Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
JÖKLAR hafa rýrnað umtalsvert í
sumar eins og undanfarin ár. Þetta
er niðurstaða árlegra mælinga
Jöklarannsóknafélags Íslands á
jökulsporðum, sem Oddur Sigurðs-
son jarðfræðingur hjá Vatnamæl-
ingum Orkustofnunar hefur um-
sjón með. Þessi þróun hefur staðið
frá árinu 1995 og nú hopa jöklar
hraðar og meir en áður eru dæmi
um í Íslandssögunni.
Að sögn Odds má segja að
stærstu jöklarnir hopi 50-100 metra
á ári, millistórir jöklar um 20-40
metra og litlir jöklar um það bil 10
metra. Mjög skýrt samhengi er
milli þess hve mikið jöklarnir hopa
og hve langir þeir eru. Jafnvægis-
lína jökuls liggur þar sem jökull
bætir jafnmiklu á sig og bráðnar af
honum en það er oft nálægt miðju
vega frá sporði upp á topp. Ef jök-
ullinn nær mjög langt niður fyrir
jafnvægislínuna nær hann jafn-
langt upp fyrir hana. Þá nær hann
niður í loftslag sem bræðir jökla
mjög ört. „Ef við tökum Öræfajökul
sem dæmi, er hann yfir 2.000 metra
yfir sjó, en sporðarnir eru í 100
metra hæð eða lægra. Þegar hann
er á annað borð í svölu loftslagi
lengist hann mikið neðst og þegar
hann er í hlýju loftslagi bráðnar
mikið af honum,“ segir Oddur til
skýringar. Hann nefnir sem dæmi,
að þegar jöklar nái niður undir
sjávarmál, eins og Breiðamerk-
urjökull og Sólheimajökull, bráðni
um 10 metra lag ofan af þeim á ári
hverju. Þessi bráðnun sé mikil, eða
á við þriggja hæða hús.
Methafinn í sumar er Steinholts-
jökull við Þórsmörk, sem hopaði
um rúmlega 300 metra. Sérstök
ástæða er fyrir þessu að sögn Odds.
Sporður jökulsins var þakinn aur,
sem kom í veg fyrir að hann bráðn-
aði eins og eðlilegt væri. Aurkápan
einangraði jökulinn í hitunum. Í
sumar slitnaði þessi aurtota frá og
þá tók bráðnunin mikinn kipp.
Þegar Oddur gerir upp árið mun
hann láta fylgja athugasemdanótu
um þetta frávik. Það er venjan hjá
Oddi að taka saman mælingar á öll-
um jökulsporðum þegar líður að
áramótum og niðurstaðan birtist í
fréttabréfi Jöklarannsóknafélags-
ins á nýju ári. Ítarlegt yfirlit mun
svo birtast í tímaritinu Jökli.
Eins og áður segir byrjuðu jöklar
landsins að hopa árið 1995 og þá
hætti skeið framgangs þeirra, sem
hafði staðið í 25 ár. Oddur segir að
frá landnámi og fram undir árið
1900 hafi jöklar gengið fram jafnt
og þétt. Á 20. öldinni og fram á þá
21. hafi jöklar hopað álíka mikið og
þeir höfðu lengst þrjár aldir þar á
undan. Sem þýðir með öðrum orð-
um að það land sem er að koma í
ljós núna sást síðast einhvern tíma
á 16. öldinni eða um siðaskiptin.
Margt kemur undan jökli
„Það má því með sanni segja, að
það land sem nú er að koma undan
jökli, hafi enginn mótmælenda-
trúarmaður séð áður,“ segir Odd-
ur.
Og hvað er það sem kemur undan
jöklinum? Það er misjafnt, að sögn
Odds. Í ljós hefur komið að undan
jöklum sem ná langt niður á lág-
lendi hafa komið setlög sem sýna að
þarna voru frjósamar sveitir áður.
Sem dæmi má nefna Skeið-
arárjökul, Skaftafellsjökul, Svína-
fellsjökul og Breiðamerkurjökul.
Jökullinn skilur eftir sig aur, en
þegar ár bera aurinn burt eða þeg-
ar grafið er í hann, hafa komið í ljós
trjádrumbar, skógarleifar og ann-
að slíkt. Skeiðarárjökull og Breiða-
merkurjökull liggja í breiðum döl-
um, sem voru áreiðanlega fallegar
sveitir í eina tíð. Til eru staðfestar
heimildir um Breiðamerkurjökul
og síðasti bærinn sem hann fór yfir
var Breiðamörk, árið 1702.
Mælingar sýna að jöklar á Íslandi halda áfram að rýrna og sú þróun hefur staðið í meira en áratug
Jöklar hopa
hraðar og
meir en áður
Ljósmynd/Oddur Sigurðsson
Fyrir Gígjökull skríður norður úr Eyjafjallajökli, gegnt Þórsmörk. Jökullinn á upptök sín í gíg fjallsins eins og ber-
lega sést á myndunum. Myndin að ofan var tekin af Gígjökli hinn 11. september 1992.
Eftir Þessi mynd var tekin af Gígjökli hinn 14. september 2007, eða réttum 15 árum seinna en myndin af ofan. Á því
tímabili hefur jökullinn styst um nærri kílómetra. Hann nær ekki lengur út í lónið, sem hefur margfaldast að stærð.
Í HNOTSKURN
»Ekkert bendir til annarsen jöklar á Íslandi haldi
áfram að hopa.
» Því er spáð að á þessariöld muni meðalhiti í heim-
inum hækka um 1-5 gráður
vegna gróðurhúsaáhrifa.
»Jöklar landsins eru því íútrýmingarhættu. Og ef
verstu spár ganga eftir verða
þeir horfnir með öllu eftir
tvær aldir, með ófyrirséðum
afleiðingum.
MÆLINGAR á viðgangi íslenskra
jökla hafi staðið yfir í rúm 75 ár
og hafa vakið athygli víða um
heim.
Jöklarannsóknafélag Íslands
stendur fyrir þessum mælingum á
jökulsporðum víðs vegar um land.
Jón Eyþórsson veðurfræðingur
stofnaði til þessa starfs árið 1930.
Og síðan hann stofnaði Jöklarann-
sóknafélagið 1950 hefur félagið
annast þessa starfsemi.
Jón Eyþórsson sá um starfið í
upphafi allt til dauðadags. Síðan
tók Sigurjón Rist vatnamæl-
ingamaður við starfinu og hafði
það með höndum í 20 ár. Síðustu
20 árin hefir Oddur Sigurðsson
haldið þessu saman.
Starfið fer þannig fram að sjálf-
boðaliðar fara að hausti að jök-
ulsporði og mæla þá breytingu
sem hefur orðið á jöklinum frá
haustinu áður. Þessar mæliseríur
eru sumar hverjar til frá árinu
1930 og eru orðnar mjög merkileg
heimild um jöklafræði og loftslag
og viðbrögð jökla við loftslags-
breytingum.
Milli 50 og 60 jökuljaðrar eru
mældir. Ekki tekst að komast að
þeim öllum á ári hverju þannig að
40-50 mælingarniðurstöður liggja
jafnan fyrir á hverju ári.
Menn þurfa að leggja talsvert á
sig í þessu sjálfboðaliðsstarfi og
ekki dugir minna en eyða í það
heilu dagsverki. Því má segja að
mjög mikið starf hafi verið innt af
höndum í rúm 75 ár. Enginn hörg-
ull er á sjálfboðaliðum og þeir
koma úr öllum stigum þjóðfélags-
ins. Einnig eru dæmi um að fólk
komi frá útlöndum til þess að taka
þátt í þessu starfi.
Nokkuð er um það að kynslóð
taki við af kynslóð. Börn fari í
mælingaferðir með foreldrum sín-
um, áhugi kvikni og þau taki síðan
við kyndlinum.
Þannig hefur sama fjölskyldan
verið með jökulsporð í fóstri í rúm
75 ár.
Kynslóðir hafa tekið jökulsporða í fóstur
Fyrstu mæling-
arnar á jöklum
voru gerðar 1930