Morgunblaðið - 27.10.2008, Side 10
10 FréttirHALLDÓR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008
Stjórnarflokkarnir tveir njótasamanlagt stuðnings 65,2%
þjóðarinnar samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun Fréttablaðsins.
Hins vegar styðja aðeins 41,3%kjósenda ríkisstjórnina. Það er
því töluverður hópur, sem leggur
ekki að jöfnu stuðning við flokk og
stuðning við stjórn.
Athygl-isverðast
við könn-
unina er að
þessar
óánægju-
raddir eru
nær allar Samfylkingarmegin.
94,4% stuðningsmanna Sjálfstæð-
isflokksins styðja stjórnina, en að-
eins 51,7% stuðningsmanna Sam-
fylkingarinnar.
Könnunin sýnir að Sjálfstæð-
isflokkurinn heldur áfram að missa
fylgi og er nú kominn niður í 29,2%.
Samfylkingin er hins vegar komin
upp í 36%.
Lítur helmingur stuðningsmannaSamfylkingarinnar svo á að hún
sé nauðug viljug í ríkisstjórn?
Stundum virðast liðsmenn flokks-ins í það minnsta bæði vera í
stjórn og stjórnarandstöðu.
Það er eðlilegt að reiði beinist aðSjálfstæðiflokknum vegna
hruns íslensks fjármálakerfis.
Stjórnarseta hans er samtvinnuð
uppgangi þess kerfis og falli.
Samfylkingin krafðist þess hinsvegar ekki beinlínis að tekið
yrði á veikleikunum og skipt um
kúrs, jafnvel þótt bent væri á hætt-
urnar í skýrslum, sem hún lét gera
fyrir sig í aðdraganda síðustu kosn-
inga.
Hreinleikinn fæst ekki í hálfumskömmtum.
Styðja flokk, en ekki stjórn
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
! !
"##"
! !
"##"
! !
"##"
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
$
$
$
%
#&%
&
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
'! '!'
!'
! ! ! '!'
*$BC
!" # $" % % #"&'
! ( )
* + ", " %
*!
$$B *!
( )
*
)
%+
<2
<! <2
<! <2
(* #" , #&-. "#/
CD!-
<
- % ' *(
.#
( "&'
" - "
( 62
)/
#'
(
#
! %
'," "
- " "
01"" 22 #"% 3
%, #&
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
STAKSTEINAR
VEÐUR
SAMFYLKINGIN og Vinstri grænir bæta við sig
fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem
birt var um helgina. Athygli vekur að af þeim 800
einstaklingum sem hringt var í segjast 30,5 pró-
sent óákveðin, en það hlutfall var 20,5 prósent í
janúar. 12,3 prósent segjast ætla að skila auðu eða
kjósa ekki. Það þýðir að tæp 43% ætla ekki að
kjósa eða eru óákveðin.
Samkvæmt könnuninni minnkar fylgi Fram-
sóknarflokksins, Frjálslynda flokksins og Sjálf-
stæðisflokksins en fylgi Samfylkingar og Vinstri
grænna eykst. 6,6 prósent segjast myndu kjósa
Framsóknarflokkinn og fengi flokkurinn fjóra
þingmenn kjörna ef kosið yrði nú, í stað þeirra sjö
sem flokkurinn hefur.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar
29,2 prósent styðja Sjálfstæðisflokkinn sem
fengi 20 þingmenn, en flokkurinn hefur 25 þing-
menn nú. Frjálslyndi flokkurinn mælist með 4,1
prósent fylgi en þar sem hann nær ekki fimm pró-
senta markinu reiknast engir þingmenn á hann, en
flokkurinn hefur fjóra þingmenn í dag. 36 prósent
segjast myndu kjósa Samfylkinguna, sem fengi 24
þingmenn í stað þeirra 18 sem flokkurinn hefur
núna. Vinstri grænir njóta stuðnings 23 prósenta
aðspurðra og fengi flokkurinn fimmtán þingmenn,
en hann hefur níu í dag.
Stuðningur við ríkisstjórnina hafði farið niður í
51,5 prósent í könnun Fréttablaðsins í júní, úr 71,9
prósentum í febrúar.
Núna nýtur ríkisstjórnin rúmlega 41 prósents
stuðnings. Ríkisstjórnin fær því nokkru minni
stuðning en ríkisstjórnarflokkarnir, en samanlagt
fylgi þeirra er 65,2 prósent.
thorbjorn@mbl.is
43% óákveðnir eða skila auðu
Samfylkingin og Vinstri grænir bæta við sig fylgi í nýrri skoðanakönnun
Eftir Birnu G. Konráðsdóttur
Borgarnes | Í tilefni af aldarafmæli
skólahalds í Borgarnesi nú í haust og
50 ára afmæli skólahalds á Varma-
landi í Borgarfirði verður fljótlega
gefin út vegleg bók, „Barna- og ung-
lingafræðsla í Mýrasýslu 1880-2007“.
Fyrir skömmu var haldið upp á 100
ára afmæli skólahalds í Borgarnesi.
Af því tilefni gáfu ekkja Sigurþórs
Halldórssonar, fyrrverandi skóla-
stjóra í Borgarnesi, og afkomendur
þeirra eina milljón króna sem rennur
til útgáfu bókarinnar. Systkinin Sóley
og Gísli Sigurþórsbörn afhentu þessa
höfðinglegu gjöf sem Hilmar Már
Arason tók við fyrir hönd ritnefndar.
Sigurþór Halldórsson réðst sem
kennari í Borgarnes árið 1949 og tók
síðan við skólastjórn 1958. Því starfi
gegndi hann til ársins 1978 og starf-
aði því við skólann í hartnær þrjátíu
ár. Kristín Guðmundsdóttir, eig-
inkona Sigurþórs, kenndi handavinnu
við skólann um árabil. Dóttir þeirra,
Sóley, hefur haldið merkinu á loft en
hún er deildarstjóri við sömu stofnun.
Morgunblaðið/Birna
Gjöf Sóley Sigurþórsdóttir afhenti Hilmari Má Arasyni gjöfina.
Gáfu milljón til bókaút-
gáfu um grunnskólann