Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Eftir Svein Sigurðsson og Baldur Arnarson VÍSINDAMENN hafa nú sýnt fram á það í fyrsta sinn, að breytinga á loftslagi af manna völdum verður vart í öllum heimsálfum og á heim- skautunum báðum. Áður var talið, að þeirra gætti ekki, að minnsta kosti ekki ennþá, á Suðurskautslandinu. Í skýrslu, sem unnin var fyrir milliríkjaráðið um loftslagsbreyting- ar (IPCC) og birt á síðasta ári, segir, að á Suðurskautinu hafi ekki fundist merki um loftslagsbreytingar af manna völdum. Það hefur nú verið hrakið með nýjum rannsóknum en samkvæmt þeim hafa gróðurhúsa- áhrif af völdum manna látið þar til sín taka í sextíu ár. „Í fyrsta sinn hefur okkur tekist að tengja hlýnun á Norðurskauti og Suðurskauti beint við áhrif manna á loftslagið,“ segir Nathan Gillett, en hann starfar við loftslagsrannsókna- deild háskólans í Austur-Anglíu. Undir það taka aðrir vísindamenn og benda þeir á, að eyðing ósonlags- ins yfir Suðurskautinu hafi raunar tafið fyrir gróðurhúsaáhrifunum en nú hafi eyðingin minnkað og jafnvel gengið til baka. Því megi búast við, Ísfreri Landslagið er víða stór- brotið á ísbreiðum Suðurskautsins. Hlýnar yfir Suðurskautinu  Vísindamenn sýna í fyrsta sinn fram á loftslagsbreytingar yfir ísfreranum  Jafnvel búist við að hlýnunin verði hraðari  Byggt á nýjum rannsóknum að loftslagsbreytingarnar verði hraðari en áður. Hefur í þessu samhengi verið bent á að á Suðurskautinu mæla aðeins 20 stöðvar lofthitann, en um 100 stöðv- ar á norðurskautinu þar sem því er spáð að sumarísinn verði jafnvel horfinn með öllu innan nokkurra ára. Milliríkjaráðið um loftslagsbreyt- ingar spáir því að sjávarmál muni hækka um frá 18 og upp í 59 senti- metra á öldinni, vegna loftslags- breytinga, veðurbreytinga sem einnig muni koma fram í enn tíðari flóðum, þurrkum og fárviðrum. Í HNOTSKURN »Kæmi til þess að ísinn áSuðurskautinu og í Græn- landsjökli bráðnaði hefði það í för með sér hækkun sjáv- armáls um 70 metra. »Fjallað er um rannsókninaí Nature Geoscience. »Til samanburðar má nefnaað Hallgrímskirkjuturn er um 74 metra hár. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÁÆTLAÐ er að um 250.000 manns hafi þurft að flýja heimkynni sín í Austur-Kongó vegna átaka milli uppreisnarmanna og stjórnarhers- ins í austanverðu landinu. Óttast er að átökin leiði til hungursneyðar og mannskæðra farsótta á svæðinu. Mikill skortur er á matvælum og starfsmenn hjálparstofnana hafa lít- ið sem ekkert getað aðstoðað fólkið síðustu daga. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna segja að búðir 50.000 flótta- manna hafi verið eyðilagðar. Árás- armennirnir hafi látið greipar sópa, hrakið fólkið í burtu og kveikt í búð- unum. Uppreisnarmennirnir eru undir forystu Laurents Nkunda, sem sak- ar ríkisstjórn Austur-Kongó um að hafa ekki verndað tútsa frá vopn- uðum hópum hútúa sem sluppu til Austur-Kongó eftir að hafa tekið þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994. Talið er að 800.000 manns hafi þá legið í valnum, flestir tútsar. Stjórn Austur-Kongó hefur sakað Nkunda og uppreisnarlið hans um stríðsglæpi. Mannréttinda- hreyfingin Human Rights Watch segist hafa fengið upplýsingar um að uppreisnarmennirnir hafi gerst sek- ir um morð, pyntingar og nauðganir á árunum 2002-2004. Mannréttinda- hreyfingar hafa einnig sakað stjórn- arhermenn um grimmdarverk á ófriðarsvæðinu. Njóta stuðnings Rúandamanna Talið er að um þrjár milljónir manna hafa látið lífið í Austur- Kongó af völdum fimm ára borg- arastyrjaldar sem lauk árið 2003. Erfiðlega hefur þó gengið að binda enda á átökin í austanverðu landinu og miklar náttúruauðlindir á svæð- inu hafa kynt undir ófriðnum. Talið er að uppreisnarmenn Nkunda gætu ekki barist lengi án stuðnings stjórnvalda í Rúanda sem eru sökuð um að hafa sent uppreisn- arliðinu hermenn og vopn. Forseti Rúanda, Paul Kagame, var í upp- reisnarliði tútsa sem batt enda á fjöldamorðin 1994. Talið er að með stuðningnum við uppreisnarlið Nkunda vilji Kagame knýja stjórn Austur-Kongó til að standa við lof- orð sín um að afvopna hútúa. Hætta á hungursneyð Reuters Fjöldaflótti Íbúar Austur-Kongó flýja með eigur sínar á átakasvæðinu í austanverðu landinu. Talið er að um 250.000 manns séu á flótta á svæðinu.              !"# $  % & '  $(#   )$          *"+( (# ,))"   +-.)  /) )&& +0           1   * '   $(#   !"# 2(#           ! "  "     0 - 0  2 0 3 4)5 0 &6 ,  7 0 1 0 8 9 0 . # 0 $:  0 ;   #  3 # $% &   <== # '(  )* !2 %;03 3! ' &3' 4" .: 6 > :   6 7  ) 6  ? >5  #5 # 6 04  ! 5' 5- !6748 " +  $,   !@$  & A &2A -97: -.( & )    , % ! @ SVO virðist sem það sé algengt í Kína að bæta efninu melamín í dýrafóður. Kom það fram í kín- verskum ríkisfjölmiðlum í gær en það þýðir, að efnið er hugsanlega að finna í flestum landbúnaðar- afurðum. Hneykslið kom upp snemma í september þegar nokkur börn lét- ust vegna melamíneitrunar og leggja varð tugþúsundir á sjúkra- hús. Þá fannst efnið í mjólk og mjólkurafurðum en í síðustu viku fannst það í eggjum í Hong Kong. Melamín, sem er mjög köfnunar- efnisríkt, var blandað í mjólk til að hún virtist próteinríkari en hún var og það sama á við um dýrafóðrið. „Við getum ekki útilokað, að melamín sé meira eða minna að finna í flestum matvælum í land- inu,“ sagði í leiðara China Daily og í blaðinu Nanfang sagði, að það væri á margra vitorði, að melamín væri sett út í fóðrið. Athygli vekur að ríkisfjölmiðlar skuli flytja þessar fréttir en þeir þögðu lengi þunnu hljóði. svs@mbl.is Melamín í fleiri vörum Á EINU ári hafa fleiri bandarískir landgönguliðar látist af völdum mótorhjólaslyss en vegna hern- aðar í Írak. Af 200.000 landgönguliðum eiga 18.000 mót- orhjól og frá því í nóvember í fyrra hafa 25 látið lífið í slysum á þeim. Á sama tíma féllu 20 landgönguliðar í Írak. Þykja þessar tölur svo alvar- legar, að skipuð hefur verið nefnd til að kanna málið. svs@mbl.is Hættulegri en Íraksstríðið Öflugur farkostur en líka varasamur. MOAMAR Kadhafi Líbýuleiðtogi ætlar að bjóða Rússum að koma upp flotastöð í Líbýu. Var það full- yrt í rússnesku dagblaði. Dagblaðið Kommersant kvaðst hafa þetta eftir áreiðanlegum heim- ildum en Kadhafi kom til Rússlands í gær í sinni fyrstu opinberu heim- sókn þar frá árinu 1958. Sagði blað- ið, að flotastöðin yrði við hafn- arborgina Benghazi. „Með þessu vill Kadhafi tryggja, að Líbýa verði ekki fyrir árás Bandaríkjamanna, sem hafa ekki tekið hann í sátt þrátt fyrir til- raunir hans í þá átt,“ sagði í Komm- ersant. Þá vilji Kadhafi einnig bæta Rússum það upp, að hann hafi ekki staðið við samninga um aukin við- skipti við rússnesk fyrirtæki. svs@mbl.is Fá Rússar að- stöðu í Líbýu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.