalund, vinnustofu SÍBS, og kynntu sér þá starfsemi, sem þar fer fram. Golli Blog.is Kristinn Pétursson | 16. október Í breskri herkví? Fjárhagslegt sjálfstæði landsins - virðist sem sagt í breskri herkví sbr. síð- ustu umfjöllun. Á hvaða stigi slíkra her- námsaðgerða er okkur heimilt að leita eftir aðstoð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna skv. þeim sáttmála? Ég bara spyr. Meira: kristinnp.blog.is Jón Bjarnason | 16. október Viska - Hugrekki - Sjálfsagi - Réttlæti Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Skjaldarmerki Íslands með krossfánann í miðju um- kringdan fjórum skjaldber- um, landvættunum, minn- ir á þetta. Risinn, uxinn, drekinn og örninn eru ævaforn tákn höf- uðdyggðanna fjögurra, visku, hugrekkis, sjálfsaga og réttlætis. Andstæðurnar eru jafn augljósar, heimskan, kjarkleysið, græðgin og ranglætið. Í þeim manngerðu hamförum sem ganga nú yfir þjóðina dylst engum að brotið hefur verið gegn þessum grunn- dyggðum samfélagsins. Landnámsmenn- irnir trúðu því að þessar höfuðdyggðir, landvættirnar, væru guðlegar verur sem ekki mætti fæla í burtu. Því var sett í Úlf- ljótslög frá 930, fyrstu lög landsins, að menn skyldu ekki sigla að landinu „með gapandi höfuð eða gínandi trjónum“. … Meira: jonbjarnason.blog.is ÞAÐ dylst engum, hvorki hér á landi né annars staðar, að Ís- lendingar ganga nú í gegnum miklar efna- hagsþrengingar. Hrun fjármálakerfisins hef- ur þegar haft alvar- legar og sársauka- fullar afleiðingar fyrir fyrirtæki og þúsundir einstaklinga hér á landi. Í slíku ástandi kallar fólk, eðlilega, eftir lausnum, færum leiðum út úr ógöngum í átt til uppbyggingar og stöðugleika. Ígrunduð ákvarðanataka Við skulum hafa það hugfast, þrátt fyrir ótíðindi undanfarinna vikna, að Íslendingar eru enn óvenjurík þjóð á meðal þjóða. Inn- viðir samfélagsins eru sterkir, þjóðin er vel menntuð og atorkusöm, og síðast en ekki síst eru landsmenn svo lán- samir að eiga gnótt verðmætra nátt- úruauðlinda, jafnt á landi sem í hafi. Þar liggur auðlegð okk- ar, sá grunnur sem við höfum byggt vel- ferð þjóðarinnar á og munum byggja á til framtíðar. Mikilvæg skref hafa verið tekin á undanförnum árum til þess að styrkja og bæta ákvarðanatöku um nýtingu lands og auðlinda, þótt margt megi enn betur fara. Lög um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda voru mikilvægur áfangi á þeirri leið, en eitt meginmarkmið þeirra er að leyfisveitendur séu eins vel upplýstir og kostur er um hugsanleg áhrif framkvæmda á umhverfið og taki afstöðu til þeirra áður en þeir veita leyfi fyr- ir þeim. Það er útbreiddur mis- skilningur að lögin sem slík séu tæki til að banna eða leyfa til- teknar framkvæmdir. Svo er ekki. Þær ákvarðanir eru í höndum sveitarstjórna um allt land. Annað tæki sem ætlað er að undirbyggja og bæta ákvarðanatöku þjóð- arinnar um nýtingu verðmætra náttúrusvæða er rammaáætl- unarferlið, þar sem verið er að flokka svæðin m.t.t. verndar- og nýtingargildis. Líkt og í lögum um umhverfismat er markmið ramma- áætlunar að upplýsa sem best þing og þjóð áður en frekari ákvarðanir eru teknar um vernd og nýtingu svæðanna. Flumbrugangur og ábyrgðarleysi Hafi atburðir síðustu daga kennt okkur eitthvað þá er það að ákvarðanir sem varða efnahag þjóðarinnar, auðlindir hennar og framtíð þurfa að vera vel ígrund- aðar og byggjast á leikreglum sem hafa almannahag að leiðarljósi. Dýrkeypt lexía okkar af fjár- málamarkaði hlýtur að vera lands- mönnum víti til varnaðar. Það er því með hreinum ólík- indum að málsmetandi ein- staklingar skuli nú stíga fram á sjónarsviðið og leggja það til – að því er virðist í fullri alvöru – að við afnemum í skyndi leikreglurnar sem gilda þegar kemur að af- drifaríkum ákvörðunum um auð- lindir þjóðarinnar. Nú á í flumbru- gangi að kasta fyrir róða rammaáætlunarferlinu, virkja meira og virkja hraðar án nokk- urrar fyrirhyggju til framtíðar. Sömu menn krefjast þess af full- komnu ábyrgðarleysi að laga- rammi umhverfisverndar verði þegar afnuminn. Jafnvel þó að það þýði uppsögn EES-samningsins! Íslenskt samfélag þarf ekki á ráð- um slíkra spekinga að halda á erf- iðum tímum. Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur » Ákvarðanir sem varða efnahag, auðlindir og framtíð þjóðarinnar þurfa að vera vel ígrundaðar og byggjast á gildandi leikreglum Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur er umhverfisráðherra. Afnemum lög og sprengjum ramma VIÐ Íslendingar höfum lent í efnahagslegum hamförum og tapað miklu. Ráðamenn þjóð- arinnar leita allra tiltækra ráða til að glíma við hamfarirnar. Þjóðin er harmi slegin. Nú heyrast áköll um að drífa af stað framkvæmdir, að spýta inn fjármagni og koma þeim sem missa störf sín í þessum hamför- um sem fyrst aftur í vinnu. En um leið er mikilvægt að við höld- um vörð um grundvallargildi þjóðarinnar. Við munum í nokkur ár búa við af- leiðingar þeirra mistaka sem gerð voru á síð- ustu árum. Að sama skapi munu þær ákvarð- anir sem við tökum á næstu dögum móta íslenskt atvinnulíf og þjóðlíf um árabil, og marka drauma og markmið næstu kynslóðar. Líkt og illa ígrunduð skammtímasjónarmið skópu mikinn hluta þess vanda sem við nú glímum við, munu illa ígrundaðar skyndi- ákvarðanir í framhaldinu leiða til viðvarandi efnahagsvanda, minni lífskjara og atgerv- isflótta. Það er eðlilegt að einhverjir verði svartsýnir vegna stöðu okkar í dag. En til lengri tíma litið skiptir í raun litlu máli hvar við erum stödd í dag. Það sem skiptir öllu máli er hvert við erum að fara. Hvernig samfélagi viljum við búa í á Ís- landi eftir tíu eða tuttugu ár? Réttu svörin byggjast á grunngildum okkar sem samfélags, hvort sem er mannlegum, umhverfis, atvinnu- lífs, eða gildum okkar á alþjóð- legum vetvangi. Ég tel að þessi gildi standi óbreytt, og að mik- ilvægt sé að við fórnum þeim ekki í hræðslu líðandi stundar. Stöndum vel þrátt fyrir allt Þegar upp er staðið höfum við „bara“ tapað peningum og að hluta til ærunni. Að öðru leyti hefur ekk- ert breyst. Þetta kann að hljóma undarlega kæruleysislega, en þetta er satt. Auðlindir þjóðarinnar – mannauður, orka, og sjávarfang – eru óbreyttar. Framundan er tími enduruppbyggingar mannorðs, trausts og við- skiptasambanda, þar sem við þurfum að láta verkin tala frekar en orðræður og veisluhöld. Staðreyndin er sú að þó við sem þjóð séum nú í greiðslustöðvun og fjárhagslegri end- urskipulagningu, erum við ennþá ein auðugasta þjóð heims. Mótsagnakennt en satt. Þrátt fyrir skakkaföll er lífeyrissjóðakerfið áfram eitt það sterkasta í heimi. Sjávarútvegur- inn stendur vel og betur nú en síðustu ár þegar gengi var haldið uppi af ofsaframkvæmdum og annarlegri peningamálastefnu. Orkuauðlindir þjóðarinnar hafa hvergi farið. Þótt afleitlega hafi tekist til í markaðssetningu á orku landsins, er orka Íslands er auðlind sem við verðum að læra að nýta og mikilvægt er að við virkjum orkuna í sátt við umhverfið og mannlífið og með hagsmuni kynslóða framtíðarinnar í huga. Atvinnulíf hrávöru er ekki lausnin Á mannauði byggist framtíðarvelmegun þjóðarinnar. Hann hefur ekki tapast. Við eigum nú vel menntað fólk sem hefur alþjóðlega við- skiptareynslu. Við höfum ekki búið að slíkum mannauði áður. Þótt ráðamönnum sé á tyllidög- um tíðrætt um mannauð þjóðarinnar og þrátt fyrir að við höfum stóraukið framlag til háskóla, er atvinnustefna og atvinnulíf þjóðarinnar ennþá atvinnulíf hrávöru. Sá hluti atvinnulífsins sem byggist á þekkingu er hlutfallslega lítill á Íslandi, og stefna stjórnvalda hefur verið slíku atvinnulífi óvinveitt. Ákall um meiri stóriðju nú er til lengri tíma litið ákall um áframhald at- vinnulífs hrávöru, lítillar arðsemi og lélegra lífs- kjara. Það er lykilatriði þegar við nú endurbyggjum undirstöður framtíðarhagvaxtar þjóðarinnar að við gerum raunverulegt átak í að nýta mannauð þjóðarinnar til að atvinnulífið breytist í atvinnu- líf þekkingar, hárrar framlegðar og arðsemi fjárfestinga. Í stað risaorkuvera og fjárfrekra iðnvera, sem kaupa orku á lágmarksverði og skila arði á fjárfestinguna eftir 40 ár, ættum við að byggja minni og ódýrari orkuver. Selja svo orkuna í smásölu til nýrra hugverkahúsa, net- þjónabúa og líftæknivera. Fyrir fjármuni eins risaorkuvers má fjármagna eitt þúsund ný há- tæknifyrirtæki, sem hvert um sig býr til hundr- að störf. Með afföllum má samt reikna með arð- semi á fjárfestinguna innan sjö ára, og yfir tíu þúsund hálaunastörf. Nú þegar fjármunir þjóð- arinnar eru takmarkaðir er mikilvægt að við nýtum þá vel og búum til störf án mikils til- kostnaðar sem skila mikilli arðsemi hratt. Svo er það æran. Hana verðum við að end- urreisa með því að taka ábyrgð á gerðum okkar, minna sjálfa okkur og aðra á að við erum og verðum löghlýðin þjóð sem stendur við samn- inga sína og skuldbindingar. Ef við bregðumst við hratt og heiðarlega munum við lágmarka skaðann og fá tækifæri til að endurbyggja ær- una. Ísland er lítið land, langt frá öðrum löndum. Í dag byggist auðlegð þjóðanna á alþjóðlegum viðskiptum í hörðu samkeppnisumhverfi. Ef við ætlum okkur aftur að verða í hópi þeirra þjóða sem búa við hæstu lífsgæðin, verður atvinnulíf framtíðarinnar að vera í sátt við mannlífið og umhverfið og skila hárri framlegð og góðri ávöxtun fjárfestinga. Ég skora á stjórnvöld að láta af atvinnustefnu hrávörugreina og að stefna þess í stað á nútíma hátæknigreinar, s.s. líftækni og tölvutækni, greinar sem geta með litlum tilkostnaði búið til þúsundir hálauna- starfa á stuttum tíma. Nýsköpun borgar sig. Eftir Gísla Hjálmtýsson » Ákall um meiri stóriðju nú er til lengri tíma litið ákall um áframhald atvinnulífs hrávöru, lítillar arðsemi og lélegra lífskjara. Gísli Hjálmtýsson Höfundur er framkvæmdastjóri Thule Investments. Lítum fram á veginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.