Morgunblaðið - 01.11.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 01.11.2008, Síða 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is COMMERZBANK hefur mótmælt því að Samson fái áframhaldandi greiðslustöðvun og var málið tekið fyrir í gær í héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðsdómur veitti Samson upphaflega greiðslu- stöðvun til þriggja vikna og átti hún að renna út síðastliðinn þriðjudag, þann 28. október. Samson hafði farið fram á áframhaldandi greiðslustöðvun en Commerzbank lagt fram mót- mæli fyrir hönd sína og annarra banka sem höfðu átt þátt í veitingu sambankalána til Samson. Félagið fékk þriggja daga frest til að kynna sér mótmælin og málið var síðan flutt í gær. Ef fallist verður á kröfu Commerzbank þá mun hvaða kröfuhafi sem er sem á kröfu í þrotabú Sam- son geta krafist þess að félagið verði tekið til gjald- þrotaskipta næsta mánuðinn frá því að niðurstaðan liggur fyrir. Úrskurðað verður í málinu næstkomandi þriðju- dag. Samson hefur verið í greiðslustöðvun frá 7. októ- ber síðastliðnum en helsta eign félagsins hafði verið rúmlega 40 prósent eignarhlutur í Landsbanka Ís- lands. Eigendur félagsins eru feðgarnir Björgólfur Guð- mundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Þegar Landsbanki Íslands var tekinn yfir af ís- lenska ríkinu varð eign Samson í bankanum að engu. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða fleiri aðilar standa að mótmælunum með Commerzbank. Commerzbank mótmælir Morgunblaðið/Kristinn Frá undirritun Samson keypti Landsbankann fyrir sex árum. Félagið er nú í greiðslustöðvun.  Áframhaldandi greiðslustöðvun Samson fyrir dómi       !    !"   # $    %&       " #()     $%&             ! "##$ '() * +  * * + ,*   - .,*  /0- .,* 1 ,* 2* 3 . *4 5 # 6+  # - .,* 7 .8  ,*   ,* 9:   3  ; <% <*=,* > ,* ,  -(    +! ?   +9   39%   %@ ?  A,  ,* B   0; ,* ' #. $ /0 C ? 3 3C  2- #,* 2 3.; ,* 123                                                        B; .  #   &= ; #  7 . E)))) )FGFH F))(E  'EG' '  )E((FH('   )E((    'E)(       )I') 'I))  IFE FI)  HEI()   GIE) GI))   ('I')   (G'I))   'I))     FI'  HFI   GIG)  )))I))  (HI))   ')'I)) )I))  % 0# /; .   F   G   H F   '          /; / ; F)E))G F)E))G F)E))G F)E))G F)E))G F)E))G  F)E))G F)E))G F)E))G F)E))G F)E))G E)E))G E)E))G F)E))G F))E))G FE))G F))E))G E))E))G HFE))G & & & & &  & & ÞETTA HELST ... ● NOKKRIR aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa hluta af þrotabúi danska lággjaldaflugfélagsins Sterling, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, en félagið varð gjaldþrota síðastlið- inn miðvikudag. Almar Örn Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Sterling, sagðist í gær ekkert geta tjáð sig um stöðu fyr- irtækisins, þar sem það sé nú í höndum skiptastjóra. Áætlað sé að um 30-40 þúsund manns hafi orðið strandaglópar víða um heim vegna gjaldþrotsins. gretar@mbl.is Áhugi á Sterling Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is Í HOLLENSKA dagblaðinu Het Financiele Dagblad [HFD] kemur fram að fyrir íslenskum athafna- menn hafi hrun íslenska banka- kerfisins komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en hrun bankanna skapi þó ný tækifæri. „Bankahrunið hefur ekki haft áhrif á okkar starfsemi,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoð- tækjaframleiðandans Össurar, í samtali við blaðið, en 1700 manns starfa hjá fyrirtækinu um allan heim, þar af 230 á Íslandi. Einnig er rætt við Hörð Arnarson, for- stjóra Marels, og hann tekur í svipaðan streng, ekki sé ástæða til svartsýni. Hafa mætt mótlæti áður „Fyrirtæki í matvælaiðnaði hafa gengið í gegnum mikla erf- iðleika og samdrátt áður. Kúa- riðu, díoxíneitraðar sjávarafurðir, fuglaflensu og nú bankakreppu. Og við munum standa hana af okkur einnig,“ er haft eftir Herði, en Marel er markaðsleiðandi í framleiðslu á tækjum fyrir kjúk- lingaslátrun og fiskvinnslu. Hörð- ur bætir við að fólk hætti ekki að matast í kreppu. Því sé staða fyr- irtækja í matvælaiðnaði ekki jafn veik og annarra fyrirtækja. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segist í samtali við HFD sjá mikil tækifæri fyrir íslensk fram- leiðslufyrirtæki. Hann segir jafn- framt að þegar mörg störf glatist í bankaheiminum skapist önnur ný störf í öðrum geirum. Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir næstu mánuði verða mjög erfiða í íslensku efnahagslífi en segist jafnframt sannfærður um að þjóðin muni rífa sig upp úr lægð- inni. Ný tækifæri með bankahruni ● REKSTUR verslanakeðj- unnar House of Fraser (HoF) og leikfangaversl- ananna undir merkjum Ham- leys, sem Baugur á stóra hluti í, hef- ur gengið vel á þessu ári að sögn Gunnars Sigurðssonar, forstjóra Baugs. Hann segir að þær hafi ekki fundið mikið fyrir erfiðleikunum í ís- lensku efnahagslífi, enda í litlum við- skiptum við íslenska banka. gretar@mbl.is Erfiðleikarnir snerta lítið HoF og Hamleys ● EIGNIR þeirra sem áttu í Skamm- tímasjóði Kaupþings rýrnuðu um 25 prósent ef miðað er við stöðu sjóðs- ins 3. október síðastliðinn. Það var síðasti dagurinn sem viðskipti í sjóðnum áttu sér stað. Sjóðnum hefur verið slitið í kjölfar- ið og miðast slitin við 19. nóvember næstkomandi. Þeir sem áttu hlutdeild í sjóðnum fá allt greitt út í einu og upphæðin verður lögð inn á innlánsreikning hjá nýja Kaupþingi. Sjóðnum var lokað 6. október síðastliðinn. thordur@mbl.is Fjórðungs rýrnun í Skammtímasjóðnum FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ÞEIR sem áttu í peningamarkaðs- sjóði Kaupþings fengu í gær greitt sem nemur 85,3 prósent af eignum sjóðsins miðað við stöðu hans 3. októ- ber, sem var síðasti dagurinn sem viðskipti í sjóðnum fóru fram. Sjóðs- félagarnir tapa því tæpum 15 pró- sentum af eign sinni í sjóðnum. Upp- hæðin verður greidd út í heild sinni inn á innlánsreikning í Nýja Kaup- þingi. Í kjölfarið hefur verið ákveðið að slíta sjóðnum. Þar með hafa allir bankarnir sem ríkið tók yfir greitt út úr peningamarkaðssjóðum sínum. Mikil óvissa hefur ríkt á meðal þeirra tugþúsunda Íslendinga sem áttu fjármuni í peningamarkaðssjóð- um bankanna þriggja sem ríkið hef- ur tekið yfir eftir að lokað var fyrir viðskipti í þeim þann 6. október. Landsbankinn reið á vaðið á þriðjudag og tilkynnti greiðslur úr öllum verðbréfa- og fjárfestingasjóð- um sínum. Þeir sem áttu í peninga- markaðssjóði bankans í íslenskum krónum fengu greitt út sem nemur 68,8 prósentum af eignum hans. Það þýðir að þeir hafa tapað um þriðjungi þeirrar eignar sem þeir áttu í sjóðn- um áður en honum var lokað. Af við- skiptavinum í peningamarkaðssjóð- um bankanna þriggja sem ríkið hefur yfirtekið tapa viðskiptavinir Landsbankans því mest. Glitnir keypti út skuldir Stoða Glitnir tilkynnti greiðslur úr sín- um peningamarkaðssjóði, Sjóði 9, á fimmtudag. Samanlögð rýrnun eigna þeirra sem áttu í sjóðnum frá 29. september, þegar honum var fyrst lokað, var tæplega 21 prósent. Þann dag var töluvert af skuldabréfum frá Stoðum, áður FL Group, í sjóðnum en Stoðir eru í greiðslustöðvun. Þeg- ar Sjóður 9 var opnaður aftur til skamms tíma þann 1. október hafði Glitnir keypt öll bréf Stoða út úr hon- um. Þann 30. júní síðastliðinn skuld- uðu Stoðir Sjóði 9 18,4 milljarða króna. Það eru síðustu opinberu upp- lýsingar sem liggja fyrir um sam- setningu sjóðsins. Glitnir hefur ekki viljað upplýsa hvert útgreiðsluhlut- fallið hefði verið ef Stoðabréfin hefðu ekki verið keypt út. Landsbankinn rýrnaði mest  Peningamarkaðssjóður Kaupþings rýrnaði um 15 prósent  Allir sjóðir stóru bankanna hafa tilkynnt um útgreiðsluhlutfall  Sjóður Landsbanka rýrnaði mest    4-( * *% 2%   + 352 6 5 - 7 38 J; ;/;A < !*<E . 3=  90-2 /0 :   ;       BJÖRGVIN G. Sigurðsson, við- skiptaráðherra, segir í grein í Við- skiptablaðinu í gær að mikilvægt sé að hleypt verði af stokkunum alls- herjar rannsókn á tildrögum þess að fjármálakerfi Ís- lendinga hrundi. Í fyrsta lagi þurfi að fara fram ítarleg rannsókn á því hvort gild- andi lög og reglur hafi verið brotin. Slík rannsókn sé á forræði Fjár- málaeftirlitsins og eftir atvikum lög- reglu. Þess ber að geta að Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, hefur þegar fengið Boga Nilsson, fyrrver- andi ríkissaksóknara, til að stýra þeirri athugun í nánu samstarfi við FME, Samkeppniseftirlitið og skatt- rannsóknarstjóra. Björgvin nefnir einnig að fara þurfi fram heildarskoðun á gildandi lagaumhverfi um fjármálakerfið og einnig þurfi að fara fram ítarleg heildarúttekt á orsökum og aðdrag- anda hrunsins á forræði Alþingis, enda þurfi að efla þinglega rannsókn tiltekinna mála. thorbjorn@mbl.is Björgvin G. Sigurðsson Rannsókn- argleði Vill þrenns konar úttektir á bönkunum ● Ekki er enn ljóst hvort Reykjavík- urborg tókst að losa 4,1 milljarð króna sem hún átti í peningamark- aðssjóðum Landsbankans. Borgin hafði óskað eftir því að fjármunirnir yrðu færðir yfir í ríkistryggð verðbréf í vikunni áður en sjóðirnir lokuðu en Landsbankinn bæði staðfesti og neitaði því að slík aðgerð hefði farið fram. Borgin hefur óskað eftir því að staðið verði við staðfestingu þess efnis að fjármunirnir hafi verið los- aðir úr sjóðunum. Birgir Björn Sig- urjónsson, fjármálastjóri Reykjavík- ur, segir að skilanefnd bankans hafi komið þeim skilaboðum til borg- arinnar í vikunni að hún þyrfti lengri tíma til að fara yfir málið. thordur@mbl.is Enn óljóst hvort borg- in átti í sjóðunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.