Morgunblaðið - 27.10.2008, Page 26

Morgunblaðið - 27.10.2008, Page 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 Hinn 16. október síð- astliðinn voru 90 ár lið- in frá fæðingu hins stórmerka útvarpsþul- ar Péturs Péturssonar. Þó nokkur tími sé nú síðan hann féll frá er mér ljúft að minnast hans með nokkrum orðum. Þrátt fyrir að rödd hans, sem var í senn þróttmikil, fögur og blæbrigðarík, sé nú þögnuð, heyri ég hana enn fyrir eyrum mér. Ég var svo heppinn að eiga með honum margar ógleymanlegar sam- verustundir á heimili hans í Garða- stræti og yndislegrar konu hans, Birnu Jónsdóttur. Á heimilinu ríkti gleði, sólskin og birta sem í ævintýri væri, sannkölluð óskastund, en konu sína ávarpaði Pétur venjulega með orðunum „elsku stúlkan mín.“ Þegar ég var í leiklistarskóla Æv- ars R. Kvaran hringdi Ævar eitt sinn til Péturs og skýrði honum frá þeirri löngun minni að hafa meira að gera í hlutverki jólasveins, en við það hafði ég dundað allt frá 1956. Pétur hafði þá um langt skeið rekið skrifstofu skemmtikrafta af miklum dugnaði og hugkvæmni. Ævar, sem brúað hafði bilið milli skóla síns og leiklistarskóla Þjóðleikhússins, byrjaði samtalið með því að láta mín getið. „Hann segist vera vanur að leika jólasvein,“ sagði hann, „og langar til að hafa meira að gera. Hann er bara svo feiminn en getur sungið.“ Þá greip ég fram í og sagði: „Ekki þegar ég er í jólasveins- gervinu.“ Eftir þetta hafði ég nóg að gera. Pétur var svo fróður að líkast því var að flett væri upp í alfræðiorðabók. Meðal annars komst hann að því að móðir mín væri ekki eingöngu af ís- Pétur Pétursson ✝ Pétur Péturssonfæddist á Eyr- arbakka 16. október 1918. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 23. apríl 2007 og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 4. maí 2007. lenskum uppruna held- ur einnig ættuð frá hinni fögru eyju Als í Danmörku. Á þeirri eyju bjó langafi henn- ar, Thomas Thomsen, sem síðar varð verslun- arstjóri Nordborg í Hafnarfirði, en versl- unin bar einmitt nafn hins gamla heimabæj- ar hans. Auk þess vissi hann margt um ætt- menni föður míns, sem taldist af ættkvíslum sex ríkja kominn hvað þjóðerni varðaði. Þá má ekki heldur gleyma því sem hann sagði mér um ætterni sitt og konu sinnar, og var það allt mjög athyglisvert. Ekki hafði hann eingöngu þann hæfileika að segja frá, heldur var hann einnig mjög góður hlustandi, til dæmis þegar ég sagði honum mínar eigin skáldsögur. Pétur var mjög ráðagóður og sem dæmi um það vil ég nefna að þegar ég hugðist byggja íbúðarhús ásamt konu minni ráðlagði hann mér að kaupa efnið fyrirfram svo það væri jafnan til taks á staðnum. Annað dæmi vil ég ennfremur nefna: Hann benti mér á að syngja meira í gamanþáttum mín- um. Ég tel hann meðal þeirra manna sem hefðu getað stýrt landinu farsæl- lega að öllum öðrum ólöstuðum og tekist á hendur hlutverk þjóðhöfð- ingja í hvaða landi sem verið hefði. Pétur var höfðinglegur maður að vallarsýn. Ég sé hann ljóslifandi fyrir mér á yngri árum, glæsilegan og vel búinn. Í sannleika sagt sópaði að hon- um. Vegna misskilnings af minni hálfu varð ég ekki milljónamæringur, því á þeim tíma hefði hann getað útvegað mér gnægð verkefna um gervallt landið. Með þessari grein vil ég votta minningu Péturs virðingu mína, svo og hans góðu og hæfileikaríku að- standendum. Guð blessi þau öll. Ketill Larsen. ✝ Kristinn Pálssonfæddist á Hofi á Skagaströnd 22. desember 1927. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Blönduóss 21. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Guðnadóttir f. 28.10. 1900 í Hvammi í Holtum, d. 4.3. 1964, og Páll Jónsson kennari og skóla- stjóri á Skaga- strönd, f. 22.12. 1899 á Balaskarði, d. 19.7. 1979. Systkini Kristins eru: Guðný Málfríður, f. 1929, d. 2005, Guðfinna f. 1930, Jón Sveinn f. 1933, Ingveldur Anna f. 1935 Ásdís f. 1936 og Edda f. 1939. Kristinn kvæntist 31. október 1953 Guðnýju Pálsdóttur f. 30.3. 1927 á Blönduósi. Foreldrar Guð- nýjar voru Hjálmfríður Anna Kristófersdóttir, f. 26.7. 1901, d. 26.11. 1981, og Páll Geirmundsson, f. 19.10. 1895, d. 28.1. 1975, búsett á Blönduósi. Börn Kristins og Guð- nýjar eru: 1) Páll f. 16.8. 1955, Kristinn lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík 1949. Kristinn kenndi við barna- og unglingaskólann í Keflavík í 3 ár (1949-1952). Fór þá norður á Skagaströnd og kenndi þar í 9 ár (1952-1961) við barnaskólann og vann þá í Mjólkurstöðinni á Blönduósi á sumrin. Flutti til Blönduóss 1961 og gerðist kjötbúð- arstjóri hjá KH í 4 ár. Kenndi síðan í 9 ár (1965-1974) við barna- og miðskólann á Blönduósi og vann þá alla algenga verkamannavinnu á sumrin. Hætti kennslu 1974 og fór að vinna í Mjólkurstöð SAH í 8 ár (1974-1982), síðan í Bygginga- vöruverslun KH og endaði starfs- feril sinn í súpugerðinni Vilkó árið 1995. Kristinn tók þátt í ýmsum félags- málum á Blönduósi. Hann var í stjórn KH í 6 ár og varamaður í hreppsnefnd í 4 ár. Í sóknarnefnd í 18 ár, í kirkjugarðsnefnd í 18 ár, auk þess var hann í barnavernd- arnefnd, bókasafnsnefnd og áfeng- isvarnarnefnd. Kristinn og Guðný byggðu sér heimili að Húnabraut 10 á Blöndu- ósi og bjuggu þar í 40 ár. Útför Kristins fer fram frá Blönduósskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 15. kvæntur Ásu Bern- harðsdóttur f. 2.11. 1958. Börn: a) Krist- inn Geir f. 28.2. 1980, kvæntur Ester Sig- hvatsdóttur f. 10.7. 1980, dóttir þeirra er Brynhildur Eva f. 4.8. 2004. b) Guðný f. 25.12. 1986. c) Móeið- ur f. 28.4. 1990. 2) Hjálmfríður f. 2.1. 1961, gift Ólafi G. Sæ- mundssyni f. 10.9. 1961. Börn: a) Krist- inn f. 26.8. 1993. b) Sæmundur f. 2.10. 1995. c) Ólafur f. 5.8. 1999, d. 5.8. 1999. d) Soffía f. 18.7. 2001. Kristinn ólst upp á Hofi til 16 ára aldurs, en þá fluttist fjölskyldan til Skagastrandar (Höfðakaupstaðar) þar sem hann stundaði verka- mannavinnu, skipavinnu, vega- vinnu, hafnarvinnu o.fl. Vann í síld- arverksmiðjunni í 3 sumur og var á síld í tvö sumur á Jóni Finnssyni II. Kristinn var 3 mánuði í ungl- ingaskóla í Steinnesi hjá sr. Þor- steini B. Gíslasyni. Tvo vetur (1944- 1946) á Reykjaskóla í Hrútafirði. Mér er mjög ljúft að minnast ynd- islegs tengdaföður sem nú hefur kvatt saddur lífdaga. Kristinn var góður maður, fallegur að innan sem utan og skilur eftir bjartar minning- ar hjá þeim sem honum kynntust. Það er óhætt að segja að Kristinn hafi ekki borist mikið á þegar hið veraldlega er annars vegar en þess í stað gerði hann sér far um að hlúa sem best hann gat að því sem hann taldi skipta mestu í lífinu, það er að rækta kærleiksríkt samband við fjöl- skyldu og vini. Sem dæmi má nefna að ósjaldan undi hann sér inni í bíl- skúrnum sínum þar sem hann mót- aði margs konar gersemar úr tré, svo sem bíla og hesta, sem hann síð- an gaf til yngri vina sinna. En Kristinn var alla tíð barnagæla hin mesta og oft varð ég vitni að því er gamlir nemendur umvöfðu hann og þökkuðu liðnar stundir um leið og þeir minntust fallegs leikfangs sem Kristinn hafði fært þeim að gjöf jafn- vel áratugum áður. Einnig má geta þess að alveg fram að þeim tíma er Kristin þraut heilsu var hann iðinn við að skrifa bréf til fjölskyldu og vina og ef um unga pennavini var að ræða máttu þeir sömu búast við að fá í hendur frumsamdar smásögur sem í þokkabót voru myndskreyttar af höfundi. Áhugasvið Kristins lágu víða og ég var það heppinn að nokkur af hans helstu áhugamálum voru þau sömu og mín og tengjast íslenskri tungu, fótbolta og fuglum. Við Kristinn höfðum því ætíð um margt að ræða. En þess má geta að um áratuga skeið skráði Kristinn allt skilmerkilega niður í bækur sem hann taldi mark- vert og viðkom fuglalífi á Blönduósi og í nágrenni. Fyrir nokkrum árum gaf hann þessar bækur til Ævars Petersens, á Náttúrufræðistofnun Íslands, en Kristinn hafði miklar mætur á Ævari og því starfi sem hann stendur fyrir. Elskulegri tengdamóður minni votta ég mína dýpstu samúð og besta vini Kristins, Knúti Berndsen, færi ég þakkir fyrir að vera vinur í raun allt til enda. Að lokum vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar þakka frábæru starfsfólki nærgætna umönnun sem Kristinn naut þann tíma er hann dvaldi á Heilbrigðisstofnun Blöndu- óss. Þinn tengdasonur, Ólafur G. Sæmundsson. Afi er dáinn eftir erfið veikindi. Afi var mjög góður afi og vildi allt það besta fyrir barnabörnin sín. Minn- ingarnar sem við eigum af honum gleymast aldrei og eru þær fjölmarg- ar. Þegar við komum í heimsókn til afa og ömmu á Húnabrautina fór afi alltaf í leiki með okkur og í margs- konar spil. Það var ævintýri líkast að koma inn í bílskúrinn þar sem afi smíðaði bíla og annað fyrir okkur. Við munum líka eftir öllum skemmtilegu Selvíkurferðunum þar sem við týndum marga fallega steina. Við munum eftir öllum bók- unum sem þú last fyrir okkur og hafragrautnum sem þú bauðst alltaf upp á í morgunmat. Elsku afi, þakka þér fyrir góðar minningar. Síðustu ár hafa verið þér erfið, líkaminn farinn að þreki en minnið í góðu lagi og þú mundir allt- af öll nöfn og liðna atburði. Elsku afi, þú baðst okkur syst- kinin um að passsa mömmu og pabba og við lofum að passa þau vel. Elsku afi, okkur þykir svo undurvænt um þig og þú ert besti afi sem nokkurt barn getur hugsað sér að eiga. Þín barnabörn, Kristinn, Sæmundur og Soffía. Elsku afi minn. Þegar ég hugsa til baka til þess tíma sem ég var hjá ykkur ömmu á Blönduósi get ég ekki annað en glaðst yfir öllum þeim góðu sam- verustundum og minningum sem ég á frá þeim tíma. Ég hugsa um allt það sem við gerðum og brölluðum saman og hvað þú varst alltaf góður við nafna þinn sem var í heimsókn. Ég hugsa til alls þess sem þú kennd- ir mér í gegnum árin, að lesa og skrifa, synda, veiða, tefla eða öll spil- in sem við spiluðum saman, það skipti engu máli, alltaf var gamli kennarinn til staðar og tilbúinn að gera allt fyrir lítinn afastrák. Fyrir nokkrum árum gafstu mér gömlu bókina sem þú hafðir skrifað í gegnum árin með öllum athuga- semdunum og sögunum um sam- verustundir okkar allt frá því að ég kom fyrst í heimsókn. Hún mun minna mig á þig og þá stundir sem við áttum saman um ókomna tíð og er mér ótrúlega verðmæt. Ein sagan segir frá því þegar við vorum búnir að spila „Mús“ í dágóða stund og hættir að spila, að þá hafi ég byrjað að lemja afa gamla með púða og þegar þú spurðir; „Eru þetta þakkirnar sem ég fæ fyrir að leika við þig?“ þá hafi ég faðmað þig og sagt „Ég veit ekki hvað ég á að gera við þig, mér þykir svo vænt um þig.“ Það mun aldrei breytast. Guð geymi þig. Þinn nafni, Kristinn Geir. Kristinn Pálsson Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gæskuríkur geymdu mig, Guð, í faðmi þínum. (Höf. ók.) Takk fyrir allt, elsku afi. Guðný og Móeiður. HINSTA KVEÐJA Við fráfall svila míns og mágs Hjartar Har- aldssonar er andaðist hinn 27. september sl. rifjaðist það upp fyrir okkur vinum hans og vandamönnum hve ævi hans var sér- stök og ævintýri líkust. Hann fædd- ist í Berlín 27. ágúst 1914. Heims- styrjöldin fyrri geisaði og barist var af mikilli grimmd. Faðir hans Joseph Friedlaender var sjóliðsforingi á SMS Pommern og féll um haustið 1914. Ekkjunni tókst að koma sonum sínum tveimur til manns, það kostaði harða baráttu, t.d. í hinni illræmdu heimskreppu sem hófst 1929. Hjört- ur var áhugasamur um stjórnmál og sótti fundi í því sambandi. Hann og félagar hans voru flestir róttækir og áttu enga samleið með Hitler og hans mönnum. Árið 1933 voru nasistar orðnir alls ráðandi og Adolf Hitler hafði verið Hjörtur Haraldsson ✝ Hjörtur Har-aldsson, skírður Heinz Karl Friedla- ender, fæddist í Berlín í Þýskalandi 27. ágúst 1914. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 27. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Ás- kirkju 3. október. skipaður kanslari. Um sumarið 1933 ákvað Hjörtur að forða sér frá Berlín og hélt til Danmerkur. Hin illu öfl höfðu nú öll tök í þýskalandi. Þegar til Danmerkur kom fór Hjörtur, að starfa við landbúnað, en svo kom að því, að dvalarleyfi hans rann út. Hjörtur fékk viðtal hjá Thor- vald Stauning, sem vísaði honum á dóms- málaráðherrann C.Th. Zahle. C.Th. Zahle veitti honum framlengingu á dvalarleyfinu, til þess að hann gæti fundið lausn á sín- um málum. Hann kynntist manni að nafni Fritz Nathan, sem rak heild- verslun í Reykjavík, Nathan og Ol- sen. Fritz greiddi götu hans og Hjörtur keypti farseðil til Íslands, kom með Es. Brúarfossi til Reykja- víkur. Í Reykjavík hitti Hjörtur fyrir ágæta menn, sem aðstoðuðu hann og einn þeirra, Bjarni Jónsson frá Galtafelli, útvegaði honum starf hjá Sigurði Fjeldsted í Ferjukoti. Þetta var í október 1935. Hjörtur var síðan vinnumaður á ýmsum bæjum í Borg- arfirði og kynntist þar mörgu góðu fólki. Hann yfirgaf Borgarfjörðinn og hélt til Reykjavíkur, kom þangað 9. maí 1940. Daginn eftir hernámu Bretar Ísland. Þá um nóttina var hann handtekinn af Bretum og færð- ur til yfirheyrslu. Ungur liðsforingi yfirheyrði Hjört. Hann áttaði sig fljótlega á því, að Hjörtur gæti ekki verið hættulegur Bretum. Flestir aðrir Þjóðverjar á Íslandi voru sendir í fangabúðir á Mön og víðar og urðu að dúsa þar til stríðs- loka. Hjörtur hóf störf í járniðnaði í vélsmiðjunni Héðni og gerðist seinna vélstjóri á sjó og landi. Gat hann sér allstaðar gott orð. Reglu- semi hans og vandvirkni var við brugðið bæði í starfi og einkalífi. En baráttu Hjartar var ekki lokið. Það kostaði hann 14 ára stríð, sem hann háði með aðstoð góðra manna, að öðlast ríkisborgararétt. En stærsta gæfusporið steig Hjörtur, þegar hann kvæntist Sigrúnu Har- aldsdóttur frá Kolfreyjustað árið 1945. Sigrún hefur alla tíð verið frá- bær móðir, húsfreyja og listfeng í hannyrðum. Var sambúð þeirra mjög farsæl og elskuleg. Ævinlega var ánægjulegt að heimsækja þau hjónin, njóta gestrisni þeirra og frá- sagna húsbóndans, sem var fróð- leiksbrunnur, bæði um íslensk mál- efni og heimsmálin. Á efri árum lýsti hann dvöl sinni á Íslandi svo. „Að hafa átt hér góða ævi, kvænst dásamlegri konu og eignast góð og heilbrigð börn, það er að mínum dómi það verðmætasta í lífinu“ Ferð Hjartar til landsins í norðri var því vissulega örlagarík, en gæfuför. Við sendum Sigrúnu og öllum afkomend- um og vandamönnum Hjartar ein- lægar samúðarkveðjur. Rannveig og Hilmar Björgvinsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn og frændi, SIGURÐUR PÉTURSSON prentari, Hraunbæ 102h, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 28. október kl. 13.00. Sóley Brynjólfsdóttir, Sigurveig Alfreðsdóttir, Gunnar H. Hall og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.