Morgunblaðið - 27.10.2008, Page 36
Léttklæddar
meyjar í
Mexíkó
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008
„VIÐBJÓÐSLEGA FYNDIN OG SKEMMTILEG
GRÍNMYND. KLÁRLEGA EIN AF ÓVÆNTARI
RÆMUMÁRSINS. TÉKKIÐ Á HENNI!”
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS
TOPP
GRÍNMYND
SEX DRIVE FER FRAM
ÚR AMERICAN PIE
Á 100 KM HRAÐA!
SÝND Í KRINGLUNNI
EAGLE EYE kl. 5:40D - 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL
EAGLE EYE kl. 5:40 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP
SEX DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
MAX PAYNE kl. 6 - 8:10 - 10:30 B.i. 16 ára
NIGHTS IN RODANTHE kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
PATHOLOGY kl. 10:30 B.i. 16 ára
WILD CHILD kl. 8 LEYFÐ
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
/ ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
/ KRINGLUNNI
EAGLE EYE kl. 6:30D - 9D - 10D B.i. 12 ára DIGITAL
SEX DRIVE kl. 8 B.i. 12 ára
HAPPY GO LUCKY kl. 10:10 Síðasta sýning B.i. 12 ára
JOURNEY TO THE C... kl. 63D LEYFÐ 3D - DIGITAL
WILD CHILD kl. 6 LEYFÐ
SÝND Í KRINGLUNNI
JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS
MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ
-BBC
-HJ.,MBL
FRÁ MANNÖPUNUM SEM FÆRÐU OKKUR SHREK
ÍSLENSKT TAL
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Á SELFOSSI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
HÖRKUSPENNANDI MYND
FRÁ STEVEN SPIELBERG MEÐ
SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI.
ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA!
TÓNLIST
Geisladiskur
Motion Boys – Hang On bbbnn
ÞÁ er hún komin, fyrsta breiðskífa
glamúr-gæjanna í Motion Boys. Það
er eflaust óhætt að segja að Hang On
hafi verið beðið með eftirvæntingu
því hljómsveitin hefur dælt út popps-
lögurum síðustu misserin.
Hljómsveitin er hugarfóstur Birg-
is Ísleifs Gunnarssonar en í upphafi
hafði hann sér við hlið tvo af bestu
hljóðversmönnum landsins; þá Árna
Rúnar Hlöðversson sem er m.a. liðs-
maður FM Belfast og Viðar Hákon
Gíslason sem hefur gert garðinn
frægan í hljómsveitinni Trabant.
Þetta teymi lagði grunninn að fyrstu
smellum sveitarinnar, „Waiting to
Happen“, „Steal Your Love“ og
„Hold Me Closer To Your Heart“.
Hljómur sveitarinnar var með öðr-
um hætti í upphafi því í dag hefur
greddan vikið fyrir útpældari popp-
hljóm og fágun en bæði Árni og Við-
ar hafa sagt skilið við sveitina. Mo-
tion Boys í sinni núverandi mynd er
skipuð þeim Þorbirni Sigurðssyni,
Gísla Galdri Þorgeirssyni og Birni
Stefánssyni ásamt Birgi Ísleifi en
auk þess hefur Þorvaldur H. Grön-
dal nýlega gengið til liðs við sveitina
sem bassaleikari en hans liðsinnis
naut þó ekki við upptökur. Allir eru
þessir menn úrvals hljóðfæraleik-
arar og eiga langan feril að baki með
ólíkum sveitum eins og Mínus þar
sem Björn lemur húðir og Trabant
þar sem Gísli Galdur og Þorvaldur
hafa staðið vaktina. Þorbjörn er hins
vegar þúsundþjalasmiður mikill sem
hefur komið víða við enda frábær
hljóðfæraleikari og umsetinn ses-
sjónmaður.
Birgir Ísleifur er virkilega góður
söngvari, með mikinn sjarma og út-
geislun. Hann, eins og hetjur níunda
áratugarins, getur kveikt þennan
neista sem þarf til að gera popp á
sannfærandi hátt. Lögin hans og
tónlist Motion Boys eru úrvalspopp,
allavega helmingur þeirra. Hinn
helmingurinn er aftur á móti óspenn-
andi og þurrar lagasmíðar eða lög
sem eru úr öðrum ranni; tregabland-
ið og rafrænt naumhyggjupopp sem
er að vísu af bestu sort en breytir
hins vegar heildarútliti skífunnar um
of. Það er hins vegar ekkert hægt að
setja út á neinn flutning Motion Bo-
ys, hann er allur til fyrirmyndar.
Textarnir, sem eru á ensku, hæfa
tónlistinni og eru vel fluttir af Birgi
sem nær fallegum og áhrifaríkum
falsettutónum án nokkra vandkvæða
þegar það á við (og það á oft við).
Það má segja að markið hafi verið
sett hátt við gerð þessarar fyrstu
plötu Motion Boys því ljóst er að lög-
in eiga að vera eitthvað meira en
bara skammlífir slagarar, þetta er
vissulega breiðskífa með fjölbreytt-
ara litróf en kveður á við fyrstu
hlustun. Á hinn bóginn er þetta allt
bundið við það sánd og stemningu
sem hljóðblöndun skapar og þá stað-
reynd að lögin eru misjöfn að gæð-
um. „Queen of
Hearts“, „Lost in
the City“ og „Wa-
iting to Happen“
eru öll til fyr-
irmyndar – vel
samin lög. „Hold
Me Closer to Yo-
ur Heart“ hefur tekið stakkaskiptum
til að hæfa hljóðheimi plötunnar og
þetta besta lag sveitarinnar er ekki
jafnfrábært og áður. Það er hins veg-
ar hið Duran Duran-lega „Five 2
Love“ sem fær stimpilinn besta lag
Hang On – bassalína verður ekki
mikið flottari en þetta. Titillagið er
einnig frábært, minnir á David Bo-
wie undir lok áttunda áratugarins og
Roxy Music á sínum sokkabands-
árum á meðan Brian Eno var ennþá í
sveitinni. Þetta er langt og áhrifa-
mikið lag sem vinnur á við hverja
hlustun. Það sama má segja um loka-
lagið sem er margslungið á sinn
naumhyggjulega máta sem felur í
sér einfaldan takt frá trommuheila í
markvissri uppbyggingu að ein-
hverju stærra og merkilegra. Bæði
þessi lög eru þó úr þeim ranni að
vera aðeins á skjön við það sem á
undan er gengið. Ég kann í raun bet-
ur við hljóðvinnsluna í þessum lögum
en í þeim poppaðri því þar finnst mér
vanta meira púður; kraft og áræði.
Þessi þunni og vandaði hljómur sem
valinn er á skífuna á kostnað grodda-
legri og feitari nálgunar er skilj-
anlegur upp að vissu marki því hér
er vilji til að fremja vandað popp af
bestu gerð. Það kemur samt á óvart
hversu örugg leið er farin því efnivið-
urinn býður upp á meiri þunga og
ævintýri eins og þegar „Hold Me
Closer to Your Heart“ fór fyrst að
hljóma.
Eins og komið hefur fram er
hljómur skífunnar afar poppaður og
útpældur en því miður reynist hann
leiðinlega þunnur á köflum og ofunn-
inn upp úr hljóðgervlapoppbálki ní-
unda áratugarins. Þetta er vissu-
lega stíll en ég hafði vonast eftir
meiri fjölbreytni og nýjunga-
girni frá Motion Boys, en hér
er um smekksatriði að ræða
sem breytir þó ekki þeirri
staðreynd að það vantar
bara einhvern kraft í
þetta. Ég mæli engu að
síður með því að þú, lesandi
góður, fjárfestir í þessum
geisladiski, lærir lögin og
farir svo á tónleika með Mo-
tion Boys því þá færðu mikið
fyrir peningana – og getur
sungið með einu besta tónleika-
bandi landsins.
Jóhann Ágúst Jóhannsson
Sykurhúðaðir töffarar
TÍSKUVIKAN í Mexíkó-
borg stendur nú sem hæst
en þar sýna hönnuðir
helstu strauma og
stefnur í tískunni
fyrir næsta vor og
sumar. Eins og
sjá má á mynd-
unum gera hönn-
uðirnir ráð fyrir
að heitt verði í
veðri í Suður-Ameríku
í vor og sumar og fyr-
irsæturnar flestar í efnis-
litlum klæðnaði. Líklegt verður
þó að teljast að ekki veiti af enda
jafnan heitt suður við miðbaug á
umræddum árstíma.
jbk@mbl.is
Xfit Lycr
a Þessi fy
rirsæta e
r eiginleg
a
ekki í nei
nu að ofa
n. Spurni
ng hvort
sú
tíska ver
ði vinsæl
á næstun
ni.
Alessandro Alviani Léttur og sum-
arlegur fleginn kjóll með pífum.
Xfit Lycra Þessi klæðnaður hentar
örugglega vel á ströndinni.
REUTERS
Alana Savoir Glæsilegur kjóll þar
sem kynþokkinn er í fyrirrúmi.
Alana Savoir Síð peysa sem sýnir
þó vel í aðra öxlina.
Xfit Lycra
Neon-litir
eru áber-
andi í þessu
bíkíni.
Xfit Lycra Þessar fyrirsætur sýndu
mikið bert hold, en þó ekki andlitið.