Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „STAÐAN er erfið og við teljum að 12 til 13 þúsund manns verði at- vinnulaus í byrjun næsta árs,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Atvinnuleys- istölurnar sem stofnunin gerir ráð fyrir nema um sjö prósent atvinnu- leysi. Samkvæmt nýjustu tölum mælist atvinnuleysi nú 2,3 prósent og því er um mikla og hraða breyt- ingu að ræða á skömmum tíma. „Það er viðbúið að þessi mikla breyting verði sársaukafull fyrir marga og nú ber fólki skylda til þess að reyna að hlúa að þeim sem verða fyrir því að missa vinnuna,“ segir Gissur. Mikið álag hefur verið á starfs- fólki Vinnumálastofnunar vegna uppsagna en allar uppsagnir yfir þrjátíu starfsmanna, sem teljast til hópuppsagna, þarf að tilkynna til stofnunarinnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að atvinnuleysi verði aðeins minna í byrjun næsta árs en Vinnu- málastofnun gerir ráð fyrir, eða 5 til 6 prósent. Alþýðusamband Íslands hefur spáð því að atvinnuleysi verði um 4,5 prósent á næsta ári. Margar tilkynningar Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur rúmlega 2.000 manns verið sagt upp störfum í hóp- uppsögnum á síðustu vikum. Sér- staklega hefur ástandið verið slæmt í byggingariðnaðinum en stór og smá verktakafyrirtæki hafa verið að segja upp fólki vegna fyrirsjáanlegs verkefnaskorts. Ris ehf., sem hefur verið með rúmlega 200 starfsmenn í vinnu á undanförnum árum, sagði í gær upp 60 manns. Magnús Jóns- son, framkvæmdastjóri Riss, segir horfurnar ekki góðar. „Því er ekki að leyna að horfur á byggingar- markaði eru ekki góðar. Næstu mánuðir verða erfiðir þar sem verk- efnastaða er slæm og fjármögnun erfið. Hins vegar eru allir þessir starfsmenn með ýmist þriggja eða fjögurra mánaða uppsagnarfrest,“ segir Magnús. Nokkur fyrirtæki hafa gripið til þess að lækka laun starfsmanna til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. Þar á meðal er Nýherji sem til- kynnti í gær um 10 prósent lækkun launa hjá öllum starfsmönnum nema þeim sem hafa undir 300 þúsund á mánuði. Þeir halda sínu. Fimmtán starfsmönnum var þó sagt upp en heildarfjöldi þeirra sem starfa hjá félaginu hér á landi er 550 en í dótt- urfélögum félagsins erlendis starfa um 170 manns. Samkvæmt upplýs- ingum frá skrifstofum stéttarfélag- anna hefur töluvert verið um upp- sagnir sem teljast til hópuppsagna en nákvæmar tölur um þær liggja ekki fyrir. „Staðan er erfið“  Vinnumálastofnun spáir um 7 prósent atvinnuleysi í byrjun næsta árs  Horfurnar ekki góðar, segir Magnús Jónsson Morgunblaðið/Kristinn Byggingar Verulega hefur hægt á byggingarframkvæmdum á höfuðborg- arsvæðinu að undanförnu. Í Garðabæ eru á sjötta hundrað íbúða óseldar. Í HNOTSKURN »Áður en skilanefndir ávegum Fjármáleftirlitsins tóku yfir íslensku bankana var því spáð að atvinnuleysi myndi verða um þrjú prósent á næsta ári. »Hrun bankanna gerði stöð-una mun verri og byggir spá Vinnumálastofnunar um sjö prósent atvinnuleysi á til- kynningum sem stofnuninni hafa borist að undanförnu. FYRIRTÆKI hafa að undanförnu verið að leita leiða til þess að hagræða án þess að segja upp fólki. Þó uppsagnir hafi sjaldan verið fleiri en nú hafa fyrirtæki einnig í stórum stíl minnkað starfshlutfall starfs- manna frekar en að segja upp. Litið er á það sem síðasta kost að segja upp fólki og hafa stéttarfélög víðs vegar um landið beint því til fyrirtækja að reyna með öllum ráðum að draga úr rekstrarkostnaði með öðru móti en að segja upp fólki. Fyrirtæki hafa lækkað laun, auk þess sem ýmis annar kostnaður hef- ur verið skorinn niður, áður en til uppsagna hefur komið. Síðasti kostur ÁRVAKUR, útgáfufélag Morg- unblaðsins, sagði í gær upp 26 starfsmönnum. Þar af eru 19 upp- sagnir vegna niðurskurðar en sjö vegna breytinga á starfsemi Árvak- urs eða endurskipulagningar þar sem gert er ráð fyrir einhverjum endurráðningum. Auk uppsagna verða laun stjórnenda hjá fyrirtæk- inu lækkuð. Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, segir Morgunblaðið hafa mikilvægu hlutverki að gegna, nú sem áður. „Nú í efna- hagsþrengingum gegnir Morgunblaðið mjög mikilvægu hlut- verki og það er augljóst að almenningur lítur á fréttaflutning þess sem ákveðna kjölfestu í upplýsingamiðlun. Áskrifendum fjölgar og í lestrarmælingu Gallups, sem gerð var fyrir Morg- unblaðið nú í vikunni, kemur í ljós að hér um bil þriðjungi fleiri lesa blaðið en fyrr í haust. Lestur blaðsins mælist nú um 52% á móti 38% í haust.“ 26 sagt upp hjá Árvakri förnu sem tækju til 3.500 manna á árinu. Jóhanna tilkynnti á fundinum nýtt frumvarp til laga sem kynnt hefði ver- ið í ríkisstjórn í gærmorgun. Því væri ætlað að hvetja fyrirtæki til að draga úr uppsögnum starfsfólks eins og kostur er og nýta nýtt úrræði um hlutabætur Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Lengdur bótatími Verði frumvarpið að lögum verða breytingarnar þær að tíminn sem heimilt verður að greiða fólki tekju- tengdar atvinnuleysisbætur lengist í samræmi við lækkað starfshlutfall. Skerðing atvinnuleysisbóta vegna launagreiðslna fyrir hlutastarf fellur einnig niður. Frumvarpinu er einnig ætlað að vernda réttindi launafólks hjá Ábyrgðarsjóði launa. Verði fyrir- tæki gjaldþrota munu greiðslur úr sjóðnum miðast við tekjur samkvæmt starfshlutfalli sem viðkomandi gegndi áður en til samdráttar kom í fyrirtæk- inu á tímabilinu 1. október sl. til 31. janúar 2009. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is JÓHANNA Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra sagði í ávarpi á ársfundi Vinnumálastofnun- ar í gær, að það væri mat stofnunar- innar að atvinnuástandið ætti eftir að versna mjög hratt næstu vikur, ekki síst með tilliti til fjölda hópuppsagna. „Vegna ört versnandi ástands spáir Vinnumálastofnun enn meira at- vinnuleysi en hún gerði fyrr í þessum mánuði og telur líkur á að það verði um eða yfir 7% í lok janúar, eða um 13-14 þúsund manns. Tekið skal fram að erfitt er að spá við þessar aðstæður og rétt að hafa fyrirvara á þessum töl- um,“ sagði Jóhanna. Hún sagði að hópuppsagnir liðinna daga gæfu til kynna versnandi atvinnuástand. Fram kom að samtals hefði verið til- kynnt um hópuppsagnir að undan- Jóhanna Sigurðardóttir segir atvinnuástandið munu versna mjög hratt næstu vikur Fyrirtæki nýti sér hlutabætur Morgunblaðið/Árni Sæberg Ávarp Ráðherra taldi kjark í starfs- menn Vinnumálastofnunar. Í HNOTSKURN »Starfsmaður með fullanatvinnuleysisbótarétt sem fer úr 100% starfi í 50% getur fengið tekjutengdar atvinnu- leysisbætur í sex mánuði í stað þriggja áður verði nýtt frum- varp að lögum. »Föst laun starfsmanns fyr-ir 50% starfshlutfall eða meira munu ekki skerða hlut- fallslegar atvinnuleysisbætur eins og verið hefur. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „NÚ reynir á að sýna að stjórnvöld geti brugðist hratt við, því síst af öllu viljum við að nemendur okkar flosni frá námi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra. Í gær voru kynntar aðgerðir vegna erfiðrar stöðu námsmanna er- lendis, í samvinnu við Lánasjóð ís- lenskra námsmanna og Samband ís- lenskra námsmanna erlendis. Aðgerðunum, sem miðast við skólaárið 2008 – 2009 er ætlað að eyða allri óvissu fyrir íslenska náms- menn sem margir hverjir hafa átt í miklum erfiðleikum erlendis undan- farið. M.a. verður veitt aukalán, sem samsvarar framfærslu allt að tveggja mánaða, til þeirra sem eru í sárri neyð vegna ástandsins, s.s. þeirra sem misst hafa húsnæði sitt. Námsmenn þurfa að sækja sérstak- lega um þessi aukalán og sýna um leið fram á að þeir hafi orðið fyrir óviðráðanlegri röskun. Þá verður tekjuskerðing lækkuð í 5%, vaxtastyrkur hækkaður vegna aukins fjármagnskostnaðar og geng- isviðmiðun breytt á útreikningi lána til skiptinema. LÍN mun einnig koma til móts við þá sem greiða nú af námslánum að loknu námi. Tekið verður tillit til þeirra sem verða fyrir 20-30% tekjufalli á milli 2008-2009 með lækkun afborgunar og þeim sem eru í vanskilum boðinn aukinn sveigjanleiki með afborganir á gjald- daga 1. september síðastliðinn og 1. nóvember 2008. Námsmenn geta haft samband við lánasjóðinn strax eftir helgi til að óska eftir aðstoð. Þá hefur LÍN beint því til banka að endurskoða yfir- dráttarheimildir lánþega LÍN með tilliti til gengisþróunar og að ekki verði felldar niður yfirdráttarheim- ildir í erlendri mynt. A.m.k. einn banki, Landsbankinn, hefur þegar brugðist við þeirri beiðni. Morgunblaðið/Ómar Samvinna Garðar Stefánsson hjá SÍNE er sáttur við viðbrögð stjórnvalda. Námsmenn fá aðstoð LÍN Í HNOTSKURN »Boðin verða aukalánvegna röskunar á högum lánþega erlendis »Vaxtastyrkjur verðurhækkaður úr 250 kr. í 400 kr. fyrir hverja ECTS-einingu »Tekjuskerðing við náms-lán lækkar úr 10% í 5% »Við útreikning á lánum tilskiptinema verður miðað við gengið 25. sept í stað 1. júní RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hefst í dag og stendur til 30. nóvember. Veiði er heimil fjóra daga vik- unnar, fimmtudaga til sunnudaga. Veiðidagar verða því 18 eins og á síðasta ári. Bann við sölu á rjúpum og rjúpnaafurðum gildir enn. Grið- land rjúpu verður áfram á Suðvest- urlandi. Að mati Náttúrufræðistofnunar hefur orðið óvænt þróun í rjúpna- stofninum í ár. Fækkunarskeið virðist afstaðið, kyrrstaða er um landið vestanvert en aukning á austanverðu landinu. Nátt- úrufræðistofnun ráðleggur að heildarveiði í ár fari ekki yfir 57 þúsund rjúpur. Á vef Umhverf- isstofnunar hvetur Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra skotveiðimenn til að leggja sitt af mörkum og skjóta ekki fleiri rjúpur en þeir þurfa fyrir sig og sína. Þannig stuðli þeir að því að áfram verði gengið til rjúpna á Íslandi um ókomna framtíð. aij@mbl.is Hvetur til ábyrgra veiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.