Morgunblaðið - 27.10.2008, Side 21

Morgunblaðið - 27.10.2008, Side 21
Umræðan 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 Jólahlaðborðin 2008 Stórglæsilegt sérblað um jólahlaðborð og aðra spennnandi viðburði á aðventunni fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 1. nóvember. Meðal efnis er: • Jólahlaðborð og aðrar matarveislur. • Jólahlaðborð á helstu veitingahúsum. • Hópur sem fer árlega á jólahlaðborð. • Jólahlaðborð heima, skemmtilegar uppskriftir. • Fallega skreytt jólahlaðborð. • Tónleikar og aðrar uppákomur. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. október. KÆRI Júlíus. Fyrirgefðu að ég skuli senda þér þetta opna bréf í Morg- unblaðinu, en reynsla mín af því senda skipulags- og bygg- ingarsviði Reykjavík- urborgar hefðbundin bréf er þann- ig að ég neyðist til að grípa til þessa ráðs. Ég hef sent starfs- mönnum sviðsins þrjú bréf; tveim- ur þeirra var ekki svarað en við þriðja bréfinu kom svar án þess að það leiddi til þess að ég fengi úr- lausn mála. Ekki hef ég tölu á öll- um þeim símtölum sem ég hef átt við starfsmenn sviðsins. Þannig er að þegar góðærið var að ná hámarki, sumarið 2005, fékk ég þá flugu í höfuðið að byggja 16 fermetra sólstofu við húsið mitt. Starfsmenn skipulagssviðs tóku erindi mínu vel en bentu á að ég þyrfti að láta vinna tillögu um breytt deiliskipulag fyrir þennan hluta götunnar. Ég gekk tvisvar á fund nágranna minna vegna þessa erindis. Þeir tóku mér allir ljúf- mannlega og buðu mér að skoða sólstofurnar sínar. Sumir hverjir furðuðu sig á þessari afgreiðslu borgarinnar því enginn þeirra hafði þurft að breyta deiliskipulagi þegar þeir byggðu sínar sólstofur. Ég svaraði því til að það væri löngu tímabært að taka á þessum ósið borgarbúa að byggja sólstofur án þess að spyrja kóng né prest. Ég veit að þú ert mér sammála um það. Ég fékk mér svo arkitekt og tækni- fræðing til að hanna þetta mannvirki. Enn- fremur réð ég mér byggingastjóra, raf- virkja, múrarameist- ara, pípara og fleiri sérfræðinga. Ég verð þó að játa að ég vann talsvert í húsinu sjálfur, en ég vona að það komi ekki að sök. Ef þú vilt vita um hönn- unarkostnað þá get ég upplýst þig um að hann er um 35% af bygg- ingarkostnaði. Kannski finnst þér þetta hátt hlutfall, en ástæðan er m.a. sú að starfsmenn þínir ósk- uðu eftir að ég teiknaði og hannaði upp á nýtt húsið mitt sem byggt var árið 1969. Kom bygging- arnefndin með ýmsar gagnlegar ábendingar um hvernig ætti að hanna þetta gamla hús. Eftir að hafa fjallað um teikningarnar af gamla húsinu á þremur fundum og fengið nýjar teikningar fyrir hvern fund fékk ég loksins heimild til að hefjast handa. Eftir að framkvæmdum lauk hef ég öðru hverju boðið starfs- mönnum byggingarsviðs að koma og skoða sólstofuna. Enginn hefur þó séð ástæðu til að þiggja boðið. Í hittiðfyrra var mér sagt að allir væru farnir í sumarfrí. Í fyrra var mér sagt að það væri bara svo mikið að gera og í vor fékk ég þau svör að bráðum færi eitthvað að gerast. Nú er eitthvað að róast á bygg- ingamarkaðinum. Heldur þú, Júl- íus minn, að einhver starfsmanna þinna hafi tíma til að kíkja til mín í svona 10 mínútur og skoða húsið? Ég borgaði skoðunargjaldið fyrir tveimur árum þegar ég lauk við smíði stofunnar, svo það á ekki að vera vandamál. Svo vil ég líka benda á að ef einhver er tilbúinn að stimpla fyrir mig sólstofuna þá kem ég til með að borga hærri fasteignagjöld. Ég veit að borgin er í hópi ríkustu sveitarfélaga landsins og að þar starfar gott starfsfólk undir stjórn hæfra stjórnmálamanna. Ég hef þess vegna trú á því að á endanum finn- ist lausn á þessu vandamáli sem hefur verið að velkjast í kerfinu í tvö ár. Ég vil benda á að nú þegar kreppir að í efnahagsmálum verð- ur borgin að leita allra leiða til að ná endum saman. Eitt lítið skref væri að þiggja boð mitt um að greiða hærri fasteignagjöld. Því vil ég ítreka þetta góða boð. Má ég borga hærri skatta? Egill Ólafsson skrifar opið bréf til Júlíusar Vífils Ingv- arssonar, formanns skipulags- og byggingarnefndar »Heldur þú, Júlíus minn, að einhver starfsmanna þinna hafi tíma til að kíkja til mín í svona 10 mín- útur og skoða húsið? Egill Ólafsson Höfundur er blaðamaður. UNDANFARIN ár hefur ríkt almenn hagsæld á Íslandi. Umsvif hafa verið mikil í samfélaginu, hagur margra hefur vænkast og kaup- máttur aukist. Ekki nutu þó allir lands- menn gæðanna í sama mæli. Þrátt fyrir góða stöðu rík- issjóðs er það staðreynd að fjár- magn til þjónustu við fólk með þroskahömlun, einhverfa og fjöl- fatlað fólk hefur ekki verið í neinu samræmi við þörf. Hér á landi ættum við að hafa alla burði til að búa fötluðu fólki góð lífskjör en það höfum við ekki gert. Sú staðreynd er sárgrætileg nú þegar hin alvarlega efnahags- kreppa hefur skollið á íslenskt samfélag. Hvað verður um fatlað fólk nú þegar á bjátar í íslensku efnahagslífi? Hvernig getum við tryggt hagsmuni þessa fólks best á samdráttartímum? Og verkefni hverra er það? Nú reynir á að við sem þjóð stöndum vörð um rétt fatlaðs fólks til þjónustu sem tryggir því mögu- leika til að lifa eðlilegu lífi. Nú reynir á baráttuna fyrir mannrétt- indum fatlaðs fólks í samræmi við íslensk lög og nýsamþykktan samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Og við verðum að ganga til verka. Það er nefnilega svo að í kreppunni leynast líka ýmis tæki- færi. Við búum við þær aðstæður að það er ofgnótt húsnæðis á ís- lenskum húsnæðismarkaði og staða byggingariðnaðarins er slæm. Þar gefast tækifæri til að bæta hús- næðismál fatlaðs fólks með leiðum eins og þeim að opinberir aðilar ýmist kaupi húsnæði eða taki hús- næði á langtímaleigu í þágu fatlaðs fólks eða að menn breyti hinu op- inbera regluverki þannig að fatlað fólk geti í auknum mæli keypt sín- ar eigin íbúðir eða tekið á kaup- leigu. Slíkar aðgerðir eru ekki ein- ungis í þágu fatlaðs fólks heldur í þágu samfélagsins alls. Þá er það ljóst að vaxandi at- vinnuleysi er líklegt til að minnka þá manneklu sem nú er til staðar í þjónustu við fatlað fólk. Þar getum við átt von á að fá til starfa bæði fagmenntað fólk og ófaglært. En við verðum líka að nota tækifærið og gera þessi störf meira aðlaðandi til að fólk haldist í vinnu. Þá þarf að meta slík störf að verðleikum og horfa til þeirra miklu verðmæta sem felast í virkri þátttöku fólks í samfélagi okkar og lífsgæðum, óháð fötlun. Ef vilji er fyrir hendi má finna ýmis tækifæri í kreppunni sem bætt geta lífsaðstæður fólks sem býr við hvers konar fötlun. Það er brýnt að við höldum vöku okkar og tryggjum að hagsmunir þessa hóps gleymist ekki og verði ekki ýtt til hliðar þegar uppbyggingarferlið hefst eftir þá erfiðleika sem við nú göngum í gegnum. Það er ekki réttlætanlegt að fatlað fólk verði látið sitja eftir við lakari lífs- aðstæður en annað fólk. Það er nefnilega svo að ef okkur Íslend- ingum tekst vel upp í uppbygging- arferlinu gæti okkur tekist að skapa í framtíðinni samfélag hér á landi sem leggur ríkari áherslu á jöfnuð, samkennd og mannvirðingu en það samfélag okkar sem virtist að mestu stjórnast af einstaklings- og peningahyggju og sem hefur nú liðið undir lok. Svo kannski býr einmitt margt gott í framtíðinni þó dagurinn í dag sé okkur erfiður. Við verðum bara að tryggja að fólk sem býr við fötlun njóti þeirrar framtíðar og skaðist ekki í því breytingaferli sem nú er í gangi. Það felast svo ótal mörg tækifæri í framtíðinni og þau þurfum við að grípa og skapa fólki betri lífsgæði, betri þjónustu, betra líf. Það er sameiginlegt verkefni ís- lenskra stjórnvalda, hagsmuna- samtaka, okkar sem erum aðstand- endur og vinir fólks með fötlun, fötluð sjálf, meðborgarar, okkar allra sem byggjum þetta land, að sjá til þess að fatlað fólk á Íslandi skaðist ekki í þeim efnahagsþreng- ingum sem við göngum nú í gegn- um. Markmið okkar á að vera að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við annað fólk og skapa þau skilyrði sem gera fólki kleift að lifa eðlilegu lífi. Þá baráttu þurfum við öll að heyja sameiginlega með mannréttindi, mannvirðingu og lífsgæði ein- staklinganna að leiðarljósi. Stöndum vörð um lífsgæði fatlaðs fólks Gerður Aagot Árnadóttir og Halldór Sævar Guð- bergsson skrifa um hagsmuni fatlaðra » Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að sjá til þess að fatlað fólk á Íslandi skaðist ekki í þeim efnahags- þrengingum sem við göngum nú í gegnum. Gerður Aagot Árnadóttir Gerður er formaður Lands- samtakanna Þroskahjálpar. Halldór er formaðir ÖBÍ. Halldór Sævar Guðbergsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.