Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 20
ALDREI hefur það
birst mér jafnskýrt og
nú hversu miklu máli
pólitíkin skiptir. Aldr-
ei hefur það verið mér
jafnljóst og nú hversu
mikilvægt það er að á
Alþingi sitji fólk sem
ég treysti. Aldrei hef-
ur það verið mér jafn-
ljóst og nú hversu mikil ábyrgð
felst í því að kjósa. Við erum komin
á þann stað þar sem pólitískar
ákvarðanir skipta öllu máli.
Það hefur vægt frá sagt vakið
mér ótta að heyra margt það sem
stjórnmálamennirnir á Alþingi hafa
talið mikilvægast síðustu tvær vik-
urnar. Vikur þar sem hjól atvinnu-
lífsins hafa stöðvast og verðmæta-
sköpunin þar með. Drambsemi og
þjóðernishyggja á slíkum krísutím-
um er óhugnanleg svo ekki sé
meira sagt. Að hlusta nú á fullyrð-
ingar stjórnmálamanna í þá veru að
við getum komist í gegnum þetta
allt ein og sjálf án aðstoðar Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins er með ólík-
indum. Það er full ástæða til að
vekja athygli á orðum Uffe Ell-
emanns Jensens sem vitnað var til
á forsíðu Fréttablaðsins í vikunni
en þar varaði hann okkur Íslend-
inga við því að láta stolt okkar
verða til þess að við enduðum í
sömu stöðu og Bjartur í Sum-
arhúsum. Þessi orð Uffe Ellemanns
hafa verið þau gagnlegustu sem ég
hef séð koma frá stjórnmálamönn-
um síðustu tvær vikur.
Að hafa á tilfinningunni núna á
slíkum krísutímum að flokkshags-
munir séu hafðir ofar öllu öðru –
jafnvel ofar heildarhagsmunum
þjóðarinnar – er með öllu óþolandi.
Ef ákvarðanir sem teknar eru núna
þýða að stjórnmálaflokkar munu
klofna – þá mega þeir klofna og það
þó fyrr hefði verið. Um árabil höf-
um við búið við stjórnmálakerfi þar
sem hagsmunir flokkanna hafa ver-
ið settir ofar hagsmunum lands-
manna. Ekkert er fánýtara fyrir
okkur nú en gamlar klisjur og
stjórnmálamenn sem eru fastir í úr-
eltum hugmyndum.
Um árabil hefur það verið aug-
ljóst að Íslendingar þyrftu að tak-
ast á við þau vandamál sem lítill
gjaldmiðill hefur skapað okkur í al-
þjóðlegum heimi nú-
tímans. Um árabil hafa
stjórnmálamennirnir
okkar hver um annan
þveran reynt að finna
leiðir til að þurfa ekki
að takast á við þetta
vandamál. Leit ís-
lenskra stjórnmála-
manna allt síðasta ár
að „hjáleið“ í gjaldmið-
ilsmálum er vægast
sagt hjákátlegt nú. Við
sjáum nú hvert slík
pólitík leiðir okkur.
Það hefur aldrei reynst gott vega-
nesti til framtíðar að stinga höfðinu
í sandinn og neita að horfast í augu
við raunveruleikann. Það sem við
upplifum nú er bein afleiðing slíkr-
ar stefnu.
Íslenska krónan er ekki saklaust
fórnarlamb í umróti síðustu ára eða
hruni bankakerfisins síðustu vikur.
Íslenska krónan hefur haft lyk-
ilhlutverki að gegna í öllu því sem
gerst hefur í íslensku hagkerfi síð-
ustu ár – að halda öðru fram er í
besta falli óraunsæi af verstu gerð.
Það er ekki valkostur að bjóða
okkur upp á að búa við slíkar sveifl-
ur sem einkennt hafa íslenskt hag-
kerfi um langa framtíð. Einangr-
unarstefna er ekki valkostur.
Evrópusambandsaðild og upptaka
evru er augljós krafa okkar sem
viljum áfram búa í umhverfi al-
þjóðlegra viðskipta. Aðild að Evr-
ópusambandinu er ekki trúarlegt
atriði, það mun ekki leysa allan
okkar vanda – langt því frá – en
það er eini möguleikinn til að geta
sem Íslendingur horft bjartsýnn til
framtíðar. Nú ríður á að við sem
viljum sjá stjórnmálamennina okk-
ar takast á við raunveruleikann –
sjáum til þess að það muni þeir
gera.
Signý Sigurð-
ardóttir fjallar um
stöðuna í íslensku
efnahagslífi
Signý Sigurðardóttir
Höfundur starfaði í
alþjóðaviðskiptum um árabil.
Heildarhagsmuni
ofar flokkshags-
munum – takk
» Að hafa á tilfinning-
unni núna á slíkum
krísutímum að flokks-
hagsmunir séu hafðir
ofar öllu öðru – jafnvel
ofar heildarhagsmunum
þjóðarinnar –
er með öllu óþolandi
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008
Vertu viðbúin(n) vetrinum
Glæsilegt sérblað tileinkað vetrinum
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 31. október.
• Utanlandsferðir yfir vetrartímann.
• Skemmtileg afþreying innanlands.
• Vetraríþróttir - góð hreyfing og útivera.
• Hvað má gera sér til skemmtunar í vetur,
leikhús fleira.
• Teppi, kerti, bækur og annað hlýlegt.
• Haustskreytingar.
Meðal efnis er:
• Skemmtilegir og kósý hlutir fyrir
heimilið.
• Matarboð á veturna.
• Hvernig má verjast kvefi og öðrum
leiðindakvillum sem fylgja vetrinum.
• Bíllinn í vetrarbúning.
• Góð og hlý föt fyrir alla aldurshópa.
• Andleg heilsa.
Allar nánari upplýsingar veitir
Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. október.
SAMKOMULAG
hefur náðst milli
Reykjavíkurborgar og
heilbrigðisráðuneyt-
isins um sameiningu
heimahjúkrunar og fé-
lagslegrar heimaþjón-
ustu. Loksins, árið
2008 erum við að koma á laggirnar
heildstæðri þjónustu fyrir þá sem
þurfa aðstoð við heimilishald og at-
hafnir daglegs lífs vegna skertrar
getu af völdum aldurs, fötlunar eða
sjúkdóma.
Þann 18. nóvember árið 2003
skrifuðu þáverandi heilbrigð-
isráðherra og borgarstjóri undir
samkomulag um samtvinnun fé-
lagslegrar heimaþjónustu og heima-
hjúkrunar. Tveggja ára til-
raunaverkefni var sett af stað árið
2004. Að því loknu var gerð úttekt í
upphafi árs 2006. Að mati þeirra sem
þjónustuna veittu og þeirra sem
nutu hennar varð þjónustan einfald-
lega betri.
Ótvíræð hagræðing
Fram kom mikil hagræðing af
samþættingunni. Í lokaskýrslu verk-
efnisins var skoðaður kostnaður fyr-
ir 85 ára einstakling sem fékk frá
heimahjúkrun; böðun einu sinni í
viku, lyfjagjöf tvisvar á dag, eftirlit
og persónulega aðstoð daglega. Frá
félagslegu heimaþjónustunni voru
þrif aðra hvora viku og innlit hina
vikuna. Eftir samþættingu fékk
hann jafnmikla þjónustu en verk-
þættir voru fluttir á milli. Vikulegur
kostnaður var, á verðlagi ársins
2005, 80.000 krónur fyrir samþætt-
ingu en 57.500 eftir samþættingu,
sem er 28% lækkun. Sparnaður fyrir
þennan eina einstakling var því um
ein milljón króna á ársgrundvelli án
þess að þjónustan yrði verri, þvert á
móti. Tugir einstaklinga njóta sam-
bærilegrar þjónustu í dag og hund-
ruð Reykvíkinga njóta bæði heima-
hjúkrunar og félagslegrar
heimaþjónustu. Heildarhagræðing
er því umtalsverð.
Þrátt fyrir þessa
skýru niðurstöðu bæði
hvað varðar aukin gæði
þjónustunnar og hag-
ræðingu sá heilbrigðis-
og tryggingamálaráðu-
neytið ekki ástæðu til
þess að heimahjúkrun
flyttist varanlega yfir
til Reykjavíkur eins og
borgaryfirvöld óskuðu
eftir þvert á flokks-
línur. Ástæðan var
sögð sú að sameining
sveitarfélaga væri ekki komin nægj-
anlega langt á leið og var Reykjavík
sett undir þann hatt, þrátt fyrir
fjölda fordæma í formi þjónustu-
samninga við önnur sveitarfélög.
Skriður komst á viðræðurnar á
nýjan leik þegar ný ríkisstjórn tók
við á síðasta ári. Nú þegar fimm ár
eru liðin frá undirritun sam-
komulags um tilraunaverkefni til
tveggja ára, höfum við nýtt sam-
komulag um tilraunaverkefni til
þriggja ára. Það gengur þó lengra
en það fyrra þar sem heimahjúkrun
flyst yfir á Velferðarsvið borg-
arinnar. Ástæðurnar fyrir þessum
óratíma eru eflaust margar og
flækjustigin sem kerfin skapa eru
ótalmörg. Óþarfi er að fara í þá nei-
kvæðu umræðu á sama tíma og við
öll getum fagnað geysilega merkum
áfanga í þjónustu við þá sem þurfa
aðstoð inn á heimili sín.
Fleiri verkefni
til sveitarfélaganna
Það er óumdeilt að sveitarfélögin
eru best til þess fallin að sinna nær-
þjónustu við íbúa landsins. Hagræð-
ing skapast af því að einn aðili beri
ábyrgð á og sjái um stjórnun verk-
efna á sama sviði. Það þarf ekki að
bitna á þjónustuþegum, þvert á
móti. Nú á tímum efnahagsþreng-
inga er tækifæri til að endurhugsa
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga þar sem sveitarfélögin sem
grunneiningar samfélagsins þurfa
að eflast á næstu árum í takt við
breytta samfélagsmynd. Þeir sem
standa höllum fæti í dag vegna fé-
lagslegra aðstæðna, öldrunar, fötl-
unar og eða sjúkdóma verða enn við-
kvæmari fyrir breytingum og því
mikilvægt að stýra þjónustu við þá
hópa þannig að hún mæti þörfum
þeirra sem best.
Núverandi ríkisstjórn og Sam-
band íslenskra sveitarfélaga vinna
að því að yfirfæra málefni fatlaðra
frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 og
málefni aldraðra árið 2012. Þeirri
vinnu má flýta. Lengi hefur verið
rætt um að vinnumiðlun ætti heima
hjá sveitarfélögunum sem og heilsu-
gæslan en báðir þessir þjón-
ustuþættir voru áður á hendi sveit-
arfélaganna. Þá er vert að kanna
möguleika á flutningi framhalds-
skólans þannig að „skyldunámið“ sé
á einni hendi. Menntun barna byrjar
með leikskóla og náminu á ekki að
ljúka fyrr en við lok framhaldsskóla
hvort sem það er með stúdentsprófi,
sveinsprófi eða með starfsrétt-
indanámi.
Framtíðin
í nærsamfélaginu
Þrátt fyrir að mér verður tíðrætt
um verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga geri ég mér grein fyrir að sú
umræða snýst ekki bara um þessar
stjórnsýslueiningar. Hún snýst um
fólkið í landinu, fjölskyldu okkar og
vini sem þurfa eðli málsins sam-
kvæmt þjónustu frá samfélaginu
eins og við öll þurfum á að halda á
einum eða öðrum tíma í lífi okkar.
Þó það sé svo sjálfsagt og eðlilegt
að einn aðili stýri viðkvæmri þjón-
ustu inn á heimili fólks, hafa fimm
löng ár liðið frá fyrsta formlega sam-
komulaginu. En við höfum öðlast
reynslu og þekkingu í samningum
bæði við heilbrigðisráðuneytið
vegna heimahjúkrunar og félags-
málaráðuneytið vegna þjónustu við
geðfatlaða. Við megum því ekki bara
fagna í dag, heldur taka næstu skref
á morgun.
Sveitarfélögin þurfa fleiri verk-
efni, íbúar þeirra eiga skilið að nær-
þjónustan sé veitt af þeim sem eru
nærri og ríkið þarf að einbeita sér að
endurreisn efnahagsmála og nið-
urgreiðslu skulda næstu árin. Sveit-
arfélögin hafa framtíðina í hendi sér
– hana ber að nýta.
Framtíðarheimaþjónusta
Björk Vilhelms-
dóttir skrifar um
sameiningu heima-
hjúkrunar og
félagslegrar
heimaþjónustu
»Hagræðing
skapast af því að
einn aðili beri ábyrgð
á og sjái um stjórnun
verkefna á sama sviði.
Það þarf ekki að bitna
á þjónustuþegum,
þvert á móti.
Björk Vilhelmsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og
talsmaður Samfylkingarinnar
í velferðarmálum
, ,