Morgunblaðið - 01.11.2008, Side 4

Morgunblaðið - 01.11.2008, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Hornsófar Tungusófar Svefnsófar Sófasett Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Smíðum sófa eftir þínum þörfum Yfir 200 teg undir Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is GEIR H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á aðalfundi Landssambands íslenskra útgerðarmanna í gær, að tap útgerðarfélaga vegna fram- virkra gengissamninga stæði nú í 25-30 milljörðum króna. Þessa stöðu yrði að leysa og um það stæðu við- ræður milli bankanna, hagsmuna- ðila í sjávarútvegi og stjórnvalda. Allir afleiðusamningar sem bank- arnir gerðu urðu eftir í þrotabúum gömlu bankanna, þ.m.t. framvirkir gengissamningar útgerðarfélaga. Tryggðu sig gegn styrkingu Í ræðu Geirs kom fram að út- gerðarfélög hefðu á undanförnum árum gert töluvert af því að verja sjóðsstreymi sitt með því að selja tekjur sínar framvirkt til að tryggja sig gegn tapi ef gengi krónunnar styrktist. „Nú hefur hið gagnstæða gerst og gengið hefur veikst gífur- lega,“ sagði Geir. Við þetta hefði myndast mikið tap á þessum fram- virku samningum sem nú gæti num- ið 25-30 milljörðum í heild. „Þessa stöðu þarf að leysa. Og um það hafa verið viðræður milli bankanna, hagsmunaaðila í sjávarútvegi og stjórnvalda en endanlegar ákvarð- anir liggja ekki fyrir frekar en í mörgum öðrum brýnum úrslausn- arefnum sem tengjast hruni bank- anna.“ Aðspurður hvaða möguleikar væru til staðar til að leysa úr vand- anum, sagðist Geir ekki geta fullyrt um það. Verið væri að fara yfir mál- ið. Vandinn væri mikill þó hann væri misjafn eftir fyrirtækjum. Gera má ráð fyrir að fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum hafi einnig gert framvirka gengissamninga og standi frammi fyrir slíku. Það er eitt af atriðunum sem hljóta að koma til skoðunar, að það sé ekki mismunað hvað þetta varðar, sagði Geir þegar hann var spurður hvort eitt yrði látið gilda fyrir útvegsfyr- irtæki en annað fyrir fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum. Velsæld vegna útgerðar Í ræðu sinni í gær minnti Geir á að Íslendingar hefðu komist til vel- sældar á síðustu öld á grundvelli sjávarútvegs. Ekki hefðu þó allir gert sér grein fyrir hinni gríðarlegu þýðingu hans. „Þjóðarbúið stólar á sjávarútveginn í þeirri uppbyggingu sem nú blasir við og það er ljóst að vægi greinarinnar mun aukast verulegu að nýju, frá því sem það var á síðustu misserum,“ sagði hann. UNNIÐ er við ýmsar stórfram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, þrátt fyrir aðsteðjandi erfiðleika í efnahagslífinu. Uppsteypu lýkur í byrjun 2009 Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) vinna að smíði tónlistar- og ráðstefnu- hússins við Reykjavíkurhöfn. Sigurð- ur R. Ragnarsson, framkvæmdastjóri Austurhafnarverkefnisins hjá ÍAV, sagði að nú ynnu á svæðinu um 200 manns. Sumir af þeim eru erlendir starfsmenn sem eru á leið heim á næstunni, mest vegna efnahags- ástandsins hér. Næturvinnu við húsið var hætt í september sl. Stefnt er að því að ljúka uppsteypu hússins í upp- hafi næsta árs. Þá á að taka við vinna við ytra byrði hússins. Stefán Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Austurhafnar-TR, sagði að ÍAV hefðu verið beðnir um að hægja aðeins á framkvæmdum. Það var gert vegna viðræðna við Portus hf., sem hefur annast byggingu húss- ins í einkaframkvæmd. Rætt er um að Austurhöfn-TR taki við samningnum við ÍAV af Portus hf. og haldi verkinu áfram. Íslenska ríkið á 54% í Austur- höfn-TR og Reykjavíkurborg 46%. Stefán reiknaði með að viðræðunum lyki á næstu vikum. Við nýbyggingu Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót starfa nú 180- 200 manns, að sögn Brynjars Brjáns- sonar, staðarstjóra Ístaks. Eignar- haldsfélagið Fasteign annast bygg- ingu hússins, fjármögnun og eignarhald. Bergur Hauksson, framkvæmda- stjóri Fasteignar, sagði að fram- kvæmdum yrði haldið áfram sam- kvæmt áætlun. Hann sagði að þegar kæmi fram á vorið hæfist vinna innan- húss og við frágang. Þá er reiknað með að þeim fjölgi sem vinna við bygginguna. Talið er að starfsmenn við byggingu Háskólans í Reykjavík geti þá orðið nálægt 300 talsins. Norðurál í Helguvík Nú vinna 80-100 manns við bygg- ingu nýs álvers Norðuráls í Helguvík. Unnið er í jarðvinnu og við að steypa undirstöður. Ágúst Hafberg, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, sagði að framkvæmdin hefði gengið eftir áætlun. Hann átti ekki von á því að starfsmönnum við verkið fjölgaði í bráð því ekki yrði haf- ist handa við nýja verkþætti á næst- unni. Nú er verið að fara yfir verkið í heild með tilliti til kostnaðar og fjár- mögnunar. Ágúst sagði verið væri að leita tækifæra til að lækka kostnað. Hann benti m.a. á að hráefni hefði mikið lækkað í verði. T.d. hefði stál lækkað um 70-75% frá því í júlí. Það og ýmislegt annað geti gefið tækifæri. gudni@mbl.is Vinnu er haldið áfram við ýmsar stórframkvæmdir á Faxaflóasvæðinu Halda áfram að byggja Morgunblaðið/RAX Áfram er haldið Að smíði tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn vinna nú um 200 manns. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÞEGAR vel er að gáð má finna ljósa punkta í íslensku atvinnulífi nú um stundir, þótt heildarmyndin sé vissu- lega dökk. Allir starfsmenn stoð- tækjaframleiðandans Össurar hf. á Íslandi fengu í gær launauppbót. Uppbótin var 100.000 krónur á mann, en um 250 manns starfa hjá fyrirtækinu hér á landi. Góð afkoma Össurar Jón Sigurðsson forstjóri segir starfsfólkið hafa staðið saman í gegnum þykkt og þunnt. „Við þurf- um á þeirra óskiptu athygli að halda í framtíðinni. Auðvitað er ekki glæsi- leg staða framundan hjá mörgum fjölskyldum í landinu.“ Því hafi verið talið rétt að láta fé af hendi rakna. Össur skilaði góðri afkomu á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður tíma- bilsins var 13,7 milljónir Bandaríkja- dala, en var 2,2 milljónir á sama tímabili 2007. Það jafngildir ríflega 1,6 milljarða króna hagnaði á síðustu mánuðum. Sala nam 269,9 milljónum Bandaríkjadala og jókst um 8% frá sama tímabili 2007. Kraftur kvenna að aukast Þá eru umsvif bankans Auðar Capital að aukast hægt og rólega. Fyrirtækið er líklega eitt fárra sem stendur í því að fjölga starfsfólki og ráða til sín. „Smátt og smátt höfum við verið að bæta við okkur fólki. Við fáum stöðugt nýja viðskiptavini. Þrátt fyr- ir allt er góður gangur hjá okkur,“ segir Kristín Pétursdóttir fram- kvæmdastjóri. Hún segir að sem stendur séu ein til tvær stöður lausar hjá bankanum, en að undanförnu hafi verið ráðið bæði í framlínu fyr- irtækisins og stoðdeildir. Mikið framboð sé á hæfu fólki sem sækist eftir störfum hjá bankanum. Enn ljósglætur í atvinnulífinu  100.000 króna launauppbót hjá Össuri  Auður Capital bætir við sig fólki Í HNOTSKURN »Össur hf. framleiðir stoð-tæki og ýmsar vörur á heilbrigðissviði. Fyrirtækið er leiðandi á því sviði. »Auður Capital er bankimeð áhættumeðvitaða stefnu og tekur tillit til mann- lífs og umhverfis. »Hrina hópuppsagna stóðyfir í vikunni sem leið. Ljóst er að margir verða um hituna þegar störf losna á næstunni. Í RÆÐU sinni í gær sagði Geir H. Haarde að undanfarið hefðu þær raddir gerst háværari en áður, sem segðu að nýta ætti tækifærið til að breyta reglum um úthlutun veiðiheimilda. Vísaði hann með þessu til hugmynda um að nýta ætti þá stöðu sem nú er komin upp að útgerðir skulda nú bönk- um í eigu ríkisins háar fjárhæðir. Geir sagði að því hefði verið haldið fram að kalla ætti veiðiheimildir inn, eins og menn orðuðu það og úthluta upp á nýtt með gjörbreyttu sniði. „Þetta er fullkomlega óábyrgt tal. Eða finnst mönnum ekki nóg um ástandið þó ekki bættist við að undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar væri teflt í tvísýnu. Það þarf ekki að orðlengja það að þetta kemur ekki til greina. Ekki frekar en að þegar þorskkvótinn verður aukinn á nýjan leik þá verði þeim aflaheimildum ráðstafað með einhverjum öðrum hætti en hingað til. Þeir sem urðu fyrir barðinu á þeim niðurskurði eiga að njóta ávaxtanna þegar þar að kemur,“ sagði Geir H. Haarde. „Fullkomlega óábyrgt tal“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundur Geir H. Haarde forsætisráðherra, Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi stjórnarformaður LÍU, og Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri á aðalfundi LÍÚ í gær. Geir sagði tal um breytingar á kvótakerfinu óábyrgt. Tapa á gengisvörnum  Útgerðin í landinu stendur frammi fyrir 25-30 milljarða tapi á framvirkum gengissamningum  Verður að leysa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.