Morgunblaðið - 01.11.2008, Side 23

Morgunblaðið - 01.11.2008, Side 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Eftir Svein Sigurðsson og Baldur Arnarson VÍSINDAMENN hafa nú sýnt fram á það í fyrsta sinn, að breytinga á loftslagi af manna völdum verður vart í öllum heimsálfum og á heim- skautunum báðum. Áður var talið, að þeirra gætti ekki, að minnsta kosti ekki ennþá, á Suðurskautslandinu. Í skýrslu, sem unnin var fyrir milliríkjaráðið um loftslagsbreyting- ar (IPCC) og birt á síðasta ári, segir, að á Suðurskautinu hafi ekki fundist merki um loftslagsbreytingar af manna völdum. Það hefur nú verið hrakið með nýjum rannsóknum en samkvæmt þeim hafa gróðurhúsa- áhrif af völdum manna látið þar til sín taka í sextíu ár. „Í fyrsta sinn hefur okkur tekist að tengja hlýnun á Norðurskauti og Suðurskauti beint við áhrif manna á loftslagið,“ segir Nathan Gillett, en hann starfar við loftslagsrannsókna- deild háskólans í Austur-Anglíu. Undir það taka aðrir vísindamenn og benda þeir á, að eyðing ósonlags- ins yfir Suðurskautinu hafi raunar tafið fyrir gróðurhúsaáhrifunum en nú hafi eyðingin minnkað og jafnvel gengið til baka. Því megi búast við, Ísfreri Landslagið er víða stór- brotið á ísbreiðum Suðurskautsins. Hlýnar yfir Suðurskautinu  Vísindamenn sýna í fyrsta sinn fram á loftslagsbreytingar yfir ísfreranum  Jafnvel búist við að hlýnunin verði hraðari  Byggt á nýjum rannsóknum að loftslagsbreytingarnar verði hraðari en áður. Hefur í þessu samhengi verið bent á að á Suðurskautinu mæla aðeins 20 stöðvar lofthitann, en um 100 stöðv- ar á norðurskautinu þar sem því er spáð að sumarísinn verði jafnvel horfinn með öllu innan nokkurra ára. Milliríkjaráðið um loftslagsbreyt- ingar spáir því að sjávarmál muni hækka um frá 18 og upp í 59 senti- metra á öldinni, vegna loftslags- breytinga, veðurbreytinga sem einnig muni koma fram í enn tíðari flóðum, þurrkum og fárviðrum. Í HNOTSKURN »Kæmi til þess að ísinn áSuðurskautinu og í Græn- landsjökli bráðnaði hefði það í för með sér hækkun sjáv- armáls um 70 metra. »Fjallað er um rannsókninaí Nature Geoscience. »Til samanburðar má nefnaað Hallgrímskirkjuturn er um 74 metra hár. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÁÆTLAÐ er að um 250.000 manns hafi þurft að flýja heimkynni sín í Austur-Kongó vegna átaka milli uppreisnarmanna og stjórnarhers- ins í austanverðu landinu. Óttast er að átökin leiði til hungursneyðar og mannskæðra farsótta á svæðinu. Mikill skortur er á matvælum og starfsmenn hjálparstofnana hafa lít- ið sem ekkert getað aðstoðað fólkið síðustu daga. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna segja að búðir 50.000 flótta- manna hafi verið eyðilagðar. Árás- armennirnir hafi látið greipar sópa, hrakið fólkið í burtu og kveikt í búð- unum. Uppreisnarmennirnir eru undir forystu Laurents Nkunda, sem sak- ar ríkisstjórn Austur-Kongó um að hafa ekki verndað tútsa frá vopn- uðum hópum hútúa sem sluppu til Austur-Kongó eftir að hafa tekið þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994. Talið er að 800.000 manns hafi þá legið í valnum, flestir tútsar. Stjórn Austur-Kongó hefur sakað Nkunda og uppreisnarlið hans um stríðsglæpi. Mannréttinda- hreyfingin Human Rights Watch segist hafa fengið upplýsingar um að uppreisnarmennirnir hafi gerst sek- ir um morð, pyntingar og nauðganir á árunum 2002-2004. Mannréttinda- hreyfingar hafa einnig sakað stjórn- arhermenn um grimmdarverk á ófriðarsvæðinu. Njóta stuðnings Rúandamanna Talið er að um þrjár milljónir manna hafa látið lífið í Austur- Kongó af völdum fimm ára borg- arastyrjaldar sem lauk árið 2003. Erfiðlega hefur þó gengið að binda enda á átökin í austanverðu landinu og miklar náttúruauðlindir á svæð- inu hafa kynt undir ófriðnum. Talið er að uppreisnarmenn Nkunda gætu ekki barist lengi án stuðnings stjórnvalda í Rúanda sem eru sökuð um að hafa sent uppreisn- arliðinu hermenn og vopn. Forseti Rúanda, Paul Kagame, var í upp- reisnarliði tútsa sem batt enda á fjöldamorðin 1994. Talið er að með stuðningnum við uppreisnarlið Nkunda vilji Kagame knýja stjórn Austur-Kongó til að standa við lof- orð sín um að afvopna hútúa. Hætta á hungursneyð Reuters Fjöldaflótti Íbúar Austur-Kongó flýja með eigur sínar á átakasvæðinu í austanverðu landinu. Talið er að um 250.000 manns séu á flótta á svæðinu.              !"# $  % & '  $(#   )$          *"+( (# ,))"   +-.)  /) )&& +0           1   * '   $(#   !"# 2(#           ! "  "     0 - 0  2 0 3 4)5 0 &6 ,  7 0 1 0 8 9 0 . # 0 $:  0 ;   #  3 # $% &   <== # '(  )* !2 %;03 3! ' &3' 4" .: 6 > :   6 7  ) 6  ? >5  #5 # 6 04  ! 5' 5- !6748 " +  $,   !@$  & A &2A -97: -.( & )    , % ! @ SVO virðist sem það sé algengt í Kína að bæta efninu melamín í dýrafóður. Kom það fram í kín- verskum ríkisfjölmiðlum í gær en það þýðir, að efnið er hugsanlega að finna í flestum landbúnaðar- afurðum. Hneykslið kom upp snemma í september þegar nokkur börn lét- ust vegna melamíneitrunar og leggja varð tugþúsundir á sjúkra- hús. Þá fannst efnið í mjólk og mjólkurafurðum en í síðustu viku fannst það í eggjum í Hong Kong. Melamín, sem er mjög köfnunar- efnisríkt, var blandað í mjólk til að hún virtist próteinríkari en hún var og það sama á við um dýrafóðrið. „Við getum ekki útilokað, að melamín sé meira eða minna að finna í flestum matvælum í land- inu,“ sagði í leiðara China Daily og í blaðinu Nanfang sagði, að það væri á margra vitorði, að melamín væri sett út í fóðrið. Athygli vekur að ríkisfjölmiðlar skuli flytja þessar fréttir en þeir þögðu lengi þunnu hljóði. svs@mbl.is Melamín í fleiri vörum Á EINU ári hafa fleiri bandarískir landgönguliðar látist af völdum mótorhjólaslyss en vegna hern- aðar í Írak. Af 200.000 landgönguliðum eiga 18.000 mót- orhjól og frá því í nóvember í fyrra hafa 25 látið lífið í slysum á þeim. Á sama tíma féllu 20 landgönguliðar í Írak. Þykja þessar tölur svo alvar- legar, að skipuð hefur verið nefnd til að kanna málið. svs@mbl.is Hættulegri en Íraksstríðið Öflugur farkostur en líka varasamur. MOAMAR Kadhafi Líbýuleiðtogi ætlar að bjóða Rússum að koma upp flotastöð í Líbýu. Var það full- yrt í rússnesku dagblaði. Dagblaðið Kommersant kvaðst hafa þetta eftir áreiðanlegum heim- ildum en Kadhafi kom til Rússlands í gær í sinni fyrstu opinberu heim- sókn þar frá árinu 1958. Sagði blað- ið, að flotastöðin yrði við hafn- arborgina Benghazi. „Með þessu vill Kadhafi tryggja, að Líbýa verði ekki fyrir árás Bandaríkjamanna, sem hafa ekki tekið hann í sátt þrátt fyrir til- raunir hans í þá átt,“ sagði í Komm- ersant. Þá vilji Kadhafi einnig bæta Rússum það upp, að hann hafi ekki staðið við samninga um aukin við- skipti við rússnesk fyrirtæki. svs@mbl.is Fá Rússar að- stöðu í Líbýu?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.