Morgunblaðið - 27.10.2008, Side 19

Morgunblaðið - 27.10.2008, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 Súpuveisla Fyrsti vetrardagur var í fyrradag og þá var víða boðið upp á kjötsúpu að gömlum og góðum sið. Á Skólavörðustígnum var mikil veisla og þar voru m.a. mættir þessir vösku víkingar. Þeir þurfa vitaskuld staðgott fæði og gerðu þeir því súpunni góð skil eins og við var að búast. Frikki Sigurður Jónsson | 26. október 2008 BER SAMFYLKINGIN EKKI ÁBYRGÐ? Miðað við hvernig Sam- fylkingin hefur hagað sér í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum þarf það ekki að koma á óvart að það sé Samfylkingin sem eykur fylgi sitt á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn tap- ar verulega fylgi. Ég hef þó nokkrum sinnum bent á þetta í pistlum mínum. Ráðherrum og þingmönnum Samfylk- ingarinnar hefur tekist að koma því inn hjá þjóðinni að hún beri enga ábyrgð á því sem miður fer en henni beri að þakka það sem vel er gert. Þetta er með öllu óþolandi vinnubrögð fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Hver er yfirmaður bankamála? Er það ekki ráðherra Samfylkingarinnar. Hvers vegna gerði Björgvin ekkert í málunum? Ber hann enga ábyrgð á því hvernig fór? Hver er formaður Viðskiptanefndar Alþingis? Er það ekki þingmaður Sam- fylkingarinnar og meira að segja varafor- maður? Ber hann enga ábyrgð á því hvernig komið er? Meira: sjonsson.blog.is RÆTUR þeirrar kreppu sem nú er hafin liggja í skuldsetningu banka, fyrirtækja og heimila sem varð til við umfangsmiklar fjárfestingar hér á landi sem erlendis. Lán voru tekin til þess að fjármagna kaup á fyrirtækjum, fasteignum og hlutabréfum. Allt gekk vel meðan verð á þessum eignum fór hækkandi vegna þess að á fjármálamörkuðum var gnægð fjár- magns á lágum vöxtum. En sú lækkun á skuldabréfa- mörkuðum um allan heim og meðfylgjandi skortur á lausafé, sem hófst á fyrri hluta ársins 2007, hefur valdið fjármálastofnunum um allan heim tjóni og jafnframt dregið mjög úr vilja þeirra til þess að lána hver annarri fjármagn. Þetta er sú lausafjárþurrð sem hrjáði viðskiptabankana okkar síðasta árið og olli að lokum gjaldþroti þeirra. Um mitt síðasta ár varð viðsnúningur. Hlutabréfa- vísitalan íslenska hefur á rúmlega ári farið úr því að vera nálægt 9.000 í rúmlega 600, hlutabréfamark- aðurinn er nú að mestu hruninn. Fasteignaverð hef- ur lækkað og mun lækka enn meira á næstu mán- uðum. Verðmæti fyrirtækja, innlendra og einnig erlendra, hefur lækkað mikið. Erlendar eignir ís- lenskra fyrirtækja eru nú minna virði en áður og sumar höfðu verið keyptar á háu verði. Fjölskyldur, sem áður prísuðu sig sælar þegar fasteignaverð hækkaði og tóku lán til þess að fjármagna einka- neyslu, sjá margar hverjar fram á neikvæða eig- infjárstöðu, skuldirnar eru meiri en eignirnar. Fyr- irtæki í margvíslegum rekstri eru einnig með slaka eiginfjárstöðu. Gengistryggð lán hafa hækkað mikið á þessu ári og slíkt veldur skjótri rýrnun eiginfjár fyrirtækja og fjárhagslegum hremmingum fjöl- skyldna. Á næstu vikum og mánuðum mun mikill fjöldi fyr- irtækja og jafnvel heilu atvinnugreinarnar komast í þrot ef ekki er gripið til aðgerða. Keðjuáhrif geta orðið þegar gjaldþrot eins fyrirtækis veldur gjald- þroti annarra. Atvinnuleysi mun aukast mikið og sú aukning er þegar hafin. Mikilvægt er að varðveita þau fyrirtæki sem eiga framtíð fyrir sér í nýju hag- kerfi þar sem gengi verður lægra; innflutningur minni og hagur af útflutningi mun meiri. Gjaldþrot slíkra fyrirtækja felur í sér tjón fyrir samfélagið þegar innviðir, tengslanet og sértæk þjálfun starfs- fólks glatast. Félagslegar og sálrænar afleiðingar at- vinnuleysis eru alvarlegar fyrir bæði þá sem fyrir því verða og einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Fjöldi heimila stendur frammi fyrir mikilli skulda- byrði, sérstaklega þær fjölskyldur sem hafa fjár- magnað kaup á húsnæði með gengistryggðum lánum. Fjárhagslegir erfiðleikar valda yfirleitt kvíða og erf- iðleikum innan fjölskyldna sem bitna mest á þeim sem síst skyldi. Hruni fjármálakerfisins undanfarna mánuði má líkja við náttúruhamfarir sem ekki var unnt að sjá al- veg fyrir. Þótt stjórnvöld hefðu getað gripið til ým- issa fyrirbyggjandi ráðstafana er ekki hægt að ætl- ast til þess að einstakar fjölskyldur og jafnvel fyrirtæki hafi séð þessar hremmingar fyrir. Því tjóni sem orðið hefur má því líkja við náttúruhamfarir. Af þeim ástæðum sem hér hafa verið taldar er bráðnauðsynlegt að grípa nú þegar til ráðstafana til þess að vernda fjölskyldur og þau fyrirtæki og at- vinnugreinar sem samfélagið hefur mikla hagsmuni af að vernda. Við viljum leggja til við stjórnvöld að þau grípi sem fyrst til eftirfarandi ráðstafana: Í fyrsta lagi verði sett lög sem tímabundið (t.d. í sex til tólf mánuði) verndi einstaklinga og fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum fyrir ágangi kröfuhafa. Í öðru lagi verði skuldurum í ríkisbönkum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum, gefinn kostur á greiðsluaðlögun, svo sem í formi greiðslufrests, leng- ingar lána og gjaldmiðilsbreytingar lána. Í þriðja lagi geti heimilin farið fram á færslu hús- næðislána í Íbúðalánasjóð með viðeigandi lagfæringu á greiðslukjörum, svo sem lánalengingu og greiðslu- frestun. Stjórnvöld hafa þegar gripið til aðgerða í þessa átt. Í fjórða lagi bjóði hið opinbera fyrirtækjum upp á ódýrt lánsfé í krónum og/eða bjóðist til þess að leggja fram nýjan eignarhlut í fyrirtækin. Mikilvægt er að ákvörðun um veitingu slíks stuðnings og fjár- hæðir séu teknar af fagfólki sem leggur mat á arð- semi og verðmæti viðkomandi fyrirtækja. Ekki er skynsamlegt að styrkja þau fyrirtæki sem ekki eiga framtíð fyrir sér í hinu nýja hagkerfi þar sem út- flutningur mun skipta höfuðmáli. Ríkisvaldið getur prentað krónur til þess að lána skuldsettum fyrirtækjum á lágum vöxtum. Þessi lán geta verið til nokkurra ára og ekki krafist afborgana fyrstu sex mánuðina. Með lánveitingunni er fjár- magnskostnaður fyrirtækjanna lækkaður. En senni- lega þurfa mörg fyrirtæki einnig á nýju eiginfé að halda. Þá getur ríkisvaldið prentað krónur til þess að fjárfesta í fyrirtækjum og eignast þá tímabundið hlut í þeim sem unnt er að selja þegar efnahagsþreng- ingum er lokið. Í fimmta lagi verði heimilum gefinn kostur á að Íbúðalánasjóður kaupi hlut í fasteignum þeirra sem þau gætu síðan keypt aftur á markaðsverði þegar fjárhagsstaða þeirra hefur batnað. Umbreyting lána í eignarhlut kæmi einnig til greina. Með þessum aðgerðum væri unnt að vernda fjöl- skyldur og atvinnu þess fólks sem vinnur í arðbær- um en skuldsettum fyrirtækjum. Mikilvægt er að langtímaáhrif þeirrar tímabundnu fjármálakreppu sem nú geisar verði sem minnst; sem fæstir ein- staklingar verði fyrir persónulegum áföllum og sem flest góð, arðbær og vel rekin fyrirtæki starfi áfram. Eftir Gylfa Zoëga og Jón Daníelsson »…er bráðnauðsynlegt að grípa nú þegar til ráðstafana til þess að vernda fjölskyldur og þau fyrirtæki og atvinnugreinar sem samfélagið hefur mikla hagsmuni af að vernda. Jón Daníelsson Gylfi er prófessor við Háskóla Íslands. Jón er prófessor við London School of Economics. Upp úr skuldasúpu Gylfi Zoëga VEGNA þeirra um- ræðna er nú fara fram um aðild Íslands að Evrópusambandinu er rétt að rifja upp nokkur atriði varð- andi stofnun þess og þróun. Stofnaðilar Evrópusambandsins voru þau sex ríki sem stóðu að gerð Róm- arsamningsins og upphaflega mynd- uðu Efnahagsbandalag Evrópu 1957: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg. Frá þeim tíma hefur 21 ríki gengið í sam- bandið, sem í núverandi mynd sinni sem Evrópusambandið – ESB – varð til við gerð Maastricht-samningsins 1992. Fram hafa farið nokkrar lotur samninga um stækkun, og var sú fyrsta þegar Bretland, Danmörk og Írland gerðust aðilar 1973. Þeir þess- ara samninga sem hafa sérstakt gildi til samanburðar við stöðu Íslands, eru hins vegar þeir sem gerðir voru 1995 við félagsríki okkar í EFTA: Aust- urríki, Finnland og Svíþjóð. Þessi þrjú lönd höfðu þá, eins og Ísland, nýlokið við gerð samnings um Evrópska efna- hagssvæðið, þar sem Ísland og Nor- egur enn sitja. Þar sem EES- samningurinn tekur til þátttöku í frjálsum innri markaði ESB með sama hætti og gildir um aðildarríki ESB, var sá veigamikli hluti fullrar aðildar þeg- ar fyrir hendi hjá EFTA-löndunum og samningar að sama skapi einfaldari. Þetta átti hins vegar ekki við um lönd austar og sunnar í álfunni sem síðar tengdust ESB með miklu umfangs- meiri og tímafrekari samningum. Í raun yrði það alls ekki eins stórt skref og margur ætlar, sem stigið væri frá EES-þátttöku til fullrar aðildar að ESB. Evrópuskrefið mikla, að því er okkur snertir, var gerð EES- samningsins og aðildin að Schengen- samningnum með þeim stöðugu upp- færslum lagagjörninga og framkvæmd þeirra sem aðildinni fylgir. Þetta sést best á því, að nýr aðildarumsækjandi verður að semja um þátttöku í 34 svið- um starfseminnar, en af þeim fjallar 21 um frjálsan innri markað sem Ísland er fullur þátttakandi í og fylgir að öllu leyti sömu lögum og reglugerðum og ESB-ríkin sjálf. Þar að auki höfum við þegar hafið þátttöku á sumum þeirra 13 sviða sem eftir standa. Veruleg efn- isleg atriði í samningum koma fyrst og fremst til greina á sviði sjávarútvegs. Í umróti síðastliðinna vikna hafa loks allir mátt skilja að hér á landi er ekki fyrir hendi starfhæft kerfi pen- inga- og gengismála. Fyrsta skrefið til úrbóta er samkomulagið við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn – IMF – sem nú liggur fyrir. En sú skipan mála sem komið var á fót með seðlabankalög- unum 2001 hefur ekki staðist og verð- ur því að víkja fyrir þeirri einu leið, sem er til úrlausnar, en það er aðild að Myntbandalagi Evrópu – EMU. Hún felur í sér inngöngu í Evrópusam- bandið og aðlögun að evru sem sam- eiginlegri mynt samkvæmt sk. Maast- richt-skilyrðum um efnahagslegan stöðugleika. Þau skilyrði hafa íslensk stjórnvöld reyndar bent á að sjálfsagt sé að uppfylla sem góða hagstjórn. En nú er þörfin svo brýn að koma á stöð- ugleika gengis í frjálsu, opnu hagkerfi að leita verður samvinnu við ESB um bráðabirgðaráðstafnir á meðan upp- tökuferli evru stendur yfir. Undirbún- ingur aðildarviðræðna, sjálfir samn- ingarnir og sk. ERM II aðlögunarferli að EMU myndi sjálfsagt taka 2-3 ár. Því er rétt að íslensk stjórnvöld lýsi því yfir nú þegar að þau hyggist leggja fram beiðni um aðild- arviðræður og óski samstarfs við Evr- ópska seðlabankann um að verja gengi krónunnar innan rýmilegra vik- marka sem fyrsta skref til inngöngu í EMU. Samkomulagið við IMF og slík beiðni myndi ótvírætt gefa til kynna vilja íslenskra stjórnvalda til þess að koma skipulagi og stjórn efnahags- mála í það horf sem sæmir okkur sem fullgildum aðila í Evrópusamstarfinu. Eftir Einar Bene- diktsson og Jónas H. Haralz » Í umróti síðastliðinna vikna hafa loks allir mátt skilja að hér á landi er ekki fyrir hendi starf- hæft kerfi peninga- og gengismála. Einar Benediktsson Einar Benediktsson er fv. sendiherra og Jónas H. Haralz fv. bankastjóri. Jónas H. Haralz Aðild að Evrópusambandinu BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.