Morgunblaðið - 27.10.2008, Síða 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008
Einhvern tíma á
milli eggtíðar og grasa árið 1963 vor-
um við í ani við að lengja Stórubryggj-
una í Grundarfirði nokkrir ungir menn
og með okkur var Elberg Guðmunds-
son, sem sá um að heimspekilegt um-
ræðuefni þraut ekki. Það var á einum
af þessum sólskinsdögum, þegar
Grundarfjörður skartar sínu fegursta
og þorpið iðaði í framkvæmdum og var
að breytast í þróttmikið samfélag. Ný
hús risu hér og þar, en sýnu mynd-
arlegast var húsið við Grundargötu 18,
enda þegar búið að steypa tvær hæðir.
Við gerðum hlé á vinnunni og hlust-
uðum á síldarfréttirnar og heyrðum
m.a. að Runólfur SH 135 væri á leið-
inni í land með fullfermi. „Nú bætir
Gvendur enn við einni hæð“ heyrðist í
Elbergi, sem gjarnan skildi samhengi
hlutanna, enda gekk það eftir.
Enginn vafi leikur á því að Guð-
mundi var það mikill metnaður að
reisa Ingu konu sinni, í þakklætis- og
virðingarskyni, gott og fallegt hús þar
sem mætti herbergja þessa stóru fjöl-
skyldu, þau sjálf og strákana sex, sem
voru líklega ögn fyrirferðameiri en í
meðallagi. Það var svo þremur árum
síðar að í hópinn bættust tvíburanir
María og Unnsteinn.
Ingibörg Kristjánsdóttir ólst upp í
föðurgarði á Þingvöllum í Helgafells-
sveit á miklu myndarheimili, þar sem
búskapur allur, innan og utan dyra,
bar vitni um dugnað og snyrti-
mennsku. Þar rétt hjá í sömu sveit, þar
sem heitir á Gríshóli var ungur vinnu-
maður Guðmundur Runólfsson og eins
og í öllum góðum sögum tókust með
þeim ástir, sem entust með þeim alla
tíð.
Af litlum efnum en miklum dugnaði
hófu þau Inga og Guðmundur búskap í
✝ Ingibjörg Sigríð-ur Kristjáns-
dóttir fæddist á
Þingvöllum í Helga-
fellssveit 3. mars
1922. Hún lést á St.
Franciskussjúkra-
húsinu í Stykk-
ishólmi 9. október
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Grundarfjarð-
arkirkju 18. október.
Grundarfirði árið 1947,
fyrst í Götuhúsi en
þremur árum síðar
fluttu þau í húsið við
Hamrahlíð. Það var svo
árið 1965, sem þau fluttu
í nýja glæsilega húsið að
Grundargötu 18 og
bjuggu þar allar götur
til ársins 1997 að þau
komu sér fyrir í einkar
snoturri íbúð í Fella-
skjóli.
Einlægt frá því að ég
fluttist með foreldrum
mínum til Grundarfjarðar haustið
1952 hef ég notið þess vinskapar sem
þau og Inga og Guðmundur stofnuðu
til strax í öndverðu og fyrir það vil ég
þakka hér af alhug.
Við Þórunn nutum þeirra forrétt-
inda að kaupa af þeim hjónum neðstu
hæðina á Grundargötu, þar sem við
bjuggum í fjögur góð ár. Orri og Arna
eignuðust góða vini í leiðinni, enda
vék Inga ósjaldan að þeim köku og
öðru góðgæti.
Inga minnir óneitanlega á þær
góðu og hjálpsömu konur, sem Jón úr
Vör yrkir um í Þorpinu. Þær létu sér
annt um alla í kringum sig og var svo
eðlilegt að rétta öðrum hjálparhönd
og gera þeim lífið eilítið bærilegra
með litlu viðviki.
Inga var manni sínum stoð og
stytta hvort heldur var á heimilinu
eða í miklum umsvifum hans í útgerð-
inni, enda allt í senn húsfreyja, fram-
kvæmdastjóri á stóru heimili og hans
besti ráðgjafi þegar mest lá við.
Inga var gætin í fjármálum og
minnti bónda sinn stundum á, að kapp
væri best með forsjá.
Inga var skemmtileg kona, gestris-
in, glaðvær, ljóðelsk og sjór sagna.
Dugnaði hennar var viðbrugðið,
enda reyndi oft á hann, því gest-
kvæmt var á heimilinu og fjölskyldan
stór.
Fáar konur hafa lagt byggðarlagi
sínu til jafnmikinn auð og Inga. Hún
hefur komið á legg átta harðdugleg-
um börnum, sem nær öll búa og starfa
í Grundarfirði. Barnabörnin hafa flest
látið muna um sig og hafa sett mark
sitt á heimabyggðina. Hún hefur séð
litla fátæka þorpið breytast í glæsi-
legan bæ, þar sem heita má „að drjúpi
smjör af hverju strái“. Hún á stóran
hlut í þessu ævintýri.
Þegar Inga og Guðmundur eltust
gáfu þau sig að því að styðja þá, sem
aldnir voru með því að blanda geði við
þá með glaðværð sinni, sem var gef-
andi.
Hjónin Inga og Guðmundur voru
hvort öðru ágætara, eins og Bjarni á
Berserkseyri sagði eitt sinn um önnur
hjón.
Grundarfjörður væri að sönnu
miklu fátækari, ef Inga hefði ekki lagt
allt það af mörkum, sem hún gerði og
því er hún kvödd með þökk og virð-
ingu.
Við Þórunn sendum Guðmundi vini
okkar samúðarkveðjur og svo öllum
öðrum í fjölskyldunni.
Árni M. Emilsson.
Ingibjörg Sigríður Kristjánsdóttir
✝ Guðgeir Sumar-liðason var
fæddur á Feðgum í
Meðallandi, V-
Skaftafellssýslu, 2.
apríl 1929. Hann lést
19. október á deild
11-E á Landspítal-
anum við Hring-
braut.
Foreldrar hans
voru Sumarliði
Sveinsson, f. 10.10.
1893 á Undirhrauni/
Melhól, Meðallandi,
d. 22.2. 1992, og kona hans Sigríður
Runólfsdóttir, f. 1.12. 1899 í Neðra-
Dal, Biskupstungum, frá Bakkakoti
í Meðallandi, d. 16.8. 1986.
Bróðir Guðgeirs er Sveinn, f. 3.9.
1922 á Feðgum, d. 9.8. 2002, bíl-
stjóri í Þorlákshöfn. Hans börn:
Þorvaldur Geir, Dagbjartur Ragn-
ar og Halldóra Sigríður.
Feðgar var torfbær sem stóð
sunnanvert við Eldvatnið. Fjöl-
skyldan fluttist þaðan vegna
ágangs sands 1945. Þau fór til
Hveragerðis og byggðu sér þar hús
sem þau nefndu einnig Feðga, það
var í Heiðmörk 51. Þá var Guðgeir
16 ára en Sveinn bróðir hans tæpra
23ja ára, fjölskyldan gisti að mestu
í tjaldi á lóðinni þar til hægt var að
flytja inn í nýja húsið í september.
Sumarliði og Sigríður bjuggu þar
starfaði lengst af á Bæjarleiðum við
leigubílaakstur, Guðgeir fékk ung-
ur vélstjóraréttindi (pungapróf).
Var hann á síld eina vertíð og
seinna með tengdaföður sínum á
mb. Hafþóri um tíma. 1972 söðlaði
hann um og gerðist bóndi í Bitru í
Hraungerðishreppi, Árn. Þau
brugðu búi 2002 og fluttu þá á
Bjarnhólastíg 24, Kópavogi, það hús
ber einnig nafnið Feðgar.
Börn Hrefnu og Guðgeirs eru 1)
Jenný Kristín, f. 24.3. 1952, m.
Hjörtur Hans Kolsöe, f. 22.2. 1953,
börn: a) Halldór Úlfar, f. 8.2. 1973,
sbk. Sara Sturludóttir, f. 18.7. 1979,
barn: Aron, f. 13.8. 2003, b) Arelíus
Sveinn, f. 6.12. 1975, kona: Arna B.
Boonlit, f. 1.1. 1982, barn: Sara
Fönn, f. 6.9. 2001, og Guðgeir Hans,
f. 8.3. 1982, 2) Sigrún f. 9.8. 1953, m.
Ásgeir R. Sigurðsson, f. 27.2. 1948,
d. 16.1. 1983, börn: a) Vilhjálmur
Geir, f. 10.5. 1969, kona: Miriam
Geelhoed, f. 5.10. 1973, barn: Mats
Kilian, f. 27.1. 2007, b) Ásdís, f. 12.1.
1973, sbm. Eyþór Grétar Birgisson,
f. 17.3. 1961, börn: Kristín Viðja, f.
11.6. 1994, og Karen Ósk, f. 23.3.
2003, sbm. SG Ólafur Ágúst Lange,
f. 5.4. 1955, 3) Edda Lára, f. 24.9.
1954, börn: a) Helena Dögg, f. 23.7.
1973, barn: Tinna Líf, f. 12.1. 1998,
b) Geir, f. 23.12. 1982, sbk. Bai Ying
Ge, f. 26.8. 1987 og c) Arnar f. 8.12.
1988. 4) Auður Rut, f. 19.5. 1959,
barn: Hrefna Líf, f. 28.7. 1986, 5)
Þorkell Kristján, f. 28.4. 1962.
Guðgeir verður jarðsunginn frá
Hjallakirkju í dag kl. 11.
svo til ársins 1985, er
þau fluttu til sonar síns
í Bitru.
Í Hveragerði starfaði
Guðgeir m.a. við bygg-
ingu Ölfusárbrúar og
var með vörubíl að
leggja veginn út í Sel-
vog og var handmokað
á og bílstjóranum ekki
gerð nein undantekn-
ing. Skólabílstjóri var
hann í Hveragerði og
var þá ekki mikið eldri
en elstu börnin.
17.4. 1954 kvæntist Guðgeir
Hrefnu Ólafsdóttur, f. 9.1. 1932 í
Reykjavík. Foreldrar hennar voru
Ólafur G.H. Þorkelsson vörubílstjóri
í Reykjavík, f. 16.11. 1905 á Ísafirði,
d. 26.10. 1980 í R, og kona hans Guð-
rún H. Þorsteinsdóttir, f. 9.9. 1911 í
Vestmannaeyjum, d. 28.6. 1987 í
Reykjavík.
Hann var góður penni og ritaði
greinar í ýmis tímarit um áhugamál
sín. Og ætíð ferðapistla um ferðir sín-
ar með Samkór Selfoss þar sem hann
söng bassa í fjölda ára og söng í
kirkjukór Hraungerðiskirkju og var
þar sóknarnefndarformaður. Eftir
að þau hjón fluttu suður gekk hann
til liðs við Árnesingakórinn í Reykja-
vík sem mun syngja honum til heið-
urs við útförina. Guðgeir og Hrefna
bjuggu í Reykjavík þar sem hann
Elsku „pabbaskat“.
Mig langar að minnast þín með fá-
einum orðum.
Þú varst sá blíðasti og besti maður
sem ég hef nokkurn tíma kynnst.
Þú varst ekki margmáll en afskap-
lega fróður og vel lesinn maður, alltaf
boðinn og búinn að rétta hjálparhönd
ef á þurfti að halda. Svo lengi sem ég
man eftir mér notaðir þú aldrei skírn-
arnafn mitt, þú ávarpaðir mig aldrei
öðruvísi en með gælunafninu sem þú
gafst mér þegar ég kom frá Dan-
mörku eftir hjartaaðgerð aðeins 6 ára
gömul. En því miður tók það mig 35 ár
að vita hvað þetta orð þýddi, ég hélt
einfaldlega að þetta væri bara gælu-
orð sem þú hefðir fundið upp handa
mér, og mér fannst alltaf svo vænt um
það, og ég var komin yfir fertugt þeg-
ar ég vissi hvað þetta orð þýddi, fjár-
sjóður, ekki minnkaði væntumþykjan
á nafninu og þér við það. Þú varst mik-
ill og góður söngmaður og söngst í
kórum lengst af.
Þú varst alltaf á móti því að sálmar
væru styttir. Vildir helst syngja þá í
fullri lengd, svo að í kistulagningunni
þinni var Ó, Jesú bróðir besti sungið í
fullri lengd og ekkert múður, þannig
hefðir þú viljað hafa það.
Elsku pabbaskat, þín er sárt sakn-
að af mér og minni fjölskyldu, Helenu,
Tinnu, Geir og Arnari.
Hvíl í friði, elsku pabbi minn.
Þín „Lilleskat.“
Edda Lára.
Guðgeir átti djúpan róm og dug í
sinni og rætur austur á skaftfellskum
söndum. Hann stundaði söngnám hjá
Ingveldi Hjaltested og söng að stað-
aldri í tveim kórum. Ég kynntist hon-
um meðan ég bjó á Flúðum og þangað
kom hann úr hinum enda þessa söng-
glaða héraðs í söngtíma til kennarans
og til að fá undirleik hjá mér. Ná-
grannar urðum við síðar og góðir vin-
ir. Hann unni arfinum okkar sameig-
inlega, ljóðunum sem lögin prýddu
eins og sögum af lífsþrautum og sigr-
um. Hann bjó yfir hógværð og festu.
Mæt er minning þessa góða drengs.
Ingi Heiðmar Jónsson.
Elsku Guðgeir. Það er komið að
kveðjustund. Það var einkennileg til-
finning hér um árið þegar ég var á leið
austur til ykkar Hrefnu til að dvelja
hjá ykkur langdvölum. Ég hafði aldrei
séð ykkur áður. En móttökurnar voru
ekki slæmar, þið tókuð mér á allan
hátt opnum örmum. Elsku Guðgeir,
hvað þú varst mér góður þennan tíma,
tókst mér sem þinni eigin dóttur. Það
stytti stundirnar að fá að fara með þér
í fjósið og gefa kálfunum, það var
toppurinn á tilverunni í þá daga. Ég á
eftir að sakna þín.
Elsku Hrefna, Jenný, Sigrún, Edda
Lára, Auður og Þorkell, Guð blessi
ykkur öll og fjölskyldur ykkar. Minn-
ingin um gullmolann ykkar lifir.
Kveðja,
Björg Benjamínsdóttir.
Með þessum fáu línum vil ég minn-
ast Guðgeirs Sumarliðasonar.
Ég kynntist Guðgeiri og hans fjöl-
skyldu þegar ég var 11 ára eða fyrir
43 árum og leita því margar góðar
minningar á hugann.
Mér var tekið svo vel af Guðgeiri
og Hrefnu að það var eins og ég væri
fjölskyldumeðlimur, en svona var
Guðgeir.
Guðgeir hafði þann eiginleika að
öllum leið vel í návist hans. En nú er
kallið komið eftir veikindi síðustu ár.
Ég er þess fullviss að svo góður
drengur fær góðar móttökur á nýj-
um stað.
Hrefna mín og þið öll. Megi Guð og
góðar vættir styðja ykkur í ykkar
sorg.
Margrét E. Kristjánsdóttir.
Sigurður Pálsson.
Ég vaknaði upp við vondan draum í
London fyrir 15 árum. Mig dreymdi
að þú værir farinn. Þú, af öllum. Ég
var svo langt í burtu og ég átti þér svo
margt að þakka. Sem betur fer var
þetta draumur. Þegar ég hringdi í þig
var allt í lagi. Þegar ég kom heim
naut ég þess að vera nálægt þér. Ég
vissi hvað ég var heppinn að þekkja
þig.
Ég sagði þér aldrei frá því hvað
mig dreymdi. Það skipti ekki máli.
Fyrir rúmum tveimur árum viss-
um við að eitthvað var að. Vissum
ekki hvað það var en þér leið illa. Þeg-
ar ég kom heim um sumarið vildi ég
fara með þig austur í Meðalland svo
þú gætir séð æskuslóðirnar einu sinni
enn en þú varst of veikur. Sem betur
fer náðir þú þér aftur. Þú gast notið
lífsins þótt óveðursskýin neituðu að
hverfa. Þegar fólk spurði hvernig ég
hefði það, hvernig gengi, minntist ég
aldrei á þig. Ekki vegna þess að ég
vildi það ekki, ég vildi öskra til al-
heimsins að þarna færi fallegasta
manneskja sem ég hef nokkru sinni
kynnst. Ég vildi segja öllum heimin-
um að lífið væri óréttlátt gagnvart
þeirri manneskju sem átti það síst
skilið. Að ég hefði glaður skipt við
þig, tekið á mig krabbameinið og bar-
ist fyrir þig.
Ég sagði þér aldrei að allt sem ég
hef gert síðan var fyrir þig. Mitt líf
eins og það leggur sig var, er og verð-
ur tileinkað þér. Ég væri ekki sá sem
ég er án þess að hafa kynnst þér og
lært af þér. Allt það góða sem ég
reyni að tileinka mér á ég þér að
þakka.
Ég er óendanlega þakklátur fyrir
að hafa fengið að sýna þér Mats Kili-
an og sjá þig halda á honum. Ég mun
aldrei gleyma litla augnablikinu áður
en þið fóruð frá Skotlandi og þú
komst inn í herbergi þar sem hann lá
sofandi. Ég mun aldrei getað þakkað
þér almennilega fyrir það en þess
þarf ekki.
Ég vildi að ég gæti verið hjá þér en
þú ert kominn á betri stað þar sem þú
þarft ekki að þjást. Þú munt lifa í
hjarta mínu svo lengi sem ég lifi.
Takk fyrir allt og Guð blessi þig.
Vilhjálmur Geir Ásgeirsson.
Nú er horfinn yfir móðuna miklu
hjartkær vinur, svili og mágur Guð-
geir Sumarliðason. Margir góðir kost-
ir prýddu þennan dáðadreng. Hann
hafði óvenju tæra og fallega söngrödd
sem við nutum oftlega á góðum fund-
um á heimili hans og Hrefnu, konu
hans, um leið og við nutum ríkulegra
kræsinga á heimili þeirra.
Guðgeir var mikill og einlægur trú-
maður þar sem hann efaðist aldrei um
tilveru og handleiðslu guðs og fannst
öllu best borgið í hans hendi. Enda gaf
hann kirkju sinni í Hraungerðishreppi
mikið af sínum tíma sem formaður
sóknarnefndar, forsöngvari, oft á tíð-
um einsöngvari, bæði þar og í öðrum
kirkjum og taldi það ekki eftir sér.
Kórmaður var hann mikill og söng
með kirkjukór, samkór og karlakór
enda lauk hann þriðja stigi í söngskóla
á seinni árum sínum.
Nærvara hans var einkar notaleg
þar sem hógværð í fasi og orðum var
gjarnan í fyrirrúmi. Áhugi og meðferð
á íslenskri tungu var honum hugleikin
og hafði hann áhrif á aðra í kringum
sig hvað tunguna varðaði. Lagði oft til
sínar hugmyndir til ýmissa útvarps-
þátta í þeim efnum. Þá var hann mjög
góður penni og skrifaði margar grein-
ar í blöð og tímarit, einkanlega um
þjóðleg mál.
Guðgeir var sérlega skemmtilegur
ferðafélagi, hvort sem var í fjallaferð-
um á vetrum eða sumarferðum þar
sem hann var sérlega fróður um land-
ið og sögu.
Eitt sem lýsir Guðgeiri var elja
hans við leitina að staðsetningu
Hólmaselskirkju í Meðallandi, sem
fór undir hraun í Skaftáreldum 1784.
Saga þessarar kirkju og gossins var
rík í huga hans, eins og annarra sveit-
unga þar. Kirkjan hafði verið flutt af
upprunalega stað sínum, til Hólma-
sels, vegna uppfoks neðar í sveitinni,
nokkrum árum áður með mikilli fyr-
irhöfn sóknarbarna. Þegar hraun-
flóðið stefndi að Hólmaselsbænum og
kirkjunni flúði prestur með allt sitt,
læsti kirkjunni en skildi eftir alla
kirkjumuni og klukkuna, sem var for-
láta gripur fenginn að láni frá
Þykkvabæjarklaustri. Þegar bændur
áttuðu sig á hvernig skilið hafði verið
við reyndu þeir að komast í kirkjuna
en allt var læst og hraunið komið upp
að henni. Þessi missir var Meðallend-
ingum afar sár og presti lítið þakkað.
Þar til nýverið vissi engin hvar
Hólmaselskirkja hafði nákvæmlega
staðið. Guðgeiri þótti það mjög mið-
ur, fór á kreik og las sér til og leitaði
allra gagna sem mögulegt var að
finna. Hafði loks upp á korti sem
biskup hafði látið gera af Meðallandi
og nærsveitum nokkru fyrir gos þar
sem fram kom staðsetning allra bæja
sveitarinnar, bæði þeirra sem fóru
undir og eins hinna sem sluppu og
standa enn. Næst fékk hann hjá
Landmælingum ríkisins loftmynd af
sveitinni og með hornamælingum og
samburði við þekkta staði og óþekkta
gat hann fundið hnit staðarins þar
sem kirkjan liggur undir. Að þessu
öllu loknu, sem tók langan tíma og
fyrirhöfn, fékk hann okkur svila sína
og fleira gott fólk með sér með gps-
tæki í hendi og gengum yfir hraunið
eftir gps-tækinu, staðurinn fundinn
og kross reistur á staðnum. Þessi ferð
gekk mjög brösuglega og nefndi Guð-
geir ákveðinn draug sem líklega var
að stríða okkur.
Veru sæll, kæri vinur.
Ástvaldur Eiríksson og
Katla Margét Ólafsdóttir.
Guðgeir Sumarliðason
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGIGERÐUR ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
andaðist mánudaginn 20. október.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn
28. október kl. 13.00.
Kristjana Björnsdóttir, Skúli Guðnason,
Kristján Björnsson, Júlíana Sigurðardóttir,
Agnes Björnsdóttir, Arnar Sigurbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.