Morgunblaðið - 01.11.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.11.2008, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1. N Ó V E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 299. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Listhúsinu Laugardal Reykjavík Sími: 581 2233 Óseyri 2 Akureyri Sími 461 1150 www.svefn.is Ný sending af SÆNGURVERASETTUM mikið úrval Leikhúsin í landinu >> 47 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið að það hafi skaðað orðspor Íslendinga erlendis hvernig haldið hafi ver- ið á umræðunni af hálfu Davíðs Oddssonar, for- manns bankastjórnar Seðlabankans. „Látum nú vera hvernig kaupin gerast á eyrinni hér innanlands en þegar þetta er farið að hafa áhrif utan landsteinanna í þeirri aðstöðu sem við erum í núna þá er ábyrgðarhluti að láta málin halda áfram í þessum farvegi,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún seg- ir að ýmsar aðgerðir og yfirlýsingar stjórnar Seðla- bankans á síðustu dögum og vikum orki mjög tví- mælis. „Í þeirri viðkvæmu stöðu sem þjóðin er í núna getur það ekki gengið til lengdar,“ segir hún. Spurð hvort hún telji að stjórnarsamstarfið muni halda út kjörtímabilið segir Ingibjörg Sólrún: „Það væri fráleitt að spá einhverju öðru. Það væri eins og að vera í hjónabandi og spá skilnaði. Það gerir mað- ur ekki. Við erum í þessari ríkisstjórn af fullri al- vöru til að vinna þau erfiðu verk sem framundan eru. Við ætlum ekkert að flýja af hólmi.“ Ingibjörg segir brýnt að umræða um Evrópumál sé sett á dagskrá af þunga. „Ef við tækjum þá ákvörðun fljótlega að sækja um Evrópusambands- aðild myndi það strax hafa áhrif á atvinnulífið hér heima, markaðina og stöðu okkar gagnvart öðrum löndum, því þá vita allir hvert við erum að stefna og geta farið að gera áætlanir með hliðsjón af því. Væntingar gagnvart Íslandi myndu breytast og það í sjálfu sér hefði samstundis jákvæð áhrif. Síðustu vikur þegar sumir gamlir vinir hafa ekki reynst okkur vel höfum við fengið skýr skilaboð víða að um að aðildarviðræður Íslands gætu gengið hratt og að við ættum mörg stuðningsríki ef að því kæmi“ Davíð skaðar orðsporið  Ábyrgðarhluti að láta mál halda áfram í sama farvegi, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir  Viðræður við ESB gætu gengið hratt  Fráleitt að spá stjórnarslitum  Ég hamra járnið | 24 ÞEIR voru ekki árennilegir krakkarnir í Háteigs- skóla þegar þeir héldu upp á hrekkjavökuna í gær og klæddu sig í óhugnanlega búninga. Vinsældir hrekkjavöku virðast fara vaxandi á Íslandi, sum- um, sem ekki kæra sig um erlenda hátíðisdaga, til mikillar armæðu. Varla kemur þó að sök þótt börnin fái tilefni til að nota oftar leikræna krafta í litríkum búningum og ekkert gefur til kynna að öskudegi standi ógn af hrekkjavökunni. Hrekkjavökuhátíð var haldin í Háteigsskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Skrímsl og forynjur á stjá LESBÓK „Enginn veitti þeim sérstaka at- hygli inni á staðnum og heldur ekki þegar þau fóru út saman rúmri klukkustund síðar og heim til hans eftir fáförnum götum. Þá var lyfið tekið að virka.“ Fyrsti kafli Myrkár, nýrrar glæpasögu eftir Arnald Indriðason, er birtur í Lesbók en bókin kemur út í dag kl. 16. Hún fjallar um morð í Þingholtunum. Myrká eftir Arnald Indriðason Það er auðvelt að hafa samúð með George W. Bush í nýrri mynd Oli- vers Stone um forsetann sem nefn- ist einfaldlega W. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um mynd Stone í Lesbók en myndin verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn kemur, 7. nóvember. Auðvelt að hafa samúð með Bush Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra gekkst undir aðra aðgerð á höfði í gær. Í við- tali við Morg- unblaðið segir Ingibjörg Sólrún um aðgerðina: „Æxlið sem er í fjórða vökvahólfi heilans hefur takmarkað vökva- flæði um hann. Það þarf að laga með því að gera smágat til að liðka fyrir þessu flæði. Eftir þá aðgerð verð ég væntanlega laus allra mála. Það er allavega engin ástæða til að ætla annað.“ Væntanlega laus allra mála Ingibjörg Sólrún Gísladóttir AUKABLAÐ UM JÓLAHLAÐBORÐ NOTALEG SAMVERA OG BROSANDI ANDLIT UNGSVEITIN RETRO STEFSON Litríkur hræringur á́ fyrstu plötunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.